Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 5
jMiðvikudaginn 7. júlí 1948
D A G U R
a
Sjóður siofnaður til verndar
fornra minja á Hólastað
Kennaramót norðlenzkra barnakennara
— Fundargerð og ályktanir. —
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF
Samband norðlenzkra barna-
kennara gekkst fyrir kennara-
móti að Hólum í Hjaltadal dagana
22.—28. júní sl. Þetta var þriðja
mót sambandsins, en 5 ár eru lið-
in, síðan það var stofnað. Eru mót
þessi haldin til skiptis í hinum
ýmsu sýslum, og situr stjórn
sambandsins ávallt þar, sem mót-
in eru haldin.
Jón Þ. Björnsson, formaður
sambandsins, setti mótið með
ræðu. Forsetar voru Snorri Sig-
fússon og Jón Þ. Björnsson, en
ritarar Gísli Gottskálksson og
Eiríkur Sigurðsson. Hafði sam-
bandsstjórnin undirbúið mótið í
samvinnu við námsstjórann. Mót-
inu var þannig hagað, að fyrri
hluta dagsinns voru kennsluleið-
beiningar og erindi, en síðari
hlutann var þing sambandsins
háð með umræðufundum. Þátt-
takendur á mótin voru 36, og
munu þeir á einu máli um það, að
þessi vika á hinum fornhelga stað
hafi verið þeim bæði lærdómsrík
og ánægjuleg, ásamt þeim ferðum
urn Skagafjörð, sem farnar voru
í lok mótsins.
Á mótinu flutti Dr. Broddi Jó-
hannesson 3 erindi um þessi efni:
1. Látbragð og neikvæð þróun
skapgerðar. 2. Sjónmunahæfi-
leiki. 3. Frelsi einstaklingsins.
ísak Jónsson leiðbeindi í smá-
barnakennslu: Lestri, reikningi
og átthagafræði. Friðrik Hjartar
leiðbeindi í stafsetningu, stíla-
gerð, málfræði og skrift. Jón J.
Þorsteinsson leiðbeindi í lestrar-
kennslu með hljóðaðferð. Þá voru
þessi erindi flutt á mótinu: Snorri
Sigfússon: 1. Námsskrá barna-
skólanna. 2. Hlutverk kennara-
stéttarinnar. Sigurður Gunnars-
son: 1. Vinnubókagerð. 2. Aukin
samvinna heimila og skóla.
Hannes J. Magnússon: Geta skól-
arnir verið uppeldisstofnanir?
Gísli Gottskálksson: Málvöndun.
Eiríkur Sigurðsson: Úr utanför.
Þá flutti Júdit Jónbjörnsdóttir
erindi eftir Elísabetu Friðriks-
dóttur um handavinnu stúlkna.
Sýning var frá barnaskólanum í
Húsavík af vinnubókar- og
kortagerð, og sýnishorn af handa-
vinnu stúlkna frá Akureyri og
kerfi því, sem þar er notað.
Auk þessa var haldin kvöld-
vaka, þar sem Sigríður Skafta-
dóttir sagði ferðasögu frá Sví-
þjóð, Egill Þórláksson sagði frá
gömlum Bárðdælingi, Jón Þ.
Björnsson sagði ferðasögu frá
Noregi, en þeir Kári Tryggvason,
Björn Daníelsson og Sigursteinn
Magnússon fluttu frumsamin
kvæði og voru flest þeirra ort á
mótinu. Á mótinu ríkti glaðværð
og áhugi og var mikið sungið.
Reykingar sáust þar ekki.
í lok mótsins afhentu kennar-
arnir skólastjóranum á Hólum
nokkra peningagjöf til sjóðmynd-
unar, sem verja skal til að vernda
fornar minjar á Hólum. Kristján
Karlsson, skólastjóri, þakkaði
gjöfina með ræðu.
Meðan kennararnir dvöldu á
Hólum, gengu þeir í Gvendarskál
og skoðuðu altari Guðmundar
hins góða, og fóru fram að Iiofi
og skoðuðu þar fornar minjar svo
sem Hjaltahaug og hina miklu
skálatóft. Á sunnudag var hlýtt
messu í Hólakirkju hjá séra Birni
Björnssyni. Að síðustu var farin
skemmtiför að Skeiðsfossi í
Fljótum.
Næsti mótsstaður var ákveðinn
í Eyjafjarðars. og kosin í stjórn
Eiríkur Sigurðsson, Júdit Jón-
björnsdóttir og Eiríkur Stefáns-
son.
Á heimleið skoðuðu eyfirzku og
þingeysku kennararnir nýjan
barnaskóla á Sauðárkróki, nýjan
barnaskóla, sem er í smíðum að
Reykjum í Lýtingsstaðahreppi og
þágu heimboð Herselíu Sveins-
dóttur, kennara, að Varmalæk.
Einnig sótu þeir veglega veizlu
hjá Gísla Gottskálkssyni, kenn-
ara, í Sólheimagerði. Fóru þar
fram ræðuhöld og söngur og róm-
uðu menn mjög gestrisni Skag-
firðinga. Þá heimsóttu þeir Dr.
Brodda Jóhannesson í hinum
þjóðlega sumarbústað hans við
Silfrastaði.
Á mótinu voru samþykktar all-
margar tillögur og ályktanir. —
Helztar þeirra voru þessar:
1. Þriðja þing Sambands norð-
lenzkra barnakennai’a (S. N. K.)
telur nauðsyn bera til, að samin
séu og útgefin drög að námsskrá
fyrir barnaskóla, og er í höfuð-
atriðum samþykkt tillögum þeim,
sem í þeim efnum voru sam-
þykktar á nýafstöðnu fulltrúa-
þingi S. í. B.
2. Þingið beinir þeirri ein-
dregnu ósk til fræðslumála-
stjórnarinnar, að hún hlutist til
um ,að ungir og efnilegir kennar-
ar leggi fyrir sig nám í uppeldis-
og sálarfræði með það fyrir aug-
um ,að þeir geti síðar tekið að sér
störf sálfræðinga við hina stærri
barnaskóla landsins.
3. Þingið telur, að skólunum
beri að vinna að aukinni þegn-
hollustu og þjóðrækni svo sem
unnt er. Og í því efni eigi skól-
arnir að byggja á sögu þjóðarinn-
ar, bókmenntum og tungu og
glæða ást æskunnar á þjóðararfi
okkar og ættlandi svo sem við
verður komið. Þingið treystir því,
að fræðslumálastjórnin taki mál
þetta til rækilegrar athugunar
og sendi fyrirmæli í þessu efni í
alla barnaskóla og framhaldsskóla
landsins.
4. Þingið lítur svo á, að brýna
nauðsyn beri til að stefna mark-
visst að aukinni vinnu í sambandi
við kennslu hinna ýmsu náms-
greina, — hverfa frá lexíustagl-
inu til starfa, sem eru i samræmi
við eðli og þroska barnsins.
Telur þingið, að auðvelt sé að
framkvæma slíka vinnu í sam-
bandi við kennslu flestra lrinna
bóklegu námsgreina, ef séð væri
fyrir því, að hentugar handbækur
og önnur hjálpargögn væru jafn-
an fyrirliggjandi.
Til þess að koma sliku í fram-
kværnd, skorar þingið á fræðslu-
málastjóra að skipa nú þegar
nefnd nokkurra áhugasamra
kennara, sem geri hið fyrsta
ákveðnar tillögur til úrbóta.
Skal nefndin viða að sér öllum
þeim beztu hjálpargögnum, sem
fyrir kunna að vera í skólum
okkar, og jafnframt notfæra sér
reynslu nágrannaþjóðanna eftir
því, sem fært þykir og við verður
komið.
Tillögur sínar leggi nefndin
"síðan fyrir fræðslumálastjóra, og
treystir þingið því, að hann láti
framkvæma þær eins fljótt og
unnt er.
5. Þingið telur vaxandi áfeng-
isnautn ungra karla og kvenna
svo alvarlega meinsemd, að mikil
hætta sé á, að þær valdi úrkynj-
un næstu kynslóða.
Skorar þingið því á öll menn-
ingarfélög í landinu, að berjast af
alefli móti þessum eiturnautnum,
hvert innan sinna vébanda, svo og
öllum þeim lífsháttum, sem eru
í ósamræmi við heilbrigt uppeldi
æskunnar í landinu.
6. þingið beinir þeirri ósk til
fræðslumálastjórnarinnar, að hún
beiti sér fyrir því, að komið verði
upp fullkomnu safni íslenzkra
kennslukvikmynda af náttúru
landsins og þjóðlífi, er verði til
afnota fyrir skóla landsins, eink-
um barnaskólana.
7. Þingið telur nauðsynlegt að
samræmdur verði framburður
tungunnar, og vill í því sambandi
benda á tillögur dr. Björns Guð-
finnssonar um það efni í bók
hans: Breytingar á framburði hg
stafsetningu.
Þingið skorar þvi fastlega á yf-
irstjórn fræðslumála landsins, að
það hrindi máli þessu í fram-
kvæmd hið allra bráðasta í sam-
ráði við höfund nefndrar bókar.
8. Þingið felur sljórn sam-
bandsins eftirfarandi:
1. Að skora á fræðslumála-
stjórnina að skipuleggja innkaup
og útvegun á efni og áhöldum til
handiðju stúlkna og drengja í
barnaskólum landsins, því að nú
horfir til stórvandræða um alla
handavinnu vegna efnis- og
áhaldaskorts.
2. Að skora á fræðslumála-
stjórnina að gefin verði út sem
allra fyrst handbók í handiðju
fyrir barnakennara.
9. Þingið lítur svo á, að svo
mikið beri á alls konar upplausn
í þjóðlífi okkar í uppeldislegu og
siðferðilegu tilliti, að brýn þörf sé
á, að þeir aðilar, foreldrar og
kennarar, sem fyrst og fremst
eiga að halda vörð um fjöregg
þjóðarinnar, æskuna, myndi með
sér aukin samtök hið bráðasta til
varnar og úrbóta.
Skorar þingið þvi á skóla-
nefndir og skólastjóra að taka
málið til gaumgæfilegrar athug-
unar og beita sér fyrir skipu-
lögðum framkvæmdum sem fyrst.
Hjálpræðishei'inn. Sunnudag-
inn 11. júlí kl. 11 Helgiinarsam-
koma, kl. 8,30 Hjálpraeðissam-
koma. — Allir velkornnir!
Frá Golfklúbb Akurcyrar.
I vor byrjuðu æfingar óvenju
seint vegna ótíðarinnar, en fyrsta
keppni klúbbsins var háð 17. maí
og var það svokölluð punkta-
keppni, og varð Jón Benediktsson
yfirlögregluþjónn þar hlutskarp-
astur, en næstur Jóhann Egilsson,
þátttakendur voru 16.
Næst var bændaglíma 23. maí.
Bændur voru Jón Egilsson og
Sigtr. Júlíusson. Voru 8 í hvoru
liði, og lauk keppninni þannig, að
lið Sigtryggs vann með eins
höggs mun.
Nokkrir vinir Gunnars heitins
Hallgrímssonar innan klúbbsins
hafa gengizt fyrir því að keyptur
yrði veglegur verðlaunagripur,
sem bæri nafn Gunnars, og væri
eins konar minnisvarði um hann
innan klúbbsins, en Gunnar Hall-
grímsson var, sem kunnugt er,
einn leiknasti og áhugasamasti
golfleikari hér, meðan hans naut
við, og þar að auki óvenju vinsæll
og góður drengur.
Hófst hin fyrsta keppni um
þennan grip 30. maí ,en þetta er
72 holu höggkeppni með forgjöf.
Keppninni var hagað þannig,
að fyrsta daginn voru leiknar 18
holur. 5. júní voru leiknar 18 hol-
ur og 6. júní 36 holur. Þátttak-
endur í þessari keppni voru 19 og
lauk henni þannig, að hlutskarp-
astur varð Birgir Sigurðsson með
326 högg netto eftir 72 holur, en
næstui' Hafliði Guðmundsson
með 332 högg og þriðji Sigtr. Júlí-
usson með 336 högg.
4. keppni ársins var háð 12. og
13. júní um „Mickey’s Cup“, 36
holu höggkeppni með 3/4 for-
gjafar. Þátttakendur voru 12 og
urðu Birgir Sigurðsson og Haf-
liði Guðmundsson jafnir með 168
högg netto og kepptu því til úr-
slita og vann þá Hafliði
5. keppnin var háð 19.—26.
júní um Olíubikarinn. Keppni
þessi er útsláttarkeppni, og var
fyrst háð upphafskeppni, og varð
þá Jóhann Egilsson hlutskarpast-
ur, en í framhaldskeppninni varð
Hörður Svanbergsson hlutskarp-
astur, og keppti til úrslita við Jó-
hann Þorkelsson.
Næsta keppni klúbbsins verður
10.—16. júlí um Æfingabikarinn.
Rétt til að taka þátt í þeirri
keppni hafa aðeins þeir, sem hafa
20 eða meira í forgjöf, og eru það
því aðallega nýbyrjendur, sem
keppa um hann. Keppni þessi er
72 holu höggkeppni með forgjöf.
F. J.
Akureyri.
Á miðvikudagskvöld sl. fengum
við Handknattleiksmót Akureyr-
ar sem tilbreytni frá „bíó“, skóg-
arferðum og öðrum hversdags-
leika. En bæjarbúar kusu þó
flestir eitthvað annað en það, að
horfa á leik þessa unga fólks. —
Veðrið var nú heldur ekki boð-
legt, nema sæmilega útivönum
lýð, kólnandi norðanátt og frítt
steypibað að lokum! Um leikina í
heild má það segja, að þeir voru
heldur lélegir. Leikirnir voru 4,
liðin 8.1 hverju þeirra er eitthvað
af góðum og jafnvel ágætum leik-
mönnum. En aðeins eitt liðið
sýndist heilsteypt og öruggt í leik
sínum: I. fl. karla, K. A. Næst því
virðist mega skipa II. fl. karla:
Þór.
En leikir eins og þessir, á erfið-
um velli og með talsverðri
keppni, er miklum meiri hluta
leikmannanna of erfiðir, þeir
endast ekki leikinn út. Æfingin
úti er allt of lítil.
Annars er handknattleikurinn
hér „milli vita“ nú, vitlaus og
reglulaus, segja sumir. Satt er
það, að hér koma fram nýjar
„reglur“ öðru hvoru, sem stund-
um reynist svo fals, eða sízt til
eftirbreytni.
íþrótt þessi er í breytingu hér á
landi og telja sumir þá breytingu
til bóta, aðrir ekki. Leikurinn er
skiptur í sókn og vörn greinileg-
ar, öfgalegar, en áður var. Leik-
aðferð þessi útheimtar sérstaka
tækni og öryggi í allri knattmeð-
ferð, sem hér er ennþá fáséð. —
Fimm eða sex manna vörn í
„hringnum" á að vinnast aðeins
með snöggum skiptum og mikilli
hreyfingu sóknarliðs, með því
að koma fleyg inn í varnarlínuna
eða með hopp-skoti inn yfir í
markið, eins og við sáum prýði-
legast hjá þjálfara I. R.-inganna
hér í fyrra. Hér er margt ólært,
eða a. m. k. óæft af þessu. Hér er
knötturinn líka oft óhæfur. Hann
verður að vera svo lítill og þjáll,
að leikmaður hafi fast og öruggt
grip á honum með annarri hendi.
Handknattleikur er góð og
skemmtileg íþrótt, en verður að
æfast vel.
í Akureyrarmótinu urðu þessi
úrslit:
I. fl. kvenna Þór og K. A. 7 : 3
mörkum.
II. fl. kvenna Þór K. A. 7:0
mörkum
I fl. karla K. A. Þór 15:10
mörkum.
II. fl. karla Þór K. A. 11 : 3
mörkum.
Ráðgert er að III. fl. kvenna
keppi líka.
K. A. sér um mótið.
„Babb í bátnum“.
Það er komið eitthvert „babb í
bátinn“ með keppnina við Hafn-
firðinga. Þeir koma hér sennilega
ekki um næstu helgar. Enginn
skyldi þó ætla, að þeir séu
klökkir við að mæta köppunum
hér. Hitt mun nær sanni, að ekki
hafi verið nógu greinilega frá
þessum áætlunum gengið, mis-
skilningur með í spilinu og
íþróttamennirnir svo ekki við-
búnir bæjarkeppni þegar hér er
óskað eftir.
En við sjáum nú til þegar á
sumarið líður.
Drengjamót
Drengjamót Akureyrar í frjáls-
um íþróttum var áætlað 11.—12.
þ. m. Sennilega verður það fáum
dögum seinna eða um miðja vik-
una næstu.
Hér á Akureyri eru mjög efni-
legir íþróttamenn í drengjaflokki,
og sumir einkar duglegir að æfa
sig. Þeir ættu bara að vera fleiri
um að fylla þann hóp, sameinast
(Framhald á 7. síðu).