Dagur - 28.07.1948, Síða 6
B
D AGUR
Miðvikudaginn 28. júlí 1948
MAGGIE LANE
Saga eftir Frances Wees
36. DAGUR.
(Framhald).
„Álit mitt á yður hefir breytzt
verulega, síðan við töluðumst
seinast við. Satt að segja höfðum
við ekkert við að styðjast þá í
dómum okkar um yður, annað en
harla lausleg yfirborðskynni."
„En nú?“
„Nú vitum við betur.“
„En þið setjið ykkur þó ennþá í
dómarasess gagnvart mér?“
„Auðvitað er það óhjákvæmi-
legt.“
„Eg skil,“ sagði hún aðeins.
„Maggie. — Eg hygg, að þér
séuð í rauninni allra siðprúðasta
stúlka. Eg er komin að þeirri nið-
urstöðu eftir nána athugun. Allir,
sem komizt hafa í einhver kynni
við yður, bera yður hið bezta
orð.“
Maggie leit fast á hann, og það
var rólegt, fremur lculdalegt blik
í hinum grá-bláu augum hennar,
þegar hún svaraði:
„Þér hafið átt annríkt við allar
þessar rannsóknir, herra Carver!“
Anthony varpaði öndinni dá-
lítið óþolinmóðlega. „Sjáið þér nú
til,“'ságði hatin;"— ,',Látúm ókkur
hættá að jagást, eri tölum saman
eins og vinir og jafningjar. —
Gætuð þér ekki hugsað yður að
kalla mig bara Anthony?“
„Það hljómar ósköp vingjarn-
lega. Ef þú óskar endregið eftir
því, skal ég gjarnan reyna.“
„Þú gerir mér harla erfitt fyrir,
Maggie.“
„Geri þér erfitt fynr? Hvern-
ig?“
„Er þér sama þó eg reyki?“
spurði Anthony.
„Gjörðu svo vel,“ sagði hún og
rétti honum öskubakka. ?
Anthony tók upp þráðinn á ný:
„Ég efast um, að þú gerir þér
grein fyrir, hversu hörmulegt á-
stand ið í fjölskyldunni er orðið,“
sagði hann. „Oll sú vitneskja,
sem ég hefi getað grafið upp um
þig, bendir til þess, að þú sért
ekki harðbrjósta manneskja. Að
vísu hefur það varla lcomið fram
við okkur ennþá, frernur við þá,
sem þurfa á samúð og hjálp að
halda. Mér virðist þú ættir að
hugleiða, í hversu mikilli þörf
móðir mín, Georg og unnusta
hans og Díana eru fyrir samúð
og skilning af þinni hálfu.“
„Hvað gengur svo sem að Ge-
org?“
„Þú veizt vel hvað gengur að
honum. Hann elskar Helenu, en
fær ekki að njóta hennar. Og
horfur á því að hún taki saman
við Paul Avery. Jafnvel giftist
honum. Þú hefur eflaust heyrt
getið um hann.“
„Ef hann er tvíræður karakter
þá þykir auðvitað sjálfsagt að ég
hafi heyrt um hann. iVð hann sé
náirin vinur iriínn.“
,;£g átti ekki við það, Maggie.
Ég ætla mér ekki að. særa þig á
neinn.hátt Ég átti aðeins .við það,
að þu hefðir sjálfsagt lieyrt hans
getið, eins og flestir aðrir hér í
borg, og það sennilega ekki að
neinu góðu. En hvað sem því líð-
ur, þá virðist Helena ætla að gift-
ast honum og eyðileggja þar með
lífshamingju sína og Georgs. Mér
þykir líklegt, að þú viljir hafa
það á sárrivizkúnni.“
„Hversvegna skyldi ég leggja
það á mína samvizku?“
„Þú veizt það fullvel. Það
stendur í þínu valdi að leyfa Ge-
org skilnað og gera honum mögu-
legt að binda saman þræðina á
nýjan leik. Georg iieldur við
sturlun. Hann er góður drengur,
en hann er ungur og lítt reynd-
ur. Það er ekki nema maklegt, að
vera sanngjarn í skiptum við
hann.“
„Hann er samt eldri en eg er.
Hann kom sér sjálfur í þessa
klípu. Kannske ekki nema mak-
legt, að eg hljóti líka sanngjöi-n
skipti.“
Anthony hugleiddi þetta ofur-
litla stund. „Hvort sem það er
maklegt eða ekki, hvort sem þú
ert góð og heilbrigð stúlka eða
ekki, þá er það raunar mál, sem
ekki kemur okkur við. Við berum
enga ábyrgð á neinu því, sem
kann að hafa komið fyrir þig á
lífsleiðinni. Það er ekki okkar
verk, að þú ert það sem þú nú ert,
eða að þér hefir tekizt að ná tak-
marki, sem þú kannt að hafa sett
þér.“
„Þú átt við það, að fólk eins
og þú og þínir líkir beri enga
ábyrgð á mér og mínum líkum?
Þið hafið rétt til að gera það, sem
ykkur sýnist og loka ykkur síðan
örugglega á bak við þykkan múr-
vegg peninga og ættarvalds, og
gleyma því, að við erum til?“
„Við höfum ekki gert neitt á
hlut þinn, Maggie."
„Georg giftist mér. Hann vildi
það sjálfur. En nú viljið þið losna
við afleiðingarnar. Eg verð að
segja hreinskilnislega, að mér
geðjast ekki að þess konar starfs-
aðferðum.“
Ánthony tottaði vindlingsstúf-
inn, og íhugaði þessi orð Maggie.
„Hefurðu enga samúð með móð-
ur minni?“ spurði hann síðan.
„Allt hennar daglega líí er komið
úr skorðum. Hún veit varla sitt
rjúkandi ráð. Vinir hennar snúa
baki við henni. Eg get ekki sagt
að framkoma þeirra sýni mikinn
drengskap, en þetta er staðreynd,
sem við getum ekki breytt. í dag
varð hún að segja af sér for-
mennsku vöggustofunnar. Hún
hefir gegnt þessu starfi í mörg ár.
En slúðrið um ástandið hér á
heimilinu hefir nú náð því marki,
að hún treystir sér ekki til þess að
standa gegn því opinberlega
(Framhald).
Beztu þakkir til allra þeirra, er sendu niér heiilaskeyti
og hlýjar kveðjur á sjötugs afmœli minu 2. júlí s. I.
Hal.ldórssCöðum 12. júlí 1948.
Jón A. Sigfússo7i.
KHKHKBKBKBKBKBKB>tt<BKBKHKHKBKBKBKBKBKHKBK5tHKHKBKH
KKbkbkbkhKhKbKhkbkhKhkhkhkbKhkkhKbkbKbkbkbkhkhkh!
Alúðar þakkir fyrir þœr rausnarlegu minningargjafir,
sem borizt hafa Tjarnarkirkjugarði, frá þeim Snorra
Sigfússyni, Halldóri Sigfússyni og Valgerði Björnsdóttir.
SÓKNA RNEFND TJA RNA RSÓKNA R.
KBKKKKHKHKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKBKKKKK
íkkkbkkkkkkkkkkkkkkkKkkkkkkkkkkkkkkkkkkkbkkkkkkkí
Innilegt þakklæti vil eg fœra börnum mínum, barna-
börnum og tengdabörnum og öðrum vinuin minum,
sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og lieilla-
skeytum á áttræðisafmœli mínu 20. júli s. I. — Bið eg
þeim blessunar i nútið og framtíð.
GUNNLAUGUR DANIELSSON.
Oddeyrargötu S.
ÍHKKKKKKKKKKKKKKKKKKKHKKKBKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKi
BKKKKKKKKKKKKKKbKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKSíKKbKKKI
Þukka hjartanlega konum i Arnarneshreþþi fyrir hina
kœrliomnu gjöf er þœr sendu mér, og alla góða vináttu
fyrr ogsíðar. Guð oggœfan fylgi þeim i framtiðinni.
A NNA JÓHA NNSD Ó T TIR,
frá Reistará.
BKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKhKKKKKK
1111111111 ■ 111
1111111111111■ 11111II111111111’1111111111IIII*
ULLARDÚKAR, margar gerðir, I
j KAMGARNSBAND, margir litir, |
í LOPI, margir litir, |
i venjulega fyrirliggjandi í öllum i
I kaupfélögum landsins.
Ullarverksmiðjan GEFJUN |
| HÚTEL AKUREYRI (
Hafnarstræti 98. — Símj 271. f
r 2
......... m|iuitmmtmmmmmmmmmi|i.D|£
„Það er sagan um fjórblaða smárann og gullnu hindina
sagði hann.
ÞETTA kvöld sátum við í einkennilega, bláa herberg-
inu, og Maryant Sidneye sagði mér langa sögu , sem hann
kallaði söguna um fjórblaða smárann og gullnu hindina.
Eg skyldi að hann talaði í Hkingum og sagan átti að segja
mér, hvers konar maður Ralls væri og að Sidneye væri
staðráðinn í því að finna Rauða drekann og gullfarminn.
Þegar Sidneye var drengur, hafði hann siglt á stóru
barkskipi, sem kallað var „Fjórblaða smárinn“. Þegar
árin liðu og hann tók við forustu fjölskyldufyrirtækj-
anna á Kyrrahafseyjunum, hafði hann notað þetta skip
til þess að ræna manni þeim, sem hafði orðið valdur að
því, að faðir hans hafði framið sjálfsmorð. Sidneye
fannst hefndin sæt, en út af þessum málum neyddist
hann til að láta það berast út, að „Fjórblaða smárinn“
hefði farizt. Með mikilli leynd var skipinu breytt, málað
“ Maður á fleka,“ hrópaði varðmaðurínn. ,
hátt og lágt, og búið nýjum tækjum. Þegar það kom
fram í dagsljósið, var það orðið geysifrítt skip og nefnd-
ist nú „Gullna hindin“. Með þessu skipi fór Sidneye víða
um Kyrrahaf árið 1925, eftir að hann var orðinn vell-
auðugur maður, af fyrirtæki sínu, Batjak Ltd. á Java.
„Gullna hindin“ var fyrir fullum seglum undan Gil-
berteyju dag nokkurn, er varðmaðurinn kallaði: „Maður
á fleka framundan". Sidneye gekk fram á skipið með
sjónauka sinn. Það, sem hann sá í sjónaukanum, fékk
svo mjög á hann, að honum vöknaði um augu. „Hendið
djúpsprengju í sjóinn til þess að styggja hákarlana“, fyr-
irskipaði hann. Maðurinn, sem þeir sáu, var rígbundinn
á flekann. Allt í kring voru hákarlar á sveimi til þess að
hreppa bráðina ef flekanum skyldi hvolfa. Þeir, sem
kunnugir voru. á þessum slóðum, vissu, að þannig fóru
innfæddir menn á Gilberteyjum með óvini sína. En
Hendið djúpsprengju til þess að styggja hákarlana,“
fyrirskipaði hann..
Sidneye sá ekki að manni þessum hefði verið misþyrmt.
Hann var ekki sár. Hvers vegna?
Eftir skamma stund höfðu þeir náð manninum upp á
skipið. Þeir hresstu hann á koníaki. Hann var fámáll.
Ekkert lét hann uppi um sinn hag ,en kvaðst heita Ralls.
En Sidneye sá í þessum manni eiginleika, sem hann
hafði sjálfur farið á mis við: jafnvægi á skapsmunum.
Sidneye hlustaði með athygli þegar Ralls sagði honum
frá eyju nokkurri, þar sem innfæddir menn geymdu
mikið perlusafn. „Eg var að því kominn að ná þeim, en
þá bilaði vélbyssan mín,“ sagði Ralls, „Þeir tóku mig,
hlóðu bálköst í kringum mig, en eg bað Drottinn um
regn og var bænheyrður.“ Við Ralls sömdum um að
skipta perlunum til helminga í milli okkar.“
(Framhald í næsla blaði).
Kjölfar Rauða drekans
Fræg skáldsaga um
ævintýri og hetjudáðir
Eftir GARLAND ROARK
Myndir eftir F. R. Gruger
MYNDASAGA DAGS — 7