Dagur


Dagur - 04.08.1948, Qupperneq 5

Dagur - 04.08.1948, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 4. ágúst 1948. DAGUB 5 rlmur Maíthiasson héraðsiæknir. Hann andaðist í Landspítalan- um í Reykjavík 27. í. m. Hér í bænum sáust flögg í liálfa stöng fáum stundum síðar rniklu víðar en venjulegt er, þegar dánar- fregn best manna milíi. Nú hafði lílta skilið við sá maður, er heil- an mannsaldur hafði staðið í fremstu röð borgara þessa bæjar og flestum verið ástsælli. Steingrímunr Matthíasson var samgróinn Akureyri og Eyjafirði. Hann fluttist hingað 11 vetra gamall sveinn með sínum þjóð- frægu foreldrum sunnan frá Odda. Um hálfrar aldar skeið var hann heimilisfastur á Akureyri sem barn, skólapiltur, stúdent, aðstoðarlæknir, héraðslæknir og spítalalæknir. Það voru ekki ein- ungis foreldrar og systkini, sem fögnuðu honum, þegar hann kom heim á vorin með farfuglunum á skólaárunum, heldur einnig margir aðrir vinir, konur jafnt sem karlar. Alltaf kom hann heim með sæmd og sigri úr náms- ferðum sínum. Alltaf var bjart og glatt í kringum hann, einnig í önnum og erfiði ævidagsins. Hér- aðslæknir í Akureyrarhéraði var liann um 30 ár og yfirlæknir spí- talans jafnframt. Skurðlæknir þótti hann mikill. Skyldurækni hans var viðbrugðið, námfýsi og áhu'ga. Hann var óvenjulegur starfsmaður, og vinnugleðin var einstök, áhugamál hans voru mörg. Hann iðaði af fjöri og lífs- þrótti. — „Loganum var líkast þitt lífs — og sálarfjör'1. Aldrei sá eg votta fyrir svefni eða þreytu á Steingrími, og sá eg hann þó oft og við margskonar tækifæri. Mér finnst hann hafa veriö inn mikli Velvakandi meðal þeirra manna, sem eg hefi þekkt og kært mig um að kynnast um ævina. Snemma tók Steingrímur að ferðast. Ferðaþráin var honum í blóð borin. Faðir hans fór víða. Honum var ómissandi að ferðast öðru hvoru. Eins var um son hans, Steingrím. Hann hlakkaði til hverrar ferðar eins og barn. Utan vildi hann, og honum tókst að fullnægja ferðaþrá sinni flest- um íslendingum betur. Hann var einn okkar víðförlasti landi. Það munaði ekki miklu, að hann kæmist alveg kringum hnöttinn. Námfýsi hans var óseðjandi. Hún rak fast á eftir til ferðalaga. Skyldurækni hans og sá heil brigði metnaður, að vera jafnan í fremsta flokki um þekkingu og hverskonar færni í fræðigrein sinni, jafnframt eindregnum áhuga á starfi sínu, ýtti honum einnig úr vör. En svo hafði hann líka yndi af ferðalagi ferðarinnar vegna. Hann var einn þeirra manna, sem lét sér ekkert mann- legt óviðkomandi. „Að komast sem fyrst og að komast sem lengst er kapp þess, sem langt þarf að fara“. Það á við um Steingrim Matthí asson. — „Skjótur varstu, vinur, og vaskur í för“. Það kemur sér vel fyrir sjúklingana, sem þungt haldnir bíða læknisins. Stein grímur gerði það ekki utan við sig „að vitja manns í neyð“. Hann var ágætur ferðamaður. Tíminn leið fljótt á ferðalagi með hon- um. Hann kunni frá mörgu að segja og var fundvís á umtals- efni við allra hæfi. Honum var eiginlegt að umgangast alla sem bróðir og vinur. Hann kom með sólskin inn í bæinn til sjúkling- anna, glaður og gamansamur, með fjör og fyndni. Mátti því um hann segja það, sem faðir hans orti um einn af starfsbræðrum hans: „Hylli fólksins hafðir þú, hvar sem þú varst, manngæðin tárhrein því með þér þú barst“. Góðgjarnari mann held eg að eg hafi ekki fyrir hitt en Steingrím. Hann var einlægur, glaður og góður í umgengni, lítið gefinn fyrir að tala um sjálfan sig, en fús til að unna öðrum sannmælis og viðui'kenna það, sem aðrir gerðu vel. — Einkar fjölhæfur var hann, vel að sér í mörgum grein- um, t. d. í sagnfræði, fornfræði og skáldskap, fornum og nýjum, innlendum sem útlendum. Hafði hann ljóð og lög jafnan á hrað- bergi, þau sem vel áttu við margskonar tækifæri. Vitnaði hann þá jöfnum höndr.m í sígild útlend skáld sem íslenzk, því að hann kunni reiðinnar ósköp af inu bezta, sem heimsbókmennt- irnar hafa á boðstólum. Sjálfur var hann víðlesinn, og svo var dagleg umgengni við skáldjöfui'- inn, föður hans, næni mannsald- ur, heldur vel fallin til að vekja áhuga, skerpa skilning og glæða smekk hans á fögrum bókmennt- um. Það sagði mér danskur læknir, sem eg var einu sinni samskipa héðan til Danmerkur, að vel þekkti hann Steingrím lækni, og að á læknafundum er- lendis, sem hann hefði setið með honum, hefði hann ævinlega ver- ið allra manna skemmtilegastur, haft svo gott lag á að segja það, sem bezt átti við hvert tækifæri, og talað hefði hann getað jöfnum hör.flum á heimsmálunum þrem- ur, ensku, frönsku og þýzku. Allar hans ræður einkenndi bæði urbanitas og humor. Steingrímui' var harnhleypa til starfa. Jafnframt því, sem hann rækti umfangsmikið embætti af áhuga og skyldurækni, fékk hann tíma til að rita bækur og fjölda greina um in fjarskyldustu efni í tímarit og blöð, innlend og útlend. Hann var líkur föður sín- um um það, að hann var síles- andi og skrifandi. Þeir feðgar voru ekki í rónni fyr en þeir höfðu gert aðra hluttakandi í því, sem þeir höfðu séð, heyrt og les- ið. Stíll Steingríms var fjörugur og skemmtilegui' eins og hann var sjálfur. Vel var hann íþróttum búinn, kunni bæði á skautum og skíðum, dansmaður góður, söng- maður, manna bezt talaður, kunni frá mörgu að segja og sagði vel frá, ferðamaður ágætur, bæði á sjó og landi, hafði yndi af fjör ugum fákum, göngugarpur og íþróttamaður, glaður og reifur, svo að í samkvæmum og öllum félagsskap var hann hrókur alls fagnaðar. Þegar sá, er þessar lín- ur skrifar, sá Steingrím fyrst, flutti hann ræðu í samkvæmi einu fjölmennu, og hleypti svo miklu fjöri í samkomugesti, að þeir veltust um af hlátri. En allt hans gaman var græskulaust. — Hann var svo hændur að íslenzkri náttúru, að það gat dottið í hann að takast ferð á hendur upp á reginfjöll um hávetur. Öræfa- ferðir voru eftirlæti 'nans. hvort sem var að vetri eða sumri. Hann var karlmenni, og dáðist líka að hreysti og harðfengi. Undi hann einnig vel með þeim, sem bezt minntu á fornkappana, eins og þeim er lýst í sögum vorum, og hefir hann skrifað um suma þeirra. Steingrímur flutti fjölda erinda hér í bænum, bæði opinbera fyr- irlestra fyrir almennmg, í Stú- dentafélaginu, á samkomum Rauða Krossins, þjóðininningum, samsætum og á heimilum víða í bænum. Alls staðar þótti hann góður gestur, þar sem hann kom. — Ræktarsemi hans við foreldra sína var kunn hér í bæ, og víkur hann að henni í minmngum sín- um. Hann elskaði foreidra sína og systkini og dáðist að skáldíþrótt föður síns og mannkostum. Hann bjó bréf föður síns undii' prentun, samdi um hann minnmgarrit og gaf út og sýndi með öllu móti minningu föðui' síns og móður fagra ræktarsemi. Mér hefir með fáum vandalaus- æ þótt jafn gott að vera sem með Steingrími Matthíassyni. Það andaði frá honum hlýju og ástúð. Hann var mannvinur. Hann elskaði Ijósið og lífið. Eg heyrði hann oft dást að sólaruppkom- unni. Hann fór líka snemma á fætur til að njóta hennar. Hann var morgunmaður í þess oi'ðs beztu og fyllstu merkingu. Og að morgni var hann kvaddur af þessum heimi. Inn látni læknir lifir í verkum sínum og í hugljúfum minningum samferðamannanna og síðan en ekki sízt í niðjum sínum. Honum varð 6 barna auðið, sem upp komust, með inni gáfuðu og mik- ilhæfu konu sinni, Kristínu Þórð ardóttur Thoroddsen. Þau eru þessi: Baldur, rafmagnsverk- fræðingur í Rvík, Bragi, dýra- læknir á Egilsstöðum, Anna, kona Árna Kristjánssonar, kenn ara Tónlistarskólans i Rvík, Jón, stýrimaður, í þjónustu Eimskips, Dísella, kona Sigurðar Ólasonar, héraðslæknis í Hólmavík, og Þorvaldur, hljóðfæraleikari Rvík. Öll eru þessi systkin merk og mannvænleg. Ungi og tápmikli sveinninn, prestssonurinn, sem lék sér Fjörunni fyrir 60 árum, er nú all ur, hann sem var hugljúfi allra, er honum kynntust, ást og eftir- læti foreldra og systkina. Glaði og glæsilegi stúdentinn sem fyrir 50 árum hreif blóma- rósir bæjarins og var fremstur : flokki í hverjum fríðum fagnaði, er nú spenntur heljartökum. Eiginmaðurinn og heimilisfað- irinn, sem fyi-ir 40 árum var „læknir bezti á Norðurlandi“, með svása brúði sér við hlið og unga arfa í vöggu, fullur af lífs- þrótti, er nú horfinn af leiksviði lífsins. Héraðslæknirinn, sem fyrir 30 árum sat í skauti sinnar fríðu fjölskyldu og fi'ægu, á miðjum manndómsaldri, einn af mest dáðu borgurum Akureyrar, og engir héraðsbúar hans vildu helzt af sjá, er nú . „lagstyr lágt., j mold“.: I Hverfandi ský á hveli fleygu stunda!“ Haustið 1946 var eg samferða Steingrími Matthíassyni í flugvél frá Reykjavík til Akureyrar. Eftir t-í-u ár kom hann aftur — en aðeins snöggvast — hingað á sína gömlu Eyri, og þá kunnu Akureyringar að meta hann enn betur en um það leyti, sem hann fluttist héðan búfex'lum af landi burt nú að segja fyrir 12 árum. Þeir fögnuðu honum, og sá fögn- uður var engin uppgerð. — Og í fyrra kom það enn í Ijós, að hann átti marga vini enn, bæði í sveit- um síns gamla héraðs og á Akur- eyri. Þessir mörgu vinir hans vildu styðja að því, að hann gæti komið heim og dvolist hér til æviloka. En ævikvöldið varð styttra en menn varði. Þó komst hann heim lifandi, en ekki til Ak- ureyrar. Sonur hans, Bragi, sótti föður sinn yfir meir en 300 mílna haf. Dauðvona komst hann heiin til íslands. Nú vildi inn mikli ferðamaður út til íslands til þess að deyja þai'. í Reykjavík fæddist hann og dó. Eg heyrði inn látna vin vorn oftar en einu sinni segja, að elli vildi hann ekki bíða, ef mikil hrörnun líkamans væi'i henni samfara. Þá ósk fékk hann upp- fyllta. — Þegar eg sá hann síðast, var hann sem ungur maður í hreyfingum. Enn var hann glað- ur, en undir yfirborðinu ríkti djúp alvara og stundum tregi, en hann hélt ekki sýningu á torg- um úti á því öllu, sem inrxi fyrir bjó. Mér finnst Steingrímur hafa dáið ungur. Eg held, að allir þeir, sem þekktu hann vel, tregi hann og finnist hann hafa cláið ungur. Það sem vantaði nú á æsku hans mun honum verða bætt upp á hans nýja tilverustigi. — Guð mun vissulega gæða hann eilífri æsku. Blessuð veri hugljúí minning Steingríms Matthíassonar meðal vor! Brynleifur Tobiasson. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). Talað er með nokkurri lítils- virðingu um veizluhöld í sam- bandi við þessa iför úr Kjalarnes- þingi. Vii'ðist tónninn vera sá, að mestur tími fari í veizlur og' bí- lífi með alls konar kjaftæði. Eg vil leyfa mér að mótmæla þessu. Þéssi ummæli sýna, að sá er ritar, veit ekkert hver er tilgangur og markmið þessara hópferða sveita- fólks og talar þess vegna eins og út á þekju. Þessar kynningar- ferðir eru undirbúnar og skipu- lagðar af félagssamtökum land- búnaðarins — Búnaðarfélagi ís- lans og búnaðarsamböndunum — í ákveðnum tilgangi, sem er aðal- lega tvíþættur. Annað er það, að fá yfirsýn um landslag og búnað- arháttu eftir því sem hægt er við fljóta yfirferð um ókunn héruð. Hitt er, og sá þáttur er engu ómerkari, að kynnast fólki því er byggir héruðin, sérstaklega stétt- arsystkinum sínum á hverjum stað. Þessu er náð með því að búnaðarsambönd, hvei't í sínu héraði, þar sem farið er um, und- irbúa kynningarfundi þegar slíka flokka ber að garði. Þess vegna hafa húsfreyjur, bændur og ungt fólk mætt Kjalai'nesþingsbúum víðs vegar um sveitir norðan og austan lands. Þetta fólk hefir boðið okkur velkomin til sinna heimkynna, sungið fyrir okkur, talað við fólkið og reynt að kynn- ast því, svo að ferðafólkið geti kynnst menningu hvers héraðs, eftir því sem svo stutt dvöl leyfir. Veizluhöldin eru þau, að nauð- synlegar máltíðir — því að Kjal- arnesþingsbúar þurfa að borða svipað öðru fólki — voru veittar um leið og heimamenn heilsuðu upp á gesti sína. Fyrir þessa frá- bærleg'u hlýju og indælu viðtök- ur alls staðar, var allt ferðafólkið séx'staklega þakklátt og hefði tal- ið förina aðeins svip hjá sjón, ef slíku hefði verið sleppt. FOKDREIFARITSTJÓRINN talar í nokkrum vandlætingartón um veizlu á Egilsstöðum til kl. 2 að nóttu. Sér er nú hver við- kvæmnin og mér liggur við að segja afskiptasemin. Jú, það er rétt, ferðafólkið sat með Héraðs- búum í góðum fagnaði fram yfir miðnætti. Þá daga, sem Sunn- lendingarnir dvöldu á Héraði, liöfðu tekist svo góð kynni með heimamönnum og þeim, að öllum þótti gott að sitja saman og rabba þessa kvöldstund hjá hinum höfðinglyndu og gestrisnu Hér- aðsbúum. En samkvæmt því, sem áður er fram tekið, er einmitt þetta annar meginþáttur slíki'a kynnisfei-ða. Þrátt fyrir þessa veizlu voru allir komnir í bílana til brottferðar á réttum tíma næsta morgun. Þá er um það talað í fokdreif- um þessum, að fólk hljóti að vera þreytt vegna allt of strangra dag- leiða. Eg sé að sá, er þetta ritar, hefir ekki haft tal af neinum úr hópferð þeirra Kjalnesinga. Hús- freyjurnar úr Kjalarnesþingi sögðu að leiðarlokum, eftir 10 daga ferðalag, að þær hefðu hvílzt í fei'ðinni og að þær væru óþreyttari eftir tíunda daginn en þann fyrsta. Enda sýndu þær, eins og ferðafólkið allt, frábæran dugnað, fyrirmyndar háttvísi og framkomu í öllum greinum á ferðalaginu. Þessi stóri hópur úr Kjalarnés- þingi fór tvisvar um Akux'eyri og gisti þar á austurleið. Ekkert Ak- ureyrarblaðanna hafði svo mikið við að hafa tal af farai'stjórum eða öðrum úr för þessari. Svo (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.