Dagur - 25.08.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 25.08.1948, Blaðsíða 1
Forusíugreinin: Dómur reynslunnar hefir gengið yfir starfsemi kommúnistaflokkanna á Norðurlöndum. Dagu ¦Fimmta síðan: Snorri Sigfússon námsstjóri segir frá skólamannamótinu 1 í Stokkhólmi o. fl. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25. ágúst 1948 4 32. tbl. K, E. A. tek ömmfu a oiiiim la leonm Ohjákvæmilegt að jafna vörunum milli félags- manna, þar eð birgðir eru mjög takmarkaðar Samkvæmt auglýsingu frá Vefnaðarvörudeild Kaupfélags Eyfirð- inga, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu í dag, hefst é föstudag- inn kemur vefnaðarvöruúthlutun til fclagsmanna í Akureyrardeild Kea, en n. k. mánudag hefst sam skonar úthlutun til félagsmanna í öðrum deildum kaupfélagsins. Vörur þessar verða aðeins af- hentar gegn vefnaðarvörueining- um skömmtunarskrifstofu ríkis- ins, nr. 51—150 úr skcmmtunar- bók nr. 1, 1948, en auk þess hefir Kea gefið út í þessu skyni sér- staka vörujöfnunarseðla, sem af- hentir verða féiagsmönnum í skrifstofu félagsins í dag og næstu daga. Vefnaðarvörur þær, sem af- hentar verða á þennan hátt, með- an birgðir endast, eru þessar: Handklæði og efni í sængurver, morgunkjóla, milliskyrtur og vinnuskyrtur. Blaðið hafði í gærmorgun tal af Kára Johansen, deildarstjóra vefnaðarvörudeildar KEA, og spurði hann um ástæðu fyrir þessarri ráðstöfun. Kvað hann óhjákvæmilegt að taka upp slíka, vörujöfnun sökum þess, hversu litlar birgðir eru nú fáanlegar af hvers konar vefnaðarvörum, enda líklegast, að þær yrðu keyptar upp á svipstundu af þeim, sem bezta hefðu aðstóðuna og fyrstir kæmu á vettvang, ef i Þórunn litla Jóhanns- ] I dóttir væntanleg | i hingað til bæjarins j í næstu viku | 1 Tónsnillingur á tíunda ári, * I Þórunn, dóttir Jóhanns söng- i i stjóra Tryggvasonar frá Ytra- i í Hvarfi í Svarfaðardal, hefir i i vakið óskipta undrun og | i hrifningu höfuðstaðarbúa með i i meistaralegum slaghörpuleik i fsínum á hljómleikum þeim, i i sem hún hefir haldið í Reykja- i = vík þessa síðustu daga. Þór- i i unn litla er væntanleg norður i i hingað í næstu viku, og mun § i efna hér til tónleika. Tónlist- i f arvinir í bænum munu vafa- = 1 laust sízt vilja verða af þeirri | ¦ i fágætu og ágætu skemmtun að i i hlusta á litlu stúlkuna. Ekki § i er enn ákveðið til fulls, hve- i i nær og hvar hljómleikar þess- i i ir verða haldnir hér í bænum, i i og verður það því auglýst nán- i 1 ar, þegar þar að kemur. salan væri höfð algerlega frjáls ög hömlulaus. Fyrirhuguð skömmtun nær því sem næst bókstaflega til allra vefnaðar- vörutegunda, sem fáanlegar eru í deildinni, eins og sakir standa, en mun einnig verða tekin upp á öðrum nauðsynlegum vefnaðar- vörum, jafnóðum og nýjar birgð- ir fást í það ríkum mæli, að unnt sé að dreifa þeim á þennan hátt. Þá kvað •deildarstjórinn vera í ráði, að selja með sama hætti nýjar birgðir af gúmmískófatn- aði, sem væntanlegar eru í haust, enda viðbúið að slík skömmtun reynist nauðsynleg við di'eifingu enn fleiri vórutegunda síðar.---- Allt stafar þetta af því, sagði deildarstjórinn að Iokum, að vöruúthlutun skömmtunarskrif- stofu ríkisins er að því leyti fölsk, að því fer fjarri, að til séu í verzl- unum vörubirgðir á móti öllum þeim skömmtunarseðlum, sem úthlutað hefir verið og neytendur hafa því í höndunum. Þess vegna verða hin einstöku verzlunarfyr- irtæki að taka til sinna ráða með þrengri vörujöfnun, ef þau vilja stuðla að því, að enginn við- skiptamaður þeirra verði alger- lega afskiptur vegna hinna, sem bezta og hægasta hafa aðstöðuna að ná til varanna, jafnóðum og þær koma á markaðinn. Jón skáld á Arnarvatni dáinn Jón Þorsteinsson skáld á Arn- arvatni í Mývatnssveit andaðist miðvikudaginn 18. þ. mán., tæpra 89 ára að aldri.. Þessa þjóðkunna sæmdaimanns verður nánar minnzt í næsta blaði. ¦ I M...MM. tllllllllllllllllllll Þekktur læknir frá Winnipeg heimsækir Akureyri Fyrir tæpri viku voru hér á ferðalagi góðir gestir frá Winni- peg, Manitoba, Kanada. Voru það hjónin dr. Þorbjörn Thorláksson læknir, kona hans, frú Gladys Thorláksson, og dóttir þeirra. í fylgd með þeim var Eggert Stein- þórsson læknir, sem í fjögur ár (Framhald á 8. síðu). Frá setningarathöfninni á Olympíuleikjunum í London íslendingar ganga fylktu liði fram hjá konungsstúkunni á WembleyveUinum við setningu Olym- píuleikjanna í sumar. 6000 frjálsíþróttamenn frá 58 þjóoum gengu fram hjá konungsstúku Georgs VI. við þetta tækifæri. Aðalfundur Sféftarsamband Tveir fulltrúar úr.hverri sýslu sækja fundinn auk margra gesta Aðalfundur Stéttarsambands bænda verður haldinn aðReykja- skóla í Hrútafirði dagana 2 .og 3. sept. næstk. Um fimmtíu bændur, fulltrúar og gestir, munu sækja þingið, og þar verða rædd ýms Sto: rmur liamlað veiðitm en ýmsir síldveiðimcnn gera sér góðar vonir um afla, þegar aftur gefur á miðin. Þegar blaðið átti tal við Siglu- fjörð í gærmorgun, fór veður batnandi þar, og ýmis skipanna, er legið höfðu þar inni, voru í þann Veginn að halda aftur út til veiða. Heildarsöltun á öllu land- inu var í fyrrakvöld svo sem hér segir, en síðan hefir ekkert aflazt, er nokkru máli skiptir, og bræðslusíldaraflinn hefir heldur ekki aukizt að nokkru i'áði frá því í síðustu viku. Akureyri og umhverfi 672 tn.\ Dalvík 4516 — Hrísey 2388 — Ólafsfjörður 2273 — Siglufjörður 49179 — Hofsós 208 — Sauðárkrókur 2139 — Skagaströnd 2366 — Hólmavík 3101 — Drangsties 1793 — ísafjörður 95 — Húsavík 6835 — Raufarhöfn 1135 — Samtak 76.700 tn. helztu hagsmunamál landbúnað- arins. Tveir fulltrúar úr hverri sýslu landsins eiga sæti á þinginu, en auk þess munu sækja það ýmsir gestir, svo að alls munu sækja þangað um 50 bændur auk stjórn- ar. Á þinginu verða rædd margs konar hagsmunamál landbúnað- arins á svipaðan hátt og gert var í fyrra. Verða þar meðal annars tekin fyrir verðlagsmál, gjaldeyr- ismál, tryggingamál o. m. fl. Þá mun fundurinn einnig taka til athugunar og ganga endanlega frá samþykktum fyrir Stéttar- sambandið. Stjórn Stéttarsambands bænda skipa nú: Sverrir Gísiason, bóndi í Hvammi, formaður, Einar Ól- afsson, bóndi, Lækjarhvammi, Pétur Jónsson, bóndi, Egilsstöð- um, Jón Sigurðáson, bóndi, Reynistað og Siguijón Sigurðs- son, bóndi í Raftholti. Fjárleitum Húnvetn- inga flýtt um 3 vikur Fjárleitum á afréttum Hún- vetninga og Borgfirðinga á Arn- arvatnsheiði verður flýtt um þrjár vikur að þessu sinni vegna fjárskiptanna, sem fram eiga að fara á svæðinu frá Miðfirði til Héraðsvatni. Réttað verður viS Réttarvatn á Amarvatnsheiði 2. sept. Er svo til ætlazt. að slátrun verði lokið á öllu fjárskipta- svæðinu um 20. sept. | Gjaldeyrisstaðan = ibatnaði um 13 millj. | kr. í júlí | Gjaldeyriseign bank- i | anna 49,7 millj. kr. \ ; í lok júlímánaðar sl. nam | i inneign bankanna erlendis, = 1 ásamt erlendum \'erðbréfum i 1 o. íl., 49,7 millj. kr., að frá- \ \ dreginni þeirri upphæð, sem i i bundin er vegna togarakaupa. i i Ábyrgðarskuldbindingar i i bankanna námu á sama tíma i i 38,6 millj. kr., og áttu því i i bankarnir 11,1 millj. kr. inni i i hjá viðskiptabönkum sínum | i erlendis í lok síðasta mánaðar. E i Við lok júlímánaðar voru i i bankarnir í 1,9 millj. kr. skuld i i við viðskiptabanka sína, og i i batnaði gjaldeyrisslaðanþann- i i ig um 13 millj. kr. í júlí. i Tónlistaskólinn verður settur 1, október Tónlistarbandalag Akureyrar auglýsir hér í blaðinu í dag, að Tónlistarskóli Akureyrar verði settur 1. okt. næstk. Frú Margrét Eiríksdóttir, er verið hefir skóla- stjóri frá upphafi skólans, og auk þess aðal-píanókennari hans, hafði eindregið óskað eftir því að láta af störfum fyrir skólann, sökum annríkis í hinni erfiðu og umfangsmiklu stöðu sinni sem húsfreyja Menntaskóla Norður- lands. En nú hefir frúin orðið við mjög eindregnum tilmælum skólastjórnar Tónlistaskólans og fallizt á að annast stjórn skólans í vetui', en mun hins vegar lítið sem ekkert kenna þar. Aðal- kennarar í píanóleik verða þær ungfrú Þórgunnur Ingimundar- dóttir og frú Þyri Eydal. Ungfrú Ruth Hermanns kennir á fiðlu, en Jakob Tryggvason organleik- ari annast kennslu í crgelleik og kennir ennfremur tónfræði og tónlistarsögu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.