Dagur - 08.09.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 08.09.1948, Blaðsíða 8
8 Bagub Miðvikudaginn 1. september 194$ Framkvæmdir SÍS á Gefjun eru lyftistöng fyrir atvinnulíf bæjarmanna Árásir kommúnista eiga sér pólitískar rætur og stuðla ekki að bættum hag verkafólks Kommúnistamálgagnið hér flutti óvenjulega heimskulega og rætna ritsmíð — jafnvel í því málgagni að vera — í sl. viku, þar sem ráð- ist er að framkvæmdum Sam- bands ísl. samvinnufélaga á Gefjun. Tilefnið er það, að blað- inu hefir borizt lausafregn um að Gefjun hafi sótt um atvinnulcyfi liér fyrir nokkra erlenda iðn- verkamenn til starfa í verksmiðj- unni. Telur blaðið þetta bera vott um fjandskap forráðamanna Gefjun- ar við vei'kalýðinn á Akureyri. „Þannig berjast Framsóknar- broddarnir fyrir hagsmunum ak- ureyrskrar alþýðu“ (!) segir í blaðinu. Starfsfólkseklan á Gefjun. Forstjóri Gefjunar er fjarver- andi úr bænum og Dagur hefir því ekki átt þess kost að bera þessa fregn Verkamannsins undir hann. Verður því ekki um það sagt að sinni, hvort rétt sé að Gefjun hafi sótt um leyfi til þess að nokkrir erlendir iðnverka- menn fengju að starfa í verk- smiðjunni um stundarsakir. Hitt er augljóst, að slík umsókn væri á engan hátt óeðlileg, né heldur fæli hún í sér nokkurn snefil af „fjandskap“ við verltalýðinn á Akureyri. Það er kunnugt, var m. a. upplýst á aðalfundi SÍS, sem haldinn var hér í sumar, að verksmiðjan var rekin með tapi sl. ár, þar sem hún skilaði ekki fullum afköstum veg'na eklu á starfsfólki. Iðja, félag verk- smiðjufólks hér, auglýsti í sumar eftir verkafólki til starfa á Gefj- un, en það bar ekki árangur. Þótt nokkrir erlendir fagmenn fengju leyfi til starfa við verksmiðjuna um stundasakir, væri þaðþvíeng- inn óhagur fyrir verkafólk hér, en bætti úr brýnni þörf verksmiðj- unnar. Erlent vinnuafl er víða notað þar sem eins háttar til og hér nú. Bretar hafa t. d. leyft innflutning faglærðs verkafólks frá öðrum löndum í stórum stíl, í mörgum sænskum verksmiðjum Vinnur erlent fólk nú um stund- Brezkir togarar reyna nylon-botnvörpur Brezkt útgerðarfyrirtæki er nú að láta búa til nylon-botnvörpu og er ætlunin að togari frá Grimsby reyni hana á næstunni. Nylon-botnvarpan verður mikl- um mun dýrari en botnvörpur af eldri gei'ð, en menn gera sér von- ir um að hún muni endast miklu lengur, Togari frá Hull hefir farið fimm veiðiferðir meðnylon-botn- vörpu og þykja þær ferðir hafa gefið góða raun. arsakir, meðan skortur er á vinnuafli í Svíþjóð. Frá þjóðhags- legu sjónarmiði er það mikið tjón, að Gefjun getur ekki skilað full- um afköstum nú. Þjóðin þarfn- ast dúka og annarra vara verk- smiðjunnar í ríkari mæli en fyrr, síðan verulegur skortur fór að verða á erlendum vefnaðarvör- um. Er ekki hægt að sjá annað, en atvinnuleyfi hér fyrir nokkra fagmenn um stundarsakir, væri hagur fyrir alla aðila. Framkvæmdir SÍS og „hagsmunir alþýðu“. Það er furðulegt að þeir menn, sem telja sig málsvara alþýðunn- ar hér, skuli flytja rógsögur um viðhorf forráðamanna Sambands- ins til hagsmuna verkamanna á Akureyri. Sambandið hefir valið liinum s'tærri fyrirtækjum sín- um stað hér. Þýðing þess fyrir at- vinnulífið er augljós. Þá er Sam- bandið nú að festa milljónir króna í framkvæmdum á Gefjun. Þar er verið að byggja einhver stærstu verksmiðjuhús landsins, með nýtízku sniði, og búið er að panta vélar til stórmikillar aukn- ingar á afköstum verksmiðjunn- ar. Ollu verður þar fyrir komið í samræmi við kröfur tímans. Skyldu þessar miklu fram- kvæmdir bera vott um minni áhuga fyrir á velferð vinnandi fólks hér, en heimskulegar stór- yrðagreinar í Verkamanninum? Verkafólk mun dæma um það. Framkvæmdir SÍS lyftistöng fj'rir atvinnulífið. Hinar . nýju framkvæmdir á Gefjun kalla á aukið starfslið í framtíðinni. Fullum afköstum verður ekki haldið uppi þar nema nægilega margt fólk fáist til starfa. Þar að auki á verksmiðjan nú von á ýmsum nýjum vélum, sem þarf að kenna meðferð á. Er vandséð hvað óeðlilegt væri við það, að erlendir fagmenn kenndu íslenzku iðnverkafólki þau vinnubrögð. Skrif Verkamannsins um þetta mál bera þess vott, að skriffinnar hans hafa meira hugsað um að rægja framkvæmdir Sambands- ins og forráðamanna þess, en um hagsmuni alþýðu manna hér á Akureyri. Hin nýja Gefjun, sem er að rísa á Gleráreyrum, mun verða mikil lyftistöng fyrir allt atvinnulíf hér, svo framarlega sem unnt reynist að reka slíkan iðnað á hagfelldan hátt hér. Það er beinlíiiis hið mesta hagsmuna- mál alþýðu manna, að það takizt. Heimskulegar árásir, eins og' kommúnistar halda uppi, gera væntanlega ekki það ógagn, sem þeim er ætlað, en þær sýna þó Minnisvarði samvinnuimar á Norðurlöndmn ‘Í=. --------------------------— —,—---------...------------------------- I irmatílll Á 100 ára afniæli samvinnuhreyfingarinnar var þetta minnismerki afhjúpað við við Vár Gád, sam- vinnuskóla Svía í Saltsjöbaden við Stokkhólm. Súlurnar merkja Norðurlöndin fjögur og mynd- irnar eru af helztu brauðryðjendum samvinnunnar í hvcrju landi. ísland á þarna enga súlu, en Svíar tala nú um að bæta henni við. Fánar allra Norðurlandanna blakta jafnan við minnisvarðann. Norðangarður hefur hamlað framhaldi síldveiðanna Um miðja sl. viku gerði hér nrðan garð, sem stóð fram á föstudag. Leitaði síldarflotinn þá landvars. Á laugardag var komið gott veiðiveður og fengu þá nokkur skip allgóða veiði á Þist- ilfirði, t. d. öfluðu Dalvikurbátar þá 200—500 mál. Á sunnudaginn gerði afur norð- an garð, sem stendur enn og hefir engin veiði verið síðan. Mörg skipanna eru nú hætt veiðum og farin heimleiðis. Önnur bíða veð- ui's og munu freista þess að veiða eitthvað enn sti'ax og veður skán- ar. Almennt mun þó talið, að þessari síldarvertíð sé um það bil að ljúka. Síðastl. laugardagskvöld var heildaraflinn 411.807 hl. í bræðslu og búið að salta í 111.167 tunnur. Bræðslusíldaraflinn nú er 837.660 hl. minni en á sama tíma í fyrra Hæsta skip flotans er Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum með 6325 mál og tunnur. Afli ey- firzku skipanna sl. laugardags- kvöld er sem hér segir, samkv. skýrslu Fiskifélagsins: Alden, Dalvík 1877 mál og tunnur, Bjarki, Ak. 912, Sverrir, Ák 1123, Akraborg, Ak. 1117, Andey, Hrís- ey 730, Atli, Ak. 659, Auður, Ak. 3322, Bjarmi, Dalvík 2928, Egill, Ólafsfirði 1378, Einar Þveræing- ur„ Ólafsf. 2520, Eldey, Hrísey 3002, Ester, Ak. 1376, Eyfirðingur, Ak. 945, Garðar, Rauðuvík 2201, Gautur, Ak. 809, Gulltoppur, Ól- afsf. 767, Gylfi, Rauðuvík 3807, Hannes Hafstein, Dalv. 2073, Haukur I., Ólafsf. 1219, Kristján, Ak. 1818, Minnie L.-Ársk. 747, Narfi, Hrísey 3870, Njörður, Ak. 3511, Ottó, Hrísey 815, Pólstjarn- an, Dalv. 4126, Snæfell, Ak. 4069, Stígandi, Ólafsf. 4646, Straumey, Ak. 2952, Súlan, Ak. 3179, Sædís, Ak. 1491, Sæfinnur, Ak. 1295, Sæ- valdui', Ólafsf. 1667, Ver, Hrísey 1611, Vörðui', Gv. 3242, Von, s.st. 1337, Þorsteinn Dalvík 2197. SNORRI SIGFUSSON, námsstjóri, heiðraðtir af forráðamöniium fræðslu- Aðalsláturtíð hefst 21. september - stendur til 9. október Aðalsláturtíð hér hefst 21. þ. m. og stendur til 9. október. Á slát- urhúsi KEA er ráðgei't að slátra 16.167 kindum að þessu sinni og er það tæplega 2000 fleira en í fyrra. Nokkur sumarslátrun hefir einnig farið fram að þessu sinni. Er áætlað að alls verði slátrað um 600 fjár á sláturhúsi KEA fyrir aðalsláturtíð. Ef það nokkru meira en í fyrra. 390 börn í haustskóla hér í hænum Barnaskóli Akureyrar hó.f starf aftur 3. þ. m. Sækja 390 börn á aldrinum 7—9 ára haust- skólann, sem stendur til 1. októ- ber. Þá hefst aðalskólinn. Er gert ráð fyrir að rösklega 700 börn sæki skólann í vetur, að því er Hannes J. Magnússon skólastjóri sagði í viðtali við blaðið í gær. Eins og lcunnugt er hefir Barna- skólinn hér átt við hin mestu hús- næðisþrengsli að búa hin síðari ár og er verið að bæta úr því með viðbyggingu við skólann, sem hafin vai' í fyrra. Skólastjórinn sagði, að vonir stæðu nú til að viðbyggingin yrði tilbúin í októ- ber. Stendur nú aðeins á mið- stöðvarofnum. Væri raunar nauðsynlegt að viðbyggingin yrði fullgerð áður en aðalskólinn hefst, ella mætti telja ógerlegt að starfrækja skólann, eins fjöl- mennur og hann er nú orðinn. mæta vel, hvert hugur kommún- istanna stefnir. Þeir vilja heldur ala á óánægju fólks í gömlu verk- smiðjuhúsunum, en reka áróður sinn meðal ánægðs starfsliðs í nýtízku verksmiðju, sem getur boðið starfsfólki sínu hin beztu skilyrði. Andúð kommúnista á framkvæmdum Sambandsins á sér því skiljanlegar, pólitískar rætur. Þeir eru nú, sem fyrr, að hugsa um flokkinn, en ekki um hagsmuni verkalýðsins. málaima á í tilefni af 64 ára afmæli Snorra Sigfússonar námsstjóra, nú fyrir nokkrum dögum, gekk Fræðslu- ráð Akureyrar á fund Snorra og færði lionum ávarp, undirritað af meðlimum Fræðsluráðsins, skóla- stjórum í bænum og bæjarstjóra, þar sem honum eru þökkuð störf lians í þágu uppeldis- og mennta- máki bæjarins. Jafnframt tilkynnti Fræðslu- í'áðið, að það hefði ákveðið að láta gera brjóstlíkan af Snorra. Er ætlunin að gera tvær steypur af líkaninu og á Snorri sjálfur að eiga annað, en hinu verður komið fyrir í Barnaskóla Akureyrar. í ávarpinu segir svo: „Fræðsluráð Akureyrar, bæj- arstjóri og skólastjórar í bænum vilja nota tækifærið á 64 ára af- Akureyri mæli þínu til að votta þér alúðar- þakkir fyrii' þitt mikla og ómet- anlega starf í þág'u uppeldis, menntunar og menningar æsku- lýðsins í Akureyrarbæ. Vinsældir þínar í skólastjóra- stöðunni vox'u óvenjulega miklar og almemxar, vegna dugnaðar þíns, áhuga, reglusemi og sam- vizkusemi. Nemendur þínir, for- eldi'ar þeirra og bæjarbúar allir söknuðu þín, er þú lézt af skóla- stjórastarfi í bænum. En sú er bót í máii, að þú hefir enn yfirum- sjón með fræðslu barna hér og annars staðar í þessurn lands- fjórðungi. Væntum við, að þér megi lengi enn auðnast að gegna því starfi. Nafn þitt og verk munu geyrn- así í sögu Akureyrarbæjar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.