Dagur - 08.09.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 08.09.1948, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 8. september 1948 *★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* MAGGIE LANE f Saga eftir Frances Wees 42. DAGUR. (Framhald). að þau væru bæði við skál. Dí- ana var að hlæja og Karl var að segja henni eitthvað skemmtilegt. Hurðin var ekki merkilegri en það, að vel mátti greina orðaskil frammi á ganginum. Paley leit spyrjandi á Maggie. Hún kinkaði kolli og hann barði að dyrum. Hlátúririn inni hljóðnaði og Karl þagnaði. „Hver 'er þar?“ spurði Karl. „Það er Paley,“ ssgði Paley. Hefurðu tíma til að tala um busi- ness?“ Karl stóð á fætur. Hann hafði lengi reynt að komast að á Bláa salnum. Hann gekk að hurðinni og sneri lyklinum. Paley skauzt inn fyrir þröskuldinn áður en Karl gat stöðvað hann og á næstu sekúndu var Maggie komiri inn fyrir á eftir honum. Karl horfði á þau til skiptis. Díana sat hnípin úti í horni, með sígarettu í annarri hendinni og vínglás í hinni. Hún leit ekki of vel út. Hafði augsýnilega ekki haft gótt af því að vera í þessum félagsskap. Hún var ósnyrtileg, hárið úfið og Varafarðinn ólögu- legur. „Hvað viljið þið?“ spurði Karl hranalega. Maggie brosti að mannalátum hans. „Eg er hér á vegum fjöl- skyldunnar," sagði hún. „Eg ætla að taka Díönu með mér heim.“ „Einmitt það,“ sagði Karl, háðs- lega. „Já, einmitt þannig. En áður en eg fer vildi eg gjarnan vita hvar þið hafið verið í allan dag. Móðir hennar vill gjarnan vita það.“ Hvorugt þeirra svaraði þessari spurningu. Maggie horfði rann- sakandi á Díönu. Hun gat naum- ast hafa drukkið mikið. Það leit ekki út fyrir að hún hefði setið allan tímann inni á herberginu. „Fóruð þið aldrei til Penfield?“ spurði Maggie. „Jú, víst fórum við til Penfield,“ svaraði Karl. „Og veiztu kann- ske hvað við uppgötvuðum þar í sambandi við þig?“ „Já, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ svaraði Maggie, hin róleg- asta. „Reyndu ekki að gabba mig, Karl Gulick. Ef þú hefðir komist á snoðir um það, sem þú bjóst við, þá mundir þú hafa sent spor- hundana á eftir mér fyrir löngu. Það vantar svo sem ekki, að þú þykist bera réttlætið fyrir brjósti.“ „Eg skil ekki hvað þér kemur þetta við,“ sagði Díana. „Eg fer ekki heim. Það skaltu vita.“ „Jú, þú ferð víst heim. Og þú kemur strax,“ svaraði Maggie. Diana stóð á fætur. „Nei, eg fer ekki heim,“ sagði hún og smeygði héndinni í lófa Karls. En Karl hreyfði sig ekki, heldur horfði þögull á Maggie og Paley. Hann var augsýnilega að hugsa, hvern- ig bezt væri að snúast gegn þess- um vanda. Díana var þóttafull á svipinn. „Eg ætla að verða kyrr hér,“ sagði hún. „Og á morgun ætlum við Karl að gifta okkur.“ Karl reyndi að taka fram í fyrir henni, en það var of seint. Hún hafði þegar sagt allt. „Jæja, ætlið þið að gifta ykk- ur,“ sagði Maggie. „En hvað ætl- ar Karl þá að gera við hinar stúlkurnar tvær, sem hann er þegar giftur?" spurði Maggie. Grafarþögn var í stofunni and- artak. „Þú skaít fá að kyngja þessu,“ sagði Karl loksins. „Þetta er ósatt.“ „Nei, nei, góði minn það er al- veg satt. Eg þekki Letty Delehanty, hún er númer tvö, er það ekki? Það var einhver á und- an henni. Þú fékkst skilnað í Mexíkó, en sá skilnaður er ekki löggiltur hér. En Letty vissi ekki um það, þegar þú giftist henni. Og þið eigið eitt barn, er það ekki? En samt ertu svo ómerki- legur að halda því fram nú, að fyrri skilnaðurinn hafi ekki ver- ið gildur og þess vegna sé hjóna- band ykkar Letty heldur ekki gilt. Þetta er allt saman ákaflega ánægjulegt. Díana, náðu í káp- una þína!“ Díana hoi'fði undrunaraugum á þau til skiptis. „Þér ferst að tala,“ sagði Kax’l loksins. „Það skyldi þó aldrei vera, að eitthvað svipað mætti segja um þig.“ „Díana ætlar ekki að giftast mér, það kemur henni betur að heyra sannleikann um þig. Það, sem eg hefi sagt um þennan mann, Díana, er sannleikui'. Ef hann segist ætla að giftast þér á morgun, er hann samvizkulaus þorpari. Annað hvort ætlar hann að svíkja það lofoi'ð, eftir að þú hefir búið hér með honum, eða hann ætlar að útbúa einhvei'ja sýndarvígslu, því að hann mundi aldi-ei þora að giftast þér á lög- legan hátt. Hann langar ekkert í tugthúsið. Og Letty mundi áreið- anlega sjá um að hann kæmist þangað, ef hún fengi færi á því.“ Hún hoi'fði vingjai-nlega á mág- konu sína. „Þetta er sjálfsagt erf- itt, vina mín, en þú verður að skilja, að þessi maður á aðeins eitt áhugamál í sambandi við þig, það er að hafa fé út úr fjölskyldu þinni.“ „Og það mundi þýða, að þá væri minna eftir fyrir þig,“ svar- aði Karl og var nú aftur orðinn hinn rólegasti. (Framhald). Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför hjartans litla drengsins okkar. Bergbóra Jónsdóttir. íngvi Ólason. Innilegt bakklæti til allra beirra er auðsýndu samúð og að- stoð við andlát og jarðarför INGIBJARGAR LÝÐSDÓTTIJR. Eiginmaður, börn, barnabörn og tengdabörn. Vinum og vandamönhum, er heiðruðu mig á sextiu # ára afmceli minu, þann 2. ágúst siðastl., mcð heimsókn- um, skeytum og gjöfum, og á annan hátt gerðu mér claginn ógleymanlegan;fceri ég mínar beztu þakkir. Lifið heil. Ysta-Gerði, 1. september 1948. | JÓN JÓNSSON. | 11111111111111III1111111111111111 Búðarstúlka Afgreiðslustúlka getur íengið atvinnu í matvöru- l | verzlun frá 1. október. i Upplýsingar í FERDASKÍUFSTOFUNNI. riiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui ■1111111111111111 tiiiiiiiijiiuiiiiiiiiiinuiiuMnrv iiiiniiiiiHiH IHIIHHIIHHIHIIinHÍHHIIHHnHIIIIIHIIIIHHIIIIIIHIIIiniHnilllllHllVIIHIIHIIHIinHHHIIHIf ••J GEFJUNAR ULLARDÚKAR, margar gerðir, \ KAMGARNSBAND, margir litir, I LOPI, margir litir, \ venjulega fyrirliggjandi í öllum j l kaupfélögum landsins. | Ullarverksmiðjan GEFJUN ?li f 11111111111111111111HIIIIHII.HIHHHIHHHHIHIHIHHIIIIIIHIHHHIHHIHHHHHIIHII11111111HIHHIIIIIIHHHIHIIHIIII* •llllinillllliniHlllltllll 1111111111111111111III1111IIIHHIHHIHIHIHIHHIHHHHIIIHIHIII11111II IHIIIHHIIIHIHHIHIIIIIHljlllk* ! Við önnumst vömílutningana | Bifreiðastöðin Stefnir s.f. I Sími 21S — Akureyri. \ olllllHHHIIIIIHHIIIIIIIIIIIIIHHIIIIIIHIIIIIIHIIIIIIIIIIHIIHIIIIHI ..........................................Illll Kjölfar Rauða drekans Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gi'uger MYNDASAGA DAGS — 13 Ralls horfði á seglin hverfa við sjóndeidarhring. Alls staðar voru sagðar sögur af Ralls. „Vertu nærgætinn við þetta skip, Ralls,“ sagði Sidneye. GULLNA HINDIN stóð á kóralrifi, hálfsokkin í sjó, þar sém Ralls hafði skilið við hana í reiði sinni og ör- væntingu yfir því, að Angelique hafði ekki viljað þekkj- ast hann. Hún var talsvert löskuð, en þó tæpast meira en sál mannsins, sem nú sá allt það, sem hann hafði stritað fyrir um ævina, hverfa og týnast. „Eg skal ná henni á flot, til þéss að Ralls fái ekki að njóta þeirrar hefndar, jafnvel þó það kosti mig hálfa milljón guildara,“ sagði Sidneye. Hann stóð við orð sín. Batjak sendi bjöi'gunarleiðang- ur á vettvang. Þeim tókst að ná skipinu á flot, síðan var unnið að viðgerð á því, það var málað, fágað og prýtt hátt og lágt. Ralls var nú skipstjóx'i án skips og auður hans vár horfinn með öllu. Nú gat hann ekki lengur kafað eftir perlum á læginu, því að innfæddu mennii'nir ti'úðu því * ekki lengur, að hann væi'i af guði sendur. Ralls hoi'fði þögull á, er menn Sidneye unnu að viðgerð skipsins og hann stóð rtiður við sjó, er skipið sigldi á brott og horfði á ségl þess hverfa við sjóndeildarhring. Sidneye frétti annað slagið um stefnulaust flakk Ralls næstu árin á eftir. Eitt árið var hann í Panama, anriað á Kúba. Dag nökkurn í marz 1932, birtist hann svo allt í einu í Soerabaja. Stór, svartur bíll, staðnæmdist fyrir framan skrifstofur Batjak Ltd. og stór maður steig út úr bíln- um. Hann klappaði blíðlega á kollinn á tveimur börnum, sem sátu í bílnum og kyssti dökkhærða konu á vangann. Bíllinn ók því næst af stað, en Ralls hrópaði: „Góðan daginn, Mr. Sidneye!“ Sidneye tók þunglega undir kveðjuna, en Ralls lét það ekki á sig fá. „Getum við tal- að saman í næði?“ spui'ði hann. Sidneye lét tilleiðast mjög gegn vilja sínum, að ganga á eintal með þessum manni, sem hafði öðrum frekar reynt að vinna honum tjón. „Mér hefir dottið nokkuð í hug,“ sagði Ralls. Og hann útskýrði-fyrir Sidneye ráðagerð sína um að verða skip- stjóri á skipi, sem mætti sigla frjálst ferða sinna að hans vali, í leit að auðæfum og ævintýrum. Ef Sidneye legði til skipið, mundu þeir skipta fengnum til helminga. Ákafi Ralls og minningai’riai' um liðna daga hrifu Sid- neye, svo að hann samþykkti ráðagerðina eiginlega áð- ur en hann var búinn að átta sig á henni. Á næstu tveimui' mánuðum vai' Gullna hindin tvisvár seld. í Singapore birtist hún undir nýju nafni, hét nú Rauði drekinn. Sidneye og Ralls skoðuðu skipið. „Vertu nærgætinn við hana, Ralls,“ sagði Sidneye, við manninn, sem hafði stýrt henni meðan hún hét Quatrefoil og Gullna hindin. „Ef eitthvað kemur fyrir hana, skal eg afskrifa allt tap, annað en það, sem stafar af svikum. Svíkir þú mig nú, sver eg að þess skal grimmilega hefnt.“ (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.