Dagur - 15.09.1948, Page 1

Dagur - 15.09.1948, Page 1
F orustugreinin: Stjórnarskrármálið: Borg- ararnir athafnasamir, rík- nefndirnar sofa. Dagur Fimmta síðan: Greint frá tillögum að happdrættislánsútboði rík- XXXI. árg. Akurcyri, miðvikudaginn 15. september 1948 36. tbl. Fjórða ársþing Fjórðungssambands Norðlendinga: pun verði ákve i nýju Mælt með stóraoknu valdi fylkjanna í sérmálum símim og auknu valdssviSi forseta lýSveldisins Efri deild Alþingis sé skipuð 18 fulltrúum kjörnum af fylkjaþingum, en neðri deild 30 fulltrúum, kjörnum í einmenningskjördæmum Á fjórða þingi Fjórðungssambands Norðlendinga, samþykktu fulltrúar sýslufólaganna og bæjarfé- laganna ýtarlegar tillögur um stjórnskipan lýðveldisins. Stjórnarskrármálið var aðalmál þingsins nú og var áiit miiliþinganefndar, sem skipuð var í málið í fyrra, lagt til grundvallar. Milliþinganefndin leitaði samvinnu við Austfirðinga og Vestfirðinga um þetta mál, og barst jákvætt svar frá Fjórðungs- sambandi Austfirðinga. Héldu Austfirðingar og Norðlendingar fund með sér um málið. Austfirðingar höfðu áður samþykkt tillögur í stjómarskrármálinu og eru þær í höfuðatriðum svipaðar þeim tillög- um, sem ræddar voru og samþykktar á þessu síðasta sambandsþingi Norðlendinga. Fullt samkomulag náðist þó ekki innan Fjórðungssam- bandsins um tillögurnar. Einn fulltrúi (Einar G Jónasson liafði fyrirvara um kjördæmaskipun og kosningafyrirkomu- lag til neðri deildar. og annar fulltrúi, Si. Sigurðsson á Sauð- árkróki, var mótfallinn ýmsum atriðum tillagnanna og vildi fresta málinu. Sat síðan hjá við atkvæðagreiðsluna. Meginatriði tillagnanna. Tillögur Fjórðungssambands- ins eru í 5 liðum. í fyrstu grein segir svo: ísland er lýðveldi. Ríkisvaldið er hjá þjóðinni. Það deilist i þrennt: löggjafarvald, fi-amkvæmdavald og dómsvald. Þjóðin felur Alþingi löggjafar- valdið, forseta framkvæmdavald- ið og dómstólum dómsvaldið. í annarri grein tillagnanna er rætt um fylkjaskipun og segir þar svo: Landinu skal skipta í fylki: 1. Reykjavík og Hafnarfjörður með næsta nágrenni (Höfuð- borgarfylki). 2. Vesturland: Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfells- og Hnappadalssýslsa, Dalasýsla og Húnavatnssýslur (Vesturfylki). 3. Vestfjarða- kjálkinn allur (Vestfjarðafylki). 4. Norðurland: Skagafjarðar- sýsla, að og með Norður-Þing- eyjarsýslu (Norðurfylki), 5. Austurland: Norður-Múlasýsla, að og með Austur-Skaftafells- sýslu (Austurfylki). 6. Suður- land: Vestur-Skaftafellssýsla, að og með Kjósarsýslu, þar með Vestmannaeyjar (Suðurfylki). Ilvert fylki stjómarfarsleg heiid. Enn segir svo: Hvert fylki skal vera stjórnarfarsleg heild með all víðtæku starfssviði og valdi í ýmsum sérmálum. Vald og starfssvið fylkjanna skal ákveða með lögum. í hverju fylki skal árlega háð fylkisþing. Á þingi þessu skulu sitja 15 fulltrúar, sem kosnir verða í einmennings- kjördæmum, er hafi sem jafnasta ltjósendatölu. Fylkisþing geta þó sjálf ákveðið tölu þingmanna sinna hærri, eða allt að 3(úþing- mönnum, en jafnframt skal þá fjölga kjördæmum að sama marki. Fylkisstjóri skal kosinn af kjósendum eins og forseti og sé afstaða hans til fylkisþinga svip- uð og forsetans til Alþingis. Kjör til Alþingis. í tillögunum um skipan og kjör Alþingis, segir svo: Alþingi skiptist í tvær deildir, efri deild og neðri. í efri deild skulu sitja 18 fulltrúar, 3 úr hverju fylki, kosnir á fylkisþingum, hlut- bundnum kosningum. Kjörgengir eru aðeins menn búsettir í fylk- inu. í neðri deild skulu sitja 30 þingmenn, kosnir í einmennings- kjördæmum. Kjöi'dæmaskipun skal þannig háttað, að sem næst jafn margir kjósendur verði í hverju kjördæmi, og skuli kjör- dæmi að öðru leyti ákveðin sem samfelldust eftir því sem stað- hættir leyfa. Sveitarfélagi má ekki skipta milli kjördæma nema hvor eða hver hluti verði megin- hluti kjördæmisins. Kjördæma- skipun skal endurskoðuð á 10 ára fresti og gerðar á henni þær breytingar, sem nauðsynlegar reynast til þess að fylgt vei'ði áð- urgreindri meginreglu um jafna kjósendatölu í kjördæmunum. Engu fylki má skipta í fleiri en 10 kjördæmi. Þing og forseti. Um valdsvið þings og forseta segir svo m. a.: Báðar þingdeildir og forseti mega hafa frumkvæði að lagasetningu. Forseti skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir hvert reglulegt Alþingi eigi síðar en viku eftir að þing kemur sam- an. Ef lagafrumvarp, sem sam- þykkt hefir verið annarri deild þingsins, fellur í hinni, skal það afgra*tt í sameinuðu þingi, nema fellt hafi verið með 2/3 hluta at- kvæða. í annarri hvorri þing- deild. Ekkert frumvarp má hljóta fullnaðarafgreiðslu, sem lög frá Alþingi fyi'i’ en forseta hefir gef- izt nægilegur frestur til að skýra þinginu frá viðhorfi sínu til frumvarpsins. — Forsetinn get- ur látið fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um lagasetningar, og falla lög úr gildi, ef meiri hluti atkvæða fellú’ þau við atkvæða- greiðslu....Þegar brýna nauð- syn ber til, og Alþingi situr ekki, geta forsetar Alþingis eftir beiðni forseta ríkisins sett bráðabirgða- lög. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Forseti hefir heimild til þess að kalla saman aukaþing, ef hann telur brýna þörf bera til. Forseti myndar ríkisstjórn. Enn segir: Foi-setinn skal kjör- inn beinum kosningum af þeim, er kosningarétt hafa til Alþingis. Það forsetaefni, sem flest fær at- kvæði, er réttkjörinn foi'seti. Hvert forsetaefni skal hafa vara- mann. Forseti myndar ríkisstjórn. Heimilt skal sameinuðu Alþingi að samþykkja rökstudda tillögu um vantraust á ríkisstjórn for- seta. Ef slík tillaga vei'ður sam- (Framhald ó 8. síðu). .vvlivEiviiýi.'.v | Mikilhæfur þjóðar- [ leiðtos;i látinu 1 Tveir af stjórnmálamönnum h = þeim, sem mestan svip hafa : j sett á opinbert líf Indlands j j um 1a n g a n| aldur, eru nú j falínir í val- E i n n m e ð j skömmu j m i 11 ibili. — j Mahatma I jGandhi var : myrtur á sl. 1 vori, og nú j um h e 1 g ina : lézt í Karac- j hi, höfuSborg : j Pakistan, Mohammed Ali j j Jinnah, landsstjóri hins nýja : I ríkis, rösklega sjötugur að j j alri. Jinnah var talinn faðir j : liins nýja ríkis og naut mikils : I trausts Múhammeðstrúar- j : manna í Indlandi og stjórn- 1 j málamanan erlendis. Hann | i hafði verið forvígismaður I I Múhammeðstrúarmanna- : 1 bandalagsins um langa hríð j I og talsmaður þess utan lands E j og innan. Hann var lögfræð- j j ingur að menntun, gerðist j é ungur meðlimur í Kongress- : j flokki Gandhis, en leiðir j j þeirra skildu, er Gandhi hóf : j óhlýðnisbaráttu sína gegn 1 j Bretum. Taldi Jinnah þá bar- E j áttuaðferð ranga og til tjóns j | fyrir trúbræður sína. f ófriðn- E É um síðasta hóf hann opinber- l e lega baráttu fyrir sérríki Mú- j I liammeðstrúarmanna í Ind- : j landi og leiddi þá baráttu til j : sigurs, er Bretar afsöluðu sér E j völdum í landinu. Menn ótt- j j ast nú aukin átök Hindústan j É og Pakistan, er hins mikil- | j hæfa og vitra leiðtoga Mú- j : hommeðstrúarmanna nýtur j ekki lengur við. Bændur eiga enn rnikii hey úii víða hér norðaniands Talsvert hefur snjóað á hálendi í illviðrum lýðveldisins Fjórðungsþingið samþykkti tillögur um um gagngerðar breytingar á skip- an gjaldeyris- og innfliitnmgsmála Sendi ríkisstjórninni áskorun um úthlutun nýju togaranna Fjórða ársþing Fjórðungssam- bands Norðlendinga var haldið hér á Akureyri dagana 11. og 12. þ. m. Þingið sóttu fulltrúar frá Norður-Þingeyjarsýslu, Suður- Þingeyjarsýslu, Akureyrarkaup- stað, Eyjafjarðarsýslu, Sauðár- krókskaupstað og Skagafjarðar- sýslu. Ætlunin var að fulltrúi frá Ólafsfjaröarkaupstað sækti þing- ið, en vegna óveðurs komst liann ekki hingað í tæka tíð. Aðalverkefni þessa þings var að taka afstöðu til tillagna í stjórnarskrármálinu, sem milli- þinganefndin hafði starfað að. Er greint frá þessum tillögum annars staðar á þessari bls. Af öðrum málum, er þingið tók til meðferðai' voru þessi helzt: Nýju togararnir. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hafði sent ályktun, þar sem lagt er til að þingið skori á ríkisstjórnina að um úthlutun nýju togaranna verði m. a. fai'ið eftir þeirri meg- inregxu, að þeir staðir, er enga togara hafa fengið til þessa, fái að sitja fyrir um kaup nýju togar- anna 10, sem ríkið lætur smíða í Bi'etlandi. Við úthlutun skipanna sé hofð hliðsjón af íbúatöuu við- komandi útgerðarstaða, og að hve miklu leyti afkcma þeirra grundvallast á sjávarútvegi og hver önnur skilyrði, t. d. hafnar- Framhald á 7. síðu. undanfarna daga Norðan- og norðaustan ill- viðrakafli hefir gengið yfir land- ið að undanförnu, með snjókomu og slyddu. Á laugardag og sunnudag snjóaði allverulega á hálendi. Lokaðist þá t. d. Siglu- fjarðarskarð alveg, illfært var á Vaðlaheiði seinni hluta sunnu- dags og alhvítt víða á hálendi. — Bifreiðasamgöngm- hafa þó hald- ist að mestu yfir fjallvegi hér nærlendis og með batnandi veðri mun þennan snjó taka fljótlega. Heyskapartíð hefir verið mjög stirð undanfamar vikur og er enn mikið af heyjum úti víða hér norðanlands, t. d. í Eyjafiarðar sýslu og Þingeyjarsýslum. Finnskur samvinnu- maður gestkomandi í bænum Hér var staddur í gær einn af framkvæmdastjórum finnska samvinnusambandsins, SOK, Toivo J. Toikka að nafni. Hann er umboðsmaður Finna við síld- arkaup þeirra hér. Finnar hafa samið um kaup á 15000 tunnum síldar og gera sér vonir um að fá allt magnið afhent, þrátt fyrir aflabrestinn hér.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.