Dagur - 15.09.1948, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 15. scptember 1948
D AGUR
5
Ríkissjóður býður út 15 millj. kr. happdrættislán
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF
Lausaskuldir ríkissjóðs svo miklar að þær draga
úr möguleikum Landsbankans til stuðnings
við atvinnulífið
Happdrættislán er nýjung, sem er líkleg
til vinsælda
Ríkisstjórnin hefir ákveðið að ástæðu er brýn nauðsyn að
nota ýmsar gildandi, ónotaðar
lagaheimildir til lántöku fyrir
ríkissjóð. Býður ríkissjóður í
því skyni út nýtt innanríkislán,
að upphæð 15 milljónir króna.
Verður lán þetta í happdrættis-
formi. Hafa verið gefin út bráða-
birgðalög um skattfrelsi vinninga
og ýms önnur atriði varðandi
happdrættið. Nánari reglur um
tilhögun lánsins og happdrættis-
ins hafa síðan verið settar með
reglugerð.
Lausaskuldir vegna margvíslegra
framkvæmda.
Á undanförnum árum hefir
Alþingi samþykkt mörg lög, sem
mæla fyrir um margs konar
framkvæmdir í atvinnu- og sam-
göngumálum, og á fleiri sviðum,
svo sem smíði síldarverksmiðja,
fiskibáta, strandferðaskipa,
landshafna, tunnuverksmiðja,
niðursuðuverksmiðju, lýsis-
herzluverksmiðju, embættisbú-
staða o. fl. Ýmsum þessum fram-
kvæmdum er að fullu lokið, aðr-
ar nokkuð á veg komnar, en
sumar aðeins á byrjunarstigi.
Ekkert fé hefir verið veitt úr
ríkissjóði til þessara fram-
kvæmda, heldur gert ráð fyrir,
að allt þetta yrði unnið fyrir
lánsfé. Allmikill tekjuafgangur
hefir orðið hjá ríkissjóði á und-
anförrium átta árum, eða frá
stríðsbyrjun, en all't það fé hefir
annað hvort farið til greiðslu á
skuldum eða verið fest í ýmsum
eignum, og hefir því ekki verið
hægt að nota það til þess að
standa undir hinum stórvöxnu
framkvæmdum, sem Alþingi
hefir fyrirhugað. Frá því í árs-
lok 1939 þar til í árslok 1946
hefir skuldlaus eign ríkisins
þannig hækkað úr 32.2 millj. kr.
í 164.8 millj. kr., eða samtals um
141.6 millj. kr.
Ríkissjóður hefir því orðið að
taka bráðarbirgðalán hjá Lands-
bankanum, sem nemur nú um
68 millj. kr. Af þessari upphæð
hefir rúmum 50 millj. kr. verið
varið til að koma á fót ýmsum
þeim fyrirtækjum, sem áður hafa
verið nefnd, auk þess sem nokk-
uð hefir gengið til greiðslu á
ábyrgðum, sem ríkið hefir orðið
að inna af hendi, aðallega fyrir
síldarbræðslur ríkisins og Siglu-
fjarðarkaupstað vegna Skeiðs-
fossvirkjunarinnar. Um 16—17
millj. af þessum yfirdrætti í
Landsbankanum stafar frá
rekstrinum í ár og má vænta, að
skuldin lækki um tilsvarandi
fjárhæð, þegar tekjuskattur og
söluskattur fer að renna í ríkis-
sjóðinn í haust.
Afleiðing þessarar skuldasöfn-
unar hjá Landsbankanum er m.
a. sú, að stórlega er dregið úr
getu bankans til annarrar lána-
starfsemi. Þegar af þessari
grynna verulega á skuld ríkis-
sjóðs við bankann, auk þess sem
skuldasöfnun þessi er mjög
óhagstæð fyrir ríkissjóð. Tekjur
ríkissjóðs þetta ár munu hins
vegar ekki gera betur en nægja
til greiðslu hinna lögboðnu út-
gjalda ársins. Er því ekki um
annað að ræða en nota lántöku-
heimildir og þá helzt á þann hátt
að leita til almennings í landinu
um lánsfé og lækka þannig
nokkuð lausaskuldir ríkissjóðs
vegna hinna margvíslegu fram-
kvæmda, sem ríkissjóður hefir
orðið að leggja fé til.
Happdrættislán.
Rétt hefir þótt að hafa lán
þetta í formi, sem áður er óþekkt
hér á landi, en hefir verið notað
með mjög góðum árangri er-
lendis. Er það á þann veg, að í
stað þess að greiða ákveðna
vexti af hverju bréfi, er vöxtun-
um úthlu.tað sem happdrættis-
viriningum tvisvar á ári. Skulda-
bréfin eru öll jafnhá, 100 krónur,
og eru þau öll númeruð og gilda
þannig sem happdrættismiðar.
Þar sem lánið er til 15 ára, verð-
ur 30 sinnum dregið í happ-
drættinu, eða 15. apríl og 15. okt.
ár hvert. Dregið er úr öllum
bréfunum í hvert sinn, og getur
því sama númerið hlotið vinning
oftar en einu sinni.
Vinningar í hverjum drætti
eru sem hér segir:
1 vinningur 75.000 kr. = 75.000
kr.
1 vinningur 40.000 kr. = 40.000
kr.
1. vinningur 15.000 kr. = 15.000
kr.
3 vinningar 10.000 kr. = 30.000
kr.
5 vinningar 5.000 kr. = 25.000
kr.
15 vinningar 2.000 kr. = 30.000
kr.
25 vinningar 1.000 kr. = 25.000
kr.
130 vinningar 500* kr. = 65.000
kr.
280 vinningar 250 kr. = 70.000
kr.
Samtals er í hvert sinn dregið
um vinninga, sem nema 375.000
kr., eða 750.000 kr. á ári hverju.
Svarar þetssi upphæð til þess, að
5% vextir séu greiddir af skulda-
bréfunum.
í bráðabirgðalögum frá 17.
ágúst 1948 er svo ákveðið, að
vinningar í happdrætti þessu
skuli undanþegnir öllum opin-
berum gjöldum öðrum en eigna-
skatti. Eru það mjög mikil
hlunnindi fyrir þá, sem hljóta
háu vinningana.
Bréfin eru öll handhafabréf og
fást ekki skráð á nafn. Þetta létt-
ir mjög umsetningu bréfanna, en
hefir hins vegar í för með sér
erfiðleika á ógildingu þeirra, og
hefir af þeirri og fleiri ástæðum
þótt óumflýjanlegt að setja
ákvæði um það, að bréfin fáist
ekki endurnýjuð, ef þau glatast.
Hefir þeirri reglu einnig verið
fylgt erlendis.
Áhættan er engin.
Happdrætti ríkissjóðs er að því
leyti öllum öðrum happdrættum
hagstæðara, að áhætta þátttak-
enda er engin. Eftir 15 ár fá
menn skuldabréfin að fullu end-
urgreidd. Verður því í mesta lagi
um vaxtatap að ræða, en hins
vegar allverulegar líkur til þess
að hljóta vinning einhvern tíma
á þessum 15 árum, og það ef til
vill mikla fjárupphæð, þegar þess
er gætt, að vinningarnir eru sam-
tals 13.830, og kemur því vinn-
ingur á næstum tíunda hvert
númer.
Hvert 100 króna skuldabréf
veitir eiganda sínum 30 sinnuin
rétt til að keppa um hina stóru
vinninga, sem í boði eru í happ-
drætti þessu, en að því búnu fást
100 krónurnar að full uendur-
greiddar.
Með hliðsjón af þessu er það
tvímælalaust skynsamlegt að
ráðstafa sparifé sínu til kaupa á
happdrættisskuldabréfum ríkis-
sjóðs. Ekki hefir verið talin
ástæða til að takmarka kaup
hvers einstaks á bréfum þessum,
en upphæð hvers bréfs hefir ver-
ið miðuð við 100 krónur með
það fyrir augum, að sem allra
flestir gætu átt þess kost að
kaupa bréfin. Má gera ráð fyrir
því, að margir kaupi bréf þessi
handa börnum sínum eða noti
þau til gjafa á einn eða annan
hátt.
Reynslan af happdrættum hér
á landi, hefir leitt í ljós mjög al-
menna þátttöku almennings,
jafnvel þótt vinningsvon sé oft
ekki mikil. Þar sem hér er bæði
mikil vinningsvon og auk þess
engin áhætta, ætti happdrætti
þetta að mega vænta góðra und-
irtekta.
Sutðlar að sparifjársöfnun.
En það er einnig önnur hlið á
þessu máli, sem ekki er lítils
virði fyrir hvern einstakan, er
ver fé sínu til kaupa á happ-
drættisbréfum ríkissjóðs.
Það er vitanlegt, að kaupgeta
þjóðarinnar er nú miklu meiri
en svarar því magni neyzluvara
og annarra gæða, sem hægt er að
afla til landsins fyrir þann gjald-
eyri, sem þjóðin hefir til ráðstöf-
unar. Þetta hefir í för með sér
mikla hættu á aukinni verðbólgu
og svörtum markaði. Þegar
þannig er ástatt, er mikil þörf á
að stuðla að auknum sparnaði og
söfnun sparifjár hjá almenningi,
svo að fólk geti þannig eignazt
sparisjóði, er síðar kynni að
koma í góðar þarfir.
Ekki hvað sízt með þennan
sparnað fyrir augum hafa bæði
Danir, Svíar, . Rússar og fleiri
þjóðir boðið út almenn innanrík-
islán. Hafa happdrættislán, eins
og það, sem nú er nefnt til hér,
náð sérstökum vinsældum. Dan-
ir buðu í sumar út 100 milljón
Drengjameistaramót íslands.
(Niðurlag).
Á þriðjudagskvöldið lauk svo
þessu Drengjamóti með mjög
skemmtilegri keppni í öllum
greinum. Þar af kepptu Akur-
eyringar í þrístökki, kringlu-
kasti og 3000 m. hlaupi, og var
þetta okkar bezti dagur, hvað
árangur snerti. 1 kringlukasti
varð Hörður Jörundsson 4, kast-
aði 39,56 m. Drengjameistari
varð Vilhjálmur Pálsson H. S. Þ.
með 41,06 m. Daginn áður vann
hann spjótkastið og fengu Þing-
eyingar einnig 2. mann þar. í
þrístökki var afar skemmtileg
keppni. Þar sigraði Kristleifur
Magnússon í. B. V., stökk 13,77
m. Kristleifur varð mjög vinsæll
af þessu afreki sínu, þar sem
hann kom beint úr stangarstökki
inu, sem hann vann með rniklum
yfirburðum. Drengjamethafinn í
þrístökki, Guðmundur Árnason,
virtist í fyrstu ætla að sigra og
náði 13,46 m., en gerði a. m. k.
tvö stökk ógild og gat því ekki
bætt árangur sinn. Geir Jónsson
í. B. A. náði þarna 4. sæti með
13,16 m., sem er nýtt Akureyrar-
met. Fyrra metið, 13,00 m., átti
hann sjálfur. Geir stóð sig mjög
vel, átti þrjú stökk yfir 13,00 m.
og eitt stökkið var 12,99 m.
Þá var aðeins ein grein eftir,
sem Akureyringar tóku þátt í,
en það var 3000 m. hláup. Þar
áttum við 2 keppendur, Þráin
Þórhallsson og Stefán I. Finn-
bogason. f upphafi hlaúpsins tók
Finnbogi Stefánsson H. S. Þ. for-
króna lán, og seldust öll bréfin á
mjög skömmum tíma.' Rússar
buðu út 20 milljarða rúblna lán,
og hafði fólk eftir fjóra daga
skrifað sig fyrir yfir 22 miljörð-
um rúblna. Naumast mun vafi á
því, að kaupgeta almennings sé
hér meiri en í flestum öðrum
löndum. Ættu þvi bréf í 15 millj.
króna happdrættisláni fljótt að
seljast upp. Með því að kaupa
bréfin eignast menn öruggan
smásjóð, sem vel getur gefið góð-
an arð.
Sala bréfanna.
Gerðar hafa verið ráðstafanir
til þess að sem flestir landsmenn
geti átt þess kost að kaupa happ-
drættisskuldabréfin. f þessu
skyni hafa allir bankar og útibú
þeirra, sparisjóðir, pósthús,
skrifstofur málaflutningsmanna,
innlánsdeildir kaupfélaga, og í
sveitum allir hreppstjórar tekið
að sér að annast sölu bréfanna.
Fyrsti dráttur 15. okt.
Fyrsti dráttur í happdrættinu
verður 15. okt. næstk. Einmitt
með hliðsjón af þessu, ætti fólk
ekki að draga að kaupa bréf, svo
að það geti frá upphafi verið með
í happdrættinu. Hér er mikið að
vinna, cn engu að tapa. Auk
gróðavonarinnar, sem fylgir
bréfunum, stuðla þau einnig að
skynsamlegum sparnaði og
skapa tækifæri til að rýma til á
lánamarkaðinum. Þess er því
mjög að vænta, að þjóðin bregð-
ist vel við lánsútboði þessu.
Takmarkið er það, að öll bréf-
in verði seld fyrir 15. okt.
ystuna og náði þegar um 40 m.
forskoti, og hélt hann því að
mestu óbreyttu í mark. Þegar
líða tók á hlaupið var Sigurður
Jónsson í. B. V. í 2 sæti, en Stef-
án Ingvi fylgdi honum fast eftir
og Þráinn næstur á hælum Stef-
áns. Hélzt bilið þannig alllengi.
Næsti keppandi var um 40 m. á
eftir Þráni og hinir aftar. Á síð-
asta hringnum tók Vestmanna-
eyingurinn að greikka sporið, en
Stefán gaf sig hvergi og gerði
jafnvel tilraunir til þess að kom-
ast fram úr honum, en það tókst
ekki, hann varð nr. 3. Þráinn
hafði dregizt nokkuð aftur úr, en
kom samt 4. í mark. Tími Stefáns
var 10:03,8 mín., en Þráins
10:15,6 mín. Hlupu þeir báðir
langt undir gamla Akureyrar-
metinu, sem var 10:40,0 mín.
Vorum við Akureyringarnir
mjög ánægðir eftir daginn og um
kvöldið bauð K. R. keppendum
til kaffidrykkju í Verzlunar-
mannahúsinu, en það félag sá
um mótið.
Þótt við kæmum ekki heim
með gull eða silfur, getum við
verið náægðir, þar sem 4 af okk-
ar mönnum mega keppa á
drengjamótum í 2 ár enn, en að-
eins 2 eru á síðasta drengjaári.
Það er von okkar, sem þessa
för fórum að hún verði til þess
að glæða áhuga á frjálsum
íþróttum á Akureyri, svo að hið
fyrirhugaða íþróttasvæði kom-
izt sem fyrst upp, eða eigum
við enn að búa við vallarleysi í
mörg ár og standa öðrum stærri
kaupstöðum á landinu langt að
baki?
• Er ekki tímabært að hefjast
handa?
★
íþróttakeppni Þingeyinga og
Siglfirðinga.
íþróttakeppni milli Héraðs-
sambands Suður-Þingeyinga og
íþróttabandalag Siglufjarðar var
háð að Laugum sunnudaginn 6.
þ. m. Var keppt í níu íþrótta-
greinum og reiknað til stiga eftir
finnsku stigatöflunni. Þingey-
ingar unnu mótið, fengu þeir alls
10392 stig, í. B. S. fékk 10289 stig.
Keppnin var mjög jöfn og ágæt-
ur árangur náðist í ýmsum
íþróttagreinum. Árangur í ein-
stökum greinum varð sem hér
segir:
100 m. hlaup.
1. Ragnar Björnsson S. 11,4 sek.
2. Guðm. Árnason S. 11,4 sek.
3. Karl Hannesson Þ. 11, 9 sek.
Kúluvarp.
1. Hallgr. Jónsson Þ. 13,49 mtr.
2. Bragi Friðriksson S. 13,40 mtr.
3. Hjálmar Torfason Þ. 12,66 mtr.
Langstökk.
1. Ragnar Björnsson S. 6,78 mtr.
2. Oli P. Kristjánsson Þ. 6,45 mtr.
3. Guðm. Árnason S. 6,39 mtr.
Spjótkast.
1. Hjálmar Torfason Þ. 51,86 mtr.
2. Vilhjálmur Pálss. Þ. 47,60 mtr.
3. Ingi B. Jakobsson S. 40,57 mtr.
4x100 mtr. boðhlaup.
1. Sveit Siglfirðinga 46,6 sek.
2. Sveit Þingeyinga 47,6 sek.
Hástökk.
1. Ragnar Björnsson S. 1,71 mtr.
2. Tómas Jóhannsson S. 1,61 mtr.
(Framhald á 7. síðu).