Dagur - 22.09.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 22.09.1948, Blaðsíða 5
Vliðvikudaginn 22. scpt. 1948 DAGUR 5 Tilbúinn áburður getur aukið uppskeru hafsins eigi síður en jarðarinnar Bretar hafa margfaldað fiskistofninn á takmörkuðnm svæðum með notkun tilbúins áburðar í í blaðinu „Norsk Hydro“ birt- \ 1 ist fyrir skömmu athyglisverð | grein um fiskirækt með til- I i búnum áburði. Greinin er ekki i | síður eftirtektarverð fyrir fs- 1 Í lendinga en Norðmenn. Dagur \ i flytur hér á eftir útdrátt úr í Í upplýsingum hins norska blaðs i * ** i •• iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiuiiiii iiiiiii iii 11111111111111 ii ii“ Allir þekkja þýðingu tilbúins áburðar fyrir landbúnaðinn. En þeir munu næsta fáir, sem gera sér grein fyrir því, að á síðustu tímum hafa verið gerðar mark- verðar tilraunir með notkun til- búins áburðar til þess að auka uppskeru hafsins — gera fisk- veiðar arðmeiri. Það kann að virðast ólíklegt, að nauðsynlegt sé að gera auknar kröfur til hafsins og ríkidæma þess, sem hingað til hafa verið talin óþrjótandi. En nauðsyn þess verður skiljanlegri, er menn gera sér ljóst, að íbúum jarðarinnar fjölgar um 20 milljónir á ári hverju, þrátt fyrir styrjaldir, hungur og skort í mörgum lönd- um. Eftir 10 ár verða 200 milljón- um fleiri menn á jörðinni, en nú, sem þarfnast fæðis og klæðis. Þar að auki eru mörg hundruð mill- jónir manna, sem þarfnast betri líískjara og þá fyrst og fremst meiri og betri fæðu. Það er aug- Ijóst, að í framtíðinni verða gerð- ar auknar kröfur til hafsins og þeirra auðæfa, sem það geymir. Fiskifræðingar og fiskimenn í mörgum löndum hafa þungar á- hyggjur af því, að fisk- veiðar hafi verið stundaðar af því ofurkappi undanfarin ár, að fisk- stofninn fari minnkandi í stað þess að hann ætti að fara vax- andi. Ein ástæða til þessarar þró- unar er skortur á nægilegu lífs- viðurværi fyrir fiskinn. Og það er á þessum vettvangi, sem til- búni áburðurinn getur haft mikil áhrif. Fyrir leikmenn kann þetta að virðast furðuleg staðhæfing, en þegar litið er til lífsins í sjón- um, skýrist málið. Undirstaða dýralífsins í sjónum. Undirstaða dýralífsins í sjón- um er hinn mikróskópiski plöntu gróður. Þessar plöntur eru mjög einfaldar að sköpun og ákaflega smávaxnar. Þær eru á reki í sjónum. Þegar þær hafa náð fullri stærð, skipta þær sér í tvo eða fleiri jafna hluta, sem síðan taka strax að vaxa, unz hlutarnir eru orðnir fullvaxnar plöntur, sem skipta sér, og síðan koll af kolli. Vöxturinn er svo hraður, þar sem skilyrðin eru góð, að skiptingin getur orðið allt að þrisvar sinnum á dag.Mikill plöntugróður í sjónum þarfnast nægilegra næringarefna, enkum köfnunarefnis, fosfórs og kalíum. Ljósið er einnig nauðsynlegt fvrir þennan gróður. Úr ljósinu fær hann lífskraft og þess vegna þroskast hann aðeins á yfirborð- inu og í nánd við það, eða þar sem ljóssins nýtur við. Þýðing sólarljóssins fyrir þennan gróður er m. a. augljós af því, að hann eykst mjög á vorin með hækk- andi sól. En þau næringarefni, sem fáanleg eru við yfirborðið, minnka skjótt og verði þau of lítil, staðnar gróðurinn á þroska- brautinni, nema straumar liggi þannig að þeir beri nýjan nær- ingarefnaforða með sér. Á haust- in þroskast gróðurinn aftur vel, meðan sólar nýtur við. Ástæðan til þess er m. a. sú, að yfirborðs- vatnið kólnar á haustin og þungi þess verður þá meiri. Það bland- ast því betur hinum kaldari vatnslögum, sem neðar liggja, sem eru rík af næringarefnum. Þess skipting sjávarins í lög, eftir hitastigi, hindra plöntugróð- m-inn að ná til næringarefna þeirra, sem til eru í miklu dýpi. En hvert er svo gildi þessa plöntugróðurs fyrir nytj afiskana ? í stuttu máli það, að ýms hin lægri sjávardýr, lifa nær ein- vörðungu á honum, en fiskarnir aftur á þeim dýrum. Mcrkilegar tilraunir Breta. Bretar hafa gert tilraunir sem vakið hafa mikla athygli því að þeir hafa sannað að tilbúinn á- burður getur haft mikil áhrif á vaxtamöguleika fiskanna. Fyrsta tilraunin var gerð við vesturströnd Skotlands í litlum firði, um það bil 400 metra löng- um og eitthvað innan við 400 m breiðum. Natron saltpétur var borinn í vatnið, einnig superfos- fat, hvort tveggja með vissu millibili. Miklu af kolaseiðum var sleppt í fjörðinn og vöxtur þeirra var síðar rannsakaður. Nú kom það í ljós, að hinn mikli vöxtur plöntulífsins, sem á sér stað á vorin, hélzt allt sum- arið og langt fram á haust, jafn- framt óx magn smádýranna í firðinum mjög mikið og var miklu meira en* í nærliggjandi fjörðum, sem engan áburð höfðu fengið. Þar, sem áburðarins naut við, varð vöxtur kolaseiðanna gífurlegur, eða sem svarar því, að þau hefðu náð venjulegri markaðsstærð á 3 árum í stað 6 ára. Skeljalífið í firðinum jókst einnig verulega. Þessi tilraun þótti gefa svo merkilegan árang- ur, að ákveðið var, að gera aðra tilraun í nálægum firði, sem var helmingi stærri, eða 800 metra langur, dýpið var 8-12 metrar. Áburðinum var dreift yfir vatnið með mánaðar millibili. Magnið var sem svarar 36 kg. natron- saltpétur og 12 kg. superfosfat á fermetra á ári. Árangurinn var einnig stórmikil aukning plöntu- lífsins í sjónum. Þessar tilraunir þóttu sanna það, að notkun áburðarins gæti aukið framleiðslumöguleika á- kveðinna veiðisvæða um 300- 400%. Sumir eru þeirrar skoðun- ar, að aukningin mundi verða ennþá meiri á löngum tíma, því að áburðarnotkunin hefir annars konar afleiðingar, tala einstkl- inganna verður miklu meiri en áður og hver einstaklingur vex helmingi hraðar en venjulega. Rétt er að benda á, að þessar ensku tilraunir ná aðeins yfir skamman tíma og mjög takmörk- uð svæði. Það er ekki hægt að fullyrða, af útkomu þessara til- rauna, að áburðarnotkunin mundi borga sig á stórum veiði- svæðum úti á hafi. Víða eru straumar og hitabreytingar þann ig, að áburðurinn mundi brátt berast niður á dýpið, þar sem áhrifa hans gætti ekki. Mögu- leikar til þess að fylgjast með áhrifum áburðarnotkunar í stór- stíl úti á hafi, eru mjög litlir. Slíkt mundi krefjast gífurlegs á- burðarmagns og ekki auðvelt að sjá, hvaða aðilar ættu að bera kostnaðinn og stjórna rannsókn- unum. Sum veiðisvæði liggja ut- Akureyri 20. sept. Meistaramót Akureyrar í frjáls- um íþróttum er enn ólokið. Tíð- arfarið befir gert framkvæmd þess mjög erfiða öllum og stund- um ómögulega. Það hófst á mánud. síðdegis fyrir réttri viku og þá í þeim kuldagjósti, að hvorki starfsmönnum né kepp- endum var þolanlegt úti. Síðan hefir á mörgu gengið: sólskins- skúrum, hrapahryðjum, snjó- komu og frosti! Stund og stund hefir þó verið komið á völlinn og keppt í 2—3 greinum í senn. En áætlun reynist ómögulegt að fylgja og bæði íþróttamönnum og öðrum er því varla ljóst, hvað gera skal í það og það skiptið. — Framkvæmd, þátttaka og afrek eru því síðri en vænta mátti og verið hefði við betri veðurskil- yrði ,þótt ekki sá annað nefnt. Bezta afrek — að þessu — er 100 m. sprettur Baldurs Jónssonar á 11.4. En hjá mörgum er þó sýni- leg framför, borið saman við fyrri mót. Met er ennþá — af mörgum ástæðum — vafasamt að ræða hér á Akureyri, jafnvel Akur- eyrarmet, hér kemur oft svo mis- jöfn aðstaða og framkvæmd til greina. Hér fara á eftir helztu úr- slit í þeim greinum, sem fokið er keppni í: Kúluvarp: 1. Haraldur Sigurðsson K. A. 12.74 m. 2. Ófeigur Eiríkss. K. A. 11.86 m. 3. Baldur Jónsson Þór 11.46 m. Kringlukast: 1. Har. Sigurðss. K. A. 35.09 m. an yfirráðasvæða landa og ríkis- stjórna og í slíkum tilfellum yrði áburðarnotkunin alþjóðlegt verk efni. Þarna er þó að sjálfsögðu tækifæri til raunhæfs samstarfs á alþjóðavettvangi. Áburðarnotkun í ám og vötnmn reynist vel. Óhætt er að reikna með því, að áburðarnotkun í stórum stíl á hafinu eigi langt í land, en ekki er ósennilegt að haldið verði á- fram tilraunum á tilteknum,tak- mörkuðum svæðum við strendur. Norskir vísindamenn lita a. m. k. þannig á máliðv En miklu meiri líkur eru að hagkvæmum árangri þegar kemur til vatna óg fljóta. í Kanada hafa verið gerðar ár- angursríkar tilraunir í silungs- vötnum. Víða vestan hafs eru karfategundir ræktaðar í tjörn- um með notkun tilbúins áburðar. I Svíþjóð el- talað um samstarf mai'gra aðila til þess að auka framleiðslumöguleika vatnanna með þessum hætti.. í Noregi líta menn á notkun tilbúins áburðar í vötnum og ám sem mikilvægt skref til þess að auka fiskistofn- inn, en aðeins sem eitt skref af mörgum, sem nauðsynlegt er að taka. En sú tíð kann eigi að síð- ur að nálgast, að bóndinn rækti silungsvatn sitt með sömu natn- inni og hann ræktar tún sitt. (Lausl. þýtt.) 2. Hörður Jörundsson K. A. 34.18 m. 3. Marteinn Friðriksson K. A. 33.05 m. Spjótkast: 1. Ófeigur Eiríkess. K. A. 50.96 m. 2. Björn Sigurðss. Þór 43.13 m. 3. Falur Friðjónss. K. A. 42.90 m. Langstökk: 1. Baldur Jónsson Þór 6.14 m. 2. Geir Jónsson K. A. 6.07 m. 3. Haraldur Ólafsson Þór 5.79 m. Þrístökk: 1. Geir Jónsson K. A. 12.79 m. 2. Baldur Jónsson Þór 12.57 m. 3. Marteinn Friðriksson K. A. 12.40 m. Hástökk: 1. Marteinn Friðriksson K. A. 1.65 m. 2. Gunnar Óskarsson Þór 1.55 m. 3. Áki Eiríksson K. A. 1.55 m. Hlaup 100 m.: 1. Baldur Jónsson Þór 11.4 sek. 2. Geir Jónsson K. A. 11.7 sek. 3. Hreinn Óskarsson Þór 11.9 sek. Hlaup 400 m.: 1. Jóhann Ingimarsson K. A. 55.3 sek. 2. Valdimar Jóhannsson K. A. 57.3 sek. 3. Hermann Sigtryggsson K. A. 58.2 sek. Hlaup 1500 m.: 1. Valdimar Jóhannsson K. A. 4.43.5 mín. 2. Einar Gunnlaugsson Þór 4.45.1 mín. 3. Ragnar Sigtryggsson K. A. 4.45.3 mín. Vil kaupa einbýlishús Til mála kæmi kaup á húsi í Glerárþorpi. Valdimar Halldórsson, Vélsmiðjan Oddi. Hrökkbrauð úr hveiti og rúgmjöli. Nýlenduvörudeild og útibú. Stúlka óskast hálfan eða allan dag- inn, eftir samkomulagi. — Fátt í heimili. Sigríður Daviðsdóttir, Aðalstræti 54 (sími nr. 5) Akureyri. Barnavagna-teppi, hekluð, úr lopa, verð kr. 45.00—48.00, fást eftir pönt- unum í Oddeyrargölu 3S. Sími 188. GóS stofa til leigu í Skipagötu 2. Stúlka, getur fengið gott herbergi til leigu, gegn húslijálp. — Upplýsingar í síma 408. Leyfi fyrir amerískum vörubil ósk- ast keypt. Afgr. vísar á. Jeep-bifreið, yfirbyggð, er til sölu. Afgr. vísar á. Sítrónur Nýlen'duvörudeild og úlibú. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). veita heimilunum fyrir gjaldeyr- irinn þann. En slíkar upplýsingar er sjálfsagt erfitt að fá frá nefnd. Almennar upplýsingar um stjórn verzlunarmálnna, eru stranglega skömmtuð vara um þessar mundir. ÍÞRÓTTIR OG ÓTILÍF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.