Dagur - 22.09.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 22.09.1948, Blaðsíða 4
OAGUR Miðvikudaginn 22. sept. 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingav, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti St — Sími 166 Blaðio kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí PRENTVERK ODiiS BJORNSSONAR H.F. Kommúnistar halda sýnm^ n ALMENNINGUR hér á landi hefir nú fengið enn eitt tækifæri til þess að kynnast vinnubrögðum kommúnista er þeir þykjast þurfa að beita sér. Það eru Alþýðusambandskosningarnar, sem hafa opnað til hálfs dyrnar, sem snúa að skipulagi og baráttuaðferðum kommúnista. Útsýnið hefir hvorki verið fagurt né glæsilegt. Hæst hefir þar borið algert virðingarleysi kommúnista fyrir lýð- ræðislegum starfsreglum og blygðunarleysi þeirra í málflutningi. Sjaldan hafa kommúnistar sannað það betur, að þeir lifa eftir Jesúítareglunni gömlu, að tilgangurinn helgi meðalið. í KOSNINGUNUM sjálfum hafa kommúnistar orðið uppvísir að því að hafa í frammi hvers kyns bolabrögð, sem ekki sæma í lýðræðislegum fé- lagsskap eða í lýðræðisþjóðfélagi .Þeir hafa neit- að að afhenda andstæðingum sínum afrit af kjör- skrám, rekið ósvífinn áróður á kjörstað, brallað með kjörskrárnar eftir að kosning var hafin o. s. frv. Allar þessar starfsaðferðir mintia að vísu á framkvæmd almennra kosninga „fyrir austan tjald" undir handarjaðri leynilögreglu og herliðs. En þær eru nýjung hér heima, og sýna, að komm- únistaeðlið er svipað, hvort sem kommúnistarnir eru austan eða vestan járntjaldsins. Undirbún- ingur kosninganna hefir af kommúnista hálfu verið brennimerktur svipuðum starfsaðferðum. Dagana fyrir kosningarnar var landráðaletrið jafnan þanið yfir þvera forsíðu Þjóðvirjans. Hverja „stórfréttina" af annarri hafði rekið á fjörur blaðsins einmitt um sama leyti og Alþýðu- sambandskosningarnar stóðu sem hæst. Ókunn- ugir kynnu að álykta, að þarna hefði verið um einkennilega tilviljun að ræða. En landsmenn al- mennt hafa fengið að sjá, hversu vandir komm- únistar eru að meðulum og hversu áreiðanlegar eru „stórfréttirnar", sem Þjóðviljanum og öðrum kommúnistamálgögnum þykir henta að flagga með er kommúnistar þykjast þurfa að beita sér til þess að halda völdum sínum og mannaforráðum. Stórfréttaflutningur Þjóðviljans þessa síðustu daga, er þríþættur. Fyrst er gengislækkunarmál- ið. Blaðið skýrði frá því, með stóra letrinu, að ríkisstjórnin væri að undirbúa 30—40% gengis- lækkun og hefði þegar sótt um leyfi til alþjóða- gjaldeyirseftirlitsins, sem ísland er aðili að. Gengislækkun kallaði Þjóðvirjinn árás á lífsk^ör almennings og lét sem kommúnistar einir væru verndarar íslenzku krónunnar. Þessi frétt komm- únista var opinberuð sem uppspuni frá rótum í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Fyrir fregninni var enginn fótur annar en löngun kommúnista til þess að uppskera nokkur atkvæði í Alþýðusam- bandskosningum með því að ljúga sögunni upp á ríkisstjórnina. Þetta var óvenjulega ósvífinn áróður þegar þess er gætt, að kommúnistar sjálfir hafa allra manna mest unnið að því að rýra kaup- mátt krónunnar með dýrtíðarbaráttu sinni. Það er mest þeirra verk, að raunverulegt gildi íslenzku krónunnar er nú næsta lítilfjórlegt miðað við það, sem var í stríðsbyrjun. Enginn stjórnmálaflokk- anna hefir af hörku beinlínis barizt fyrir raun- verulegri i-ýrnun peninganna nema kommúnist- ar. Önnur stórfrétt Þjóðviljans var sú, að land- búnaðarafurðir mundu hækka í verði á þessu hausti. Ríkisstjórnin rak þessa flugu ofan í komm- únista. Verð á helztu landbúnaðarafurðum, svo sem kjöti og mjólk, verður óbreytt á þessu hausti. Ríkið mun greiða niður þá litlu hækkun, sem bændum er reikn- uð vegna aukíns framleiðslu- kostnaðar. Þriðja stórfréttin var sú, að ríkisvaldið hefði skipulagt atvinnuleysi meðal bifreiðastjóra með því að flytja inn þúsundir bifreiða á sama tíma og benzín væri skammtað. Þessi þriðja og síðasta stórfrétt reyndist vera sama eðlis og hinar, og uppdikt- uð af sömu forherðingunni og hinar fyrri. Viðskiptanefnd upp- lýsti að þessu tilefni, að nær því allur bifreiðainnflutningurinn á árunum 1947 og 1948 hefði verið skipulagður af fyrrverandi stjórnarvöldum, þ. e. a. s. af Við- skiptaráði og Nýbyggingaráði, en-þar til áttu kommúnistar full- trúa svo sem kunnugt er. Leyf- isveitingar fyrir öllum þessum bifreiðakosti fóru því í gegnum greipar kommúnista sem annarra meðlima þessara nefnda, sem stj órnarf lokkarnir öllu í! gömlu réðu ÞANNIG HEFIR nú verið upp- lýst, að stórfréttaflutningur Þjóðviljans við upphaf Alþýðu- sambandskosninganna var ekk- ert nema ósvífinn lygaáróður, vanmáttug tilraun til þess að hressa upp á fylgi kommúnista í verklýðsfélögunum með lygum og blekkingum. Vel má vera, að kommúnistar hafi unnið ein- hvern sýndarsigur á þessum for- sendum. En þá er dómgreind ís- lenzks verkafólks minni en ástæða er til að ætla, ef sá sigur reynist ekki Pyrrhosar-sigur, ef þessi opinberun á baráttuaðferð- um og innræti kommúnistafor- sprakkanna verður ekki til þess að verkafólk almennt snýr baki við hinum ábyrgðarlausu valda- spekúlöntum. FOKDREIFAR Veðrið í Reykjavík og veðrið á fslandi. EG LAS nýlega hugleiðingu í einu Rvíkurblaðanna, þar sem því var haldið fram, að sumarið, sem nú er senn á enda, mundi lengi í minnum haft sem eitthvert sólríkasta og ánægjulegsta sum- ár, sem 'yfir landið hefði gengið um langan aldur, í fyrra var í þessu sama blaði sagt, að sumarið 1947 hefði verið óþurrkasamasta sumar, sem komið hefði á þessu landi um áratugi. Hvort tveggja þessar fullyrðingar eru auðvitað rangar. Sumarið, sem nú er að líða, hefir verið gott sumar til landsins sunnan lands og vestan, sérstaklega nú upp á síðkastið. Sumarið í fyrra var sólríkt og fagurt um norður- og austur- hluta landsins, en úrkomusamt mjög sunnanlands og vestan. Þannig er veðurfarinu oftast skipt á landi hér. Sama tíðarfarið nær aðeins til hluta af landinu. Gott hér nyrðra en slæmt syðra eða öfugt. En þegar þeir í Reykjavíkinni taka sig til og skrifa um veðurfarið, líta út um gluggann og sjá sólarbletti í Esj- unni, þá heitir það á þeirra máli sólskin á öllu fslandi. Fjalla- hringurinn í kringum Reykjavík er stór og fagur, en allt landið er þó ekki samþjappað innan hans. Valdið og máttinn hafa þeir að vísu, eins og þeir, sem byggja ,útskæklana' vita gerzt, en dýrð- in er ekki öll þeirra ennþá. Landið er stórt og fjölbreytilegt og hver landsfjórðungur á sín séreinkenni, sín vandamál, sem þeir þekkja bezt, sem þar búa, og næstum ævinlega betur en reyk- vísk nefnd eða reykvískt ráð. Erfiðleikar bænda. ANNARS ATTI þetta að vera spjall um veðrið en ekki um póli- tík. Þótt við getum lesið það í Rvíkurblaði, að sumarið hafi verið sólríkasta sumar í manna minnum á þessu lndi, breytir það ekki þeirri staðreynd, að óþurrk- arnir hér nyrðra, einkum nú síð- asta mánuðinn, hafa skapað landbúnaðinum hér mikinn vanda og mikla erfiðleika, sem ekki er enn séð fram úr. Nær því á hverjum bæ hér í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum eru hey úti, og sums staðar mikil hey. Verði ekki bráð umskipti á veðurfarinu Heimaræktun og höfðingsskapur Oft finnst okkur minna koma til þeirra blóma, sem yið ræktum heima, heldur en þeirra, sem er að fá hjá blómasalanum, heimaræktað grænmeti lé- legra en það sem fæst í kjötbúðinni (grænmetis- verzlanir þekkjum við ekki ennþá), aðkeyptar kartöflur betri en okkar og að rófur okkar og gul- rætur standist engan samanburð við það, sem hægt er að kaupa annars staðar, svo að ekki sé talað um tómata, fæstum hugkvæmist að þeir kunni að geta ræktað annað eins fágæti, það sé aðeins á færi marg- og langlærðra sérfræðinga. En einn góðan veðurdag í september, raunar var veðrið langt frá því að vera gott, rekum við okkur á, að þessi skoðun var algerlega röng, byggS á ein- tómu þekkingarleysi. frá því, sem verið hefir síðustu vikurnar, liggur þetta hey undir stórskemmdum. Það er valt að treysta veðurfarinu á þessu landi, það þekkja bændur manna bezt. Enda er uppi mikill áhugi meðal þeirra að forða atvinnu- rekstri sínum frá áhættum veð- urfarsins með því að koma upp vélknúinni heyþurrkun — súg- þurrkuninni. Allmargir bændur hér nyrðra hafa reynt súgþurrk- unina í sumar. Væri fróðlegt að frétta eitthvað af reynslu þeirra nú í haust er heyskap lýkur. Upplýsingar. — Skömmtuð vara. VEÐUROFSINN að undan- förnu og næturfrostin, sem hon- um hafa fylgt, hafa nú að mestu lokað fyrir berjaferðirfólks.Tals- vert hefir verið tínt af berjum hér naerlendis að undanförnu, en þó hvergi nærri nóg. Berin eru fjörefnrík og hinn mesti heilsu- brunnur hér í þessu ávaxtalausa landi.. Og þau eru góð búbótfyrir heimilin, sem fá tækifæri til þess að búa til sulturogsaftúrberjun- um og öðrum jarðargróða, sem völ er á. En jafnvel þótt veðrið hefði verið gott og berin miklu meiri en raun varð á, hefðu þessi gæði móður jarðar tæpst notast heimilunum eins vel og æskilegt hefði. verið. Og þá er komið að pólitíkinni aftur. Það er erfitt að komast fram hjá henni, jafnvel þegar spjallað er um veðrið. Þeir ráð því nefnilega, nefndaforkólf- arnir og skömmtunmeistarrnir í Rvík, að heimilunum er gert ókleyft að nota ber, rabarbara og annan jarðarávöxt, vegna sykur- leysis. Þetta eru samt sömu mennirnir, sem nýlega veittu gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir erlendri sultu fyrir stóra upphæð. Þessi erlenda dósasulta mun aðeins hafa komið nokkrum sunnlenzkum heimilum að gagni, því að eins og fyrri daginn geng- ur treglega að koma vörunum norður fyrir Holtavörðuheiði, þrátt fyrir allar reglugerðir, nefndir, ráð og undirráð. En þótt dósirnr geðu ekki víðreist hér um landið, munu þær þó hafa kostað drjúgan skilding. Væri fróðlegt að heyra frá einhverri skömmtunarnefnd hversu mikinn aukaskammt af sykri hefði mátt (Framhald á 5. síðu). Leið mín lá til Skagafjarðar, til Hellulands í Skagafirði, sem margir þekkja fyrir myndarbrag, sem þar ríkir, höfðingsskap og fádæma gestrisni. Ekki skal sú saga sögð hér, en það var heimarækt- unin, sem heillaði mig svo, að eg verð að segja ykkur frá því. Aldrei hefi eg séð annað eins blóm- kál, og aldrei þvílíkar rófur hér á landi. En einasta rófa var nægileg í mat handa 5 manns, en þar af voru 3 lystugir ferðalangar. Og þegar eg hugsa um blómkálshöfuðin, sem verið hafa á boðstólnum hér á Akureyri í sumar, finnst mér þau pasturslítil „börn" miðað við „risana" þar vestur frá. Vænir, rauðir tómatar, stinnir og kjötmiklir voru á borðum, grænt og Ijúffengt salat, nýuppteknar kartöflur, nvjölmiklar og bragðgóðar, smjör og mjólk, ber og rjómi og: ,,—--------Silungurinn sjálfur var sóttur beint í ósa", eins og Jón prófessor Helgason orðaði það í gesta- bókinni að Hellulandi. í gróðurhúsi sunnan við bæinn eru milli 30 og 40 pottar með tómatplöntum, sem myndu sligast undan þunga ávaxtanna, ef ekki væri bundinn upp efsti toppurinn. Þar er skýringin á mörgu, skýring á hinu stór- vaxna og fagra grænmeti og, er Ragnheiður hús- freýja hefir sagt mér, hvernig ræktuninni er hátt- að, verður þetta allt skiljanlegra, en jafnframt skýt- ur þeirri hugsun upp: Hvers vegna í ósköpunum eru slík hús ekki almennari og aðferð sú, sem hér er viðhöfð? Til grænmetisins er sáð seinni hluta vetrar inni í gróðurhúsinu, en plönturnar eru settar í moldar- potta og látnar dafna þar og vaxa, þar til veðrátta er orðin svo góð og trygg, að þær eru fluttar út í garð. Moldarpottarnir eru steyptir heima, en efnið í þeim er helmingur mold og helmingur mykja, svo að nærri má geta að sprettan muni vera góð. . Pottarnir eru gróðursettir með. plöntunum í, og samlagast þeir furðu fljótt moldinni í garðinum, plöntuna þarf ekki að hreyfa og árangurinn verður allur meiri og betri. Og eftir að hafa rabbað við húsfreyjuna, heimsótt gróðurhúsið og garðinn og snætt af ávöxtunum skil eg málið betur og árangurinn, sem fengizt hefir. Það var margt fleira, sem heillaði mig á Hellu- landi, sem ekki verður talið hér, en þó get eg ekki stillt mig irm að geta heimasætunnar fjórtán ára gamallar, fáum orðum. Flestir, sem kynnst hafa Þórunni, munu á eitt sáttir að annað eins táp og hugrekki muni fátítt að finna hjá fjórtán ára ungl- ingi. Þórunn gengur út að hverju starfi, sem fæst munu kölluð kvenmannsverk, af þeirri elju og kappi að furðu gegnir. Heyskapurinn, skepnurnar, garðyrkjan, silungsveiðin, varpið, allt er henni jafn hugleikið. Og þegar hún dvaldi með móður sinni í Reykjavík í hittiðfyrra varð hún lystarlaus af heimþrá eftir búinu og öllu því kæra, sem heima beið. Þórunn er ánægjulegur unglingur, sem gaman var að kynnast. Og þegar eg kveð og held leiðar minnar kemur sú ósk í huga mér, að sem flest heimili líktust Hellulands-heimilinu og sem flestar ungar stúlkur Þórunni. Puella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.