Dagur - 13.10.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 13. október 1948
DAGUR
5
Hinir „óabyrgu" verða að fækka sem fulltrúar á Alþingi
I 35. tbl. „ísafoldar' þ.
stendur þessi klausa:
Eftir JÓN ÞORBERGSSON
Á að kjósa bændur á þing fyrir
Reykvikinga?
Rafmagnsofnar,
1 og 2 kw.
0
Gasvélar,
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í héraðsnefnd og nokkrir fleiri
héldu nú fund með sér, t.il þess
að ræða um framboð flokksins í
Austur-Skaftafellssýslu, við
næstu kosningar. Var þar sam-
þykkt, með öllum greiddum at-
kvæðum, að skora á Gunnar
Bjarnason að gefa kost á sér,
Féllst Gunnar á það svo komnu.
En Ólafur Thors lýsti því yfir, að
miðstjórnin væri samþykk til-
boði þessu. Til skamms tíma var
það óvíst hvort Gunnar Bjarnar-
son vildi gefa kost á sér til þing-
mennsku. En það mun áreiðan-
lega vera gleðiefni öllum Sjálf-
stæðismönnum héraðsins og
flokksmönnum yfirleitt að hann
nú hefir fallist á, að verða við
áskorun Austur-Skaftfellinga um
það, að verða frambjóðandi
flokksins þegar til kosninga kem-
ur.“
Þetta er ekki tekið upp hér til
þess að niðra nokkurn mann, né
heldur Sjálfstæðisflokknum,
heldur til að sýna þá fjarstæðu,
sem ríkir hjá pólitísku flokkun-
um og hjá kjósendum, að tefla sí-
feldlega fram til þingkjörs alveg
reynslulausum mönnum um
stjórnmál og þeim óábyrgu gagn-
vart framleiðslunni. En hún er
undirstaða fjárhagsmála þjóðar-
innar, en þau undirstaða allra
hennar menningarmála. Tek enn
dæmi af handahófi.
Nýlega kom í útval'pinu eitt-
hvert lofgerðarmas kjósenda úti
á landi til þingmanns þeirra í
Reykjavík. Hann hefir gengið á
mála hjá pólitísku flokkunum og
haft það upp úr því að ná þing-
sæti. En hvað liggur svo eftir
þennan mann í nauðsynjamálum
lands og þjóðar og hverju befii'
hann offrað? Ekkert og engu. —
Hann hefir neytt aðstöðu sinnar
til þess að eiga góða daga, fyrir
sig og sína, og gengið upp í
þeirri trú að hann sjálfur væri
einhver stærð. — Raunar má
ekki áfella þennan mann, þótt
hann noti sér tízkuna og aldar-
háttinn, þar sem hann virðist
vera eins og fólk er flest.
En svona menn, eins og hann
og hans líkar — sem koma sér
undan allri ábyrgð, áreynslu og
offri fyrir nauðsynjamál þjóðar-
innar — eiga að rýma sæti í Al-
þingi, fyrir framleiðendum og
öðrum þeim, sem vilja offra sér
fyrir nauðsynjamál lands og
þjóðar og sýna það í verki.
Menn muna ekki hvað þeir heita.
Svo langt er nú komið „per-
sónuleysi" þingfulltrúa — hinna
óábyrgðu — að það er ekki hægt
að muna hvað sumir þeirra
heita. Hæglega má sjá fingraför
þeirra í atvinnumálum og löggjöf
þjóðarinnar:
Kaup og laun of há í saman-
burði við framleiðsluna, mögu-
leika hennar til öflunar erlends
gjaldeyris og til niðurfærslu dýr-
tíðar í landinu.
Þess vegna er meðgjöf frá rík-
inu með sjávarútveginum, sem
er alveg ófær leið fjárhagslega
séð. Niðurgreiðsla landbúnaðar-
afurða er sömuleiðis ófær leið.
Hér eru glögg vegsummerki hinna
„óábyrgu“! Benda má á í lög-
gjöf landsins, margt fleira, seiri
örðugleikum veldur og stafar af
yfirráðum hinna óábyrgu, sem
ekkert leggja á sig fyrir fram-
leiðsluna og dingla lausir úr
sambandi við hið raunverulega
líf, sem þjóðin fyrst og fremst
verður að byggja á tilveru sína:
Þegnlega trúmennsku fólks,
ábyrgð þess og áreynslu við
framleiðslustörfin.
Efnahagsbarátta — barlómur.
Eg gæti dregið fram mörg dæmi
er sýna hina fráleitu framkomu
„hinna óábyrgu" gagnvart fram-
leiðslumálum landsins. Tek af
handahófi þetta: Við bændur
landsins stóðum í 9 ára stríði
(1930—1938) við allt of lágt verð
fyrir framleiðsluvörur okkar. Má
geta þess, til dæmis, að haustið
1932 fengu bændur í Suður-Þing-
eyjarsýslu 7—8 kr. fyrir dilkinn.
eða Vz framleiðslukostnaðarverðs,
sem þá var nálægt 24 krónum á
hvert lamb. Þegar við kvörtuðum
eða fundum harðlega að þessum
órétti og sýndum fram á að slíkt
drægi til hruns fyrir landbúnað-
inn, skellti þingmaður héraðsins
(,,óábyrgur“) við því skollaeyr-
unum og brá okkur um barlóm.
Þannig eru þeir, sem ekki eru í
sambandi við framleiðslumálin.
Þeir eru ófærir til að ráða fram
úr vanda þeirra.
Það er hlutverk kjósendanna í
landinu að láta ekki hið pólitíska
flokksvald ráða framboðum til
þingkjörs en neyta sjálfir réttar
síns til framboðs og kjörfylgis við
Alþingiskosningar. Sérstaklega
leyfi eg mér að beina því til kjós-
enda í sveitakjördæmum, að þéir
láti ekki stinga sér svona í vas-
ann og láti ekki heldur sýna sér
þá lítilsvirðingu, sem felst í því
að ganga upp að kjörborðinu til
þess að velja sem þingfulltrúa
sinn t. d. bitlingamann úr Rvík,
eða einhvern óreyndan mann úr
fjarlægð.
Hvað mundu Reykvíkingar
segja, ef flokksvaldið væri komið
út í sveitirnar og misbyði þeim
með því að segja þeim að kjósa
fyrir fulltrúa sína á þing bændur,
búsetta í fjarlægum héruðum.
Bændur og búalið og framleið-
endur eiga að hrinda af sér þeim
órétti að láta kúgast til að kjósa
á þing bitlingamenn og menn úr
málaliði stjórnmálaflokkanna,
sem um leið fást alls ekkert við
framleiðslustörf og eru ófærir til
allra úrbóta í framleiðslumálum.
Bændur og aðrir framleiðend-
ur munu reynast langt um hæf-
ari til þingsetu heldur en þessir
menn. Framleiðendur mega ekki
vantreysta sér til þess. Þeir verða
að leggja mikla áherzlu á það að
kjósa aðeins á þing menn, búsetta
í hvei'ju framboðshéraði. Bænd-
ur! Kjósum okkur sjálfa á þing.
Dugum vel við framleiðslustörf-
in, eins og við höfum gert, og
vinnum fyrir hugsjónir, sem
varða hag lands og þjóðar.
ÍÞRÓTTA
Heimsókn knattspyrnufélagsins
Fram úr Reykjavík.
Urvalslið knattspyrnumanna
úr Fram í Reykjavík kom hingað
fljúgandi sl. laugardag til keppni.
En veðrið var óhagstætt og þá
pollar um allan völlinn. Leikur
milli Fram og Þórs hófst kl. 4.30
og stóð tafalítið fram í rökkur. —
Piltarnir úr Fram voru bæði
snarlegir og fimir að sjá á vell-
inum áður en leikur hófst. „Það
verða svona 12 á móti 1,“ sagði
einhver og bar sig spámannlega!
Þór fékk að velja mark og lék
norður, undan kalda og regn-
slitrum fyrri hálfleik. Fljótt var
sýnilegur liðsmunur, þ. e. leik-
aðferðir mjög ólíkar: Fram með
stuttan, miðaðan samleik upp að
marki, ágætar skiptingar og knött
í neti, þegar sízt var við því búizt,
en Þór að venju með langar
spyrnur, stundum inn fyrir bak-
verði og hlaupið eftir, en þá
sjaldan sæmilegt færi til að
skjóta. Þetta reynist ekki sigur-
sælt við sterka vörn, eins og
þarna var fyrir. Þór hafði
snemma fengið á sig vítaspyrnu
— fyrir hrindingu — en Kristján
„brenndi af“ rétt utan við stólp-
ann, til mikillar gleði fyrir
marga áhorfendur! En sagan var
ekki öll sögð með því atviki og
við hálfnaðan leik bar Fram að
vonum hærri hlut, 2 :1 marki.
í síðari hálfleik var allt breyti-
legra, enda ekki á rennblautan
knöttinn að ætla í hverju sparki;
hann gat fundið upp á hinum ó-
trúlegustu stefnubreytingum við
minnstu snertingu, en stundum
haldið sitt strik ótrauður, þótt
Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON.
hátt væri reiddur fóturinn til
höggs. Þórsliðið var duglegt um
tíma, — Fram alltaf. — Stóð lengi
2 : 3. En í rökkrinu fór vörnin að
slakna Þórsmegin og gerði Fram
3 mörk á 10 síðustu mín. Lauk
því leiknum með þeim ósköpum
að Fram sigraði með 6:2 — eins
og Bretar gegn írum sama dag.
Fram lék oft prýðilega, liðið
jafnskipað og hvergi gloppa á, en
þó viriist mér Adam, markvörð-
ur, bera af. Markskot voru þó
sjaldan merkileg. — En oftar en
einu sinni hindruðu þeir Fram-
liðar mótherjum svo að komast
að knetti, að slíkt var víta-
spyrnuvert. Dómari var Jakob
Gíslason og voru honurn mis-
lagðar hendur — eða hugsanir í
þessum leik. — Með Þór lék
Baldur Árnason sem gestur. En
Eyjólfur sat við Hvassafellsvélina
úti á Siglufirði og fékkst ekki út-
leystur og heimsendur, og var þó
oft nefndur um daginn. Árni Ing-
ólfsson var einnig fjarverandi.
J. J.
★
Leikurinn á sunnudaginn milli
„Fram“ og „blöndunnar“ var
töluvert spennandi, eg segi
„blöndunnar“, vegna þess, að það
var ekki hægt að kalla lið Akur-
eyringanna úrvalslið, til þess
hefði það þurft að vera nokkuð
öðruvísi skipað.
Í'ÞÁTTUR
Akureyringar áttu markval og
kusu að leika undan vindi.
Framarar hófu sókn þegar er
strandaði á Gunnari, en það
stoðaði lítið, því að fljótlega kom
önnur. Framarar léku mjög fall-
egan leik og. sýndu okkur mikla
yfirburði yfir knattspyrnumenn
hér á Akureyri, sérstaklega voru
skiptingar á stöðum í framlín-
unni athyglisverðar. Þá voru
staðsetningar á vellinum langt
fram yfir það, sem við eigum hér
að venjast.
Þarfasti maðurinn í þeirra liði
sýndist mér Sæmundur vera, þá
er Haukur einnig traustur bak-
vörður en hálfgerður „boli“
gagnvart mótherjanum. Galli
fannst mér það vera á þessum
góðu gestum, hversu mjög þeir
notuðu köll, hróp og jafnvel org
meðan á leik stóð og í mörgum
tilfellum, að mér virtist, til þess
að trufla mótherjana. í lið Ak-
ureyringanna virtist mér vanta
einna tilfinnanlegast tengiliðina
milli sóknar og varnar. Þ. e. góða
hliðarframverði, Adam hefi eg
sjaldan séð lélegri og Páll leikur
of kærulaust, Baldur og Hreinn
unnu vel, en Dúlli lætur dekka
sig óþarflega mikið og snýr sér
óvenjulega öfugt þegar spyrnt er
til hans. Ragnar hafði lítið við
Hauk og vinstri kantinn nefni eg
ekki, því að þar sást sjaldan
maður, í rauðum buxum að segja,
enda varla við miklu að búast af
bakverði, sem dembt er allt í
einu í framlínu. Þeir fjórir öft-
ustu, er eg hefi eigi nefnt, gerðu
það, sem þeir gátu, og meira
verður ekki krafist af þeim.
Leiknum lauk þannig að
1, 2ja og 3ja hólfa.
Stormlugtir
Saumavélaolía
í túbum og glösum,
3 tegundir.
★
Gúmmílím
í túbum og dósum.
Brynj. Sveinsson h. f.
Simi 580.
Kökuformar,
kantaðir.
Kökudunkar
Jdrn- og glervörucleild.
Fjármark
Hef tekið upp eftirfarandi
fjármark: Tvískipt aitan
hægra; stýft og gagnbitað
vinstra.
RA GNA R DA VÍÐSSON,
Grund.
Herbergi til leigu
Hentugt fyrir 1—2 ein-
hleypa. — Upplýsingar í
Aðalstræti 16, uppi að norð-
an, kl. 6—7 síðdegis.
Nýjasta bókin:
MENN og KYNNI
Framarar skoruðu tvö mörk en
„blandan“ eitt.
Dómari var Þráinn Sigurðsson,
fararstjóri Framara, var dómur
hans sæmilegur, þó Iét hann það
viðgangast, að seinna markið sem
Fram setti var spyrnt úr rang-
stöðu og tók hann eigi til greina
ábendingu línuvarðar. En það
dæmir hver eftir sinni eigin sam-
vizku, en ekki annarra, og vel sé
það.
» Essbé.