Dagur - 13.10.1948, Blaðsíða 8
8
Miðvikudaginn 13. októher 1948
Dagum
Góður markaður er nú fyrir fisk
í Breflandi
Fisksölusamlag Eyfirðinga hefur gert báta-
útvegsmönnum hér kleyft að notfæra sér
þennan markað - Framleiðslugeta bátaflotans
er ekki fullnýtt
í sl. viku seldi ín.s. Snæfell bátafisk héðan úr Eyjafirði og frá
Húsavík í Fleetwood fyrir 7582 sterlingspund og er það ágæt sala.
Snæfell var eina erlenda skipið sem landaði í Fleetwood söludaginn
og var mikil eftirspurn eftir fiski á markaðnum. Hefir svo verið nú
um nokkra hríð, að fiskþurrð hefir verið á brezka markaðnum og
mikilir möguleikar fyrir hendi að ná góðum sölum þar.
Alþýðusambandskosningarnar:
Lýðræðissinnar höfðu 30 fulltrúa
meirihluta í gær
Eftir að kjósa 11 fulltrúa - Varaforseti Alþýðu-
sambandsins féll í Prentarafélaginu
Fisksölusamlag Eyfirðinga hef-
ir nú þegar þrjú skip í förum með
fisk. Snæfell kom frá Bretlandi á
mánudagsnóttina, m.s. Straumey
er á leið til Bretlands og m.s. Pól-
stjarnan tekur fisk hér úti í
firðinum um þessar mundir og
mun þegar hafa fengið hátt á
annað hundrað smálestir. Með
því að hefja fiskútflutning á ný
hefir Fisksölusamlag Eyfirðinga
opnað möguleika fyrir bátaeig-
endur hér að notfæra sér mark-
aðsmöguleikana í Bretlandi og
þar með hefja róðra almennt hér
um slóðir. Allvíða eru ekki aðrir
möguleikar fyrir hendi til þess að
losna við fiskinn, því að hrað-
frystihúsin eru full af fiski og að-
staða til söltunar ónóg. Þessi
samtök eyfirzkra útvegsmanna
hafa’ því orðið til þess að létta
undir með bátaútveginum og þar
að auki afla þau gjaldeyxús fyrir
þjóðarbúið. Er stai-f Samlagsins
því hið eftirtektarvei-ðasta og
vísbending um það, hvernig haga
mætti útflutningsstarfsemi út-
vegsins víða annars staðar á
landinu, þar sem bátaflotinn
liggur nú aðgerðarlaus í höfn.
Vitað er að mikil fiskigcngd er
á grunnmiðum fyrir Norður-
landi og Austurlandi. Erlend
fiskiskip hafa fengið ágætan
afla á línu á ýmsum miðum hér
fyrir Norðurlandi að undan-
förnu á sama tíma og íslenzki
bátaflotinn hefir lítið aðhafst.
Fyrir nokkrum dögum komu t.
d. mörg færeysk fiskiskip til
Siglufjarðar með mikinn afla,
er þau höfðu fengið á nokkr-
um dögum á Skagagrunni. —
Sögðu Færeyingar að fátt hefði
þar verið urn íslenzk fiskisldp.
Hér við Eyjafjörð er afli ágæt-
ur um þessar mundir. Smábátar
afla mikið af ýsu hér í firðinum
og stærri bátar, þeir er afla í
fisktökuskipin, fá allt að 4 smá-
lestum í róðri.
Bátaflotinn íslenzki, sem nú
liggur að verulegu leyti bundinn
við bryggjm-, gæti aflað mikils
gjaldeyris nú í haust og skapað
atvinnu í landi, ef honum væri
stefnt að því að fiska fyrir Bret-
landsmarkað, með svipuðu fyrir-
komulagi og eyfii-zkir útvegs-
menn hafa tekið upp. Ríkis-
stjórninni ber að hlynna að því,
að þessi útflutningsstarfsemi
vex-ði hafin sem víðast á landinu
og að fi-amleiðslugeta bátaflotans
vei-ði fullnýtt á hverjum tíma.
En á það skortir verulega nú,
þrátt fyrir ágæt aflabrögð og
hagstæðan, erlendan max-kað.
Leikfélagið sýnir
Akureyrarrðvyu
Leikfélag Akureyrar byrjar
starf sitt á þessu leikári með því
að taka upp aftur Akureyrar-
revyuna „Taktu það rólega“, sem
vai- síðasta viðfangsefni félagsins
í Vetur, sem leið. Hefir revyunni
verið breytt dálítið, samtöl stytt,
nokkur atriði og bragir felld nið-
ur, en nýjum atriðum og brögum
bætt inn í.
Fyrsta sýning mun að öllu for-
fallalausu verða um miðja næstu
viku.
- Fjárskiptin
(Framhald af 1. síðu).
um, Eggert Davíðsson, Möðru-
övllum og Ásgrímur Hai-tmanns-
son, Ólafsfirði. í framkvæmda-
nefnd fjárskiptasvæðisins voru
kosnir þessir menn: Jón Jónsson,
Böggvisstöðum, Eggert Davíðs-
son, Möðruvöillum, Hei-mann
Jónsson, Yztamói, Gísli Sigurðs-
son, Víðivöllum og Sigurður Jak-
obsson, Dalabæ.
Garnaveikin einkum útbreidd
í Skagafirði.
Garnaveiki í sauðfé mun mjög
útbreídd í Skagafirði og hefir
valdið bændum þar miklu tjóni.
Hér í Eyjafirði hefir borið minna
á henni, tilfella mun þó hafa orðið
vart í Svarfaðardal og á nokkr-
um stöðum öði-um. Skagfirzkir
bændur munu því hafa mikinn
áhuga fyi-ir fjárskiptunum, en
skoðanir um þau munu skiptar
hér í Eyjafii-ði. Eigi að síðui'
verður að telja líklegast, að fjár-
skiptin nái samþykki og verði
fi-amkvæmd næsta haust.
Niðurskurður nautgripa?
Á fundinum var ennfremur
samþykkt tillaga þess efnis, að
skorað var á sauðfjársjúkdóma-
nefnd að láta fara fram ýtai-lega
rannsókn á nautgripum á fjár-
skiptasvæðinu. Finnist við þá
í-annsókn nautgripir, sem haldn-
ir eru garnaveiki, sjái hún um að
nautgripum á þeim bæjum sé
fargað, enda komi þá til bætur úr
ríkissjóði skv. lögum. Þessi til-
laga var samþykkt með 39 sam-
hljóða atkvæðum.
Landssímastöðin j
í Grenivík lokuð f
i síðan 1. október! |
\ Landssímastöðin og bréf- |
: hirðingin í Grenivík í Suður- \
i Þingeyjarsýslu hefir verið :
: lokuð síðan 1. október sl. — f
f Hafði stöðvarstjórinn, frk. \
i Þórunn A. Björnsdóttir, sagt f
f upp starfi sínu frá 1. okt., en f
: enginn fengizt til að gegna f
i starfinu, þrátt fyrir auglýsing- f
j ar uin að staðan væri laus, að f
i því er símastjórinn hér tjáði |
: blaðinu í gær. Bréfhirðingin f
i er til húsa í símastöðinni og f
i gegndi stöðvarstjórinn því i
f starfi. Síðan 1. okt. hcfur bréf- f
i hirðingin líka vcrið lokuð, en I
\ pósthúsið hér hefur þó komið :
: pósti álciðis. Ilins vegar er f
f ekki hægt að senda póstávís- :
j anir eða póstkröfur til Greni- f
i víkur. Grenivík er 2. flokks f
j landssímastöð og eru taldir 21 f
i símanotandi í símaskránni. Er f
f lokun stöðvarinnar vitaskuld i
i til mjög mikilla óþæginda fyr- i
f ir þá, svo og alla aðra, er þurfa i
i að ná til Grenivíkur og Höfða- f
f hverfis í gegnum síma. Dagur \
i átti í gær tal við símamála- f
f stjórann, Guðmund J. Hlíðdal i
i um þetta mál. Kvað hann f
f unnið að því að leysa það hið i
i bráðasta. Hann harmaði mjög, f
f að stöðvarstjórinn skyldi hafa i
i hætt starfi, þar sem hann hefði f
i gegnt því með mestu prýði i
f undanfarin ár. f
i Dagur hcfur ekki átt kost á i
f því að ná tali af stöðvarstjór- f
i anum, þar sem símasambands- i
f laust er til Grenivíkur, en f
= blaðið hefur frétt, að deilan i
f standi um launakjör. Síma- f
i málastjórinn upplýsti, að laun \
\ 2. flokks stöðvarstjóra væru f
i bundin með reglugerð, sem \
f Landssímanum væri óheimilt f
i að bi-jóta í bág við. Hins vegar :
f væri von á endurskoðun á f
i reglugei-ð þessari, sem ætti að :
f vera lokið fyrir 5. paríl í vor. I
i Stöðvun símaþjónustu af i
f þessum sökunx í svo langan f
i tíma mun því sem næst eins- i
f dæmi. f
- Samvinnuþingið
(Fi-amhald af 1. síðu).
inu og þingfulltrúunum. Tékk-
neska samvinnusambandið hefði
m. a. boð inni fyrir fulltrúana og
þeim var boðið í kynnisfei-ðir um
Prag og nágrennið.
Alls sátu þingið 470 fullti-úar
frá 26 þjóðum, sem eru í ICA. ís-
lenzku fulltrúamir ui-ðu sam-
ferða sænsku fuiltrúunum til
Tékkóslóvakíu og ferðuðust í bíl-
um yfir Vestur-Þýzkaland. Jak-
ob Frímannsson kom heim með
Gullfaxa frá Kaupmannahöfn á
sunnudaginn, en Vilhjálmur Þór
dvelst enn erlendfs, er um þessgr
mundir í Helsingfors, og er vænt-
anlegur heim seinna í mánuðin-
um. Dagur mun síðar skýra ýtar-
lega frá þessu síðasta Alþjóða-
þingi og störfum þess.
Fulltrúakjöri í verkalýðsfélög-
unum til Alþýðusambandsþings-
ins, sem kcmur saman 12. nóv.,
er nú senn lokið. ígær var aðeins
eftir að ltjósa 11 fulltrúa í 4 fé-
lögum. Þegar er a u g 1 j ó s t, að
konnnúnistar hafa t a p a ð þessu
höfuðvígi sínu og verða í algerum
minnihluta á þinginu.
Eftir úrslitin í gær hafa lýð-
ræðissinnar fengið 131 fulltrúa,
en kommúnistar 100. Eru fulltrú-
ar Hlífar í Hafnai-fii-ði þá ekki
meðtaldir, en kosningin þar var
ólögleg, svo sem kunnugt er.
S, 1. helgi jók mjög á hrakfalla-
sögu kommúnista í kosningunum.
Töpuðu þeir í Prentarafélagi ís-
lands, þar sem varaforseti Al-
þýðusambaijdsins, kommúnistinn
Stefán Ögmundsson féll, en lýð-
í-æðissinnar voru kjörnir. Með
falli Stefáns Ögmundssonar hef-
ur Alþýðusambandsstj. fengið
eftii-minnanlega áminningu fyrir
framferði sitt að undanföi-nu.
Sjálfur f o r s e t i sambandsins
hefur enn ekki verið kjörinn lög-
legur fulltrúi á Alþýðusambands
þingið þar sem kosningin í Hlíf í
Hafnai-firði, þar sem kommúnist-
ar stilltu honum upp, er talin ó-
Á árinu sem leið var meiri eft-
irspurn eftir landbúnaðarvélum
en nokkru sinni áður, og mmi það
hvort tveggja hafa orsakast af
fólkseklu í sveitum og vaxandi
kaupgctu bænda.
Innflutningur á hvers konar
landbúnaðarvei’kfærum var og
mikill, einkum þó stórvirkilm
vélum, svo og vélum sem vinna
í sambandi við bifvélar eða mót-
ora. Aftur á móti hefir heldur
dx-egið úr innflutningi landbún-
aðarverkfæra fyrir hestdrátt.
Fluttar voru inn á árinu 45
beltisdráttarvélar, 216 hjóla-
di-áttarvéla, 114 plógar, 180 herfi,
100 sláttuvélar, allt við di-áttar-
vélar, 226 sláttuvélár fyrir hest-
Telur skömmtimina
hafa sparað benzín
Alþýðublaðið í gær telur
benzínskömmtunina hafa sparað
benzín og gjaldeyri. Upplýsir
blaðið, að frá ái-slokum 1946 fram
á mitt ái-ið 1948, hafi bílum fjölg-
að um 40%, en benzínnotkun
aukizt um 8%. Á sama tímabili
hefir einnig fjölgað mjög ýmsum
öðrum vélum, er nota-benzín.
lögleg. — Annar höfuðósigur
kommúnista um helgina var, að
þeir töpuðu bifreiðastjórafélag-
inu Hreyfli. Höfðu þeir áður haft
2 fulltrúa fi-á Hreyfli, en and-
stæðingar þeirra 2. í þetta sinn'
fengu kommúnistar engan full-
trúa k j ö r i n n. Lýðræðissinnar
hlutu 370 atkv. og alla 4 fulltrú-
ana kjöi-na, kommúnistar fengu
213 atkv.
Grípa kommúnistar til ofbeld-
isaðgerða?
Mikið er nú um það rætt, hvort
kommúnistar munu ti-eysta sér
til þess, að grípa til ofbeldisað-
gerða til þess að freista þess að
halda völdum í verkalýðshi-eyf-
ingunni, þrátt fyrir minnihluta-
aðstöðuna. Lítill vafi er á því, að
ýmsa forsprakka þeirra skortir
ekki vilja til þess, hitt er vafa-
samai-a, að flokksstjórnin telji
slíkt ofbeldi henta málstað sínum
í augnabhkinu, eins og málunum
er nú komið. Eigi að síður verður
að telja Hklegt, að Alþýðusam-
bandsþing það, sem kemur sam-
an 12. nóv., verði söguleg sam-
koma.
drátt (en 680 árið áður), um 790
í-aksti-ai-vélar (600 árið áður),
114 múgavélar, 508 snúningsvél-
ar (en 300 árið áður), 21 skurð-
grafa, 470 áburðardreifarar (120
árið áður) og 300 mjaltavélar í
stað 200 órið 1946. Auk þessa hafa
svo ýmsar aðrar vélar og smærri
tæki verið flutt inn í þágu land-
búnaðarins. Þá má ennfremur
geta þess, að að á árunum 1946—
47 voru samkvæmt ákvörðun ný-
byggingarróðs fluttar til landsins
1220 jeppabifreiðar. Af þeim fékk
Búnaðarfélagið 430 til úthlutun-
ar, bæði til hreppabúnaðarfé-
laga og til annax-ra aðila eða ein-
staklinga, sem starfa að landbún-
aði.
Það er athyglisvert, að þrátt
fyrir allt talið um stuðning við
atvinnuvegina og „nýsköpun“,
stóð þessi stofnun fyrrv. stjói-nar
fyrir því, að bændur og samtök
þeirra fengu ekki úthlutunarrétt
nema á 1/3 af jeppum þeim, sem
til landsins voi-u fluttir undir því
yfii-skyni að þeir ættu aðallega að
koma landbúnaðinum að gagni.
Á sama tíma og bændur í af-
skekktum héi uðum var neitað
um jeppa, var þeim raðað upp
fyrir fi-aman hús bæjarmanna,
einkum þó í Reykjavík.
Meiri eftirspurn eftir landbúnaðar-
vélum á síðasta ári en nokkru sinni