Dagur - 13.10.1948, Síða 6

Dagur - 13.10.1948, Síða 6
6 D A GUR Miðvikudaginn 13. október 1948 ^★-^★-^★-^★-^-^★-^★-^★-^★-^★-^★-^★-^★-^★-^★-^★-^★-KA-K MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 48. DAGUR. (Framhald). ,,Eg kenni í brjósti um það.“ „Kennir í brjósti um ríka fólk- -ið? Hvernig er það hægt?“ „Ætlarðu að fara þangað aft- ur?“ spurði Elísabet. „Nei. Eg ætla. . . . eg verð kyrr hér hjá ykkur, að minnsta kosti einhvern tíma. Hvernig lízt þér á það?“ Elísabet svaraði, alvarleg á svip: „Eg vil ekki að þú farir burtu, mamma. Mömmur eiga alltaf að vera heima hjá börnunum sínum. í bókunum gera þær það alltaf. Og auðvitað," hélt hún áfram, „eiga litlar stúlkur líka alltaf pabba í bókunum. Kannske er það bara þegar maður á ekki pabba, sem mömmurnar verða að vera heima?" „Stundum er það þannig,“ svar- aði Maggie og handlék lokka dóttur sinnar. „Jæja,“ sagði Ellen, „nú sezt þú Elísabet mín á þinn stað og borðar þinn mat, eða eg tek til minna ráða. Pabbi þinn er dáinn. Ef hann væri það ekki, mundi hann stjórna hér í staðinn fyrir mig'. Margar litlar stúlkur misstu pabba sinn í stríðinu. Og margar litlar stúlkur geta ekki verið allt- af hjá mömmu sinni, af því að þær eiga engan pabba.“ Elísabet settist aftur í stólinn sinn. „En nú ætlar mamma að vera hérna hjá mér lengi,“ sagði hún hróðug. Seinna spurði Ellen eftir því, hvað hefði komið fyrir. „Þú ert ekki hér í skyndiheimsókn," sagði hún. „Eitthvað sérstakt hefir komið fyrir.“ Maggie svaraði ekki strax. „Þú veizt, hvernig eg hefi jafnan litið á svona fólk,“ sagði hún.svi. „Eg hélt alltaf að það þyrfti aldr- ei að hafa neinar áhyggjur og ekkert gæti orðið því til þyngsla. Peningarnir væru eins og varn- armúr í kringum það. Mér var vissulega vorkunn, að hugsa þannig." „Já, þú hafðir fyllsta rétt til þess,“ sagði Ellen. „En það er samt ekki satt. Mér er nær að halda, að einmitt vegna peninganna sé auðveldara að ná sér niðri á þeim en á fólki eins og okkur og okkar líkum. Mig lang- aði til að hefna mín á þessu fólki, ekki endilega þessari fjölskyldu, heldur á þessari stétt manna. Og þó var mér sama, þótt það bitn- aði á þeim. Nema...." „Nema hvað?“ „Þau eru svo ósjálfbjarga. Þau eru eins og ungar, gem komast of snemma úr egginu. Eg þoldi það ekki lengur, og ákvað að fara.“ ,.Gaztu ekki náð þér niðri á kvenpersónunni ? “ Maggie hristi, höfuðið. „Þau þekktu hana,“ sagði hún. „Töl- uðu oft um haria og eg held að allir hafi verið hræddir við hana. Hún er hræðileg manneskja. Eg þorði aldrei að koma svo nærri henni, að eg gæti talað við hana. Tií að byrja með var eg að vona, að við myndum hittast af tilvilj— un, óundirbúið, því að hún mundi þá hafa þekkt mig. Eg mundi hafa minnt hana á mig. En eftir að eg var búin að heyra sitt af hverju um hana, kærði eg mig ekki um að hitta hana. Hún trúði mér ekki, þegar eg sagði henni sannleikann fyrir tíu árum. Og ef eg hefði talað við hana núna, mundi hafa komið sögunni af stað og fengið fólk til þess að trúa því, að eg væri alltaf að gera kröfur um peninga og framfæri. Og svo var alltaf sá möguleiki fyrir hendi, ef lagðar væru fram sann- anir, að hún fengi Elísabetu dæmda í sína umsjá. Hin börnin, sem komu frá Englandi, eru alveg undir umsjá hennar. Eg heyrði Carver-fjölskylduna oft tala um það. En hvað sem í hefði korizt, mundi eg aldrei láta þann kven- mann ná tangarhaldi á Elísa- betu.“ Ellen Wilson horfði rannsak- andi á frænku sína. „Mér skildist á bréfunum þínum,“ sagði hún, „að þér geðjaðist vel að eldri bróðirinum, Anthony. Eg hefi lesið margt af því, sern hann hef- ur skrifað, og eg verð að segja, að mér geðjast mjög vel að því. Maður skyldi ekki ætla, að hann væri spilltur ríkismannssonur.“ Maggie svaraði engu. „Geðjast þér ekki vel að hon- um?“ Eftir andartaks þögn sagði Maggie: „En hvað þýðir það fyrir mig, að láta mér lítast vel á heið- arlegan og góðan mann?“ Ellen stóð á fætur og hagræddi gluggatjöldunum. „En hvað ætl- astu fyrir nú?“ spurði hún. Maggie andvarpaði. „Eg veit ekki: Það er óleyst vandamál. En nú er að minnsta kosti búið að borga húsið hérna, og það er mikils um vert.“ „Eg hefi stöðugar áhyggjur af því, hvað þú mundir taka til bragðs, ef eg félli frá,“ sagði Ell- en. „Allt þetta rika fólk, og öll þau tækifæri ,sem það hefir til þess að koma góðu til leiðar og hjálpa þeim, sem bágt eiga, jafriast eng- an veginn á við þig eina, Ellen frænka." (Framhald). Okkar lijartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, PALL G. JÓNSSON, fyrrum bóndi að Garði í Fnjóskadal, sem andaðist 2. október sl., verður jarðsunginn fimmtudaginn 14. þ. m. — Athöínin hefst með húskveðiu að hcimili hins látna, kl. 11 f. h. — Jarðað verður að Draflastöðum. Elísabet Árnadóttir. Ásrún Pálsdóttir. ' . Ásmundur Pálsson. Jón G. Pálsson. Garðar B. Pálsson. Líney Árnadóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför] móður okkar, ABELÍNU BJARNADÓTTUR. Sérstaklcga þökkum við fólkinu í Skjaldarvík og kirkjukór Garðskirkju. Böi •n hinnar látnu. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiii. piiiiii Fra iarnaveradarnefnd } Öllum börnum og unglingum á Akureyri á aldrinum í 12—16 ára ber að hafa aldursskírteini. Skírteini þessi er i hægt að fá á Lögregluvarðstofunni. i Að gefnu tilefni skal það tekið frarn, að börn og i unglingar innan 14 ára aldurs mega ekki selja blöð eða | bækur, nema með fengnu leyfi barnaverndarnefndar. i Blaðsöluleyfi fást í barnaskólanum. i I MMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMI MIMMIIIIIIIIIIIMIIIIIMMMI IMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMI. ........Illllllllllllllllll........ IÐUNNAR-skör þykja SMEKKLEGIR, STERKIR, ÓDÝRIR. Fást í öllum kaupfélögum landsins. Skinnaverksmiðjan IÐUNN AKUREYRI "llllllMIMtllllllllllllMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIMIIMIIIMIMIIIIIIIMIIIIIMIMIIIIIMIIIIMIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIMIf Kjölfar Rauða drekans Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir MYNDASAGA DAGS — 18 „Eg clska þig, Teleia.“ „Við förum að leita að fjársjóðinum,“ sagði Ralls. Hún fleygði byssunni útbyrðis. RALLS tók mig loksins trúanlegan, að eg hefði ekki átt nokkurn þátt í því, að skipshöfnin hafði yfirgefið hann. Eg var sjálfur leiður og reiður yfir því, og eg sendi Sidneye línu um það. Eg fékk Carter bréfið og sagði: „Fáðu hollenzka keisaranum þetta." Nokkrum mínútum síðar gekk eg um borð í „Flores" og kallaði á Teleiu. Hún kom brátt upp úr káetunni og bauð mér inn með sér. Samtalið við hana gekk stirðlega, þangað til eg þreif um axlir hennar og sagði: „Eg elska þig, Teleia.“ „Eg veit það, Sam,“ sagði hún, en hún komst aldrei lengra, því að baki okkar heyrðist rödd: „Afsakið, Mijnheer.“ Eg sneri mér við og sá hvar Van Schreeven, faðir hennar, stóð í dyfunum. „Við fengum bréf frá yður,“ sagði hann. „Og við höf- um sent skipshöfnina til baka. Ripper er búinn að segja okkur, hvar þið skilduð við Rauða dfekann á sinni ííð. Og hvað við kemur þeirri yfirlýsingu, sem þér voruð að birta dóituv minni, þá mun eg ekki banna ykkur að hitt- ast. Lífið hér á eyjunni er ekki skemmtilegt og eg cr viss um að Teleia getur þegið ofurlitla afþreyingu..“ Áð- ur en eg gat svarað, var hann horfinn. Teleia horfði brosandi á mig, og eg gerði mér háar vonir um að hún mundi vilja þýðast mig. „Viltu hjálpa mér, Teleia?“ spurði eg. Eg beið ekki eftir svari hennar, en hélt áfram: „Við Ralls erum skildir að skiptum að öðru leyti en því, að eg vil hjálpa honum til þess að komast á burt.“ Eg sagði henni því næst frá hindrunun- um, sem búið væri að leggja í hafnarmynnið, og eg væri viss um að þessum hindrunum væri stýrt af vél einhvers staðar í landi og af vélbyssunni, sem eg vissi líka að var geymd um borð í Flores. „Mér flaug í hug,“ hélt eg áfram, „að þú mundir kann- ske vilja forða blóðsúthellingum með því að tryggja það, að hvorugur næði í vélbyssuna.“ Eg fékk ekki svar við þessari málaleitan og eg hélt til baka. Skipshöfnin okk- ar var komin um borð aftur. Ralls var í káetu sinni. Hann var að bjástra við dynamitsprengjur, er eg kom að honum þar. „Van Schreeven segir, að Ripper liafi sagt þeim, hvar flakið af Rauða drekanum liggur," sagði eg. „Hvorum Rauða drekanum? Þeir eru tveir!“ sagði hann og glotti. „Við eigum eftir að lenda í ævintýrum hér,“ hélt hann áfram. Því að eg er staðráðinn í því að brjótast út ef þú vilt kveikja í dynamitinu á réttu augnablíki. Eítir það förum við rakleitt að leita fjár- sjóðsins og eg skal taka að mér að kafa sjálfur. Við höf- um ágætt tækifæri til þess að ná þangað á undan Hol- lendingunum.“ „Eg er ekki viss um það. En komdu sprengiefninu fyr- ir. Eg ætla að hugleiða málið á meðan.“ Hálftíma síðar sá eg hvar Ralls stakk sér í sjóinn, eins og hann ætlaði að fara að kafa eftir perlum. Eg beið átekta og fylgdist með því, hvort nokkuð.gerðist á þil- fari „Flores“. Eftir dálitla bið, sá eg hvar Teleia komupp á þilfarið. Hún veifaði til mín og á næsta augnabliki steig hún fram að borðstokknum, lyfti einhverju upp, og lét það falla í hafið. Þar fór vélbyssan! (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.