Dagur - 20.10.1948, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 20. októbcr 1948
DAGUR
5
FRA BOKAMARKÁÐENUM
Innilegustu þakkir til allra þeirra fjöhnörgu ættingja og
vina, er auðsýndu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðar-
för PALS G. JÓNSSONAR, Garði, Fnjóskadal.
Vandamenn.
Beztu þakkir til vina og velunnara fyrir góðar drnað-
aróskir á afmœlinu minu 14. október síðastliðinn.
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR.
JKfOttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttCHKHKBKHKHKHKI
III 11111111 11111111 11 • II IIII....... M 11 ■ 111 111 111 • I 11 ■ I • I 11 I ■ I • 11 I I III
ínna
Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu í vetur |
í Garnastöð S. í. S. á Akureyri. §
Upplýsingar ge-fnar í i
Sláturhúsi K. E. A., sími 306. }
Austurland. Safn austfirzkra
fræða I. Ritstjórar Halldór Stef-
ánsson og Þorst. M. Jónsson. Út-
gefandi Sögusjóður Austfirðmga.
Akureyri 1947.
í formálsorðum rits þessa er
þess getið, að stjórn Sögusjóðs
Austfirðingafélagsins í Reykja-
vík hafi ákveðið, í samráði við
stjórn Austfirðingafél. á Akur-
eyri, að hefja útgáfu sögu Aust-
urlands og einstakra söguþátta
varðandi Austurland, að hætti
ýmissa annarra landshluta og
héraða. Er svo til ætlazt, að ritið
komi út í heftum, stærri eða
minni, eftir því sem til leggst um
efnisaðdrætti og annað, sem til
þarf. Áformað er, að safna til út-
gáfunnar sem flestu um Austur-
land og sögu þess, án þess fýrir-
fram að skipa því til kerfis eða
heildar. Framkvæmdastjórar út-
gáfunnar hafa verið ráðnir þeir
Halldór Stefánsson, fyrrv. alþm.,
Reykjavík, og Þorsteinn M. Jóns-
son, skólastjóri á Akureyri, og er
hinn síðarnefndi auk þess aðal-
umboðsmaður útgáfufyrirtækis
þessa.
Fyrsta bindi ritsafns þessa er
nú komið út, og hefst það á
kvæðinu Austurland eftir Sigurð
Baldvinsson. En að öðru leyti er
efni heftisins í stórum dráttum á
þessa leið: Halldór Stefánsson
ritar yfirlitsgrein um sjálft sögu-
sviðið, hversu breytilegt það hef-
ir verið á ýmsum tímum, og
hversu nafn þess, Austfirðir,
Austurland og Austfirðingafjórð-
ungur, hefir verið á ruglingi og
er enn. Greininni fylgir Aust-
fjarðatal og kirkna, frá síðari
hluta 16. aldar, að því sem talið
er. Þá er ágrip af sögu Austfirð-
inga eftir Jón prófast-Jónsson í
Bjarnarnesi, fróðleg grein, þótt
mjög sé þar stiklað á stóru, enda
eina tilraunin, sem vitað er um
að gerð hafi verið fram að þessu
til að rita sérstaka sögu Austfirð-
inga. Næst kemur Austfjarðalýs-
ing eftir Guttorm prófast Pálsson
í Vallanesi. Er þar að finna
glögga og greinilega landlýsingu
og ennfremur yfirlitslýsingu á
náttúrufari, atvinnuskilyrðum og
atvinnuháttum frá þeim tímum,
sem greinin er rituð, en það mun
hafa verið stuttu eftir miðja 19.
öld. Fjórða ritgerðin nefnist
Austfirðingar, eftir Pál bónda
Vigfússon á Hallormsstað, en
þetta er þáttur úr ritgerð, er birt-
ist í blaðinu Fróða árið 1882. Þá
koma sóknarlýsingar þrjár af
Austurlandi, sem birtar eru sem
sýnishorn, og loks er mikil rit-
gerð eftir Halldór Stefánsson:
Jökuldalsheiði og byggðin þar, og
fyllir hún nærfellt helming bók-
arinnar, enda efnismikil, stór-
fróðleg og víða hin skemmtileg-
asta aflestrar. Bókinni lýkur svo
á nafnaskrám, örnefnaskrá, eftir-
mála og öðru slíku.
Það var ekki meiningin að rit-
dæma þessa bók í þessum fáu lín-
um, heldur aðeins að vekja at-
hygli á útkomu hennar og sam-
fagna Austfirðingum yfir því,
hversu myndarlega hefir til tek-
izt um upphaf þessa ritsafns, en
annar ritstjóri þess, Þorst. M.
Jónsson, getur þess í eftirmála,
að reynt verði að koma út einu,
allmyndarlegu bindi, helzt á
hverju ári fyrst um sinn, og verði
ritið þar með ársrit. Þetta fyrsta
bindi, sem þegar er út komið, er
hin myndarlegasta og prýðileg-
asta bók, einkar smekklega
prentuð á góðan pappír hjá
Prentsmiðju Björns Jónssonar
h.f. hér á Akureyri. Þó mættu
myndirnar, sem annars eru
margar og góðar, vera öllu skýrar
og betur prentaðar, sumar hverj-
ar a. m. k., að því er virðist. Von-
andi tekst útgefendunum að
standa við áætlun sína, þannig,
að annað bindi komi út þegar á
þessu ári, og mun því þá vissu-
lega vel fagnað af öllum þeim,
er lesið hafa I. bindið sér til fróð-
leiks off ánægju.
Rit Jónasar Jónassonar frá
Hrafnagili II. — Jón halti
og fleiri sögur. Útgefendur
Jónas og Halldór Rafnar,
Akureyri, 1948.
Það er gaman og þakkarvert,
að afkomendur séra Jónasar frá
Hrafnagili hafa nú hafizt handa
að gefa rit hans út í veglegri og
smekklegri heildarútgáfu. Fyrsta
bindi þessa ritsafns, Sakamála-
sögur, kom út í fyrra og mun
hafa hlotið góðar og maklegar
móttökur. Annað bindi er nú ný-
komið á markaðinn, og flytur
það skáldsöguna „Jón halti“, sem
kom út í Nýjum Kvöldvökum
1913, en hefir e k k i verið sér-
prentuð áður, og ennfremur sög-
urnar „Glettni lífsins“, „Brot úr
æ v i s ö g u“, „Ábúðarréttur“ og
„Eiður , sem allar birtust upp-
haflega í tímaritum en komu aft-
ur út í smásagnasafni séra Jón-
asar, „Ljósi og skuggum“, Rvík
1915. Loks er þarna sagan „Odd-
rúnargrátur", en sú s a g a mun
hvergi hafa birzt á prenti áður.
Sögur séra Jónasar eru ram-
íslenzkar að efni og yfirbragði.
Og allar eiga þær sammerkt að
því leyti, að þ æ r bregða upp
sönnum og skýrum skyndimynd-
um af aldafari og þjóðlífsháttum,
sem nú taka óðum að fyrnast og
gleymast í umróti nýrrar og þys-
mikillar menningar. Ævikjörum
sveitafólks á íslandi í lok síðustu
aldar og byrjun þessarar er þar
lýst af s a m ú ð, kunnugleik og
skilningi — hugsunarhætti þess,
vandamálum og búskaparháttum.
Víða er þar og skyggnzt inn á
svið harmsögulegra atburða og
mannlegra þjáninga, sem orka
raunar ávallt með líkum hætti
á sálir okkar jarðarbarna, þótt
aldir renni og' ytri hættir og að-
stæður breytist. Oft leika geislar
góðlátlegrar k í m n i um hið
d i m m a svið frásögunnar, en
stundum breytast þeir geislar
fyrr en vaiir í eldingu napurlegs
háðs, þegar ofríkismenn og stór-
bokkar eiga í hlut. Ekki verður
þó sagt, að stíll höfundar sé sér-
lega listrænn né frumlegur á nú-
tíma vísu, en hann er alls staðar
einarður og karlmannlegur, en
þó mótaður h 1 ý j u og mann-
gæzku. Þótt séra Jónas hafi ef-
laust verið meiri fræðimaður en
skáld, sýna þó þessar sögur hans
að hann hefur einnig verið ágæt-
lega hlutgengur á sviði skáld-
skapar og fagurra bókmennta.
Símon Jóhann Ágústsson:
Mannþekking. II. útgáfa.
Hlaðbúð. Rvík,1948.
Þessi ágæta bók mun kunnari
kennurum og öðrum þeim, er á-
huga hafa á hagnýtri sálarfræð,
en svo, að þ e s s gerðist nokkur
þörf að mæla sérstaklega með
henni eða brýna það fyrir slíkum
mönnum, að þeim sé nausynlegt
að lesa hana, ef þeir vilja fylgj-
ast vel með á sínu sviði. En þar
eð fyrri útgáfan, sem út kom
fyrir þrem árum, hefur verið ó-
fáanleg á bókamarkaðinum n ú
um skeið, þykir rétt að vekja at-
hygli á því, að bók próf. Símonar
er nú komin út að nýju í vand-
aðri, ljósprentaðri útgáfu, og er
sízt að efa það, að hún mun eiga
engu minni vinsældum og eftir-
spurn að fagna í nýju búningnum
en sú hin fyrri útgáfan, sem seld-
ist upp á óvenjulega skömmum
tíma af fræðriti að vera.
Dr. phil. Eberhard Dann-
heim: English made easy.
Kennslubók í e n s k u til
s j á 1 f snáms. Bókaútgáfan
Norðri, 1948.
Bók þessi á að gefa mönnum
tækifæri til að læra undirstöðu-
atriði enskrar tungu og algeng-
asta daglegt mál á auðveldan og
aðgengilegan hátt. Henni er skipt
í 24 „kennslustundir“. f hverri
kennslustund er leskafli, mál-
fræðikafli og íslenzk grein, sem
ætlast er til, að snúið sé á ensku.
I lesköflunum eru einkum setn-
ingar úr daglegu lífi í samtals-
formi. Reynt er að skýra aðal-
atriði framburðarins með ein-
földum, íslenzkum hljóðtáknum,
en geta má nærri, að slíkt er ekki
unnt til nokkurrar hlítar, enda
getur enska — sannast sagna —
aldrei orðið s é r 1 e g a auðvelt
námsefni, hvernig sem að er farið
og skyldi því e n g i n n byrjandi
gera sér í hugarlund, að það geti
orðið fljótlegt áhlaupa og ígripa-
verk að ná á henni nokkru veru-
legu valdi, hvað sem skrumaug-
lýsingar um „nýjar kennsluað-
ferðir“ segja um það efni. Hins
vegar má gera ráð fyrir því, að
kver þetta geti reynst g ó ð u r
stuðningur í upphafi, og æ 11 u
enskunemar og enskukennarar
að kynna sér það.
Gríma. Xímarit fyrir ís-
lenzk þjóðleg fræði. 23.
h e f t i. Ritstjórar Jónas
Rafnar og Þorst. M. Jóns-
son. Ak., 1948.
A11 i r hinir mörgu unnendur
ísl. þjóðsagna og þjóðfræða munu
fagna hverju nýju hefti af Grímu.
Tímarit þetta er nú orðið eitt
hið mesta safn slíkra fræða að
fyrirferð og vöxtum, bráðum 5
stór og þykk bindi. Og að efni
og frágangi öllum má einnig telja
það í fremstu röð slíkra bóka. —
I þessu nýja hefti er langur og
allmerkur þáttur af séra Oddi í
Miklabæ og Sólveigu, ritaður af
Jóni Jóhannessyni á Siglufirði,
þáttur af Kjartani í Seli, sagnir
um Jón Halldórsson frá Syðra-
Hvarfi, ný frásögn um Hjalta-
staða-fjandann, eftir gömlu fljót-
skriftarhandriti, auk a n n a r r a
smærri þátta og sagna um dul-
ræna viðburði, drauma o. f. þ. u.
1. Er sumt af þessu fróðlegt og
merkt, en allt skemmtilegt af'-
lestrar.
J. Fr.
Skemtntiklúbbúrinn
ALLIR EITT
heldur dansleik í Sam-
komuliúsinu laugard.
2. október kl. 10 s. d.
— íþróttir og útilíf
(Framhald áf 2. síðu).
um hollara að standa við dyr
íþróttahússins, í sókn eftir því,
sem þar er á boðstólum.
Nú á að gera tilraun með
fimleikatíma fyrir karla, 1—2
tíma í viku, þar sem iðkaðar
skulu létt'ar fimleikaæfingar,
leikir og lokið tíma með góðu
baði. Þetta á að geta hæft mönn-
um á ýmsum aldri, ef lítt eru
vanir leikfimi, vilja byrja, þeim,
sem vilja rifja upp að nýjú, eða
bara halda sér við. Fyrirtæki eins
og KEA, Gefjun og „gatan“, svo
að bara örfá séu nefnd, hafa
menn í tugatali, sem ættu að
kynna sér og byggja upp þessa
starfsemi. Kvenfólk fær senni-
lega ekki inngöngu í þenna hóp,
svo að á vissan hátt verður þetta
úrvalsflokkur en það gæti mynd-
að annan á sama grundvelli í
næsta sal! — En í alvöru skal
fólki bent á þau ágætu tækifæri,
sem gefast í fimleikahúsinu,
brýnt fyrir því að nota sér þau
og þess getið, að þar er sími nr.
617 og umsjónarfólk oftast til
staðar að gefa hvers konar upp-
lýsingar.
Stúlka óskast
Vegna forfalla vantar
stúlku nú þegar í Mat-
söluna, Möðruvallastr. 9.
Einhildur Sveinsdóttir.
Vil kaupa
góða kolaeldavél.
Eirikur Stefánsson, kennari,
Klapparstíg 1.
Viðskiptamcnn blaðsins eru!;
beðnir að athuga, að auglýs- !|
ingar þurfa að berast fyrir há-
degi á þriðjudaga til þess að!;
þær fáist birtar á miðvikudag.!;
Teiknibretti
Gráðubogar
Bréfakörfur
Stencii-pappír
Skjalapappír, löggiltur
Spilaveski
Kubbakassar (ný teg.)
Bókaverzl. EDDA li.f.
Nýjasta bókin:
FÁNI NOREGS
Hafnarstræti 81 — Sími 444
Ritvél óskast
Afgr. vísar á.
Skagfirzk fræði,
VII. BINDI
(Riki Skagfirðinga)
er komið út. Askrifendur, og
meðlimir í Skagfirðingafélag-
inu á Akureyri, vitji bókar-
innar til
Þormóðs Sveinssonar,
Mjólkursamlaginu. .
Karlmanns-armbandsúr
fundið. — Réttur eigandi
getur vitjað þess til Níelsar
Halldórssonar, Brekkugötu
2, gegn greiðslu þessarar
auglýsingar.
Stjórnin