Dagur - 24.11.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 24.11.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 24. nóv. 1948 Syndajátning Sjálístæðismanna i'imiii'iiniDuiiiTl H. S. «n 11 (i 11111 * * i1 * 11111111 m i 111111 ii"7TTTTTT77Tiii7i illl u, 11| n»• > 5 | l l^eÁa (annarra orÁa ... £ ói',!"iiniii"1»iunii",l,iiiiii'",,,niiiii',i1,ni}uii|"iuiiiiiM,,iiniiii!i,ii»/ii»iii,|iiiiiiiiiiiiiiUmninii Frá því hefir verið skýrt, að helmingui' Sjálfstæðisþingmanna hafi í byrjun yfirstandandi þings flutt þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að á næsta ári yrðu ftuttar inn handa bændum 600 jeppabifi-eiðar ásamt 500 smærri dráttarvélum og öðrum búvélum eftir þörfum sveitanna, svo og skurðgröfur og jarðýtur eftir þörfum ræktunarsambanda og búnaðarfélaga. „íslendingur“ fræðir lesendur sína á því, að þegar þessar tillög- ur Sjálfstæðismanna hafi fram komið, hafi Framsóknarmenn orðið „ókvæða við“. Síðan fer blaðið nokkrum orðum um bændavináttu Framsóknar- manna, sem sjaldan „nái iengra en til orðanna einna.“ Það má fullyrða, að það eru með öllu staðlausir stafir, að Framsóknarmenn hafi tekið þess- um tillögum illa, eins og ísl. seg- ir. Þeir hafa þvert á móti fagnað þeim, og þeir hafa ástæðu til þess. Tillögurnar sýna, að helmingur Sjálfstæðismanna á þingi hafa breytt um afstöðu til málefna sveitanna frá því fyrir 5 árum, þegar þeir töldu þúfnasléttun í túni nægilega 10 ára áætlun. Að sönnu má segja, að enn sem komið er sé hér aðeins um orðin ein að ræða, en Framsókn- aimenn vænta þess að ekki sitji við orðin ein, heldur fylgi verkin á eftir. Framsóknarblöðin hafa leyft sér að spyrja, hver væri afstaða I hins helmings Sjálfstæðisflokks- ins til málsins. ísl. bregst illa við þessari spurningu, en leiðir þó hjá sér að svara henni beint, gef- ur aðeins í skyn, að Framsókn- armenn séu að ástæðulausu að læða inn tortryggni gagnvart Sjálfstæðismönnum. Komið hefir það nú fyrir, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefir skipzt til helminga í stórmálum. Má benda á, að árið 1939 hafði milliþinganefnd at- hugað hag og rekstur útgerðar- innar. Byggt á þeirri athugun var það talið óhjákvæmilegt að bæta aðstöðu útvegsins með gengislækkun. Líf útgerðarinnar var talið við liggja. Framsóknar- flokkurinn stóð heill og óskiptur með þeirri ráðstöfun einn allra flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn skiptist til helminga, að svo miklu leyti sem það var hægt, um þetta nauðsynjamál „skjólstæð- inga sinna“, svo að 9 voru með, en 8 á móti. Þá telur ísl. það mikla firru að ætlast til þess, að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerist flutn- ingsmenn að umræddiá tillögu. Það hefði samt borið vott um ennþá eindregnari áhuga Sjálf- stæðisflokksins í heild fyrir framgangi málsins. Vegna fortíð- ar flokksins í landbúnaðarmálum eru margir af eðlilegum ástæðum tortryggir í garð hans, þegar um velferð þess atvinnuvegar er að ræða. í annarri deild þingsins hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sýnt samfelldan áhuga með því að gerast flutningsmenn að •öðru máli, sem stefnir að því að tryggja harðpólitískar kosningar í verkalýðsfélögum í framtíðinni. Af þessu má draga þá ályktun, að áhugi þingmanna Sjálfstæð- isflokksins sé meiri fyrir því að koma á hlutfallskosningum í stéttai'félögum en innflutningi jeppa og búvéla. Kommúnistar hafa tekið það ráð að flytja á Alþingi tillögur Framsóknarmanna í verzlunar- málum og vilja á þennan hátt eigna sér þær, af því að þeir vita, að þær eru vinsælar meðal al- mennings. Sjálfstæðismenn hafa tekið upp sömu vinnubrögð. Þeir taka einstaka þætti úr tillögum landbúnaðarráðhei'i’a og legg'ja fyrir Alþingi í ályktunarformi. Sver þetta sig nokkuð í ættina til venjulegra auglýsingastarf- semi. Það sýnist og hafa vei'ið öllu beinni leið fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að tryggja þessum málum framgang þar, sem úrslit innflutningsniálanna gerast, en það er í fjárhagsráði og rlkisstjórn. En hvað sem um þetta má segja þá fagna Framsóknarmenn því, að tillögur um þessi mál eru fram komnar frá Sjálfstæðismönnum og vænta þess, að um þau tak- ist góð samvinna með flokkun- um. Stendur þár a. m. k. ekki á Framsóknarmönnum, þó að „lsl.“ telji þá aldrei leggja til landbún- aðarmála annað en kjaftæði og orðagjálfur. Sérstaklega hafa Framsóknar- menn ástæðu til að gleðjast yfir þeirri yfirlýsingu flutningsmanna að þeim virðist sjálfsagt að ein- hy.er stofnun bændanna hafi dreifingu innfluttra jeppabifreiða á hendi framvegis. Þegar Nýbyggingaráð tilkynnti haustið 1945, að það hefði farið þess á leit við landbúnaðarráð- herra, að hann beitti sér fyrir innflutningi jeppabíla, sagðist því m. a. svo frá: „Nýbyggingarráð lét þess um lcið getið, að það teldi það óhjá- kvæmilegt, ef leyfið yrði veitt, að það yrði veitt með því skilyrði, að úthlutun bílanna fari ein- göngu fram fyrir milligöngu Bún aðarfélags íslands og hreppabún- aðarfélaganna.“ Þrátt fyrir þetta lók Sjálf- stæðisflokkurinn úthlutunarrétt- inn af búnaðarfélögunum og fékk hann í hendur Nýbyggingai'ráði, sem lét mai'ga jeppana til manna í kaupstöðunum. Nú vottar helmingurinn af þingflokki Sjúlfstæðismanna, að flokkurinn hafi brotið sjálfsagða reglu, þegar hann tók úthlutun- arréttinn af Búnaðarfélagi fs- lands og hreppabúnaðarfélögun- um. Þetta er syndajátning 9 þing- manna Sjálfstæðisflokksins fyrir hönd flokks síns. Er þetta góð byrjun, og vonandi fara fleiri syndajátningar á eftir, því að af nógu er að taka. „ísl.“ heldur því fram, að út- hlutun Búnaðarfélags íslands hafi x-eynzt mjög misheppnuð, og þess vegna hafi hún verið tekin fi-á félaginu. Þessi fullyrðing blaðsins ríður alveg í bága við þá skoðun flokksbi'æði’a „ísl.“ á Alþingi, að þeir telji sjálfsagt, að Búnaðai'félag íslands hafi dreif- ingu innfluttra jeppa á hendi framvegis. Er þeim ekki ætlandi að hafa stungið upp á þessu fyr- irkomulagi sem sjálfsögðu, vit- andi um miklar misfellur í út- hlutun B. í. frá foi’tíðinni, eins og „fsl.“ vill vera láta í þeim til- gangi að bera í bætifláka fyrir gei'ræði Sjálfstæðisflokksins. Meðan Búnaðai'félag íslands hafði úthlutun jeppanna með höndum í samráði við hreppa- búnaðarfélögin, gerði það ráð- stafanir til þess, að jepparnir héldust í sveitunum. Var hver maður, sem þá fékk bíl, látinn undirskrifa svohljóðandi skuld- bindingu: „Um leið og ég veiti bíl þess- um móttöku, skuldbind ég mig til þcss að afhenda stjórn bún- aðarfélagsins bílinn, ef ég sel hann á næstu tveim árum.“ ,ísl.‘ játar, að eftir að Nýbygg- ingarráð fékk úthlutunina, hafi ýmsar opinberar stofnanir fengið hjá því jeppa, svo og búlausir einstaklingar, . læknar og ljós- mæður. Þessi játning blaðs Sjálfstæð- isflokksins sannar það, að Ný- byggingarráði hafi verið mjög mislagðar hendur um úthlutun jeppanna til bænda. Af þeim toga ei það að sjálfsögðu spunnið, að Sjálfstæðisþingmenn, þar á meðal Jón Pálmason, leggja nú áherzlu á að sjálfsagt sé að stofn- un bænda'nna fari með úthlutun- ina framvegis um leið og þeir — þar á meðal Jón Pálmason — viðurkenna sína fyrri villu — gera syndajátningu. Helmingur þingflokks Sjálfsæðismanna minnir þannig á hinn iði'andi ræningja. En á hvað minnir hinn helmingurinn? Væntanlega ekki á ræningjann, sem enga iðian gerði. r Avarp frá Berklavörn á Akureyri Akureyringar! Við viljum færa ykkur kærar þakkir fyrir hinar ágætu undir- tektir, ei' við höfum leitað til ykkar með fjársafnanir til Sam- bands íslenzkra berklasjúklinga. Á berklavarnardaginn, 3. okt. sl., söfnuðust rúmar 17 þús. kr., þar af voru tæpai' 2 þús., sem komu úr Glei-árþorpi, og viljum við sérstaklega þakka stúlkunum fjói'um, sem seldu þar merki og blöð, en tóku enga þóknun fyrir. Hinn 23. okt. sl. voru liðin 10 ár síðan S. í. B. S. var stofnað. Oll þjóðin veit þvílíkt afi-eks- verk þessi samtök hafa innt af hendi á þessum fáu árum og hún hefir sýnt það í vei'ki, að hún hefir kunnað að meta þau. Þegar hafa S. í. B. S. borizt all- margar afmælisgjafir, en enn hafa þær vex-ið fáar héðan frá Akureyri og nágrenni. Fyi-sta gjöfin barst frá hjónun- AKUREYRARBÆR hefir nokk- ur Stórfyrirtæki í smíðum um þessai' mundii'. Oll eiga þau sam- mei’kt að því leyti, að þau eru þýðingai-mikil fyrir bæjarfélagið og nálægar sýslur og öllum mið- ar þeim hægt áfram. Um sum þeii'ra má með sanni segja að framkvæmdirnar verði aðeins mældar ú pappírnum, en þess er þá líka að geta, að pappírinn er mikill að vöxtum og skartar hin- um margvíslegustu litbi'igðum. — Hver framkvæmd verður oft- sinnis að ganga í gegnum hi'eins- unareld opinberra nefnda og ráða, auk hinnar minni sáluhjálp- ar bæjai'stjói'nai'innar sjálfi'ar og nefnda hennar. Og leyfin eru veitt á bláum og rauðum seðlum, þeim er synjað á gulum miðum, framkvæmdirnar skráðar á fjár- festingai'blöð með ýmsu sniði, innkaupaheimildir eru gefnar út og svo mætti lengi telja. Það fer að vonum, að seint gangi. Enda líða árin svo, hvei't af öði-u, að lítið skilar áfram þrátt fyrir mikla skriffinnsku. Sjúkrahúsið nýja er það þessara fyrirtækja hér, sem lengst er á veg komið. Hefir það þó þegar tafizt urn heilt ár fyrir skort á bláum leyf- um og mai'gan gulan xniðann hef- ir sú stofnun meðtekið á liðnum árum frá gjaldeyrisyfirvöldunum. Næst er það hafnarmannvii'kin. á Torfunefi og dráttarbraut á Oddeyri. Allt er þar heldur hæg- fara, þó þokar dráttarbrautinni áfi-am, en sjói'inn heldur áfi'am að vinna á bi'yggjunni jafnt og þétt, án þess að um raunhæfar varnir sé að ræða ennþá. Þessi framkvæmd er ennþá á pappírs- stiginu. Loks er það Láxárvirkj- unin. Hún er nú fyi'st að komast á láns- og leyfisveitingastigið og veit enginn ennþá, hversu lengi hún fær að doka þar áður en vél- ar verða pantaðar og raunhæfur undirbúningur hefst. ÞAÐ MUN ærið starf, sem stai'fsmenn bæjarins og bæjar- stjói’nin leggja í það að hei'ja öll þessi leyfi út úr stjórnarvöldun- um. Og kostnaðurinn við það er úreiðanlega ekki talinn í hundr- latnað, liefst 6. desember Jórunn Guðmundsdó11ir. aðshlutum. Marga sendiförina er búið að gera út suður á land á fund nefnda og ráða. Ekki er sá kostnaður talinn þegar birtar eru opinberai' skýrslur um það, hvað hinn stói’fui'ðulegi „áætlunarbú- skapur“ okkar íslendinga kostar. Þar eru aðeins taldar gréiðslur ríkisins. Um kostnað bæjar- og sveitarfélaga, fyrii'tækja og ein- staklinga eru engar skýrslur og líklega erfitt að gera þær. En þar hafa mikil vei'ðmæti farið í súg- inn. EN HVERNIG er þess þá gætt af hálfu bæjarins, að þessi dýru leyfi, sem kosta svo mikið starf og sti'it, vei'ði bæjai'félaginu að sem mestu gagni? í mörgum tilfellum er þess sjálfsagt vel gætt, en akki í öllum. Nýlega hefir verið skýx-t frá því opinberlega, að bærinn hafi falið Vitamálaski-ifstofunni í Reykjavík efnisútvegun alla í sambandi við dráttarbrautina og endurbyggingu Toi'funefsbi-yggj- unnai’. Hvað þýðir þetta í fram- kvæmdinni? í stuttu máli það, að Akureyrarbær afhendir heild- vei-zlun í Reykjavík, með milli- göngu Vitamálaski'ifstofunnar, innflutningsleyfi þau, sem bæn- um eru veitt til þessara fram- kvæmda. Þær nefndir bæjarins, er þessu ráða, hafa lítið munað samþykktir bæjarstjórnarinnar í fyrra Um verzlunarmálin og það andóf, sem liafið er um land allt gegn einokun Reykjavíkur á inn- flutningsvei'zluninni. — Hvers vegna var ekki fyrirtækjum hér í bænum gefinn kostur á að flytja þessar efnivöi'ur inn? Bæi’inn hefði haft hag af því á ýmsan hátt. Er óþarft að rekja það ýtar- lega, svo augljóst, sem það er. — Þessi stefna er varhugaverð fyrii' margi’a hluta sakir. Bæi'inn á að sjálfsögðu að hlynna að því, að innflutningsverzlun hér í bænum verði endurvakin. — Því miður vii'ðist skilning á mikilvægi þess skorta hjá bæjaryfirvöldunum og raunar einnig hjá borgurunum. En vonandi verður þessu máli frekari gaumur gefinn í sam- bandi við aðrar . framkvæmdir bæjai'félagsins. n. k. Kcnnari verður frk. Frekari upplýsingar og tekið á móti umsóknum í Brekkugötu 3, efstu hæð.- Sími 26. HALLDÓRA BJARNADÓTTIR. 111111111111 • i ■ 11 m 1111111111 ii 1111111 ■ ■ 11 ii i ■ 11 iiiiiiiMiiiiimmt um Vilhelmínu Hansdóttur og Þói'ði Magnússyni, Þríhyrningi í Hörgárdal, 1000.00 krónur, til minningar um Sturlu son þeirra. Einnig gaf maður, sem lætur ei nafns síns getið, kr. 50.00 til minningar um Sturlu heitinn. Nú liggja frammi gjafalistar á allmörgum vinnustöðum og svo munu blöðin taka á móti gjöfum, og í Glei'árþorpi tekur frú Sigríð- ui' Halldórsdóttir, Krossanesi, á móti gjöfum. Ef þið viljið minnast ástvina ykkar, sem hafa orðið hvíta dauðanum að bráð, þá munið eft- ir S. í. B. S. Berklavörn, Akureyri. ............................. )|IIM«»»Z Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands hefur 10 daga SAUMANÁMSSKEIÐ fyrir jólin (kvöld- námsskeið). Námsskeiðið, sem er fyrir kven- og barna-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.