Dagur - 08.12.1948, Page 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 8 .desember 1948
FRÁ BÓKÁMARKÁÐINUM
Kly Gulberlson: Minningar II. —
Brynjlófur Sveinsson íslenzkaði.
Bókaútgáfan B. S., Akureyri 1948
Ekki er mér kunnugt um það,
hversu vel fyrra bindi þessarrar
bókar, er út kom rétt fyrir jólin í
fyrravetur, hefir selzt, enda skal
engum getum að því leitt, því að
það er alkunnugt, að í bókaflóði
því hinu mikla, sem flætt hefir yfir
alla bakka eðlilegs og hóflegs
bókamarkaðar nú um sinn, og þó
einkum um jólaleytið ár hvert að
undanförnu, — kann vel svo að
fara, að beztu og skemmtilegustu
bókunum skoli eitthvað, afsiðis
þannig, að þær nái ekki að vékja á
sér verðskuldaða athygli. En hitt
þori eg að fullyrða, að allir þeir,
sem hafa verið svo heppnir að
kynnast fyrra bindinu, munu taka
framhaldinu tveim höndum og
ekki setja sig úr færi að lesa síðara
bindið við fyrsta tækifæri, þvi að
víst er bókin óvenju skemmtileg,
viðburðarík og ævintýraleg, enda
rituð af leiftrandi mælsku og frá-
sagnarlist.
Þegar fyrra bindi minninga
Culbertsons kom út í fyrravetur,
var bókarinnar allrækilega getið
hér í blaðinu og mælt hið bezta
með henni. Gerist þess því síður
þörf en ella myndi að fjölyrða
mjög um framhaldið, því að sömu
kostir og rithöfundareinkennl
prýða það sem hið fyrra bindið.
Er hér rakinn ævintýraferill Cul-
bertson’s sem fullþroska manns
um lönd og álfur jarðar, unz hann
hefir hlotið verðskuldaða viður-
kenningu og konungsnafn í því
undariega ríki. Astaferill og hjóna-
bandssaga Culbertsonhjónanna er
þó raunar bæði megin-uppistaða
og ívaf þess glitvefnaðar, sem rit-
snilld höfundarins breiðir hér að
fótum lesandans, en samlif þeirra
hjóna hefir í senn verið einlægara
og innilegra en almennt gerist, þótt
flakkaraeðli og listamannslund
Culbertsons varpi þungum skugga
á ástarsælu þeirra og sambúð alla
og valdi því, að leiðir þeirra skilja
að lokum. Dregur höfundur enga
dul á sína eigin sök i því efni, held-
ur ræðir hann með fullri einurð og
hreinskilni skapgalla sína og fjöl-
lyndi. Ekki þykir mér siðara bind-
ið þó jafn skemmtilegt og nýstár-
legt sem- fyrrihluti minninganna,
og mun efnið valda því fyrst og
fremst, og heyrt hefi eg aðra menn
halda hinu gagnstæða fram og
sjálfsagt með jafngildum rökum og
rétíi, enda má ávallt um slíkt
deila- En um hitt verður naumast
deilt, að þýðing Brynjólfs Sveins-
sonar á þessarri skemmtilegu bók
er sérlega snjöll og viðfelldin, lát-
laus, en þó yfirbragðsmikil og ís-
Jenzk, enda virðist hraðinn, fjörið
og krafturinn í stíl og frásögn höf-
undar njóta sín til fulls í hinum
nýja og framandi stakki, er þýð-
andinn hefir skorið verki hans.
—o—
Þjóðleiðin til hainingju og heilla.
Samið hcfir Árna Árnason dr.
med., héraðslæknir á Akranesi.
Bókaútgáfan Norðri. Ak. 1948.
Fremur mun það sjaldgæft, að
starfandi læknir og vísindamaður
á því sviði setjist niður og slcrifi
allmikið rit um gildi og þýðingu
trúarbragðanna yfirleitt, en þó
einkum um nauðsyn og yfirburði
mannlífshugsjóna og siðakenninga
kristindómsins. Bók dr. Árna er þá
einnig ólík flestum öðrum trúmála-
ritum að því leyti, að sjónarmiða
skynsemi, rökhyggju og fræðilegr-
ar gagnrýni gætir þar víðast langt-
um fremur en áróðursrita til
finninga, „spámannlegra" fullyrð-
inga eða „innblásins“ rétttrúnaðar.
Röksemdafærsla höfundar stefnir
alls staðar að fræðilegri ná-
kvæmni, samvizkusamlegri könn-
un og athugun viðfangsefnisins frá
sem flestum hliðum, og fullrar var-
færni og hófsemi er gætt i álykt-
unum og dómum, að hætti hins
grandvara visindamanns.
Engin tök eru á að ræða hér ýt-
arlega efni og boðákap þessarrar
merku bókar. Hugsandi menn
verða sjálfir að lesa hana og
brjóta til mergjar. En ekki æti
það að salca, að birta hér örlítið
sýnishorn af ályktunum þeim, sem
höfundur hennar dregur af stað-
reyndum þeim, sem hann þegar
hefir lýst úr heimi efnis og anda.
Nálægt bókarlokum, eða nánar til-
tekið á bls. 208, segir svo:--
„Þegar mönnunum hefir tekizt
að verða við kröfum Krists, þegar '
það tekst að gjöra alhliða þroskun
allra mannlegra hæfileika að al-
mennjngs eign, þá er ekki hætt
við, að auðunnari andlegu verð-
mætin, þekking og kurtnátta verði
útundan Það er ekki hætta á, að
mennirnir njóti þessarra gæða síð-
ur en áður. „Leitið fyrst Guðs rík-
is og réttlætis, og þá mun allt
þetta veitast j'ður að auki.“ Menn-
irnir munu halda áfram að gjöra
jörðina sér undirgefna, en það
verður þó með öðru móti en nú á
sér stað. Það verður þá gjört á
þann hátt, sem miðar að hamingju
allra manna. Engum getum þarf að
því að leiða, að mannlífið allt
myndi taka stórkostlegum breyt-
ingum, ef mönnum auðnaðist að
taka allt uppeldi, alla mótun og
alla baráttu fyrir andlegum verð-
mætum nýjum og réttum tökum.“
Víst er þetta fagur og bjartur
boðskapur, og sannarlega virðist
hann stórum giftusamlegri og líf-
vænni en sú hin kalda og ófrjóa
boðun efnishyggjunnar, sem einn
embættisbróðir dr. Árna hefir ný-
lega gerzt formælandi fyrir hér á
landi ,svo sem alkunnugt er. Má
með fullum sanni segja um þá
læknana og doktorana tvo, Dungal
og Árna, að „ólíkt hafast þeir að,“
þótt enginn dómur verði hér ann-
ars lagður á vinnubrögð þeirra né
dómsniðurstöður að öðru leyti.
Böðvar Guólaugsson: Klukkan
slær. Kvæði. Bókaútgáfan Norðri.
1 Akureyri 1948.
Snoturt kver og lítið — bæði að
utan og innan, liggur mér við að
segja. Ekki þekki eg nokkur deili
á höfundinum, hvort hann er ung-
ur eða gamall, en nýliöi er hann á
sviði bókmenntanna. Vel má vera,
að hann reynist síðar betur en á
horfist, en skaðlaust virðist það
hafa verið fyrir bókmenntirnar —
en þó einkum fyrir höfundinn
sjálfan — að bíða enn um stund
byrjar, áður en ýtt væri úr vör. í
fyrsta kvæðinu kynnir höf. sig
sjálfan sem „pármann" og kveður
svo að orði að „grátklökkt masið
gildi ljóðsins hnekkir"- Ekki væri
það þó sérlegaeinkennandiaðkalla
ljóð hans sjálfs „grátklökkt mas“,
og víst er það satt, sem ennfremur
segir í þessu sama kvæði:
„En jafnvel, hve rýr sem árangur-
urinn er,
verður þó ekki viðleitninni
neitað."
Þótt smekkvísi höfundar sé
þannig ærið misbrestasöm — eins
og þegar hann kvartar um það síð-
ar í kverinu, að „nú er eg orðinn
þreyttur á þessu ógnar labbi,“ —
hefir hann þó til brunns að bera
talsverða hagmælsku, og sum
kvæðanna eru létt og snotur, en
endurómar frá kveðskap annars
og betri skálda spilla þeim viða,
og öll eru ljóðin fremur yfirbragðs-
lttil og ópersónuleg, en þó hátíð-
leg og viðurkenningarverð í sam-
anburði við það rugl, sem sum
„tízkuskáldin" yrkja og vinir þeirra
og jábræður vilja þó endilega telja
til „fagurra bókmennta" og launa
rikulega af almannafé. En sem
sagt: Kverið er lítið, en snoturt,
og klukka höfundarins gengur og
slær með venjulegum hætti, þótt
enginn héraðsbrestur verði að því
slagverki fyrst um sinn, hvað sem
siðar kann að verða. J. Fr.
—o—
NÝJAR BARNABÆKUR.
Börnin við ströndina
heitir ný bar'nabók, sem „Æskan“
gefur út. Bókin er eftir hinn vin-
sæla danska barnabókahöfund A.
Chr. Westergaard. Sigurður Gunn-
arsson skólastjóri á Húsavik hefur
þýtt bókina.
Saga þessi gerist á vesturströnd
Jótlands, svipuðum stöðum og
„Sandhóla-Pétur“ Hún er að
nokkru leyti framhald af sögunni
„Maggi varð að manni,“ og koma
þau Maggi og Sólveig talsvert við
sögu. Þetta er viðburðarík og
skemmtileg bók. Aðalpersónur sög-
unnar eru börnin á heimili strand-
gæzlumannsins og þó ■ einkum
Malla, fósturbarnið á heimilinu.
Þessi börn lenda i margskonar æv-
intýrum allt frá „blökkumanna-
þorpinu" til lögreglustjórans.
Tveir ungir sjómenn
heitir önnur bók frá sama útgef-
anda, eftir sama höfund, en þýð-
andi er Þórir Friðgeirsson. I þess-
ari bók er sagt frá tveim drengjum
sem eru á björgunarskipi suður í
Miðjarðarhafi. Ekki skortir þar
ævintýri og sögulega viðburði.
Þessa bráðsnjöllu drengjasögu
skrifaði liöfundurinn i tilefni 25
ára rithöfundarafmælis síns. — Ég
vil mæla hið bezta með báðum
þessum bókum. E. S-.
M U N I Ð
Sardínumaáið
í glösum á kr. 2.45.
Það er ágætt ofan á hrauð,
og ekkert skammtað.
Nýlenduvörudeild
og útibú
e'
! sýnir föstudagskvöld kl. 9: I
BERNSKA MÍN
| Rússnesk stórmynd, byggð !
á sjálfsævisögu
M a x i m G o r k i.
I Leikstjóri:
/. Grusdef. \
! Áðalhlutverk:
Aljosja Ljarski \
! B. O. Massalitinova. \
M. G. Trojanovski. \
Skjaldborgar-Bíó..-..- f
Næsta mynd: i
Heyrt og séð
! við höfnina
! (I covcr the Watherfront) \
\ Spennandi mynd um ástir !
I og smygl. |
Aðalhlutverk:
! CLAUDETTE COLBERT \
BEN LYON
i (Biinnuð yngri en lfi ára.) i
! ★ |
Laugardag kl. 5: \
Revyan 1947.
Hafið þér
Kist?
i
Eí ckki, þá hringið í síina 337.
Ö1 & Gosdrykkir h.f.
Sjómannastígvél
Rússastígvél
Skóbúð KEA
Nýtt klósett
(lágskolandi) til sölu, — Sá,
sem getur látið málningu,
gengur fyrir.
A. v. á.
*
Munið að gefa fuglunum!
Áheit á Akureyrarkirkju. Kr.
50.00 frá ónefndum. Þakkir. Á. R.
Tii nýja sjúkrahússins. Áheit
frá Jóni Jónssyni, Skjaldastöð-
um, kr. 1000. — Áheit frá G. og'
G. kr. 100. — Áheit frá S. A. kr.
100. — Áheit frá N. N. kr. 50. —
Áheit frá N .N. kr. 50. — Áheit
frá T. g. kr. 100. — Með þökkum
móttekið. G. Karl Pétursson.
Bílkeðja
(gaddakeðja) fundin í Þór-
nnnarstræti. Réttur eigandi
getur vitjað henuar til
Helga Ágústssonar,
Staðarhóli.
Varadekk,
af jeppa, tapaðist s. 1. laug-
ardag á leiðinni Ljósavatn—
Akureyri. — Finnandi vin-
samlega skili því til Adolfs
Gíslasonar, Bifr.eiðastöðinni
Stefni, gegn fundarlaunum.
TIL SÖLU:
SPIL-GEAR, nýtt.
Ingólfur A. Guðmundsson,
Bifreiðaverkst. Jóhannesar
Kristjánssonar h.f.
Sírni 630.
Smokingföt,
ónotuð, tæplega meðal-
stærð, eru til sölu, miða-
laust. — Upplýsingar í
Eyrarvegi 21 eftir kl. 7 e. h.,
þessa og næstu viku.
Pakki,
með ýmsum prjónavörum,
merktur Páll Skúlason, Ak-
ur^yri, liefur tapazt af híl
30. nóv. s. 1., á leiðinni frá
Hafnarstræti 39, um mið-
hæinn og til Hjalteyrar. —
Einnandi er vinsamfega
beðinn að skila honum til
mín eða á lögreglustöðina
hér, gegn fundarlaunum.
Páll Skúlason.
^Jnfiiavbúöiit tv búð allvn
Kaupið hjá okkur:
Jólakortin
á kr. 1.50 stk.
Kertastjakar
á kr. 28.00 stk.
Allir koma í
HAFNARBÚÐINA
Peningaveski,
v,el merkt, tapaðist á leið-
inni frá Amaro að Hatta-
búð Lillu Gunnars, s. I.
faugardag. — Skilist, gegn
fundarlaunum, í Þvottahús-
ið Mjöll.
Augiýsið I Degi