Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Skylduskóli ófrelsisins — rætt um höft og skömmt- un. Bagij Finnnta síðan: Greinargerð berklayfir- læknisins um berklaskoð- unina hér. XXXH. árg. Akureyri, fimmtudaginn 9. júní 1949 24. tbh Ilaldið í bensín- skömmtunina vegna | hagsmuna bílstjóra ; ,.í bænum“ - þ. e. í Reykjavík Blaðið Vísir skýrir frá því, ; að ástæðan til þess að benzín- ; skömmtunin var ekki afnumin ; um leið og slcömmtun á korn- vörum og kaffi, sé sú, að „at- ; ; vinnubílstjórar eru því and- vígir að skömmtunin sé af- numin nema að jafnframt séu : settar skorður við því að nýir I menn geti tckið upp atvinnu : við fólks-akstur í bænum. Síðan skönmiun á benzíni ; hófst hafa nýir menn ekki get- ; að tekið upp þessa atvinnu ; vegna þess að þeim hefir vcrið' : synjað um skammt.“ Þannig ; er frásögn Vísis og vafalaust ; rétt. Samkvæmt henni er ben- ; zínskömmtuninni haldið í gildi : um land allt, vegna þess að ; hópur manna í Reykjavík hef- ; ir hagsmuna að gæta í sam- ; bandi við liana. Allir lands- ; menn verða að þola óþægindi ; af þessum sökum og ríkið ; halda áfram að bera kostnað- ! inn af ónauðsynlegri benzín- ; skömnitun. Og aujðvitað : hneigja stjórnarherramir sig ; fyrir hagsmunum þessara fáu ; manna af því að þeir eiga ; heima í Reykjavík. Þcgar ; landsmenn utan Rcykjavíkur : ciga erindi við stjórnarvöld og ; skömmtunarskrifstofur, þá cr ; annað viðmótið og önnur fyr- ; irgreiðslan, svo sem oft hefir ; verið bent á fyrr hér í blaðinu. Eldsvoðinn í Hólabraut Kviknar í nóta- verkstæði íkviknanir í nótaverkstæðum á landi hér gerast nú óhugnanlega tíðar. Enn er í fersku minni tveir miklir brunar í nótaverkstæðum í Reykjavík, og milljónatjón fyrir þjóðina, sem þeir voru valdir að. SI. laugardagskvöld varð elds vart í nótaverkstæði Sigfúsar Baldvinssonar við Gránufélags- götu hér í bæ. Höfðu vegfarend- ur orðið reyks og elds varir og þar sem húsið var ólokið komust þeir inn. Var þá eldur laus í poka- og nótarusli á gólfinu. Var dót þetta dregið út og búið að slökkva í því er slökkviliðið kom á vettvang. Skemmdir munu þvf hafa orðið litlar. Lögreglan biður þá, sem geta gefið upplýsingar um umgang um nótaverkstæðið að hafa tal af sér hið fyrsta vegna rannsóknar máls þessa. Þessi mynd er tekin um hádegi laugardaginn 21. maí, er eldsvoði varð í húsinu Hólabraut 15 hér í bæ. Eldurinn var um tíma mjög magnaður, en slökkviliðinu tókst um síðir að slökkva hann, en þó ekki fyrr en miklar skemmdir höfðu orðið á húsinu. Þrjár fjölskyld- ur urðu húsvilltar í þessum bruna. Danskir sjómenn fá að kenna á réffarfarinu austan járntjaldsins Ungum manni misþyrmt hræðilega með hánazistískum aðferðum „Svalbakur" - hinn nýi fogari fer á veiðar um hetgina Hinn nýi togari Útgerðarfélagssömu gerð og hinir svokölluðu Akureyringa h.f „Svalbakur“ kom hingað til bæjarins aðfara- nótt 5. þ. m., beint frá Aberdeen, en skipið var formlega afhent umboðsmönnum félagsins af hálfu skipasmíðastöðvarinnar Al- exander Hall Ltd. í Aberdeen hinn 31. f. m. Við það tækifæri flutti Sigur- steinn Magnússon, aðalræðis- maður, ræðu, þar sem hann lýsti ánægju íslendinga yfir viðskipt- unum við skozkar sl ipasmíða- stöðvar. Jafnframt afhenti hann fyrir hönd eigenda togarans, ljós- mynd af Akureyri, en forstöðu- maður skipasmíðastöðvarinnar tók á móti henni og þakkaði með ræðu. Viðstaddir hádegisverðar- boð í tilefni afhendingar togar- ans voru, auk aðalræðismannsins og forstöðumanna skipasmíða- stöðvarinnar, Guðmundur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Utgerðarfélagsins, íslenzki ræð- ismaðurinn í Aberdeen, fulltrúar togaraeigenda í borginni og fleiri gestir. Svaibakur reyndist vel. í reynsluför sinni var gang- hraði Svalbarks 14,02 sjómílur en meðalhraði í förinni til íslands 13 sjómílur. Skipið reyndist vel á heimferðinni. — Kunnáttumenn segja skipið hið glæsilegasta og mjög vandað. Það er af svipaðri gerð og Kaldbakur, 2 fetum lengra en hann og mun ganga eitthvað betur. Nokkuð er breytt til um útbúnað um borð í sam- ræmi við fengna reynslu, en yfir- leitt má segja að þetta skip sé af „nýsköpunar“-togarar. Svalbak- ur er síðastur þeirra skipa, sem fyrrv. ríkisstj. samdi um smíði á í Bretlaiidi. Skipið fer á veiðar nú um helgina. Skipstjóri er Þor- steinn Auðunsson, 1. stýrimaður er Gunnar Auðunsson, en 1. vél- stjóri Bergur P. Sveinsson. Hátíðahöld 17. júní Eins og að undanförnu fara há- tíðahöld fram á vegum bæjarins 17. júní, og hefir 7 manna nefnd verið falinn undirbúningur og framkvæmdir þeirra. Nefndin hefur þegar haldið nokkra undir- búningsfundi og mun endanlega verða gengið frá tilhögunarskrá hátíðahaldanna um næstu helgi. Hátíðahöldin munu hefjast á Ráðhústorgi eftir hádegi, en fara að mestu fram á túnunum sunn- an við Sundlaugina og um kvöld- ið við Torfunefsbryggjuna, verði veður hagstætt. í sambandi við hátíðahöldin fer fram aðalkeppni Hvítasunnuhlaupsins, sem Í.B.A. frestaði vegna ótíðar og erfiðleika á þátttöku sveitanna. í næsta blaði verður nánar skýrt frá til- högun hátíðahaldanna. Hátíðanefndina skipa: Arnþór Þorsteinsson,Ármann Dalmanns- son, Finnbogi Jónasson, Halldór Helgason, Jón- Hinriksson, Jón Ingimarsson og Tómas Stein- grímsson. Er Ármann formaður nefndarinnar. Danskir sjómenn, sem stunda veiðar í Eystrasalti, hafa að und- anfömu fengið að kenna all- harkalega á réttarfarmu austan járntjaldsins og á tillitsleysi Rússa og leppa þeirra við rétt- indi og einstaldinga og annarra þjóða. Hvað eftir annað hafa rússneskir varðbátar sótt dönsk fiskiskip út fyrir landhelgislínu og farið með þau til hafna. Þar hafa Rússar haldið bátun- um dögum saman án allra ástæðna og æði oft leikið sjó- mennina illa. Dönsk blöð hafa greint frá þessum aðferðum Rússa að undanförnu. T. d. flutti danska stjórnarblaðið Social- Demokraten frásögn ungs dansks sjómanns hinn 30. mai sl. Hafði hann orðið fyrir hinni hræðileg- ustu meðferð í Stettin, sem nú lýtur Pólverjum. Frásögn sjó- mannsins fer hér á eftir, nokkuð stytt: „Eg heiti Jens Christian Olesen og hefi nú upp á síðkastið verið í siglingum frá Svíþjóð, því að eg á sænska konu og við búum í Landskrona. Fyrir 2 mánuðum kom skip mitt til Stettin, og svo fór að 5 hræðilegar vikur með misþyrmingum liðu áður en eg slapp þaðan aftur. Eg er alveg ópólitísk manneskja og hafði varla nokkra ákveðna stjórn- málaskoðun. Nú veit eg þó að minnsta kosti hvaða flokk manna ber mest að forðast. Eg skal ekki hafa mörg orð um þessar vikur í Stettin né bæta þar neinu við frá eigin brjósti. Aðeins láta staðreyndirnar tala. Eg fór í land kvöld nokkurt. Eg fékk passa hjá hafnarlögreglunni, en eg glataði honum í landi. Þegar eg kom til hafnarinnar aftur dugðu engar skýringar. Eg var handtekinn, sakaður um njósnir. Eg benti á, að lögreglan hlyti að geta séð í bókum sínum að eg hefði fengið passa hjá henni. Þar að auki hafði eg komið til Stettin fyrr og gat vísað á fólk, sem þekkti mig. En ekkert dugði. í fimm daga varð eg að sitja inni. Þá var mér sleppt, en áður en eg komst upp í bæinn, var eg hand- tekinn aftur. f þ’að sirín var það öryggislögreglan sem tók mig. — Þeir sögðu, að eg ætti að fara til konsúlsins. Eg lét mér það vel lynda, en undrandi varð eg þeg ar eg sá, að það var rússneski konsúllinn, sem þeir áttu við. — Eg var leiddur inn í stóra stofu þar sem myndir af Stalin og pólska forsetanum hengu á veggj- unum. Villimannlegar pyntingaraðferðir. Eg spurði, hvað eg ætti að gera á fund rússneska konsúlsins, en eina svarið sem eg fékk var högg í andlitið, svo að eg var nærri rokinn um koll. Því næst var eg færður inn á aðra skrif- stofu og þar var eg hafður í 12 klst. yfirheyrslu, og þeim stundum mun eg aldrei gleyma. Hvað eftir annað var eg sleg- inn í andlitið og þess krafist að eg játaði að eg væri njósnari. Þér getið talað pólsku, sögðu þeir, en eg sagði sem satt var, að eg kynni aðeins dönsku og dálítið í þýzku. Þá héldu þeir áfram yfirheyrslunni og héldu áfram að slá mig af því að eg gat ekki skilið pólsku. Þetta voru þó bara smámunir miðað við það, sem síðar átti fram að koma. Byrjað var að dangla ofan í höfuðið á mér með ein- hverju áhaldi. Mér lá við yfirliði af kvölum. Þá tóku þeir vinstri handlegginn og sneru upp á hann þangað til stórt opið sár myndaðist. Örið á handleggnum ber þess vott að sárið hefir verið ljótt. Að þessu loltnu spurðu þeir mig, hvort eg kysi helzt þann dauðdaga að vera skotinn i hnakkann og munduðu skamm- byssu . að höfðinu á mér. Eftir (Framhald á 8 síðu). Spínat-tegund, sem gefur sexfalda j uppskeru | Danska fræfirmað J. E. Ohl- i sens Enke hefir sett á markað- i inn spínat-fræ, sem mikla at- I hygli vekur. Plantan, sem vex = ; af fræinu, gcfur sex sinnum I ; meiri uppskeru cn þær spínat- ; ; tegundir, scm áður eru þekkt- i \ ar. 10 ára starf liggur að baki j ; þessarar uppgötvunar. — Ár- : : angrinum var náð með kyn- : ; bótum jurtanna og með því að : : breyta erfðavísum þeirra með : : utanaðkomandi áhrifum. Hin ; : nýja spínattegund er mun ; i stórvaxnari en aðrar tcgundir : í og' vex miklu hraðar. Firmað i hefir þegar tckið upp samn- : inga við liollenzk og svissnesk i fræfirmu um sölu þessa : merkilega fræs. i (Ur Social-Demokraten).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.