Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 9. júní 1949 HVERFLYND ER VEROLDBN Saga eftir Charles Morgan 23. DAGUR. (Framhald).. hins vegar fara, aS eg verði ekki komin aftur um miðnætti-------“. Hún lauk ekki við setninguna, en bætti aðeins við með skrýtnu, snöggu brosi, er bæði var biturt og barnslegt í senn: — „Eg bið, afsökunar. Það er ekki skynsam- legt að efna til mikilvægra fram- kvæmda á þann hátt að ætla ekki svígrúm fyrir óhöppum og óvæntum atburðum, sem kunna að tefja tímann og raska áætlun- unum. En í þetta sinn-----Jseja, í stuttu máli: Ekkert slíkt má koma fyrir. Líf okkar allra veltur á því, að hver tímaákvörðun og áætlunin í heild verði haldin út í yztu æsar.“----- „Þegar hún var farin —“ Hér rak Sturgess snögglega í vörð- urnar í miðri frásögn sinni. — Þögnin varð svo löng og óvið- felldin, að Valerie fannst, að hún yrði að reka á eftir honum með því að endurtaka spyrjandi og dálítið ' óþolinmóðlega síðustu orðin, sem hann hafði sagt: — „Já, þegar hún var farin------?“ „Eg verð enn að grípa aftur fyrir mig í frásögninni," mælti Sturgess að lokum. — „Það er svo margt, sem þú veizt enn ekki, en þarft þó að vita, svo að þú getir fylgt söguþræðinum. Eg býst við, að eg hafi verið hrapallega blind- ur þá, og guð veit, að eg lít nú á allt þetta öðrum augum en eg gerði, þegar það var að ske, og við vorum enn öll í úlfakrepp- unni.“ Hann greindi frá staðreyndum — án skýringa og án þarfiausra málalenginga ,en þuldi málsatrið- in aðeins, eins og hann væri að lesa húslestur af bók. Fyrst nefndi hann það vfalausa aðal- atriði, að „Hegrinn“ hafði leitað á náðir „Einstigsins" í Belgíu, og haft þá engin venjuleg skilríki í höndum, en aðeins staðhæft sjálf- ur, að hann væri herfangi, er sloppið hefði úr gæzlu Þjóðverja. Því næst rifjaði Sturfgess upp atburði þá, er gerzt höfðu á ferðalagi þeirra félaga til Blaise — frímerkjakaupa „Hegrans“ og umslaga-útvegun hans, snemma í förinni, og viðbótarkaup hans í frímerkjum og umslögum hjá tó- bakssalanum, síðar á ferðalaginu, og loks hvískur hans og — að því, er virtist — trúnaðarsamtal við liðþjálfann þýzka. — „Og þar við bættist," — sagði Sturgess að lokum, — „að mér féll engan veginn í geð, hversu gjarn hann var á að hæla sér af því, að hann þekkti Þjóðverja og Þýzkaland eins og sína eigin buxnavasa." Valerie tók framm í fyrir hon- um: — „Philip, hvað ertu að segja? — Hvað ertu að reyna að sanna?“ Svo fast var hugur hans bund- inn við allt það, sem liðið var, að hann starði forviða á hana, þegar hún sagði þetta, og áttaði sig ekki strax á því, hvað hún var að fara. Rökkrið var orðið svo dimmt og ógegnsætt, að hann gat ekki framar greint annað en skörp- ustu útlínur hins fagra ungmeyj- arandlits hennar „Þú hlýtur að skilja þetta,“ sagði hann aðeins. — „Þegar María var farin, höfðum við ekki framar við neitt að styðjast. Við ráfuðum aðeins um — án til- gangs eða takmarks. — Flestir miðsvæðis á gólfinu. — ',,Hegrinn“ var næstur mér. — Eg ætlaði að segja eitthvað — reyna að láta liggja að því orð, að María léti sér meiru varða hagi hans en hann vildi við kannast. Eg býst við, að mig hafi langað til þess, að hann kveddi hana þó að minnsta kosti sæmilega — ekki eins og fiðrildi, sem flögrað hefir af til- •viljun yfir veg hans og leið í gegnum tilveruna — heldur sem náinn vin og bandamann. — Hitt var mér síður en svo ljóst, hvern- ig eg skyldi sjálfúr kóma orðum að þessu erindi mínu. Allt í einu snerist“„Hegrinn“ á hæli "og gekk inn. í „leyniklef- ann“. Hann svipti tjöldunum til hliðar og hvarf okkur sjónum. Að andartaki liðnu mundi eg eft- ir postulínsdiskinum og leifunum af skjölum okkar og skilríkjum, sem við höfðum hrúgað á hann í bili. Eg mundi, að eg hafði ákveð- ið að koma þessum leifum undan á óhultan stað. Þegar eg kom að tjöldunum og hafði dregið þau frá að hálfu leyti, var sem mér féllust hendur við þá sjón, sem eg sá þar inni. Enn logaði á kolunni, sem við höfðum notað til þess að kveikja í skjölunum, og við hliðina á henni var postulínsdiskurinn með pappírsleifunum, sviðnum og hálfbrunnum. „Hegrinn“ sat á hækjum sínum við koluna með þrjár eða fjórar arkir saman- brotnar í hendi sér, að því er virt- ist. Við höfðum samvizkusamlega tæmt vasa okkar,þegarb) ennslan skyldi hafin. Ekkert virtist ólík- legra en að „Hegrinn“ gerði sig sekan um nokkra vanhirðu eða skeytingarleysi. En þessir voru þó málavextir, þrátt fyrir allt: — Þarna sat hann á hækjum sínum með skjöl og skilríki í höndum sér, sem honum hafði þó sézt yf- ir. Þessa stundina var mér eng- inn annarr grunur í huga en sá, að hann hefði minnkast sín fyrir skeytingarleysi sitt, og ætlaði nú að bæta úr því með því að brenna þessi skjöl sín, áður en allt um þrotnaði. En því miður var þessu alls ekki svo farið, að því er virtist. „Hegranum“ var sízt í huga að brenna þessi skrifuðu gögn, sem hann var með í höndunum. Hann virtist aðeins vera að hagræða þeim sem bezt og brjóta þau sam- IÞROTTIR OG UTILIF margnr stœrðir. \ Vöruhúsiðhi. i Tiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIJ*; | Sjókiæði Fafapokar | I Vöruhúsið hi. [ 7u 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117 niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinin; (Dósainjólk amerisk — íslenzk. | | Vöruhúsið h/f f 1111 m iin n i n 11 ii i ii 11111111 iii i n i n n i ii iiiimiiiiiiiim i n i • Miiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiji^ i Danskir | Kjöffeningar j 25 aura siykkið. | Vöruhúsið h.f. \ 7*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin «iiiii*iiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii||. í Ágætt \ ( Matarlím | og | Súpujurtir ; \ Vöi uhúsið h.f. | 7iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii7 • miiimmmmmmmmmmmmmmimmmmmiii,. (Boflapör og Könnur j | Vöruhúsið hi. | Sniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii? mifminfiiiiiiiiiiiiMiiiitiimiiimmmiiiimiiiiiiimmi. [ Stungushóflur ) | Malarskóflur | Kolashóflur Vöruhúsið h/f \ öiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii <iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiliiiiiiiiiiiiimmiiiii'i jSkaftpottar i með þykkum botni. i I Vöruhúsið hi. | ;iijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiii» Vormót í meistaraflokld. Þessi leikur fór fram að kvöldi 31. maí. Veðrið var stillt en kalt og hráslagalegt. Völlurinn blaut- ur og þungur. Leikurinn varð því erfiður og ríkur af mistökum. í fyrri hálfleik virtist K. A. tvisvar og Þór einu sinni alveg gefið mark, skotfæri 2—6 metrar, en knötturinn tók bara skakka stefnu. Markmenn fengu þó báðir að reyna sig nokkuð og sýndu góðan leik. Samleikur var sjaldan góður — og má þar bæði um kenna og völlur og knöttur voru þungir — og lítil samæfing. — Hinir yngri leikmenn stóðu þó í þessu feti framar, enda munu þeir æfa betur. Ekkert mark var skor- að í fyrri hálfleik, en Þór hafði þá oftar verið tæpt staddur. í síðari hálfleik lá mun meira á K. A. en Sveinn varðist ágætlega, svo og Gógó — nú á réttum stað — og Bjarni. Stöku sinnum náð- ust þó upphlaup allt að marki Þórs, en Hermann tók á móti. Þór fékk dæmda vítaspyrnu, en Dúlli skaut í slána. Loks þegar 11 mín. voru til leiksloka tókst Dúlla með litlu skoti eftir óverulegan sam- leik að koma knetti í netið — og þá lifnaði nú yfir leiknum — og fólkinu, bæði á velli og umhverf- is. Síðustu mín, var leikurinn skarpastúr og beztur, en mark ekki skorað. — Lauk því með sigri Þórs 1 : 0 marki, — eðlilegt'^ hefði verið 6 : 3 eftir þeim' taéki- færum, sem gáfust. Þór sá um mótið. Hafði alveg mistekist með ráðningu dómara og varð af þeim sökum mjög slæm töf. Loks fenginn dómari á staðnum, Jakob Gíslason. Rétt er, að Knattspyrnuráð Ak- ureyrar sjái um dómara við alla svona leiki og mun ekki á því standa. En þá verða hlutaðeig- andi líka að snúa sér beint til þess og láta þar við sitja. Er vonandi, að við svona ólagi verði séð fram- vegis. —o— Oddeyrarboðhlaupið og drengja- hlaupið. Hvítasunnuhlaupinu varð að fresta vegna þess að ófærar eru heiðar ag austan og Þingeyingar gátu ekki komið. Það er nú ákveðið 17. júní. Keppa sennilega 3 sveitir: í. B. A., H. S. Þ. og U. M. S. E. En 2. í hvítasunnu hlupu þó drengirnir — í tveim aldursflokk- um. — Þar voru margir á ferð og efnilegir drengir, léttir að hlaupa og líklegir til góðra afreka ef þeir sjálfir láta sig ekki litlu skipta hvort þeir verða miklir menn — — eða litlir. Urslit — aldur innan 12 ára, — 600 metrar: 1. Jóhann Þórðarson, K. A„ 2 mín. 4-2 sek. 2. Ingimar Jónsson, K. A„ 2 mín. 4.8 sek. 3. Hreiðar Gíslason, Þór, 2 mín. 4.8 sek. Sjónarmunur. K. A. átti 1. sveit, 2 fyrstu og svo 4. mann, Ágúst Sigurlaugsson, og hlaut 7 stig. Sveit Þórs hlaut 14 stig, átti 3„ 5. og 6. mann. — Keppendur voru 18. Annar aldursflokkur, 13—16 ára. Hlaupið 1200 m. — Keppend- ur voru 8. Úrslit: 1. Einar Gunnlaugsson, Þór, 3 mín. 56.9 sek. 2. Kristinn Bergsson, Þór, 4 mín. 2.4 sek. 3. Hreiðar Jónsson, K. A„ 4 mín. 4 sek. Þór átti 1. ' sveit, 1„ 2. og 7. mann, Marinó Zóphoníasson, —• og hlaut 10 stig. Sveit K. A. 3„ 4. og 5. maður, hlaut 10 stig. ,Hlaupið var á túnunum ofan við íþróttahúsið í deigu, ójöfnu og mjög slæmu landi til að hlaupa á. Árangurinn er því vonum betri, — mun betri en í fyrra. Völsungar á Húsavík — eða H. S. Þ. — ætlaði að senda sveit til keppni í þessum eldri flokki, en því miður tókst ekki að fljúga um dagipn, svo að sveitin kom ekki. Oddeyrarboðhlaupið fór svo fram kl. 6 — með sama sniði og áður, 20 manna sveitum, K. A. og Þór, og vegalengdin 3.7 km„ um götur Oddeyrar og norður bæjar- ins. Hlaupinu lauk með glæsileg- um sigri K. A. Tíminn var 8 mín. 23.5 sek. Sveit Þórs var 8 mín. 45.7 sek. Þetta er bezti tíminn sem náðst hefir (sveit Þórs í fyrra 8 mín. 28.8). Bikarinn, sem Ö1 og gos gaf sem verðlaun i þessu hlaupi, rann Þór til eignar sl. sumar. Nú mun gefinn nýr bikar, en ekki er alveg frá því máli gengið enn. Gripurinn mun þó innan skamms til sýnis í búðar- glugga hér og síðan afhentur sig- urvegurum. Hlaupið fór vel fram og skipu- lega. Þó varð því ekki afstýrt, að inn á milli hlauparanna — þar sem bil varð snemma nokkurt á milli K. A. og Þórs í hlaupinu — komu bæði bíll og mótorhjól, með einhverja í og á, sem þykjast víst vera menn með íþrótta-áhuga. — En munu þeir skilja, hvernig það verkar á þá, sem á eftir eru, að sjá aðeins — gegnum rykið, sem þyrlað er upp — í mótorhjól og bíl í staðinn fyrir keppinautinn? Sambland af keppnisáhuga, heimsku og tillitsleysi við aðra er slæmur „hristingur" á íþrótta- mótum. —o— íþróttahúsið verður opið fyrir íþróttafélögin og aðra, eft- ir nánara samkomulagi við hús- vörð, eins og hér segir: í júní og júlí: mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 5—10 síðdegis. Laugardögum kl. 2—7 síðdegis. Einnig verður almenningi gef- inn kostur á böðum á miðviku- dögum og laugardögum þann tíma, sem húsið verður opið. Baðgjald er kr. 2.00 fyrir manninn. Baðgestir leggi til sjálfir handklæði og sápur. Akureyri 1. júní 1949. Húsnefndin. Amerísk smokingföt, sem ný, á meðalmann; eru til sölu. Afgr. vísar á. JH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.