Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 9. júní 1949 D A G U R 5 Allsherjar berklarannsókn á Akureyri Eins og fyrr er frá greint er ákveðið að láta fram fara allsherjar berklaskcðun hér í bænum. Og er skoðunin þegar hafin. Er gert ráð fyrir að rannsóknin taki um 10 daga og 6—700 manns verði rannsak- að daglega. — Berklarannsóknin fer fram í Gagnfræðaskólanum. — Tilgangur rannsóknanna. Eins og kunnugt er hafa slíkar rannsóknir á undanförnum árum verið framkvæmdar á ýmsum stöðum hér á landi. Tilgangur þeirra er að leita uppi berkla- sjúka menn og konur, berkla- smitbera, sem ganga um sem heilir væru, án þess að vita um sjúkdóm sinn. Það er mikilsvert fyrir slíkan smitbera að fá þegar í stað rétta meðferð, áður en sjúkdómur hans er ólæknandi, og mikilsvert fyrir þjóðfélagið, að sjúkrahússvist hans verði sem stytzt og örorka hans sem minnst. Með því að hafa upp á slíkum ' smitbera er jafnframt komicT í veg fyrir það, að hann nái að smita frekar út frá sér og breiði sjúk- dóm sinn þannig út óafvitandi. Berklarannsóknir hér á landi. Hér á landi hafa berklarann- sóknir undangenginna ára fært sönnur á, að slíkar rannsóknir eiga fullan rétt á sér.' Árlega hafa verið rannsakaðar þúsundir manna, auk berklaprófa héraðs- læknanna, sem hafa skipt þús- undum. Hafa eigi fáir smitberar fundizt við þessar rannsóknir og hvað eftir annað tekizt að stemma stigu við berklafaröldrum. í ýmsum læknishéruðum, bæði kaupstöðum og sveitahéruðum hafa allsherjar berklarannsóknir verið framkvæmdar. I mörgum þeirra hefii: hver einasti maður komið, sem boðaður var til rann- sóknanna. Á Akureyri hafa berklarann- sóknir einnig verið framkvæmdar í stórum stíl á undanförnum ár- um. Berklavarnastöðin hefir rannsakað um eitt þúsund manns árlega, og fjölgar rannsóknum hennar ár frá ári. Margir, sem þar eru rannsakaðir, standa undir beinu eftirliti stöðvarinnar vegna berklaveiki í nánasta umhverfi sínu, eða eru af öðrum ástæðum sendir til rannsóknar af starfandi læknum í bænum. Sumir koma og óska eftir slíkri rannsókn ótil- • kvaddir. Þá hefir verið boðaður ■ til rannsóknanna fjöldi fólks úr einni og sömu starfsgrein, svo . sem kennarar, skólafólk, starfslið . Mjólkursamsölunnar og mat- • vöruverzlana, veitingahúsa o. s. frv. Allsherjar rannsókn á Akureyri. Nú hefir verið ákveðið að láta , fara fram allsherjar rannsókn á öllum íbúum bæjarins. Er ætlazt til þess, að hver einasti maður mæti til rannsóknarinnar, nema hann sé hindraður af sjúkdóm eða ellikröm. Áætlað er, að rann- sóknin taki um 10 daga og 6—700 manns verði rannsakaðir daglega. Tilhögun rannsóknarinnar. Rannsóknin er þegar hafin með berklaprófi á öllum börnum kaupstaðarins. Börn, sem reynzt hafa jákvæð við prófið, verða síð- ar röntgenrannsökuð. Hin nei- kvæðu verða eigi rannsökuð frekar. Þá verða hjúkrunarkon- ur sendar í hvert hús og hverja íbúð og boða þær fólk til rann- sóknanna. Jákvæðu bömunum verður síðan stefnt til röntgen- rannsóknar ásamt öllum full- orðnum. Verðui' hún framkvæmd í Gagnfræðaskólahúsinu og er fólgin í því, að tekin verður rönt- genmynd af lungum hvers ein- staklings. Hafa í þessu skyni ný- lega verið keypt mjög vönduð og dýr röntgentæki. Rannsóknin fer fram daglega frá kl. 10—22. Gert er ráð fyrir, að rannsakaðir verði um 100 manns á klukkustund hverri. Til þess að koma í veg fyrir óþarfa bið er fólki stefnt þannig, að um 40—50 manns komi á hverjum hálftíma. Ætti þá lengsta bið aldrei að nema meiru en 15—20 mínútum. Þetta er þó því aðeins hægt, að fólk komi stundvíslega. Hver og einn getur fengið að ákveða, hvenær hann vill mæta á áðurgreindum tíma, þ. e. hann getur valið um þann hálftíma, sem bezt hentar honum á tímabil- inu frá kl. 10—22. En þess verð- ur þá vænzt, að hann mæti á hin- um 'ákveðna tíma. Mun stundvísi almennings auðvelda rannsókn- ina mjög. Undirbúningur rannsóknanna. Undirbúningur þessarar rann- sóknar hefur tekið alllangan tíma. Orðugt hefur reynzt að fá allt, er til hennar þarfnast, tæki, filmur, efni til berldaprófa o. s. frv. Röntgentækin hafa verið keypt sérstaklega með það fyrir augum að framkvæma berkla- rannsóknir í stærstu kaupstöðum landsins. Húsrúm það, sem notað er, er að ýmsu leyti ekki hentugt. En þess er vænzt, að íbúar þessa bæjar geri sér ljósa örðugleika þá, sem hér er við að etja og taki eigi hart á þeim óþægindum, sem af slíku kunna að hljótast, hejdur sýni vilja sinn í því, að koma til rannsóknanna á hinum tilskilda tíma. Treyst á skilning bæjarbúa. Af framanskráðu er ljóst, að við ýmsa óvænta örðugleika get- ur verið að etja. Enn fremur vita allir, sem að rannsókninni standa, að hún verður vart framkvæmd á sómasamlegan hátt án vilja í- búanna sjálfra. Fyrstu ár berkla- rannsóknanna hér á landi varð þess eigi sjaldan vart, að fólk fyrirvarð sig fyrir að mæta til rannsóknar. Nú er slíkt löngu horfið, og margir eru þeir, sem hafa látið í ljós þá ósk, að árlega væri hægt að framkvæma berkla- rannsókn í byggðarlagi sínu. í þessu efni er treyst á skilning og vilja bæjarbúa. Með því að sýna áhuga sinn á rannsókninni og koma þegar í stað er kallið kemur, auðvelda þeir starfið mjög. Þeir verða að hafa það hugfast, að rannsóknin er fram- kvæmd fyrir þá sjálfa og alþjóð- ar heill, en eigi starfsliðið, er að henni stendur. Hér er um eitt velferðarmál þjóðarinnar að ræða, því fáar munu þær fjöl- skyldur á þessu landi, sem berklaveikin hefur ekki höggvið skarð í á undanfarandi áratugum. Þótt núgildandi berklavarnarlög veiti víðtæka heimild til að skylda fólk til rannsóknarinnar, ætti aldrei að þurfa að beita slík- um Jagafyrirmælum. Hver einasti maöur á að mæta við fyrstu kvaðningu, ef nokk- ur tök eru á. Því aðeins er til- gangi rannsóknarinar náð, að sérhver einstaklingur geri skyldu sína í þessu efni og láti rannsaka sig. Þetta varðar hvern einasta bæjarbúa. Bólusetning gegn berklaveiki. Þá hefur verið ákveðið að gefa íbúum Akureyrar á aldrinum 13 —30 ára kost á því að láta bólu- setja sig gegn berklaveiki..Hefur þessi bólusetning verið fram- kvæmd víða um lönd með mjög góðum árangri og er af öllum tal- in hættulaus. Eftir bólusetning- una kemur oft nokkur bólguvott- ur á bólusetningarstaðinn, en smáhjaðnar og eyðist. Þess eru engin dæmi, að fólk hafi veikzt af völdum bólusetningarinnar. Heilsuverndarstöðin í Reykja- vík hefur þegar bólusett á þenn- an hátt nokkur þúsund manns, einkum börn og unglinga frá berklaheimilum. Nú stendur fyrir dyrum að hefja víðtækari framkvæmdir á þessu sviði víðsvegar á landinu. Er bólusetningin á Akureyri einn liður í þeim. Bólusetningunni verður hagað á þann veg, að allir á ofangreind- um aldri verða fyrst berklapróf- aðir á vanalegan hátt. Verður það gert um leið og þeir koma til röntgenrannsóknarinnar. Að berklaprófinu afloknu verða þeir, er neikvæðir reynast, bólusettir. Fer berklabólusetningin fram í gagnfræðaskólanum. Séu ein- hverjir andvígir því, að þeir verði bólusettir, eru þeir beðnir að gera aðvart í tæka tíð. Bcrkladauði ört lækkandi. Á undanförnum árum hefur mikið unnizt á í berklavörnum þessa lands. Berkladánartalan hefur fallið örar en dæmi eru til í nokkru öðru landi. Við berkla- rannsóknina í Reykjavík náðist til um 99 af hundraði af öllum í- búum bæjarins. Hér eru allar að- stæður þannig, að samskonar rannsókn á að takast, ef allir leggjast á eitt. Hví þá eigi að gera slíka tilraun? Það er ósk allra, að tilraunin megi takast. Þeir sem að rann- sókninni starfa leggja sig fram til þess, að hún verði sem þezt af hendi leyst, í þeirri trú, að allir bæjarbúar sýni þann skilning og þegnskap, sem slíku máli er sam- boðinn. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). lengra upp á skaptið á öðrum sviðum, t. d. á vettvangi félags- málanna. Sé það orðið vafamál, hvort langir kjólar eða stuttir séu henni betur að skapi, þá er það að aftur á móti alveg vafalaust, að menningarfyrirbrigði á borð við verkföll og verkbönn hafa t. d. verið mjög í tízku nú um sinn, og sífellt fleiri stéttir og einstakling- ar reyna eftir beztu getu að sýna drottningunni trúnað sinn og hollustu á þann hátt. Það er gömul saga og ný, að verkamenn geri verkfall, og engin nýlunda er slíkt heldur um óbreytta sjó- menn. En nú hafa útgerðarmenn tekið upp sama gæfuþráðinn, iðn- aðarmenn gera verkföll, bílstjór- ar „stræka“, og mætti svo lengi telja og næstum því óendanlega. Hitt er miklu skrýtnara og ennþá nýtízkulegra, er ríkisrekstrar- menn „demonstrera11 gegn ríkis- rekstri, einræðissinnar gegn ein- ræði, en lýðhyggjumenn gegn lýðræðinu. Þá má það og til tíð- inda teljast (en þó engan veginn flunkunýrra) að forsvarsmenn og flokkar einstaklingshyggjunnar gangi af öllu einkaframtaki dauðu, menn hinnar „frjálsu verzlunar" standi manna fastast með (og græði manna mest á) hvers konar verzlunarhöftum, „kvótum" og svartamarkaðs- prangi, — spákaupmenn þeir og atvinnurekendur, er annars vilja þó teljast í hópi yfirlýstra and- stæðinga hvers konar félags- rekstrar og samvinnuskipulags, breyta sjálfum sér í hlutafélög og jafnvel samvinnufélög! Og loks þykjast gömuloggróinsamvinnu- félög til þess neydd að bjarga því, sem bjargað verður, undan „skattfrelsi samvinnufélaganna" með því að breyta fleiri eða færri starfsgreinum sínum í hlutafélög, til þess að komast þannig undir sams konar „skattpíningu11 eins og stórgróðamenn, sem orðnir eru persónulegt (eða fjölskyldulegt) hlutafélag, njóta svo góðs af og kvarta líka svo sáran yfir. Hringrásin fullkomnuð. NÆST FRÉTTUM við líklega, að fjölmenn félög breyti sjálfum sér af sömu eða svipuðum ástæð- um í einstaklinga og hefji einka- rekstur — í félagi! Og loks rekur sennilega að því, að þaulreyndar sjálfstæðishetjur og aðrir leiðtog- ar einkaframtaksins geri verkfall og neiti vendingum kommúnista, þegar þeir bjóða þeim vinnu við pólitísk skemmdaverk gegn fullu takstakaupi og réttreiknaðri vísi- tölu í þokkabót — allt auðvitað umreiknað í atkvæðum, „steikt- um gæsum“ eða öðrum pólitísk- um stundarhagnaði — og svo rekur sjálfsagt sú sanna furðu- fregn lestina, að kommúnistar geri kröfur til sjálfra sín, en hvorug hin síðasttöldu tíðindi hafa áður gerzt í sögunni, svo vit- að sé, og eru þá einsdæmi orðin bezt, en hinar fréttirnar verstar, sem hversdagslegastar eru og al- gengastar. Má þá segja, að hin eilífa hringrás sé fullkomnuð, einnig að þessu leyti, — duftið, sem hófst til skýjanna, horfið aft- ur til moldarinnar, klappir íhaldsundirstöðunnar orðnar að efstu og fokgjörnustu þakhellum skýjaborganna, en steinninn, sem byggingamennirnir burtköstuðu, sé orðinn að hyrningarsteini, allt að sjálfsögðu í hinni nýju, lang- tízkulegu og grannholdlegu merkingu nútímatízkunnar, en ekki í hinni gömlu, stuttklæddu og fullgildu merkingu dæmisögu fornaldarfólksins. „Og þú líka, bamið mitt Brútus“ — í verkfalli og vei'kbanni. OG TIL ÞESS að ritningar byltingarspámanna megi rætast, hefir vorið sjálft gert íslending- um öllum harðvítugt verkfall og samtímis sett blákalt verkbann á Fegrunarfélagið, sem og öll önn- ur félög og einstaklinga, er ætl- uðu sér þó annars að taka virkan þátt í voryrkjum þeirra hjóna- leysanna, þróunarinnar og gró- andans — sem verkfallsbrjótar og óvaldir félagsskítir, ef vinnufrið- ur fengist ekki á annan og frið- samlegri hátt. — Og loks setur penninn minn á mig velkomið verkbann með bleklausu þurra- drambi hins uppgefna iðjuleys- ingja, en eg geri honum aftur á móti og í launaskyni fyrir hvíld- ina hér með verkfall í „Degi“ í í kvöld kl. 9: | George sigrar í \ („Trouble Brewing“) i \ Spennandi og sprenghlægi- i í leg ensk söngva- og gaman- i I mynd frá A. T. P. Produc- i I tion, Ealing Studios, eftir | Í Angus MacPliail og \ Michael Hoganr \ \ Leikstjóri: \ \ Anthony Kimmins. Í Aðalhlutverk: | GEORGE FORMBY f Í Googie Withers \ | Gus McNaughtón \ Garry Marsh. \ ............ | SKJALDBORGAR [ B í Ó I | Topper á ferðalagi f Allir þurfa að sjA \ \ Topper. [ i Fer i vikulohin. i ;M«IIIIIIIIIIUIIIIIlM(HIIIIIIIIIIIIIIII»*lllll«IHIIMtlllHMMS Býli x nágrenni bæjarins er til sölu. Skipti á íbúð í bænum geta konxið til greina. Afgr. vísar á. Útvarpsborð á kr. 123.15 Eldhúskollar á kr. 44.55 Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.