Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 09.06.1949, Blaðsíða 8
8 Bagur Fimnitudaginn 9 júní 1949 Áframhaldandi harðindi hér norðanlands Alvarlegar horfur fyrir landbíinaðinn Enn cr ekkert lát á harðindun- Mm hér norðanlands, sífelld norð- an- og norðaustanátt með súldar- veður og jafnvel snjókomu. Sl. þriðjudag var t. d. snjókoraa hér á Akureyri, þótt snjó festi ekki hér á láglendinu. Skýrslur veðurstofunnar sýna, að fram til þessa er þetta kaldasta sumar sem gengið hefir yfir þetta hérað á þessari öld. Kuldi er um allt land, en þó er mun hlýlegra sunnanlands og gróður þar er lengra kominn. Sólskin er þar annað slagið, en hér sést ekki til sólar dögum saman. Lítill snjór er í lágsveitum sunnanlands og jörð talsvert tekin að grænka þar, en naumast getur heitið að grænt strá sjáist hér nema á vel rækt- uðum túnum. Erfiðleikar bænda. Þessi óvenjulegu harðindi hafa í för með sér gífurlega erfiðleika fyrir bændur. Enn verður að gefa fé inni mjög víða og segir sig sjálft að hey- og fóðui-vörubirgð- ir eru á þrotum, enda eru sam- gönguleiðir víða tepptar vegna snjóa og aurbleytu. Matvæli munu einnig tekin að ganga til þurrðar á afskekktum bæjum vegna þess hve samgöngur eru erfiðar. Þessa síðustu daga hafa jarðýtur víða verið að verki í Þingeyjarsýslu til þess að ryðja vegi, t. d. í Fnjóskadal framan- verðum og í Aðaldal og Köldu- kinn. Mjólkurflutningar og að- drættir í Þingeyjarsýslu munu vera sérstaklega erfiðir. Þáttur Ríkisútvarpsins. Það vekur athygli Norðlend- inga að Ríkisútvarpið flytur litlar sem engar fréttir af þessum miklu erfiðleikum fjölmargra byggða og virðist ekki gera sér far um að flytja þjóðinni yfirlit um ástand- ið í hinum ýmsum héruðum. En þegar snjóaði sunnanlands í vetur og erfiðleikar voru á mjólkur- flutningum til Reykjavíkur, var það aðalfrétt útvarpsins dag eftir dag. Berklaskoðimin hófst á þriðju- daginn Fólk mætir vel, segja læknarnir Allsherjarberklaskoðun hér hófst sl. þriðjudag í Gagnfræða- skólahúsinu. Sigurður Sigurðs- son berklayfirlæknir stjórnar skoðyninni, en honum til aðstoð- ar er héraðslæknirinn hér og hjúkrunarfólk. Á þriðjudaginn mættu nær 600 menn í skoðun og segja læknarnir að fólk mæti vel og stundvíslega, svo sem vera þarf, og sömu sögu var að segja í gær. Vonandi verður áframhald á því. Hjúkrunarkonur ganga um bæinn og boða menn til skoðun- arinnar. Eru menn boðaðir eftir götum í bænum. Greinargerð frá berklayfirlækninum um þessa skoðun og tilgang hennar er birt á 5. bls. I Útgerðarfélag Akureyringa h.f. f | AÐALFUNDUR | l Utgerðarfélags Akureyringa h.f. verður haldinn í i \ Samkomuhúsi bæjarins þriðjudaginn 21. júní n. k. § i kl. 81/2 síðdegis. i [ DAGSKRÁ: [ 1. Lagðir fram reikningar félagsins árið 1948. \ i 2. Lagabreytingar. i i 3. Onnur mál. i Akureyri, 21. maí 1949. j Stjómin. | | Frá Húsmæðraskólanum Handavinnusýning skólans verður laugardag- \ inn 11. júní n. k. Opin kl. 11—22. Skólanum verður slitið þriðjudaginn 14. i i júní, kl. 14. | Skólastjóri. Gagnfræðaskóla Akureyrar slitið s. I. fimmtudag 71 gagnfræðingur brottskráður Plöntuafgreiðsla S kógr æktar f élags- ins byrjuð Skógræktarfclag Eyfirðinga byrjar plöntuafgreiðslu á föstu- dag eftir kl. 4 síðdegis. Samanber auglýsingu á öðrum stað í blað- inu. Þó verður ekki hægt að af- greiða annað en gulvíði og eitt- hvað af birki fyrstu dagana. — Plöntur frá Skógrækt ríkisins mUnu ekki koma fyrr en í næstu viku. Afgreiðslan fer fram við Aðalsti'æti 62. í næsta blaði mun verða getið um skipulag á sjálf- boðavinnu við gróðursetningu á vegum félagsins. Að tilhlutun félagsins fóru tveir þátttakendur í Noregsför Skógræktarfélags íslands, þau Stefanía Ármannsdóttir og Brynjar Skarphéðinsson. Höfðu margar umsóknir borizt um þátttöku. Skógræktarstjóri mun koma til Akureyrar með Norð- mennina 18. þ. m. og fara héðan að Vöglum í Fnjóskadal. Þar munu þeir vinna að gróðursetn- ingu nokkra daga. E. t. v. vinna þeir einnig að gróðursetningu í Vaðlaheiðarreitnum á vegum Skógræktarfél. Eyf. seinni hluta fimmtud. 23. þ. m. Munu þeir gista á Akureyri næstu nótt og halda suður aftur föstudaginn 24. þ. m. Nýtt hefti „8amvinramnar“ Apríl-maí hefti Samvinnunnar er nýkomið út, 56 bls. ásamt fylgiriti. Heftið er helgað 30 ára starfi Samvinnuskólans. Jónas Jónsson ritar ýtarlega grein um skólann, sagt er frá hátíðahöldum í tilefni 30 ára afmælisins og frá skólaslitum síðustu. Þá rita 24 nemendur úr jafnmörgum ár- göngum skólans greinar um margvísleg efni. Eru þar frásagn- ir, sögukaflar, kvæði o. m. fl. — Margar myndir prýða heftið. — Fylgirit þessa heftis Samvinn- unnar er Hátíðaljóð Samvinnu- manna eftir Sigurð Jónsson á Arnarvatni og lög Áskels Snorra- sonar tónskálds við ljóðin. 20 ára Ákureyrar- stúdentar færa M. A. gjöf Hinn 31. f. m. voru 20 ár liðin síðan M. A. brautskráði II. árg. stúdenta frá skólanum. Voru þeir sjö að tölu: Gestur Olafsson, kennari, Gunnar Björnsson, framkv.stj., Guðríður Aðalsteins- dóttir, frú, Gústaf A. Ágústsson, endurskoðandi, Ingólfur Davíðs- son, gi-asafræðingur, Jón Sigur- geirsson, kennari, og Pálmi Pét- ursson, skrifstofustj. Komu 6 þessara 20 ára stúdenta saman hér og minntust skólans og af- mælisins. Færðu þeir skólanum fagran fána á stöng að gjöf. Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið .slf firrrmtudág að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni út- skrifar skólinn 71 nemanda. Við þetta tækifæri flutti skóla- stjórinn, Þorsteinn M. Jónsson, athyglisverða og snjalla ræðu, og lagði hann út af þessum orðskvið: „Elskaðu ekki svefninn, svo að þú verðir ekki fátækur." í vetur stunduðu 263 nemend- ur. nám í Gagnfræðaskólanum. af þeim luku 254 prófi, þar af 8 utan skóla. Miðskólaprófi luku 30 nemendur og munu þeir lang- flestir setjast í 4. bekk skólans næsta vetur. Óvenjulega mikil veikindi voru í skólanum í vetur, bæði mænu- sótt og inflúenza. Varð af þeim sökum að fella niður kennslu í skólanum um alllangt skeið. Hæstu einkunnir skólans hlutu þau Jóhann Bjarni Símonarson, Akureyri, 8,89, og Helga Jóns- dóttir frá Kambi, 8,79, bæði úr 2. bekk. Hæstu einkunn við gagn- fræðapróf hlutu Áslaug Bryn- jólfsdóttir, Krossanesi, 8,56, og Jónína Helgadóttir frá Vopna- firði, 8,55. Gagnfræðaskólanum bárust góðar gjafir á síðasta starfsári. Elinór Þorleifsson gaf skólanum jurtasafn og Jakob Frímannsson gaf uppsettan hreindýrshaus. — Þakkaði skólastjórinn gefendun- um þessar veglegu gjafir og vin- arhug þann í garð skólans, er þær bæru vott um. Hann gat þess og sérstaklega í skólaslitaræðusinni, að oft hefðu nemendur G. A. (Framhald af 1. síðu). þetta var eg fluttur í fangaklefa. Þar voru fimm Pólverjar fyrir. Þeir tóku mér vel, en eg þorði ekki að tala við þá, óttaðist að þeir væru sporhundar lögregl- unnar. Við fengum rúgbrauðs- sneið að borða um hádegið og þunna, ógeðslega súpu á kvöldin. Það var allt og sumt. Fyrstu tvo dagana gat eg ekki komið þessum óþverra niður, en meðfangar mínir réðust á krásirnar eins og gráðugir úlfar. En sulturinn yfir- vann ógeðið og eftir þetta borð- aði eg minn skammt. „Eigum við að fleygja honum út um gluggann?“ Fimm sinnum var eg tekinn til yfirheyrzlu og pyntaður í hvert sinn. Dag einn, þegar verið var að fylgja mér í yfirheyrzluna, sögðu fangaverðirnir hvor við annan, en við gengum fram hjá opnum glugga á 5. hæð: „Eigum við að fleygja honum út hér? Við getum sagt að. hann hafi stokkið út og við ekkknáð til hans áður.“ Þeir létu það þó vera, en í yf- irheyrzlunni þennan dag brenndu þeir mig með sígarettum á alla fingurgómana. Einn daginn risp- reynzt góðir skólaþegnar, en sjaldan þó prúðari og auðveldari í sambúð en í þetta- sinn, enda hefði hann það eftir góðum heim- ildum, að gagnfræðingahópurinn nýi hefði í nýafstaðinni kynnisför sinni til Suðurlands vakið á sér sérstaka athygli fyrir prúð- mennsku og góða hegðun í hví- vetna og hlotið einróma viður- kenningu ýmissa gestgjafa sinna og annarra, er fylgdust að ein- hverju leyti með ferðum hans. F ramkvæmdastjóri Alþ j óðasamban ds samvinnumanna Myndin er af Thorsten Odhe, framkvæmdastjóra Alþjóðasam- bands samvinnumanna. Hann er kunnur rithöfundur, hefir m. a. skrifað ágæta bók um íslenzku samvinnuhreyfinguna, sem mörg- um er hér að góðu kunn. uðu þeir kviðinn á mér með hníf og spurðu hvort eg vildi heldur láta rista mig alveg á kviðinn eða játa sekt mína. Eg hélt áfram að segja, að eg hefði ekkert að játa. Svona gekk þetta dag eftir dag. Eitt sinn kom maður til mín og hvíslaði að mér, að eg gæti fengið góðan skilding ef eg vildi aðstoða sig við að komast til Svíþjóðar eftir að eg væri laus úr haldi. Mig grunaði að þetta væri gildra og sagði nei. Kannske var það þetta sem bjargaði mér. Áður en þeir slepptu mér, hótuðu þeir mér öllu illu, ef eg segði frá því, sem á daga mína hefði drifið. Þeir mundu sjá til þess að ná til mín í Svíþjóð ef eg héldi mér ekki sam- an. Áðui' höfðu þeir boðið mér fé ef eg vildi njósna fyrir þá í Sví- þjóð um dvalarstað pólskra flóttamanna. Allt, sem eg átti, meira að segja fötin sem eg stóð í, var tekið af mer, og mér fengn- ir ræflar í staðinn. Eftir það fékk eg að fara um borð danskt skip í höfninni.. ..“ Þannig er frásögn hins danska sjómanns. Þannig voru líka frá- sagnir þeirra, sem á sinni tíð lentu í höndum þýzku Gestapo- lögreglunnar. - Réttarfarið austan járntjaldsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.