Dagur - 04.08.1949, Side 1
F orustugreinin: íslenzk og brezk efna- hagsvandamál. Dagur Fimmta síðan: Viðureign einræðisherr- ans i Kreml við „Tító- ismann“.
XXXn. árg. Fimmtudaginn 4. ágúst 1949 31. tbl.
„ArnarfelP* við bryggju í Sölvesborg
Eins og fjTr er frá greiiit hér í blaðinu, á Samband ísl. samvinnu-
félaga vöruflutningaskip í siníðum í Sölvesborg í Svíbjóð. Var því
hleypt af stokkunum í maí sl. og hlaut nafnið „ArnarfeII“. Myndin
hér að ofan sýnir skipið við bryggju í Sölvesb'org, þar sem verið er
að vinna við fullsmíði bess. Milli skips og bryggju liggja tveir
prammar með aðalvél skipsins, og er verið að Iyfta cylinderblokkun-
um upp úr öðrum þeirra. Sveifarásinn og kasthjólin liggja á bryggj-
unni. Vélin er Polar-dieselvél, og vegur 50—60 tonn. Gatið á miðri
skipshliðinni er notað til þess að láta inn um það minni vélar, svo
sem dælur, skilvindur o. s. frv. Enn er eftir að byggja stýrishúsið á
skipið, en það verður úr alúminíumblöndu.
SÍS hefur samið um smíði á 1000
lesfa kæliskipi í Svíþjóð
Verður notað til flutninga frá frystihúsum
Sambandsfélaffanna
o •
Samband fslenzkra samvinnufélaga hefir samið við sænska skipa-
smíðastöð, A.—B. Oskarshamn Varv, um smíði á 1000 lesta kæli-
skipi, sem ristír 14 fct fullhlaðið og á því að komast inn á flestallar
smærri hafnir landsins. Smíði skipsins á að vera lokið um áramótin
1950—1951, en í síðasta lagi í febrúarmánuði 1951.
Samningurinn er gerður með
Jörundi vel fagnað við komuna til Ákureyrar
Skipið vekur hvarvetna mikla athygli, enda er
það eitt nýtízkulegasta fiskiskip, sem byggt
hefur verið fyrir íslendinga
Hinn nýi glæsilegi togari Guðmundar Jörundssonar útgerðar-
rnanns lagðist hér að hafnarbryggjunni sl. fimmtudagsmorgun. Kom
skipið beina leið frá Lowestoft á Bretlandi, en þar var það smíðað í
skipasmíðastöð Brooke Marine Ltd. MikiII mannf jöldi safnaðist sam-
an á bryggjunni til þess að fagna skipinu. Hafði Útgerðarmannafélag
Akureyrar efnt til móttökuathafnar. Jón Sólnes bæjarfulítrúi mælti
fyrir minni skipsins og Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns,
lofaði framtak hans og árnaði skipinu heilla. Lúðrasveit Akureyrar
lék undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Guðmundur Jörundsson
þakkaði móttökurnar og lýsti skipinu, en að því búnu var bæjar-
mönnum boðið að skoða skipið.
þeim fyrirvara, að nauðsynleg út-
flutnings-, innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi verði veitt.
Kæliskipið á að vera hið vand-
aðasta í hvívetna, smiðað sam-
kvæmt ströngustu kröfum
Lloyd’s og sérstaklega styrkt til
siglinga í ís.
í samningnum er gert ráð fyrir
því, að burðarmagn skipsins verði
1000 lestir d. w., en farmrými
65000 teningsfet innan einangr-
unar; lengd milli stafna 234 fet;
breidd 37 fet og 6 þumlungar;
dýpt frá efra þilfari („shelter-
deck'1) 23 fet og 6 þumlungar, en
frá neðra þilfari 14 fet.
450 lestir af olíuforða og ballest
rúmast í botntönkum skipsins.
Kælivélar fyrir „freongas“
frysta allt lestarrúm skipsins nið-
ur í -r- 20’ C við + 30° C lofthita.
Skipið á að vera knúið 1440
hestafla „Nohab“-dieselvél frá
hinni þekktu vélaverksimðju Ny-
quist & Holm í Trollháttan, og
ganga 13 mílur á klukkustund
með fullfermi.
Kæliskip þetta yrði fyrst og
fremst notað til flutninga á frosn-
um vörum, kjöti og fiski, frá
frystihúsum Sambandsfélaganna
til neytenda innanlands og er-
lendis. Sambandsfélögin hafa nú
frystihús á 34 höfnum á landinu.
Brýn þörf fyrir kæliskip.
Þau kæliskip, sem íyrir eru í
landinu, munu sum svo djúp-
skreið, að þau komast ekki inn á
nema fáar af þessum 34 höfnum,
en grunnskreiðari skipin hins
(Framhald á 7. síðu).
\
Leikflokkurinn ,6 í bíl‘
hlaut góðar viðtökur
Leikflokkurinn „6 í bíl“, sem
sýndi -Candida eftir Bernard
Shaw hér fyrir nokkru, kom hér
aftur í fyrradag úr ferðalagi um
Norðausturland og Austfirði, en
hélt vestur og suður á bóginn í
gærmorgun. Flokkurinn sýndi m.
a. á Reyðarfirði, Neskaupstað,
Eskifirði, Seyðisfirði, Egilsstöð-
um, Húsavík og Grenivík. Var
flokknum alls staðar vel fagnað
og þótti koma leikaranna hin
bezta tilbreyting. Flokkurinn
ætlar enn að sýna á suðurleið-
inni, m. a. á Blönduósi og á
Hvammstanga.
Leppmennska ísl.
kommúnista vekur j
athygli í Bretlandi j
Brezka fiskveiðablaðið Fish- ;
ing News flutti nú nýlega :
greinarstúf um síldveiðarnar ;
við ísland og getur þar sér-
staklcga um það, að Rússar
sendi enn síldarleiðangur á ís-
É Ienzk mið, og séu um 200
manns á skipum þeirra, þar á
É meðal allmargt kvenfólk. — í
= i.ambandi við þessa frcgn
I minnir blaðið á leiðangur
\ Rússa hingað í fyrra og segir
É það hafa vakið einna mesta at-
i hygli í sambandi við þá för, að
í uppvíst hafi orðið að íslenzkir
i kommúnistar hafi Iagt Rúss-
É um til sérfróða menn til að-
| stoðar við síldarleitina á Is-
É landsmiðum. Blaðið segir að
Í Svíar eigi 90 síldveiðiskip á
É miðunum en Norðmenn um
Í 160. Þjóðvcrjar hafi sent 2000
É tonna móðurskip, búið niður- i
Í suðuverksmiðju. Blaðið grein- É
É ir ennfremur frá Grænlands- \
Í leiðöngrum íslendinga nú, til é
É fiskveiða á grænlenzkum mið- i
Í um. |
~’'|IIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMM«
Davíð Stefánsson
kominn heim
Davíð Stefánsson skáld frá
Fagraskógi var meðal farþega á
Gullfaxa frá Kaupmannahöfn sl.
sunnudag. Davíð hefir dvalið í
Danmörku nú um nokkra hríð sér
til heilsubótar.
Hið árlega héraðsmót Fram-
sóknarmanna í Eyjafirði og á
Akureyri verður haldið næstk.
sunnudag, 7. ágúst, að Ilrafna-
gili.
Kl. 3 hefjast ræðuhöld og önn-
ur skemmtiatriði. Bernharð Stef-
ánsson alþingismaðyr setur sam-
komuna og stjórnar henni. Ræðu-
menn verða þeir Eysteinn Jóns-
son menntamálaráðherra, Jó-
hannes Elíasson lögfræðingur og
Dr. Kristinn Guðmundsson skatt-
stjóri. Þá syngur Jóhann Kon-
ráðsson og fleiri skemmtiatriði
verða. — Ef veður leyfir fara
dagskráratriðin fram úti á
skemmtisvæðinu, en að öðrum
kosti í hinum rúmgóðu húsa-
kynnum Framsóknarmanna þar
Lýsing skipsins.
„Jörundur“ er 491 smálest
þrúttó að burðarmagni, enskt
mál, 152 fet á lengd, 28 fet á
breidd og 15 fet á dýpt. Lestar-
rúm er 14600 kbfet. Lestar eru
alúminíumklæddar, ennfremur
öll skilrúmsborð, styttur og
klæðningar. Einangrun er 2”
gúmmí- og korkhella. í skipinu
eru kælivélar fyrir lestirnar.
Ennfremur lýsisvinnslutæki af
nýrri gerð, frá De Laval verk-
smiðjunum. Gert er ráð fyrir
mjölvinnslu um borð og hefir
verið komið fyrir öllum raf-
magnstækjum til þess, ennfremur
gufukatli, sem á að framleiða
gufu til upphitunar á skipinu, til
lýsisvinnslunnar og mjölvinnsl-
unnar. Vélarnar til mjölvinnsl-
unnar eru þó ekki uppsettar, voru
ekki tilbúnar, en verða settar nið-
ur eins fljótt og auðið er. Hitun-
arfyrirkomulag skipsins er þann-
ig, að heitu lofti er blásið inn í all-
ar mannaíbúðir. í skipinu er
Hydraulic togvinda, og er hún
á staðnum. -—-Að skemmtiatriðum
loknum verður dans stiginn. Mun
hljómsveit frá Akureyri leika
fyrir dans-inum. Veitingar verða
nægar: Kaffi, alls konar gos-
drykkir, tóbak og sælgæti. —
Hátíðarmerki verða seld á sam-
komunni.
Frá Akureyri verða sætaferðir
eftir kl. 2 frá Ferðaskrifstofunni.
Aðrir en Akui'eyringar, sem ætla
að sækja samkomuna, ættu að
tryggja sér ferðir í tíma, ef ekki
er þegar séð fyrir þeim úr
hverjum hreppi. — Framsóknar-
fólk ætti sérstaklega að leggja sig
fram um að gera samkomuna
fjölmenna og glæsilega og sýna
með því þróttmikinn og vaxandi
viðgang Framsóknarflokksins í
héraðinu.
stærsta vinda þeirrar tegundar,
sem sett hefir verið í togara.
Vindan er drifin af 240 ha. diesel-
vél, sama vél drífur 50 kw. dyna-
mo. Aðalvél skipsins er 950 ha.
Mirrlies dieselvél með super-
charge, 300 snúninga. Niður-
færzlugír 1 : 2. Venjulegur gang-
hraði skipsins er 12 mílur. Enn-
fremur er 50 kw. ljósasamstæða,
88 ha. Maclaren og önnur 44 ha.,
er drífur loftdælu, sjódælu og
dynamo fyrir Ijós í höfn.
í skipinu eru skilvinda og
streamlinefilter til hreinsunar á
allri' smurningsolíu. Ennfremur
kælildefi, alúminíumklæddur, til
geymslu á matvælum skipshafn-
ar. Stýrishús, skipstjóraklefi og
stjórnpallur eru einnig úr alú-
miníum. í skipinu eru nýtízku
siglingatæki, svo sem dýptarmæl-
ir, rafmagnsbotnlogg o. s. frv. —
Gert hafði verið ráð fyrir því að
setja Westinghouse radartæki í
skipið, en af því gat ekki orðið,
því að íslenzk gjaldeyrisyfirvöld
neituðu um leyfi til kaupa á
tækjunum.
Skipstjórinn á „Jörundi" er
Ragnar Guðmundsson úrReykja-
vík, 1. stýrimaður Páll Daníels-
son, 1. vélstjóri Hámundur Eld-
járn og 2. vélstjóri Jörundur
Jónsson.
Fyrsta reynsla lofar góðu.
Eins og fyrr segir korrí skipið á
fimmtudagsmorguninn, og fór
héðan á veiðar á laugardags-
morgun sl. Skipstjórinn lét svo
um mælt í símtali daginn eftir, að
(Framhald á 7. síðu).
Síldveiðin þrefalt
minni en í fyrra
Um sl. mánaðamót var heildar-
síldaraflinn þrisvar sinnum minni
en á sama tíma í fyrra, að því er
segir í skýrslum Fiskifélags ís-
lands. Var sumarið í fyrra þó
rnesta síldaleysissumar í langan
aldur. Aðeins örfá skip hafa feng-
ið meira en 1000 mál og tunnur
samanlagt. Krossanessverksmiðj-
an hafði tekið á móti rösklega
2100 málum sl. mánudag.
Héraðsmóf Framsóknarfélaganna
verður að Hrafnagili n.k. sunnudag
Eysteinn Jónsson inenntamálaráðherra flytur
aðalræðima á mótinu