Dagur - 04.08.1949, Side 8

Dagur - 04.08.1949, Side 8
8 Daguk Fimmtudagiim 4. ágúst 1949 Skáldkonan Margif Ravn í heim- sókn hér á landi 19 bækur hennar hafa komið út í íslenzkri þýð- ingu, og hún hefir nú í hyggju að skrifa telpu- sögu, er gerist á íslandi Hin kunna norska skáldkona, Margit Ravn, er nýlega komin hingað til Iands á vegum forlags Þorsteins M. Jónssonar og mun hún dvelja hér á landi fram und- ir mánaðamót. Hingað til bæjarins kom frú Ravn nú fyrir nokkrum dögum. Hefir hún skoðað sig um í bænum og nágrenni hans, og hyggst fara austur til Mývatns í dag og e. t. v. víðar um Þingeyj- arsýslu. Frú Margit Ravn er mjög kunn í Noregi og á öðrum Norðurlönd- um fyrir telpusögur sínar og hér á íslandi þekkja flestar ungar stúlkur hana af bókum hennar, sem komið hafa út lijá forlagi Þorsteins M. Jónssonar á undan- förnum árum, en þær eru nú orðnar 19 talsins og von á fleir- um á næstunni. Frú Ravn lét mjög vel af dvöl sinni hér, er Dagur ræddi við hana í gær. Þetta er fyrsta ferð hennar til íslands. Kvað hún það hafa verið sér skemmtilegt undr- unarefni að bækur hennar skyldu hljóta slíkar vinsældir hér á landi, og það hefði glatt sig mjög, að hún hefði fyrirhitt hér bæði unga og aldna, sem hefði þakkað henni sögurnar og kunnað á þeim góð skil. Frú Ravn gaf út nú í sumar í Noregi nýja telpubók, sem hún skrifaði eftir ferðalag um :ílí®- Holland og Þýzkaland í fyrra. Er það ferðalýsing í skáldsöguformi, ætluð ungum stúlkum. Frúin hef- ir nú í hyggju að halda þessari ferðalýsingu áfram, og láta sög- una gerast m. a. hér á landi. Mun hún viða að sér efni til sögunnar í þessari ferð og vinna úr því, er heim kemur. „Eg hefi alls ekki í hyggju að skrifa neina íslands- lýsingu," sagði frú Ravn. „Maður hefir ekki leyfi til slíks eftir svo stutta ferð. Þetta verður aðeins ferðalýsing og áhrif íslandsdvalar á unga stúlku, í söguformi." Margit Ravn sagði, að lands- lagið, tungan og fólkið á íslandi minnti um margt á Noreg, norsk- una og norsku þjóðina. Hér hefði hún átt þess kost að hitta að máli margt fólk, sem sér hefði fallið sérlega vel við. ísland væri auð- ugt af eftirtektarverðum per- sónuleikum. Yfirleitt lét hún hið bezta af dvöl sinni hér það sem af er og kvaðst hlakka til þess að sjá meira. Þrjár bækur frúarinnar eru ný- lega komnar út á foiiagi Þorst. M Jónssonar, í þýðingu Helga Val- týssonar. Heita þær: „Ein úr hópnum“, „Týndi arfurinp“ og „Ingiríður í Víkurnesi“. Foringi stjórnar- andstöðu Forseti íslands settur í embætti Hinn 1. þ. m. tók forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, við for- setaembætti á ný. Var forsetinn sjálfkjörinn í embættið við lok fyrra kjörtímabils. Innsetningin fór fram við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík og Al- þingishúsinu. Er forseti hafði tek- ið við kjörbréfinu, ávarpaði hann viðstadda, en mannfjöldi á Aust- urvelli hyllti hann, er hann gekk út á svalir Alþingishússins. Myndin er af hinum aldna for- ingja stjórnarandstöðunnar í Suður-Afríku, Jan Smuts mar- skálki. Miklar viðsjár eru um þessar mundir í stjómmálum landsins vegna þjóðernisstefnu Malans forsætisráðherra og flokks hans. Eru vaxandi ýfingar með hvítum mönnum og blökkum vegna þess að stjómin hefir mjög takmarkað rétt Indverja og blökkumanna til þátttöku í stjórn landsins. Smuts og flokkur hans berjast fyrir frjálslyndari stefnu. Hannes Magnússon skólastj. kominn heim Hannes J. Magnússon skóla- sjtóri var meðal farþega með Gullfaxa frá Kaupmannahöfn sl. sunnudag og er nýkominn til bæjarins. Hannes var í hópi þeirra Akureyringa, sem leituðu sér lækninga í Danmörku vegna eftirstöðva mænuveikinnar í vet- 'iJf) Ljósatími bifreiða er hafinn Ljósatími bifreiða og ökutækja er nú kominn aftur, en sam- kvæmt lögreglusamþykkt bæjar- ins hefst hann 1. ágúst ár hvert. Fyrstu viku ágústmánaðar er ljósatíminn frá kl. 22.10—2.55 eít ir miðnætti, en næsta tímabil er frá kl. 21.50—3.15 eftir miðnætti. Ættu bifreiðastjórar að hafa þetta í huga er þeir aka bifreiðum sín um að kvöld- eða næturlagi. SÍS beitir sér fyrir að tekið verði upp mat á heimagerðu smjöri Lakari gæðaflokkur verður 25-30% verðminni Greiðsla launauppbóta ríkisstarfsmanna hafin Fjármálaráðuneytið hefir nú tekið ákvörðun um greiðslu þeirra fjögurra millj. kr„ sem Al- þingi heimilaði að greiddar skyldu til uppbóta á laun ríkis- starfsmanna á þessu ári. Hefir ráðuneytið fyrir nokkrum dögum tilkynnt Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, að byrjað yrði að greiða uppbætur þessar til starfs- manna ríkisins 1. ágúst sl. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hafði farið fram á það við fjármálaráðherra, að þessar uppbætur á laun ríkis- starfsmanna, væru greiddar með fimm jöfnum afborgunum á mán- aðarlaunin, á tímabilinu júlí til nóvember. Á þetta sjónarmið hefir fjár- málaráðherra fallist og mun greiðsla launauppbótarinnar fara þannig fram, að 1/5 hluti hennar verði greiddur mánaðarlega um leið og grunnlaun eru greidd. Samband ísl. samvinnufélaga hefir ákveðið að beita sér fyrir því, að mat verði tekið upp á öllu heimatilbúnu smjöri, sem bænd- ur senda Sambandsfélögunum til sölumeðferðar. Er ætlast til að smjörið verði flokkað í 1. og 2. gæðaflokk, og 2. flokkur verði 25 —30% verðminni en 1. flokkur. Þykir nauðsynlegt að koma þessu mati á hið bráðasta vegna vax- andi kvartana verzlana og neyt- enda um misjafna vöru og gall- aða. Útflutningsdeild SÍS, sem þessi mál hefir með höndum, telur, að strax og rjómabússmjör verði leyst undan skömmtun eða nið- urgreiðslum á smjöri hætt, muni sala á heimatilbúnu smjöri mjög torveldast, nema gagngerð breyt- ing til bóta verði á framleiðslu smjörsins og meira til þess verks vandað en verið hefir nú upp á síðkastið. Ætlunin er að hvert kaupfélag hafi á að skipa hæfum matsmanni sem annist mat, flokkun og merk- ingu á öllu smjöri, er félögin veita móttöku frá heimilunum. Smjörið verði flokkað í 1. og 2. flokk, en óhæfu smjöri vísað frá. Gæða- flokkun og kaupfélagsmerki verði sett með merkimiðum á hvern pakka eða áprentað. Ætlast er til að félögin útvegi heimilunum smjörmót, sem taki % kg„ og sendingar frá hverju heimili beri ákveðið númer, eða séu merkt með nafni og heimili framleið- enda. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir frá KEA, mun félagið nú þegar taka upp þetta mat á heimatilbúnu smjöri. Mun kjöt- búð félagsins, sem veitir smjörinu móttöku, annast um að útvega bændum smjörmót og umbúðir strax og það verður fáanlegt. Eins og áður hefir verið auglýst verður alit heimatilbúið smjör að vera merkt með nafni.og heimili fram- leiðanda og útvegar Kjötbúð Síld í Faxaflóa Nokkur síldveiði hefir að und anförnu verið í Faxaflóa, þótt ekki sé í stórum stíl og er áfram- hald á þessari veiði. Akraness bátar fá um 100 tunnur í reknet yfir nóttina. Mestöll síldin er fryst til beitu. KEA nú þegar stimpla, sem eru hentugir til að merkja smjör- pakkana. Ennfremur mun kjöt- búðin afgreiða til þeirra, sem þess óska, bækling Sveins Ti-yggva- sonar mjólkurfræðings „Smjör- gerð í heimahúsum“, til leiðbein- ingar um vöruvöndun og gæði. Góðir gestir Kínverski presturinn Liu Dao- Seng og kona hans, ásamt kristni- boðunum Herborgu og Ólafi Ólafssyni, eru væntanleg hingað til báajarins næstk. laugardag og munu dvelja hér nokkra daga. Þau halda samkomur í kristni- boðshúsinu Zíon sunnudags-, mánudag.- og þriðjudagskvöld kl. 8.30. Fólk ætti að nota þetta ein- staka tækifæri til að heyra og sjá lifandi ávöxt kristniboðsins, sem rekið er í heiðnum löndum. Þessi heimsókn verður mikið gleðiefni þeim, sem hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi, að fá að vera með, að leggja fram ofurlítinn skerf til þessa rnikla málefnis kristniboðs- ins. Það ættu fleiri að leggja hönd á plóginn, því að „uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir“. J. Flugráð kynnir sér flugvallarmál hér Flugvallarstjóri ríkisins og menn úr Flugráði hafa dvalið hér að undanförnu og kynnt sér flug- vallarmál héraðsins. Eins og kunugt er hefir rannsókn farið fram á möguleikum þess að byggja flugvöll í Eyjafjarðarár- hólmum, en engar niðurstöður hafa verið birtar enn. Mun för flugráðsmannanna standa í sam- bandi við þessar athuganirogfýr- irætlanir. Eins og kunnugt er hefir Melgerðisflugvelli lítið ver- ið viðhaldið og rekur að því áður en langt um líður, að hann verði ónothæfur, nema meira verði að gert. Bandaríkjðmenn gera víðtækar lilraunir mé nylon-hotnvörpur Segja þær mimi endast margfalt á við venjulegar botnvörpur Brezka blaðið Fishing News skýrir frá því nú nýlega að Bandaríkjamenn séu að gera mjög athyglisverðar tilraunir með nylon-botnvörpur og muni brezkir útgerðarmenn gefa þess- um tilraunum sérstakan gaum. Samkvæmt frásögn blaðsins hefir fyrirtækið The Linen Thread Co. Inc. nýlega gert slíkar tilraunir á 12 mismunandi fiski— skipum og hafi vörpurnar verið reyndar við mjög mismunandi aðstæður og yfirleitt lagt á þær allt, sem venja er að bjóða botn- vörpu á þeim slóðum. Samkvæmt skýrslum um tilraunir þessar, hafa þær gefizt sérstaklega vel. Engin slitmerki sáust á vörpunum eftir allt að níu fiskitúrum og telja sérfræðingar að nylon-vörp- ur muni a. m. k. endast fjórum sinnum lengur en venjulegar vörpur og sé það varlega áætlað. í þessari grein í Fishing News er enginn samanburður gerður á verði nylon-vörpunnar og hinnar venjulegu vörpu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.