Dagur - 04.08.1949, Side 4

Dagur - 04.08.1949, Side 4
4 DAGUR Fiimntudaginn 4. ágúst 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa f Hafnarstræti 87 — Sími 166 lilað'ið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. l’RENTVERK ODDS HJORNSSONAR H.F. íslenzk og brezk efnahags- vandamál ÞAÐ LEIKUR ORÐ Á ÞVf hér á íslandi, að enskar vörur séu ódýrar. Ódýr er raunar engin vara lengur, en brezkar framleiðsluvörur mundu þó reynast það margar hverjar, ef almenningur hér þyrfti ekki að gjalda fyrir þær, auk liins raun- verulega verðs, margfaldan toll og tollviðauka, söluskatt og hvers konar aðra fjáröflunartolla rík- isvaldsins hér. Með því háttalagi öllu er útsölu- verð sterlingspundsins í vöruverðinu hér orðið eitthvað svipað því, sem sagt er að sterlingspunds- seðillinn kosti á svarta markaðinum. Og er þá vel að verið. Þessar staðreyndir koma í huga, við lest- ur ensku blaðanna um þessar mundir. Þar ber eitt mál hæzt: Viðskipta- og fjárhagsvandamál þau, sem nú steðja að brezku þjóðinni. Um þessi vandamál hefir verið rætt fyrr, en með öðrum hætti. Upp úr styrjöldinni lögðu Bretar út í „orr- ustuna um framleiðsluna“, sem þeir kölluðu svo. Allir voru þá sammála um það, að auka þyrfti framleiðslu þjóðaiinnar stórlega til þess að tryggja efnahagslegt sjálfstæði landsins í framtíðinni og búa þegnunum afkomuöryggi. Þessi orrusta var háð og er enn háð, og á þeim orrustuvelli hafa miklir sigrar verið unnir. Framleiðsla Breta er á mörgum sviðum miklu meiri nú en hún var fyrir styrjöldina. En vandinn var ekki allur þar með leystur. Bretar hafa lagt hið mesta kapp á að sporna gegn dýrtíð í landinu og þeim hefir tekizt það flestum Evrópuþjóðum betur. Samt er nú svo komið, áð brezku blöðin segja, að jafnframt því, sem lífsnauðsyn sé að auka enn framleiðsluna, verði að stíga annað skref eigi þýðingarminna: að lækka framleiðslukostnaðinn. Og um það er rætt nú meira en flest annað, því að menn greinir á um leiðirnar að þessu takmarki Hið frjálslynda blað, „Economist", hafði í því efni þetta að leggja til málanna m. a.: „Það er kominn tími til að hætta að vernda fólk fyrir áhrifum hins efnahagslega raunveruleika. Kaupsýslumenn verðr. á ný að vinna fyrir peningunum, en mega ekki lengur taka þá á þurru landi með opinberum leyfum og samningum. Vei’kalýðsfélög verða að skilja að ; verkamennirnir verða að láta gjaldeyrisverðmæti af hendi fyrir kaup það er þeir fá greitt. Þessir hlutir fást ekki fyrir útvarpsræður um þjóðarheill og þegnskap, heldur með því að fjarlægja „stuðdemparana“, sem eru í milli einstaklinganna i og hins efnahagslega raunveruleika... í ÞESSUM UMRÆÐUM um efnahagsmál í Bretlandi er margt athyglisvert fyrir íslendinga. — Framleiðslukostnaður útflutningsframleiðslu Breta er miklum mun minni hjá þeim en hér er. i Samt óttast þeir sinn framleiðslukostnað og telja lífsnauðsyn að færa hann niður. Þar sitja mörg ráð og margar nefndir, sem með ráðstöfunum sín- um setja „stuðdempara“ í milli einstaklinganna og „hins efnahagslega raunveruleika“, og þar ger- izt það enn, að kaupsýslumenn taka gróðann á þurru landi, ekki fyrir dugnað og hagsýni, heldur með aðstoð hinna valdamkilu nefnda, sem úthluta : leyfum og kvótum. En þótt allt sé þetta áberandi I í Bretlandi, eru það hreinustu smámunir hjá því, i sem hér er. Ríkisvaldið er búið að skjóta „stuð- dempurum'' í milli einstaklinga og atvinnuvega annars vegar og hins fjárhagslega raunveruleika [ hins vegar nær því á hverju sviði efnahagsmála landsmanna. Útgerðarmaðurinn og bóndinn vita naumast lengur hver hinn efnahagslegi raunveru- leiki er. Útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur standa þar í milli. Háar kaupgreiðslur eru inntar af hendi til einstaklinga til þess að þeim megi auðnast að greiða háa tolla af varningi og enn hærri skatta til ríkis og sveitarfélaga. Og verzlunin lýtur ekki lengur lögmáli hagsýni og dugnaðar, heldur valdi nefnda og ráða, sem úthluta leyfum og kvótum eftir dularfullum, pólitískum leiðar- stjörnum. Þannig mætti lengi telja dæmin. Hinn efnahagslegi raunveruleiki í þjóðaibúskap Is- lendinga er djúpt grafin undir hrúgaldi reglugerða, tilskipana og annarra gerfiráðstafana, svo að fólkið í landinu þekkir hann naumast lengur. Brezka blaðið „Economist“ telur vonlaust að lækna meinsemdina í efnahags- málum Bretlands nema með hörðum skóla, sem kenni fólk- inu að meta lögmál fjármála og viðskipta. Eftir nokkurra ára dvöl í skýjaborgum „nýsköpun- arinnar“ stefnir nú óðfluga að því, að íslendingar verði að inn- rita sig í þennan harða skóla. Til þess að hefja námsferilinn þar þarf að byrja á því að svipta til hliðar ýmsum þeim gerfiblæjum, sem nú hylja raunveruleikann, þann raunveruleika, sem efna- hagsleg framtíð landsitis hvílir á. Við þurfum ekki fleiri nefndir og ekki fleiri reglugerðir, heldur aukið frelsi einstaklinganna til þess áð glíma við þá erfiðleika, sem staða landsins og eðli fram- leiðslu okkar ög útflutningsverzl- unar leggur þjóðinni á herðar. í þeirri glímu vinnst ekki sigur með hjálp neinna gerfimeðala, helur aðeins með dugnaði, hag- sýni og raunhæfu mati á and- stæðingnum. E. t. v. þarfnast þjóðin þess nú fyrst og fremst, að öðlast skilnipg á þessum raun- veruleika. Þegar sá skilningur er fyrir hendi, verður auðveldara en nú virðist að leggja til atlögu við mestu meinsemdirnar í íslenzku fjármálalífi. FOKDREIFAR Um daginn og veginn. ÞAÐ HEFIR kólnað í veðrinu þessa síðustu daga og í fyrrinótt gránaði aðeins í rót í fjöllum. Þar með lauk góðviðriskaflanum, sem við Norðlendingar höfum búið við síðan hinum langvinnu vor- harðindum lauk. Tíðin hefir leik- ið við okkur allan júlímánuð, en Sunnlendingarnir hafa búið við votviðrin. Nú er taflinu snúið við, og er það raunar ekki nema sann- gjarnt. Sunnlenzku ferðamenn- irnir, sem hingað hafa komið í stórhópum, hraða sér nú suður á bóginn, í sólina og ylinn þar. — Verði áframhald á þessu tíðarfari, má búast við því að mjög dragi úr ferðamannastraumnum hingað. Margir ferðamenn hafa gist þennan bæ og þetta hérað á þessu sumri, þótt kunnugir segi að fleiri hafi komið sum árin. Yfir- leitt mun það reynsla þeirra, sem greiðasölur og gistihús reka, að fólk ferðist minna en áður og eyði minni peningum á gistihúsum en fyrr var. Segir það sína sögu. Enda er það sannast mála, að verðlag á gistihúsum og greiða- sölum hér hjá okkur er svo hátt, að það hlýtur að bitna harðlega á öllum gistihúsarekstri strax og þrengist fyrir dyrum hjá almenn- ingi. Er það ískyggilegt vandamál, því að við megum illa við því, að gistihúsarekstur og greiðasala hér dragist saman, eða aðbúð þar verði lakari en nú er. A. m. k. ekki ef við eigum að geta tekið sómasamlega á móti góðum, er- lendum gestum, sem hingað vilja sækja. En slíkar heimsóknir geta, ef vel er á haldið, fært drjúgar gjaldeyristekjur í þjóðarbúið. ÞÓTT OKKUR landkröbbun- um þyki illt að sjá af sólskininu og góða veðrinu, líta sjómennirn- ir, sumir hverjir a. m. k., öðrum augum á málið. Kunningi minn sagði við mig í fyrradag, þegar hann var að auka norðanáttina og „bræluna", sem sjómennirnir kalla svo: „Bara að hann geri nú góðan norðangarð í 1—2 daga. Það mundi kannske hræra upp í sjónum og færa okkur síldina á eftir.“ Það kom í ljós við nánari rannsókn á þessari ósk, að sjó- menn segja átuna á allt að 10 metra dýpi í sjónum og telja það of djúpt til þess að síldin vaði. Einhverjir í þeim hóp munu telja góðan norðangarð í 1—2 daga líklegan til þess að færa átuna of- ar og síldina að yfirborðinu, en sjálfsagt munu þó ekki allir sam- mála um þetta, enda allsendis óvíst að þessi yrði raunin á þótt hann hvessti á norðan. En von- legt er, að menn velti fyrir sér líklegum fyrirbrigðum til þess að auka síldveiðina. Ástandið er hörmulegt eins og allir vita, sjó- mennirnir orðnir langþreyttir að leita hér á miðunum, og fjárhags- afkoma útgerðarinnar og síldar- verksmiðjanna á heljarþröminni, svo að ekki sé nú talað um gjald- eyrisástandið og þá erfiðleika, sem aflabresturinn nú hlýtur að skapa. Enn vona menn að veiðin glæðist nú næstu dagana og fram um miðjan mánuðinn, en verði sami „dauðinn“ þá, má fastlega búast við því að sjómenn og út- gerðarmenn leggi árai í bát og horfist í augu við þann veruleika, að þetta sumar verði langversta aflaleysissumari, sem yfir síldar- útveginn hefir gengið síðan síld- veiðar í stórum stil hófust hér við land. Eftir öll síldarleysisárin að undanförnu vaknar svo þessi spurning: Er síldan horfin af mið- unum hér við ísland? Megum við búast við því að þessi saga endur- taki sig næstu árin? Um það veit vitaskuld enginn. Síldin gerir ekki boð á undan sér, og hún læt- ur ekki vita, hvort hennar sé von eða ekki. Og við það er ósköp hætt að sitji. Reynslan í ár ætti að duga til að kenna okkur, (Framhald á 7. síðu). Eru íslenzkir eiginmenn hjálplegir við heimilisstörfin? Síðastliðið vor lét danska Gallup-stofnunin fara fram rannsókn á því, hve víðtæk og almenn hjálp eiginmannanna væri í heimilunum við ýmis heimil- isstörf. Það kom í ljós, að Danir voru töluvert lipr- ar „vinnukonur“ og stóðu framar Norðmönnum, þegar um daglega hjálp var að ræða, en þeir höfðu einnig látið rannsaka þetta hjá sér. Það kom í ljós, þegar spurningin um það, hvort maðurinn hjálpaði til við heimilisstörfin, var lögð fyrir bæði gifta menn og konur, að mennirnir mátu hjálp sína meira en konumar gerðu. Augljóst var að það er almennt, að mennirnir veiti konum sínum einhverja aðstoð heima, því að 60% af eiginkonun- um svöruðu því játandi. Aftur á móti var það 77% af eiginmönnunum, sem svöruðu þessu játandi. Þeir kváðust hjálpa til ýmist við uppþvottinn, kyndingu, eða við að leggja á borð og bera af því aftur. Að jafnaði er það svo, að tveir af hverjum þrem eiginmönnum eru liðlegir við konur sínar og hjálp- legir við heimihsstörfin, þótt ekki sé um daglega hjálp að ræða. Aftur á móti má segja, að rúmlega einn fjórði hluti allra giftra manna í Danmörku (27%) hjálpi konum sínum daglega við heimilis- störfin. Að maðurinn hjálpi til daglega, er algengast í Kaupmannahöfn, eða í 40% af heimilunum. í minni bæjum og þorpum verður talan nokkuð lægri eða 30%, og í sveitaheimilum fer hún niður í 16%. Þar sem hjónin eru mjög ung, eða undir 25 ára aldri, er gagnkvæm hjálp mest, eða í um 40% heim- ilanna, þar sem maðurinn hjálpar til daglega. Á aldrinum 25—34 ára, fer hjálp eiginmannsins niður í 31%, og hjá 35—49 ára hjónum hjálpar maðurinn aðeins í 23% af heimilunum. Aftur á móti eru menn, sem komnir eru yfir fimmtugt, mun liprari við hús- störfin. Um 28% þeirra hjálpa konum sínum. ASTRALSKIR EIGINMENN LIPRASTIR. Sömu spurningar og hér um ræðir, hafa verið lagðar fyrir fólk í þrem öðrum löndum: Noregi, Hollandi og Ástralíu. Samanburður á þessum rann- sóknum sýnir, að áströlsku eiginmennirnir eru liprastir og að þar í landi er það algengast og mest áberandi, að mennirnir hjálpi til við hússtörfin. — Samanburðurinn lítur þannig út: Menn, sem hjálpa citthvað til við hússtörfin: 85% í Ástralíu, 74% í Noregi, 65% í Danmörku, 62% í Hollandi. — Menn, scm hjálpa til daglega: 54% í Ástralíu, 27% í Danmörku, 25% í Hollandi 23% í Noregi. Eins og á þessu sést, eru hinir áströlsku eigin- menn mjög til fyrirmyndar. Hjá Norðmönnum lækkar talan mikið, þegar um er að ræða daglega aðstoð, og Danmörk fer einu sæti ofar, og verður ofar bæði Noregi og Hollandi með hina daglegu hjálp. Þetta er býsna fróðleg skýrsla, sem húsmæður allra landa munu hafa gaman af að kynna sér. -----------------------o---- Mjög má um það deila, hvort réttmætt sé að ætl- ast til þess, að maðurinn taki að sér einhvern hluta heimilisstarfanna að loknu dagsverki hans, sem unnið er utan veggja heimilis. Maðurinn aflar heim- ilinu tekna með vinnu sinni, en verksvið konunnar er í heimilinu. Þannig er þetta venjulega sett fram, og um leið talið óréttmætt, að maðurinn þurfi að fara að fást við búverk, er heim kemur. Þetta er að nokkru leiti rétt og auðvitað má misnota lipurð og vilja góðra eiginmanna til þess að hjálpa til heima, en því má heldur ekki gleyma, að vinnu- dagur konunnar í heimilinu er oft æði langur og erilsamur og í sambandi við heimilisreksturinn. eru óteljandi snúningar og áhyggjur, sem hveni konu kemur meir en vel að fá hjálp við. Eiginmenn, sem eru eins og kostgangarar í sínu eigin heimili, eru ekki til fyrirmyndar, en það getur (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.