Dagur - 04.08.1949, Side 6

Dagur - 04.08.1949, Side 6
6 D A G U R Fimmtudaginn 4. ágúst 1949 'á É ú HVERFLYND ER VERÖLDIN Saga eftir Charlcs Morgan ¥ k 29. DAGUR. (Framhald). „Vegna hvers?“ „Vegna þess~að Valería er ófús að hætta við fyrirætlanir sínar fyrir fortölur annarra. Réttast að bíða með það þangað til bróðir hennar hefir haft tækifæri til þess að gera aðrar ráðstafan- ir.“ Sturgess skildi mæta vel, hvað bjó í þessum orðum, og hann skemmti sér við það og dáðist að því í senn. „En gerir þú þá ekki ráð fyrir meiru en þegar er orðið?“ spurði hann brosandi. „En það varst þú sjólfur, sem fyrst talaðir um að afturkalla far- miðapöntunina.“ „Satt er það. í Bandaríkjunum erum við gefnir fyrir að ráða mál- um til lykta á skjótan hátt.“ „Satt mun það vera. Og þess vegna varaði eg þig við. — Gjörðu svo vel, hér kemur sherryglasið.11 í þessu opnuðust dyrnar út í garðinn. „Og þarna er enska stúlkan," bætti frú Mur- iven við. Áin var grunn og víðast þröng. „Ef þetta væri Hudsonfljót, gæti eg róið betur,“ sagði hann, um leið og hann rak aðra árina í botninn. „Já, en Tarry-áin er ekki sköpuð fyrir hraða.“ „Nei, en það er illt að þurfa að róa á svo grunnu vatni. Sjáðu bara. Vatnið er slétt og sakleys- islegt á yfirborðinu, en grynning- ar við hverja bátslengd. Hvar er þessi eyja?“ Hún benti eftir ánni. Þau bundu bátinn og báru tösk- una upp í rjóður, þar sem svo háttaði til, að þau gátu notið sól- ar og forsælu til skiptis að vild ,sinni. Og svo leið morguninn. Þau horfðu á ána og landið, sögðu endurminningar, skiptust á skoð- unum og framtíðardraumum, lærðu að þekkja hvort annað og þau voru hamingjusöm. Þessi hamingja kom svo léttilega yfir þau og var svo áhyggjulaus, að Sturgess flýtti sér ekkert að því að bera fram spurninguna, sem honum lá þyngst á hjarta. Hann efaðist ekkert um, að dagurinn mundi bera jáyrði hennar í skauti sér. Raunverulega mundi spurning hans og jáyrði hennar engu breyta. Böndin voru þegar tengd í milli þeirra. Hann lét samtalið þvi reika frá einu til annars, jafnvel þegar hún lét það eitt sinn berast að atburð- unum í Blaise. „Heldurðu," spurði hún, „að Hegrinn hafi í raun og veru sent bréf áður, og að handtaka Maríu, eftir að þið voruð farnjr, hafi ver- ið árangur af því?“ „Nei, ekki handtaka Maríu. — Hún segir það sjálf og eg efast ekki um það. En við vitum, að hann sendi bréf áður. Það undar- lega er, að Dick Frewer vissi um það, og hann sagði okkur frá því á heimleiðinni. Hegrinn hefir komizt á snoðir um að Dick var tortrygginn eftir það, en þar sem hann vissi, að hann hafði mikil áhrif á hann, þá gekk liann á það lagið til þess að eyða tortryggn- inni. Og skýringin, sem hann gaf, var raunar snilldarleg.“ Sturgess lagði kaffibollann frá sér í körfuna, tróð í pipuna sína og hélt svo áfram frásögninni. — „Einn af fangelsisfélögum hans í Þýzkalandi hafði verið brezkur foringi,“ sagði Hegrinn. „Hann átti systur, sem átti heima í Þýzkalandi, var gift Þjóðverja. Hann þorði ekki að skrifa henni úr fangelsinu vegna ritskoðunar- innar þar. En þessi ungi foringi var mikið sjúkui' og að dauða kominn. Hann þurfti nauðsynlega að koma boðum til systur sinnar um ýmisleg fjölskyldumál. Þegar hann vissi um ráðagerðir Hegrans að flýja, þá bað hann Hegrann að komst í samband við hana fyrir sig. Hégrinn varð að leggja skila- boðin á minnið. En í Frakkalndi gat hann skrifað þau á blað og sent þau í póstinum til Þýzka- lands. Þetta sagði hann Dick Frewer.“ (Framhald). •l■lllll•lll■llll■llllll■lll■llllllllllllllllllllll■lllllll■llllll■ii» Z 5 \ Divanar i i Ottomanar \ i Armstólar \ \ Borðstofuborð i í Dagstofuborð i i Sófaborð \ i Spilaborð \ \ Útvarpsborð \ i Reykingaborð \ i Stofuskápar | Klœðaskápar i Rúmfataskápar i Bóliaskápar | Kommóður I Barnarúm i i Barnagrindur \ Barnastólar i Eldhússtólar i i Eldhúskollar \ Borðstofuslólar I Blómasúlur | IBólstruð | (húsgögn h. f. | i Iíafnarstræti 88 - Sími 491 [ «t>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii*iii*iiiiiiiiii<»iii*iii>iiiaiiiii» Jarðarför mannsins míns, ÓLAFS TRYGGVASONAR, Dagvcrðartungu, sem andaðist 1. þ. m., fer fram frá heimili okkar briðjudaginn 9. ágúst kl. 11 f. h. Fyrir mína hönd og ánnarra vandamanna. Ágústa Ffiðfinnsdótíir. Innilegustu hjartans þakkir fyrir hina miklu samúð og vin- áttu er okkur var sýnd við andlát og iarðarför JENS M. SIGURÐSSONAR, vélfræðings. — Guð blessi ykkur öll. María Hallgrímsdóttir. Astrid Sigfrid Jensdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGURLAUGAR JÓHANNESDÓTTUR, Hvammi. — Guð blessi ykkur öll. Stefán Ingjaldsson, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og jarð- arför föður okkar og tengdaföður, SIGURÐAR SIGURGEIRSSONAR, Syðra-Hóli. Börn og tengdabörn. /—■■ —......... ... ? Röska og áreiðanlega STÚLKU \antar nú þegar í af- greiðsluna. Gufupressan Skipagötu 12. ........ ' ------- f, Molasykur Strásykur Kandíssykur Flórsykur Púðursykur Skrautsykur Vanillesykur Vöruhúsið h/f Kaffi óbr. Do. hr. Do. br. & malað Vöruhúsið h/f Chevroletbifreið finnn rnanna, til sölu. Upplýsingar í AFL h.f. Brekkug. .8. Sími 258. Til sölu 3-4 kýr. Pálmi Júliusson Kaupvangsbakka Heykvíslar Garðhrífur Hnausakvíslar | Spaðar Malarskóflur Saltskóflur f? M Steypuskóflur ! Spaðasköft bein og bogin. Aríasköfur Járn- og glervörudeild íþróttir og útilíf (Framhald af 2. síðu). Ilandknattleiksmót Norðurlands á að fara fram hér á Akureyri 13. og 14. þ. m. Við búumst við óvenjumikilli þátttöku — ennþá aðallega kvennakeppni — þar sem fréttir berast um mikið starf, heimsóknir og kepphir á Húsavík, Sauðárkróki og Siglu- firði. Húsavíkurstúlkurnar stóðu sig vel (aðrar í röðinni) á íþrótta- móti U. M. F. í. í Hveragerði í sumar og tóku svo hraustlega á móti flokkum úr KA — jafntefli og sigri — sem skruppu í heim- sókn til Húsavíkur nýlega. — Stúlkurnar á Sauðárkróki hafa sýnt hér dugnað og góðan leik ár eftir ár og á Siglufirði er þjálf- ari, sem efalaust magnar stúlk- urnar þar til keppni, auk þess sem þær munu sérstaklega fingrafimar og snöggar af að' handfjalla hála og stygga síldina! Nóg um það í bráðina, en við hlökkum til mótsins. Á innanfélagsmótum, sem gripið er til öðru hvoru í KA og Þór, verður vart mikils áhuga og dugnaðar, ekki sízt meðal yngri félaga. Sumir hinna eldri reynast og vel, slá sín eigin met og jafnvel annarra. Nýlega setti Óðinn Árnason, KA, nýtt Akureyrarmet í 800 m. hlaupi á 2.11.5 mín. Þá hefir Sigríður Kristjánsdóttir, Þór, varpaði kúl- unni mikið á 9. metra og þó nokkuð yfir íslandsmet, en á mótinu var því miðui ekki að- staða svo að ,fullgilt væri metið til staðfestingar. — Fleira mætti nefna ef rúmið leyfði. KA-liðið, sem vann Oddeyrarboðhlaupið í vor. Frá vinstri, þrír fremstu: Ragnar Steinbergss., Eggert Steinsen og Henning Sigtryggsson. — Næsta röð: Hröður Jörundss., Jóhann •Ingimarss., Ragnar Sigtrygss., Valdimar Jóhannss. — Þriðja röð: Jón Haraldss., Magnús Björnss., Geir Jónss., Einar Jónss. — Fjórða röð: (þrír vinstra megin): Henning Finnbogas., Óðinn Ámas., Jón Arnþórss. — Aftasta röð: Marteinn Friðrikss., Haraldur Sigurðss., Guðm. O. Árnas., Halldór Jónss., Kjartan Jóhannss.,GarðarIngjaldss.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.