Dagur - 04.08.1949, Side 2

Dagur - 04.08.1949, Side 2
2 D A G U R Fimmtudaguin 4. ágúst 1949 Allsherjarbjargráð Sjálfsfæðis- flokksins ÍÞRÓTTIR OG ÚTILlF Blöð Sjálfstæðisflokksins mæð- ast nú mjög út af dýrtíðinni. Þau segja hreinlega, að hún sé búin að sliga atvinnuvegina, hennar vegna sé ríkissjóðurinn kominn í fjárhagslegt þrot, og af hennar völdum sé ekkert nema algert hrun framundan, ef nú sé ekki hið bráðasta brugðið við til bjargar. Saga Sjálfstæðisflokksins í dýr- tíðarmálunum hefir verið ærið litförótt á undanförnum árum, stundum eintóm bölsýni, þar sem bölvun dýrtíðarinnar hefir verið lýst á átakanlegan hátt, einkum af Ólafi Thors og Morgunblað- inu, hina stundina fyrirhyggju- iaus bjartsýni með hálofi um blessun dýrtíðarinnar frá sömu aðilum. Nú stendur yfir bölsýnis- tímabil í flokknum. Ólafi Thors og dýrtíðarhetjum hans þurfti ekki að koma þetta ástand að óvörum. Framsóknar- menn voru árum saman búnir að segja allt þetta fyrir. Þeir sögðu, að sívaxandi dýrtíð mundi að lokum stöðva atvinnuvegina, rík- issjóðurinn mundi komast á helj- arþröm og allsherjar hrun verða óumflýjanlegt. Um þetta sögðu Framsóknarmenn ekki eitt í dag og annað á morgun eins og Sjálf- stæðismenn gerðu. Loks klykkti Ólafur Thors út með þeirri full- yrðingu, að allt þjóðlífið væri „í blóma“, einmitt þegar öngþveitið var að ríða í garð vegna óstjórnar hans og kommúnista. Þjóðin hefir nú um sinn þreifað á því, að Framsóknarmenn sögðu henni satt, þó að það væri ekki vinsælt á þeim tímum, en Sjólf- stæðismenn og kommúnistar sögðu henni ósatt og flekuðu hana til fylgis við sig í kosningunum 1946. Ýmis merki eru nú á lofti um það, að leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins hyggist að tæla hana í annað sinn við næstu kosningar. Ungir Sjálfstæðismenn létu ný- lega út ganga frá þingi sínu álykt- un þess efnis, að þeir vissu um eitthvert allsherjarbjargráð við dýrtíð og fjárhagshruni, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í fórum sínum. Þetta átti að vera eins konar leynivopn, sem engir utan vébanda Sjálfstæðisflokks- ins vita nein deili á. Menn eiga bara að trúa því, að í þessu leyni- vopni felist alveg öruggt bjargráð til fullkominnar lækningar á ástandi því, sem Ólafur Thors og kommúnistar sköpuðu með stjórnarstefnu sinni á árunum 1944—1947. Auðvitað forðast hinn „glæsilegi æskulýður“ Sjálfstæð- isflokksins, sem Mbl. kallar svo, að gefa nokkra skýringu á því, hvers konar bjargráð hér er um að ræða eða hvernig eigi að beita því. Það er sýnilega algert leynd- armál og mun verða það fram yfir næstu kosningar. En mikil unun má það vera landslýðnum að mega lifa í sælli trú á mátt þessa leynivopns Sjálfstæðisflokksins! Ungir Sjálfstæðismenn krefjast þess í stjórnmálayfirlýsingu sinni, að samstarfsflokkarnir um ríkisstjórnina fallist á leynitillög- ur Sjálfstæðisflokksins, þ. e. að þeir beygi sig skilyrðislaust til hlýðni við stefnu flokksins í dýr- tíðar- og fjármálum, ella muni þeim voðinn vís. Gallinn er bara sá, að enginn veit um, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi nokkra stefnu í þessum mestu vandamál- um þjóðarinnar, og er naumast sanngjariit að krefjast þess, að menn aðhyllist stefnu, sem ekki er til. Það eitt vita menn, að Fram- sóknai'flokkurinn hefir borið fram ýmissar tillögur um viðnám og lækkun á dýrtíðinni, en Sjálf- stæðisflokkurinn snúizt gegn þeim öllum, án þess að bera nokkuð fram sjálfur í þessa átt, meira að segja hjálpaði hálfur Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi kommúnistum til að hleypa af stað nýrri dýrtíðaröldu í þinglok- in eins og alkunnugt og alræmt er orðið. Framsóknarflokkurinn vildi aftur á rrióti bæta kjör launþega með þyí að auka kaup- mátt Íaunanna og vinna móti okri og svindilbraski, en þáð máttu hinifi flokkarnir ekki heyra nefnt á nafn, Sjálfstæðisflokkurinn af skiljanlegum ástæðum, því að hann á allt sitt undir stórgróða- mönnum og bröskurum, en þeim er ósárt þó dýrtíðin og verðbólga fari vaxandi. Flest. ætla ungir Sjálfstæðis- menn að megi bjóða almúganum, þegar farið er að halda því að honum, að Sjálfstæðisflokkurinn með sína flekkóttu fortíð og ráð- leysi fyrir nútíð og framtíð hafi bjargráð á takteinum úr þeim vanda, er nú steðjar að þjóðinni í atvinnumálum hennar og fjár- málum. Að minnsta kosti ætti flokkurinn að fara að sýna þetta leynivopn sitt — bera það fram á vopnaþingi — ef það er nokkurt til. —o— Jón Pálmason er einu sinni enn kominn fram á vígvöllinn í Mbl. og þykist hafa mikil sannindi að flytja, sem þjóðin verði að taka til greina og tileinka sér við næstu kosningar. Enga dul dregur hann á það, að ástandið í þjóðmálun- um sé verulega meini blandað svo sem í fjármálum, skattamál- um og dýrtíðarmálum. Orsök meinsemdarinnar telur J. P. þá, „að meiri hluti þjóðarinnar hefir ekki skilið sinn vitjunartíma“. En það skilningsleysi á að dómi hans að vera fólgið í því, að þjóðin hafi ekki haft vit á að fó Sjálf- stæðisflokknum meirihlutavald á Alþingi, svo að hann gæti einn öllu ráðið. En flokki sínum gefur J. P. þenna vitnisburð: „Sjálf- stæðisflokkurinn einn fylgir eðli- legri og heilbrigðri íslenzkri stefnu". í þessum sleggjudómi felst það, að hinir tveir stjórnar- flokkarnir fylgi óeðlilegri, óheil- brigðri og óíslenzkulegri stefnu. Að vísu segir J. P., að „Alþýðu- flokkurinn sé miklu nær Sjálf- stæðisflokknum en áður var“, og er víst mörgu meira logið. Má af þessu marka, að J. P. ætlar að lofa Alþýðuflokknum að hjara, á meðan hann heldur trúnað við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Oðru máli gegnir um Framsóknar- flokkinn ,J. P. dæmir hann hik- laust til lífláts, því að hann eigi „engan tilverurétt". Hann segir, að stefna flokksins sé að „jafna lífsgæðunum“, þ. e. að vinna á móti gróðabraski og milliliða- braski, en verja fénu til arðbærr- ar vinnu. Þessi stefna er dauða- synd í augum J. P. og annarra brodda Sjálfstæðisflokksins. Jón Pálmason harmar það, að Framsóknarflokknum skuli hafa aukizt stórum fylgi vegna stuðn- ings hans við samvinnuhi'eyfing- una, sem sé „þjóðinni í heild til óhamingju“. Lýsir þetta því mæta vel, hverra þjón J. P. telur sig. Stuðningur Framsóknarflokksins við þessa almennt þýðingarmiklu félagsmálaþróun mun ekki sízt valda því, að hann telur flokkinn engan tilverurétt eiga. Málflutningur J. P. í Mbl. mun fremur spilla en bæta málstað Sjálfstæðisflokksins. Hann gex'ir enga grein fyrir því fremur en ungir Sjálfstæðismenn, hvaða umbótatillögur Sjálfstæðisflokk- urinn hafi á prjónunum, sem valdi því, að hann eigi að fá aukin mannaforráð á Aliþngi. Allt er það þoku hulið. Menn eiga aðeins að ti'úa því, að allsherjarbjargráð flokksins búi í þokunni. Grein J. P. ber vott um hroll- kenndan kosningaskjálfta í manntetrinu. Af þrálátum skrifum Morgun- blaðsins um skattfríðindi sam- vinnufélaga er helzt að draga þá ályktun, að aðalbjargráð Sjálf- stæðisflokksins eigi að vera í því fólgið að auka í stói-um stíl skatta af þeim tekjum kaupfélaganna, sem leiða af viðskiptum við fé- lagsmenn. Samvinnumenn svara því til, að þetta „bjargráð" sé í senn ranglátt og óeðlilegt. Til- gangur kaupfélaganna sé að efla hagsæld félagsmanna sinna, en „bjargráð“ Mbl. stefni að því að eyðileggja þann tilgang, því þar sé í raun og veru um neyzluskatt að ræða, sem hækki vöruverð og leggist á félagsmenn án tillits til efna og ástæðna. Framsóknar- menn líta sömu augum á þetta baráttu- og bjargráðamól Mbl. og óefað einnig margir í öðrum ílokkum. Það eru því engar likur fyrir því, að stagl Mbl. um afnám skattfrelsi samvinnufélaga, er það svo kalla*-, bæti aðstöðu þess og Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum, þvert á móti mun það rýra fylgi hans og það að verð- ugu. Benda má á það, að xnitt í stagli Mbl. um skattfrelsi samvinnufé- laga ber skattskrá Reykjavíkur það með sér, að S. í. S. gi'eiðir 750 þús. kr. í útsvar og skatta, en Kveldúlfur með nýsköpunarflot- ann aðeins 50 þús. kr. útsvar og hvorki tekju- eða eignaskatt. Frá Akureyrí. Það er dauft yfir íþróttalifinu á Akureyri nú um hásumarið og fáliðað á völlunum. Suma hefir síldin gleypt, sumarleyfin lokkað aðra burt úr bænum, en fjölda- margir geta bara ekki slitið sig frá hinu glæsilega, fjölbreytta borgarlífi Akureyrar: ný mynd í bíó á mánud. — og oftar — „Mogginn" orðinn langþráður á þriðjudaginn, „við ætlum að skreppa í skóginn á miðvikudag- inn“, vinnukonufrídagur og líf í bænum á fimmtudaginn, „ball á Landinu" á föstudaginn, helzt eitthvað langt burt á laugardag- inn og.koma uppgefinn heim eft- ir sunnudaginn! „Hvaða tíma heldurðu að maður hafi til að æfa?“ Það eru ekki bara þeir svart- sýnustu, sem spyrja: „Til hvers erura við að berjast við að koma upp þessu glæsilega en ógnar- dýra íþróttasvæði? Getur það valdið stórbreytingu á hugsun og háttum unga fólksins? Slíkt verður að ske með einhverju móti, ella bei'jumst við til einskis.“ Smáhópar og einstakir áhuga- menn, sem alltaf sjást, eða oftast þegar mætt skal til æfingar eða leiks, gefa okkur vonir um að íþróttimar eigi eftir að sigra hér, leiða huga fólksins og áhuga oftar en nú frá misjöfnúm félagsskáp, frá vafasömum dægradvölum ýmissa staða „út á völl“ í hreint loft, fagui't umhverfi, til þrosk- andi átaka í drengilegum íþrótt- um æ stærri hópa. Við skulum lifa í voninni og minnast svo þess, sem gerist helzt. Brengjamót Akureyrar fór vel fram og afrek, sum góð, sem hér má sjá. 100 m. hlaup: 1. Baldur Jónsson, Þór, 11,7 sek. 2. Jón Arnþórsson, KA, 11,9 sek. 3. Agn. B. Óskarss., Þór, 12.2 sek. 4. Einar Jónsson, KA, 12,2 sek. Kringlukast: 1. Hörður Jörundss., KA, 39,63 m. 2. Garðar Ingjaldss., KA, 36,25 m. 3. Kristj. Kristjánss., Þór, 34,75 m. 4. Baldur Jónsson, Þór, 34,75 m. Ilástökk: 1. Baldur Jónsson, Þór, 1,61 m. 2. Gai'ðar Ingjaldsson, KA, 1,56 m. 3. Ti'yggvi Georgsson, Þór, 1,51 m. 4. Jón Steinbergsson, KA, 1,46 m. 1500 m. hlaup: 1. Óðinn Árnason, KA, 4:56,0 mín. 2. Einar Gunnlaugss., Þór, 4:58,2 mín. 3. Kristinn Bergsson, Þór, 5:04,5 mín. 4. Skjöldur Jónsson, KA, 5 : 04,9 mín. Langstökk: 1. Baldur Jónsson, Þór, 6,10 m. 2. Jón Arnþórsson, KA, 5,85 m. 3. Einar Jónsson, KA, 5,36 m. 4. Hörður Jörund.ss, KA, 5,35 m. Kúluvarp: 1. Guðmundur Örn Árnason, KA, 14,80 m. 2. Baldur Jónsson, Þór, 13,66 m. 3. Agn. B. Óskarss., Þór, 12,08 m. 4. Hörður Jörundss., KA, 12,04.m. 400 m. hlaup: 1. Jón S. Arnþórss., KA, 57,5 sek. 2. Óðinn Ái'nason, KA, 58,5 sek. 3. Einar Jónsson, KA, 59,1 sek. 4. Einar Gunlaugss., Þór, 59,9 sek. Spjótkast: 1. Kristj. Kristjánss., Þór, 46,68 m. 2. Tx yggvi Georgss., Þór, 45,36 m. 3. Guðm. Ö. Árnas., KA, 44,42 m. 4. Baldur Jónsson, Þór, 43,73 m. Stangarstökk: 1. Örn Steinþórsson, KA, 2,85 m. 2. Jón Steinbergsson, KA, 2,75 m. 4x100 m. boðhlaup: 1. KA, A-sveit: Jón Arnþórsson, Höskuldur Karlsson, Henning Finnbogason, Leifur Tómasson. 2. Þór: Baldur Jónsson, Kristján Ki'istjánsson, Karl Óskarsson, Agnar B. Óskarsson. Þrístökk: 1. Baldur Jónsson, Þór, 12,39 m. 2. Garðar Ingjaldss., KA, 11,82 m. 3. Leifur Tómass., KA, 11,25 m. 4. Hreiðar Jónsson, KA, 11,22 m. -vÞríþraut:, LBaldur Jónsson, Þór, 1812 stig: Langstökk 5,85, 100 m. hlaup 12,00, Kúla 12,78. 2. Agnar B. Óskar’sson, Þór, 1476 stig:Langstökk 5,13, 100 m. hl. 12.9, kúla 12,60. 3. Garðar Ingjaldsson, KA, 1443 stig: Langstökk 5,37, 100 m. hl. 12,6, kúla 11,16. 4. Kristján^Kristjánsson, Þór, 1175 stig: Langstökk 5,04, 100 m. hl. 13.9, kúla 11,06. Heildarúrslit: Knattspyrnufélag Akureyrar 6 drengjameistara, 69 stig. íþróttafélagið Þór 6 drengjam., 59 stig. Mótið var dagana 9.—11. júlí. Veður var gott, en fátt áhorfenda. KA sá um þetta mót. Handknattlciksmóti Ak., sem hófst 1. júlí, lauk ekki fyrr en þann 20. sama ínán. — Hand- knattleikurinn á erfitt uppdráttar hér um sumartímann, ekki sízt í karlaflokkum, Æfingar fásóttar og þá eðlilega lélegar. Þó var nú keppt í 3. fl., bæði kvenna og karla. — Urslit þessi: I. fl. kvenna: Þór vann KA með 8 : 3 mörkum. II. fl. kvenna: Þór vann KA með 6 : 2 mörkum. III. fl. kvenna: KA vann Þór með 3 : 0 mörkum. I. fl. karla: KA sigraði Þór með 21 : 3 mörkum. II. fl. karla: KA sigi'aði Þór með 9 : 6 möi'kum. III. fl. karla: KA sigraði Þór með 12 : 4 mörkum. Þór sá um mótið. Dómarar voru Sverrir Magnússon og Sigurður Steindórsson. (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.