Dagur - 04.08.1949, Side 5
Fhnmtudaginn 4. ágúst 1949
D AGUR
5
Erlend tíðindi:
Tífóisminn er útbreiddur austan jámtjaldsins
En valdamennirnir í Kreml vinna að því að
uppræta þá kommúnistaforingja, sem vilja fyrst
hugsa um föðurlandið og svo um Sovét-Rússland
Ef valdamenn á Vesturlöndum
eða austan járntjaldsins hefðu
viljað styrjöld, þá var deilan um
Berlín í vetur og vor upplagt til-
efni til að hefja blóðbaðið. Nú
þykir sýnt, með samkomulagi því,
sem orðið er um flutningana til
Berlínar, að stórveldastyrjöld
hefjist ekki af því tilefni, og í
þessu samkomulagi má einnig sjá
sönnun þess, að rússnesku vahl-
hafarnir kæri sig ekki um styrj-
öld í bráðina a. m. k.
Þar með er þó engan veginn
sagt, að einræðisherrarnir í
Kreml ætli sér ekki að hafa vak-
andi auga á öllu, sem fram fer
vestan járntjaldsins, heldur bend-
ir atburðarásin til þess að þeir
hafi um nóg að hugsa á sínu
hagsmunasvæði. Margl bendir til
þess að þar séu ljón á vegunum.
Títóisminn útbreitt fyrirbrigði.
Fyrirbrigði það, sem nefnt
hefir verið „Títóismi" er engan
veginn einskorðað við Júgóslavíu,
heldur hefir þess orðið vart í
flestum leppríkjunum rússnesku.
Og það sýnir, að á bak við hið
hraustlega einingartal kommún-
ista, er raunverulega óeining í
verulegum mæli.
Hinn 17. júní sl. benti New
York Times á, að bæði í Rúijien-
íu og Búlgar.íu hefðu farið fram
„hreinsanir“, sem sýndu glögg-
lega að háttsettir kommúnistafor-
ingjar voru ekki lausir við „þjóð-
ernislegar tilhneigingar", en svo
má einnig nefna Títóismann. Áð-
ur höfðu borizt svipaðar fréttir
frá Póllandi, þar sem kommún-
istaforinginn Gomulka varð að
láta af embættum vegna afstöðu
sinnar.
Títóisminn — hin þjóðernis-
lega afstaða — þýðir í rauninni
andspyrnu í leppríkjum Rússa
gegn því ■ að sjá lifistandardi
fólksins þrýst niður til þess að
aðstoða Sovét-Rússland við að
byggja upp sameiginleg plan-
hagkerfi fyrir öll kommúnistarík-
in, þar sem Rússar færu með að-
alhlutverkið. Valdhafarnir í
Kreml eru ekki tilfinningasamir
og þeir hafna vitaskuld þeirri
skammsýnu pólitík, sem þeir
kalla svo, sem keppir að því að
halda lifistandard fólksins í lepp-
ríkjunum uppi — og fræðilega má
segja, að þeir hafi rétt fyrir sér.
Vitaskuld er afstaða hinna þjóð-
legu kommúnista leppríkjanna
mjög skiljanleg og miklu mann-
legri og mannúðlegri en pólitík
einræðisherranna í Kreml, sem
alla tíð hefir borið merki blóðs,
svita og tára í ríkum mæli.
Ukrainumenn þekkja Títóismann.
Á síðustu tímum hafa upplýs-
ingar komið fram í dagsljósið,
sem benda til þess, að það sé ekki
aðeins í leppríkjunum, sem Tító-
isminn hefir náð að festa rætur.
Því er haldið fram af erlendum
stjórnmálafregnriturum, að
kommúnistaflokkurinn eigi í vök
að verjast í Vestur-Rússlandi yf-
irleitt, ekki aðeins í Karelíu, Eist-
landi, Lettlandi, Lithaugalandi og
Moldavíu, heldur einnig — og það
er markverðara — í Hvíta-Rúss-
landi og Ukrainu. í Ukrainu hefir
óánægja með Sovétstjórnina allt-
ar verið útbreidd. Því er m. a.
haldið fram, að í síðustu heims-
styrjöld hafi Ukrainumenn farið
sér hægt við að framkvæma þá
skipun valdhafanna að skilja að-
eins eftir „sviðna jörð“. Og nú
þessar síðustu vikur má merkja,
að Sovétstjórnin rekur varfærna
pólitík við vesturtakmörk hags-
munasvæðis síns, t. d. í Berlín, og
þetta getur vel merkt það, að
kommúnistaflokkurinn kenni til
veikleika síns á vesturmörkum
ríkisins.
Auðvitað verður aldrei neitt
fullyrt um þetta eða sannað.
Menn verða hér að dæma eftir
líkum. Og vissulega benda
nokkrar líkur til þess að þessi
ábending sé ekki úr lausu lofti
gripin. Það er augljóst að innan
Sovétríkjanna sjálfra, er haldið
uppi kröftugum áióðri, sem
minnir á það ,sem fyrir nokkrum
árum var kallað „nasjónal-bolse-
vismi“. Þessi áróður miðast ekki
aðeins við að reyna að sannfæra
fólkið, að alþýðan í Rússlandi lifi
við sældarkjör miðað við kjör
manna í kapítalísku ríkjunum,
heldur er einnig lögð mikil
áherzl á að kenna fólkinu þann
fróðleik, að flest allar hinar
stærri uppfinningar mannsand-
ans og tæknilegar framfarir, eigi
rót sína að rekja til rússneskra
uppfinningamanna og hugsuða.
Þessi áróður er sýnilega ætlaður
til þess að hvetja þjóðerniskennd-
ina og þjóðernismetnaðinn. Sam-
fara þessum áróðri er svo lögð
mikil vinna í það að kæfa út-
varpssendingar Vesturveldanna á
rússnesku — einkum útvarps-
sendingar Bandaríkjamanna. Allt
þetta getur bent til þess að ekki
sé allt eins traust og látið er
handan járntjaldsins mikla, og
valdhöfunum sé ekki rótt í skapi.
En samfara þessum aðgerðum,
er haldið áfram — líkiega undir
stjórn Molotoffs og Mikoyans —
að binda öll kommúnistaríkin sem
fastast saman í eina heild, sem á
að vera nokkurs konar mótvægi
gegn samtökum Vesaur-Evrópu-
ríkjanna og Atlantshafslandanna
— bæði hernaðarlega og efna-
hagslega.
Pólverjar beittir þvingun.
Pólland til dæmis, býr við stöð-
uga þ.vingun. Er því vel lýst í
Christina Science Monitor í júní
sl.: Pólska ríkisstjórnin er blátt
áfram neydd til þess að vera auð-
sveip og hlýðin við valdhafana í
Kreml. Því að ella getur það hent
hvenær sem er, að Sovétstjórnin
tefli fram öðrum vinum en Pól-
verjum til þess að fá í sinn hlut
hið auðuga Schlesíuhérað — til
dæmis kommúnistísku Austur-
Þýzkalandi! Baráttan við Tító
marskálk heldur vitaskuld áfram
með fullum krafti. í því efni er
meira og meira treyst á Albaníu.
„Alþýðulýðveldi“ í Makedoníu.
Annars bendir ýmislegt til þess
að Sovétstjórnin hugsi sér að
koma á fót makedónsku „alþýðu-
lýðveldi", sem mundi kosta Júgó-
slafíu verulegt landssvæði og sem
gæti látið grísku hafnarborgina
Salóniki til afnota fj’rir Rússa.
Og vissulega láta slíkar ráða-
gerðir ekki vel í eyrum Júgóslafa.
En þessar ráðagerðir og afstaðan
til grísku uppreisnarmannanna
geta vel verið svar við afstöðu
Títós marskálks, sem áreiðanlega
er erfiðari viðfangs og meiri
plága fyrir Kominform að fást
við en fúslega er viðurkennt aust-
ur þar.
(Að mestu eftir J. T. Broch í
Norges Handels og Sjöf.tidende).
FRÁ BÓKAMARKAÐINUM
Frithjof Dahlby: Drengurinn
þinn. Freysteinn Gunnarsson
þýddi. Bókaútgáfan Norðri.
Þegar mér barst þessi litla og
snotra bók í hendur, hélt eg í
fyrstu, að hún væri aðeins venju-
leg drengjasaga — e. t. v.
skemmtileg og ágæt á sína vísu —
nafn þýðandans hlaut að vera
næg trygging fyrir því — en þó
aðeins fyrir hálfstálpaða drengi,
en ekki fyrir reynda og ráðsetta
menn á miðjum aldri. Eg býst
við, að það hafi verið nafn bókar-
innar, sem kom mér á þessa
skoðun. Síðar, þegar eg gaf mér
tóm til að skyggnast dálítið nánar
í kverið, fékk eg fljótlega allt
aðrar hugmyndir um bókina, efni
hennar og ætlunarverk. Að vísu
er hún rituð á svo léttu og lipru
máli og framsetningin öll svo
fjörleg og skemmtileg, einföld og
hispurslaus, að vel gæti hæft
„spennandi“ skemmtisögu, er
einkum væri ætluð óþroskuðum
unglingum, sem ekki eru vanir —
né heldur hafa löngun til — að
brjóta erfitt lesmál um fræðilegt
efni til mergjar. En á hmn bóginn
komst eg að raun um, að þarna er
þó fjallað af miklu viti og skiln-
ingi, en þó fyrst og fremst af mik-
illi hógværð, alvöru og einlægni
um einn erfiðasta þátt uppeld-
isfræðinnar, hvernig gera má
góðan hest úr göldum fola, þ. e. a.
s. hjálpa efnismiklum, en óstýri-
látum strák til að breytast í mik-
ilhæfan mann og ábyrgan þjóð-
félagsborgara. Vafalaust drýgj-
um við foreldrarnir bæði margar
og mikilvægar syndir á því sviði
— svo margar og mikilvægar að
ölum líkindum, að það er senni-
lega ein helzta sönnun þess,
hversu margt gott, heilbrigt og
sterkt er spunnið í eðli mannsins,
þrátt fyrir allt, að til skuli þó
vera jafn margir fullorðnir menn
og raun ber vitni, sem verða að
teljast sæmilega heilbrigðir á sál
og líkama, en ekki aðeins sið-
ferðilegar vanmetaskepnur, and-
lega og líkamlega sjúkir og spillt-
ir, sökum misheppnaðs, skiln-
ingsvana og heimskulegs uppeld-
is.
Höfundur hefir valið bók sinni
þessar þýzku ljóðlínur að eink-
unnarorðum: „Vater werden ist
nicht schwer. — Vater sein dage-
gen sehr“, þ. e.: „Það er ekki erf-
itt að verða faðir, en aftur á móti
er mjög erfitt að vera það“. Og
sem reyndur skátaforingi og faðir
telur hann sig skilja vel hin spak-
legu, fornu orð: „Þegar eg var
ungur, átti eg engin börn, en
kunni sex óskeikular reglur um
uppeldi barna. Nú á eg sex
börn, en kann enga reglu um
uppeldi barna og unglinga.“
En þrátt fyrir þetta, er þó
rit hans þrungið spaklegum at-
hug'unum um þau efni, og bjart-
sýni hans og umburðarlyndi, ást
hans og hógværð varpar ljóma og
lífi á verk hans, svo að það öðlast
mikið og varanlegt gildi. Eg vil
ráða öllum kennurum, foreldrum
— og tilvonandi foreldrum — til
þess að lesa þessa skemmtilegu
og ágætu bók. Og eg vænti þess,
að sá lestur geri þeim auðveldara
en ella myndi að leysa hið erfiða
og ábyrgðarmikla hlutverk sitt
sem uppalendur nýrrar kynslóðar
vel af hendi, og blása þeim í
brjóst nýrri trú og nýrri von,
þegar á móti blæs og þeim kann
að finnast allt sitt strit og' stríð
við hinn hrjúfa stein manneðlis
ins fyrir gíg unnið.
J. Fr.
Breiðdæla. Drög til sögu
Breiðdals. Jón Helgason
og Stefán Einarsson gáfu
út. 330 bls. með myndum
1949.
Undanfarin ár hefir komið
mikið út af héraðslýsingum frá
hinum ýmsu landshlutum og
auðgað bókmenntir þjóðarinnar.
Vaxandi, efnaleg velmegun hefir
gert þetta kleift. Og reynslan hef-
ir sýnt að enn sem fyrr er þjóðin
námfús og lætur sig varða sögu
sína. Þessar héraðssögur hafa
selzt vel og verið vinsælt efni til
lestrar og umræðu.
Enn hefir ein héraðssagan bæzt
við — Breiðdæla. Það er saga
einnar af fegurstu sveitum lands
ins. Þetta er stór bók og mynd
um prýdd, prentuð á vandaðan
pappír og bundin í ágætt band,
Er sýnt að útgefendur, sem eru
nokkrir Breiðdælir í Reykjavík
hafa ekkert til sparað að gera
bóltina vel úr garði.
Prófessor Stefán Einarsson frá
Höskuldsstöðum í Breiðdal hefir
haft umsjón með verki þessu og
ritað formála. Auk þess hefir
hann ritað tvær greinar aðrar. Er
önnur þeirra landnáms- og
byggðasaga Breiðdals, fróðleg,
söguleg ritgerð um byggingu
dalsins, en hin er um Breiðdæli
fyrir vestan haf.
Af öðrum ritgerðum bókarinn-
ar má nefna: í Breiðdal fyrir
sextíu árum (1849—1857) eftir
Árna Sigurðsson, Vestur-fslend-
ing. Er það einhver veigamesta
ritgerð í bókinni og hefir sögu-
legt gildi. Þá hefir Guðmundur
Ámason á Gilsárstekk ritað
minningar úr Breiðdal frá síðari
hluta nítjándu aldar og Anna
Aradóttir frá Þverhamri frá síð-
asta tug nítjándu aldar og til
1946. Margt er gott og fróðlegt í
Dessum hvort tveggja minning-
um. Þoi-steinn Stefánsson frá
Þverhamri hefir skrifað þátt um
verzlun í Breiðdal og Sigurjón
Jónsson í Snæhvammi sveitar-
lýsingu. Óli Guðbrandsson, kenn-
ari, skrifar um Heydalapresta og
Páll Guðmundsson, hreppstjóri, á
Gilsárstekk, um framtíð Breið-
dals. Auk þess eru í bókinni 3
sveitabragir frá ýmsum tímum og
þættir um nokkra Breiðdælinga.
Af þeim eru merkastir þættirnir
um Jón Finnbogason og Sólrúnu
frá Eyjum. Hefði Jón verðleika
til þess, að hans væri rækilegar
minnst.
Af þessu yfirliti má sjá, að
Breiðdæla er fjölbreytt að efni og
eiguleg fyrir hvern þann, sem ann
þjóðlegum fróðleik. Og sízt má
hana vanta í bókaskápa Austfirð-
inga.
En þótt Breiðdæla sé á margan
hátt vel gerð, get eg þó ekki ann-
að .en fundið að einu atriði. Það
eru ekki prentvillurnar, sem eru
alltof margar, heldur viðvíkjandi
efnismeðferðinni. Það er skoðun
mín, að í bókina vanti meira en
þar er um fólkið sjálft, einkum
hina leiðandi menn, eftir því sem
heimildir ná til. í Breiðdælu er
sama og engin persóriusaga nema
um prestana og Vestur-íslend-
ingana. Og grunur minn er sá, að
þessu hefði verið annan veg far-
ið, ef Stefán Einarsson væri héma
megin hafsins. Nafnlaus sagnarit-
un getur gengið, þegar gefa á
þjóðlífslýsingu, en í sveitarsögu
á að haldast í hendur lýsing sveit-
arinnar og fólksins, sem byggir
hana.
Eflaust hafa þeir, sem séð hafa
um útgáfu Breiðdælu einhver
svör við þessari aðfinnslu minni.
Og ekki vil eg láta hana skyggja
á alla kosti bókarinnar. Og þakk-
ir eiga þeir skilið, sem látið hafa
átthagatryggð sína í ljós með því
að stuðla að útgáfu þessarar fögru
og myndarlegu bókar.
Eiríkur Sigurðsson.
Bifreiðaeigendur.
Vill ekki einhver leigja
fólksbifreið um mánaðar-
tíma? Mikil leiga. Fyrir
framgreiðsla. — Upplýsing-
ar á afgr. blaðsins.