Dagur - 28.10.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 28.10.1949, Blaðsíða 4
4 D A G U R Föstudaginn 28. október 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. AEgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson SkrifstoEa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 FOKDREIFAR Blaðið kemur r'it ;i hverjum miðvikudegi Árgangttrinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Bandamaimasaga ÞEGAR FRAMSÓKNARMENN gengu til stjórnarsamstarfsins árið 1947 var almennt búizt við því, að góð samvinna mundi takast með Alþýðuflokknum og Framsóknarfllokkn um innan ríkisstjórnarinnar og á Alþingi. Var og eðlilegt að vænta þess. Þessir flokkar höfðu um langt árabil staðið að margvíslegri umbótalöggjöf þjóðarinnar og borið ábyrgð á stjórn landsins á erfiðleikatímum. Þeir eru báðir málsvarar alþýðu manna í sveit og við sjó. Samstarf þeirra í milli í umbótamálum var eðlilegt og áreiðanlega að skapi meiri- hluta flokksmanna. En þetta átti ekki svo að fara. Það kom brátt í ljós að Alþýðuflokkur- inn hafði eignast nýja bandamenn. Og banda lagið varð innilegra og augljósar með hverj- um deginum. Þau undur gerðust í stjórn- málalífi þjóðarinnar á árabilinu 1947-1949 að foringjar hins íslenzka jafnaðarmanna- flokks leiddu flokk sinn til náins samstarfs við umboðsmenn stórgróðavaldsins í landinu og studdu það til þess að koma fyrir kattar- nef ýmsum þjóðnauðsynlegum leiðrétting- um á ríkjandi ástandi, svo sem í verzlunar- málum og ýmsum öðrum þeim málum er miðuðu að því að auka kaupmátt pening- anna og tryggja efnahag hins almenn borg- ra. Þegar Framsóknarmenn báru tillögur sínar um efnahagsráðstafanir fram í ríkis- stjórninni sl. sumar, stóðu foringjar jafnað- armanna við hlið Sjálfstæðismanna, og fyrirbvggðu þannig, að ráðstafanir, sem gera verður á þessum vetri vegna útflutn- ingsframleiðslunnar, kæmu fyrst og fremst niður á efnaminni borgurum þjóðfélagsins. Þess vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að skjóta ágreiningnum til þjóðarinnar. Eftir bardagann. Nú má væntanlega búast við hljóðlátlegri tímum eftir þennan kosningaslag og víst mun al- menningur fremur fagna því en harma það. Enda þótt áhugi hafi verið mikill í þessum kosningum eins og kjörsóknin um land allt sýnir glögglega, má þó óhikað telja, að mönnum hafi þótt nóg um gauraganginn síðustu daga kosningavikunnar og fagni því að lífið taki aftur að ganga sinn eðli- lega gang. Ein stétt manna fagn- ar áreiðanlega því að sæmileg ró kemst aftur á mannfólkið. Það eru blaðamennirnir. Þegar dreg- ur að kosningum fer ævinlega svo, að stjórnmálin þoka nær öllu öðru efni úr blöðunum. Af því leiðir að blöðin verða alltof ein- hæf til þess að verða skemmtileg lengur. Flestir blaðamenn vilja gera blöð sín fjölbreytt og læsileg en í kosningavikunum má það heita ógerlegt. Blaðamennirnir — og lesendurnir — eru því áreið- anlega ánægðir yfir því, að slag- uirnn skuli vera að baki og sæmi- lega friðsamlegt útlit framundan. ★ Kosningabardaginn hér á Ak- ureyri varð allharður að þessu sinni, og báru blöðin þess greini- lega vott. Sérstaklega varð ís- lendingur orðljótur og illur við- skiptis undir það síðasta. Birti þá hverja persónulega árásargrein- ina á fætur annarri og lét níð- kvæði um frambjóðendur fljóta með. Þetta síðasta afrek íslend- ings setti leiðinlegan blett á kosningabaráttuna hér í vikulok- in síðustu og enda þótt Sjálfstæð- isflokkurinn sigraði í kosningun- um, má fullvíst telja, að þessi skrif hafi ekki gert þann sigur menn fagna því einnig, að einn leiðinlegasti og lævísasti áróðurs- skúmur Rússa hér á landi skuli hafa orðið að þoka af Alþingi fyr- ir henni. Menn vænta sér mikils af þingstörfum Rannveigar Þor- steinsdóttur. Það er mikils virði fyrir heimilin í landinu að hún fær að beita áhrifum sínum á Al- þingi. -K Sjálfstæðismenn gerðu það að höfuðáróðursnúmeri í þessum kosningum, að Framsóknarmenn væru í bandalagi við kommún- ista. Nú hafa frambjóðendur Framsóknarmanna velt tveimur flugumönnum Rússa í kosning- unum. Hver eru afrek Sjálfstæð- ismanna á þeim vettvangi? -K Það þykir ekki lengur giftu- samlegt í kosningum, að fram- bjóðandi í gullbryddum einkenn- isbúningi sýni sig. Sú var tíð, að sýslumenn voru sigursælir í kosningum. Nú eru fallnir 5 sýslumenn, þar af felldu bændur úr liði Framsóknarmanna tvo. Verkvísindi ráðsmannanna. SÚ HEFIR NÚ orðið raunin á, að húsbygging Landsbankans ætl ar að valda bæjai-mönnum ýms- um erfiðleikum, sem ekki voru fyrir séðir í upphafi. Það mun al- mennt álit borgaranna, að húsinu sé valinn staður of vestarlega og þannig þrengt meira að Brekku- götunni én eðlilegt er. Um það þýðir raunar ekki að fárast meir. Bæjarstjórn og skipulagsnefnd hafa í því máli tekið sínar ákvarð anir. Hitt varðar borgarana meiru, að síðan bygging hússins hófst, hefir umferð um Brekku götu oft og tíðum vei’ið bönnuð ÞEGAR ÞETTA er ritað skortir mikið á að heildarúrslit þessara kosninga séu kunn, en samt er svo langt komið að Alþýðuflokks- foringjarnir hafa þegar fengið tækifæri til þess að þreifa á því, hver hefir orðið árangur hins nýja bandalags fyrir flokk þeirra. Þeg- ar virðist augljóst, að í lokakapítula þessarar nýmóðins bandamannasögu verði skráð sú staðreynd að frjálslyndu og umbótasinnuðu fólki geðjast ekki að hinni nýju „jafnaðar- stefnu“, sem þeir Stefán jóhann, Emil og Finnur Jónsson hafa rekið að undanförnu. Fylgið hefir blátt áfram hrunið af flokkn- um. Jafnaðarmannaforingjarnir fá nú þá sáru reynslu, að þegar skammsýnir forustu- menn leiða lítinn umbótaflokk til innilegs bandalags við stóran og voldugan sérhags- munaflokk, verður árangðurinn sá með ár- unum að stóri flokkurinn gleypir litla flokk- inn og þá alveg sérstaklega þegar bandalag- ig er téygt út á það hála svell að gera leyni- legt kosningabandalag úr sálufélaginu í ríkisstjórninni. Forustulið jafnaðarmanna virðist vera búið að missa sjónar á stefnunni, embættin og gróðamennskan hafa yfirskyggt eðlilega útsýn þess. VONANDI verða þessar kosningar til þess að förða því að bandamannasaga hin nýja verði framhaldssaga eða þeim Emil og Stef- áni Jóhanni takist að gera við hana nokkurt verulegt appendíx. Ef hinum frjálslyndari öflum í flokknum tekst ekki nú að skáka til hliðar gróða- og embættismannasjónarmið- unum og þeim nátttröllum, sem ganga með hálft atkvæðamagnið vitandi vits yfir í íhaldsherbúðirnar, mun svo sorglega fara, að óþarft verður að reikna með áhrifum Al- þýðuflokksins í íslenzkum stjórnmálum eft- ir næstu kosningur. Þetta er lærdómur kosn- inganna í kaupstöðum landsins, þar sem Al- þýðuflokkurinn á höfuðvígi sitt og aðalsig- urmöguleika. meiri en ella. Sjólfsagt er að deila um málefni og deila hart ef með þarf, en það þjónar engum góðum málstað að ráðast með ljótu orð- bragði og aðkasti að einstökum persónum. Hingað til hefur það ekki fallið vel í geð bæjarmanna og er vonandi engin breyting á því orðin. -K Menn ræða að sjálfsögðu mik- ið um kosningaúrslitin þessa dag- ana. Ber margt á góma. Menn rabba um hina háu átkvæðatölu Sjálfstæðisflokksins hér í bæn- um og hina lágu atkvæðatölu Alþýðuflokksins og sambandið þar á milli. Mun það yfirleitt skoðun borgaranna, að óþarft hafi verið af Alþýðumanninum að birta „slúður“-greinina á dög- unum og hefði blaðið mótt bíða fram yfir kosningar. Þykir það hafa sannazt, sém sagt var hér í blaðinu í sl. viku, að það sé ekk- ert slúður, að þræðir liggi ó milli bandamanna. . ★ Engum blöðum er um það að fletta, að Framsóknarflokkurinn gengur með mikinn sigur af hólmi í þessum kosningum. Sigur flokksins í Reykjavík er hinn mesti, sem orðið hefur í kosning- um hér. Menn fagna þvi almennt, að Rannveig Þorsteinsdóttir skuli nú fá sæti í þingsölunum og vegna vinnu við bygginguna. Var það þó raunar ekki óeðlilegt. En síðan vinna hófst, hafa þau tíðindi gerzt, að mjög hrundi úr grunn- inum og í hruninu fór mikill hluti Brekkugötu gegnt nýbygging- unni. Verður því að aka um Odd- eyri og Gránufélagsgötu til þess að komast á Ytribrekkuna í stað þess að aka Brekkugötu. Við þessu væri þó ekkert að segja ef bæjaryfirvöldin virtust skilja, að með þessu skapast nýtt viðhorf í umferðamálum bæjarins. En þau yfirvöld virðast skilnings sljó nú sem oft áður. Við Gránufélags- götu standa margir staurar hneykslanlega langt úti í götunni. Umferðanefndin, sællar minning- ar, sem skipuð var fyrir nokkrum árum, benti á, að nauðsyn bæri til að færa þessa staura. En fram- kvæmdin hefir verið lík öðru hjá ráðsmönnum bæjarins og staur- arnir standa enn. Skapast af þeirra völdum iðulega umferða- hnútar í Gránufélagsgötu, og þeg- ar er farið að sargast af sumum staurunum, er óvíst að allir verði þeir langlífir í landinu, þótt ekki verði það fyrir tilverknað umferðanefndar eða ráðsmanna bæjarins. Ekki færi þó illa á því, að bæjarverkfræðingurinn legði hinum bæjarverðlaunaða bíl sínum í það að ryðja jæssum (Framhald á 7. síðu). Prófessor sýður fisk Skuli Guðjónsson les yfir Dönum í kosningavikunni gáfum við okkur tíma til þess að kynnast ofurlítið skoðunum pró- fessors Skúla Guðjónssonar í Árósum á mat og heimilishaldi. Upplýsingar þessar hafði kvennadálkurinn úr viðtölum við prófessor- inn, er nýlega birtust í Politiken í Kaupm.- höfn. Margt var athyglisvert í því, sem frá var greint hér áður, en það er meira í pokahorm inu. Prófessorinn hafði alls ekki talað út. í þessum viðtölum er sitt hvað fleira, sem vert er að gefa gaum. Hér fara á eftir nokkur at- riði. Hússtjórnardeildin í Aarhus nýtur álits. Það fer ekki í milli mála, að hússtjórnar- deildin við Árósaháskóla nýtur mikils álits á Norðurlöndum. í viðtalinu er upplýst, að þangað sækja hússtjórnarkennslukonur frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi í næstum jafn- ríkum mæli og danskar. Norska ríkisstjórnin tók á síðastl. ári upp á fjárlög fjárveitingu til styrktar norskum hússtjórnarkennurum, sem viíja stunda framhaldsnám í Árósum. Getur prófessor húið til mat? Hinn danski blaðamaður lætur þess getið, að sumir samstarfsmenn Skúla Guðjónssonar séu menntaðar húsmæður, sem þekki vanda- mál heimilanna bæði innan veggja og utan, og svo bætir hann við: En hvað veit einn pró- fessor í vísindalegri hússtjórn um hina dag- legu erfiðleika og hið almenna óvísindalega heim.ilishald? En það stendur ekki á svarinu hjá þrófessornum. Hann kann að búa til mat. Og trúir engum öðrum fyrir sumum sínum „uppskriftum", eins og t. d. að sjóða fisk. En hann lætur upp- skrift þó fljóta með til blaðsins, og ; hér kémur hún: Fiskurinn á að vera glæ- hýr, og helzt á — harin að fara lif- andi í pottinn, eins og humar- inn, en þetta er þó ekki fram- kVæmanlegt. — Fiskiir sá, sem geymdur er í vatnskössum, en það er algengt í stórborgum erlendis, er allt að því óætur. Húsmæðurnar eiga að kaupa nýjan, slægðan, velmeðfarinn fisk. Þær eiga að læra að þekkja gæðin. Prófessorinn lætur fiskinn í kalt vatn í pottinum — og þar næst — og það er „lóðið“, segir hann — mikið af salti í vatnið. Svo á ekki að setja salt í þegar sýður, eins og sumir gera, heldur á að salta vatnið strax, og það verður seint of salt. Soðið verður auðvitað óbrúklegt í sósu eða súpu, en saltið dregur vatnið úr fískinum og gerir hann miklu þéttari. Roðið á ekki að taka af áður en fiskurinn er soðinn. Ofurlitlu af ediki er bætt út í vatnið, en annað krydd á ekki að nota. Þetta er allur galdurinn, segir prófessor Slcúli. Prófessorinn sýður fisk. Upphitaðir réttir ekki í áliti. Blaðamaðurinn segir að gremjan hafi soðið í prófessornum þegar talið barst að upphituð- um mat. Gjörið svo vel að búá til nýjan mat á hverjum degi. Það má létta þau störf með því að drekka mjólkina eins og hún er, í stað þess að vera að búa til alls konar svokallaða mj ólk- urrétti, borða ávextina eins og þeir koma fyrir, í stað þess að búa til hlaupkennda ávaxta- grauta. En blaðamaðurinn minnir prófessor- inn á, að erfiðismenn, sem þurfa mikið til sín, mundu ekki verða neitt hýrir á svipinn, ef þeim væru fengnir 3 dl af mjólk heima hjá sér og sagt að sötra það í staðinn fyrir eftirmat, eins og t. d. ávaxtagraut. — Hvar eiga þessir menn þá að fá kaloríurnar? Úr kartöflum, auðvitað, svarar prófessor Skúli. En við borð- Um nú svo mikið af þeim hvort eð er, og ekki má útiloka fjölbreytnina í matargerðinni. Á plokkfiskurinn þá að hverfa og „biksematur- inn“? Nei, ekki er það nú meiningin, en ætlazt er til þess, að þessir réttir séu bættir upp með vítamínauðugum fyrir- eða eftirréttum. En það er léttara að kenna þeim, sem búa til mat eitt og annað af þessu tagi, en að breyta matar- venjum fjöldans, segir blaðamaðurinn að lok- um. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.