Dagur - 28.10.1949, Blaðsíða 5
Föstudaginn 28. október 1949
D A G U R
5
MINNING
Séra THEÓDÓR JÓNSSON
á Ytri-Bægisá
Séra Theódór Jónsson.
Eins og áður hefir verið get-
ið í Degi, lézt séra Theodór
Jónsson á Ytri-Bægisá 5. okt.
sl. Er með honum fallinn í
valinn síðasti Bægisárprestur,
eftir að þar hefir verið kirkja
og prestssetur svo að segja frá
því kristni kom í landið. Með
lögum frá 1907 var Bægisár-
prestakail sameinað Möðru-
vallaprestakalli og kom sú
skipan til framkvæmda, þá er
sr. Theodór lét af prestsskap
árið 1941.
Sr. Theodór var fæddur að
Auðkúlu í Húnavatnssýslu 16.
maí 1866 og var því 83 ára, er
hann andaðist. Foreldrar hans
voru séra Jón Þórðarson, pró-
fastur á Auðkúlu, og kona
hans, Sigríður Eiríksdóttir,
sýslumanns, Sverrissonar.
Olst sr. Theodór upp með
foreldrum sínum og gekk ung-
úr í Lærða skólann í Reykja-
vík, sem þá var svo nefndur,
og tók stúdentspróf tvítugur
að aldri vorið 1886. Eftir það
gekk hann í Prestaskólann og
tók embættispróf í guðfræði
‘ 1888. Eftir það fékkst hann
við kennslu og önnur störf í 2
ár. En 12. júní 1890 var hon-
um veitt Bægisárprestakall,
og þangað var hann vígður 29.
s. mán. Átti hann eftir það
heima á Bægisá til dauðadags,
eða í full 59 ár.
Árið eftir að séra Theodór
kom að Bægisá, hóf hann bú-
skap þar, eins og þá var títt
um sveitapresta, og bjó þar ó-
slitið síðan til dauðadags. Var
systir hans, Þóra, er síðar gift-
ist sr. Stefáni á Auðkúlu, ráðs-
kona hjá honúm fyrstú árin.
Þann 28. apríl 1898 kvæntist
sr. Theodór eftirlifandi konu
sinni, Jóhönnu Gunnarsdótt-
ur, prests á Lundarbrekku,
Gunnarssonar frá Laufási, en
móðir frú Jóhönnu var frú
Valgerður Þorsteinsdóttir, er
var hin fyrsta forstöðukona
kvennaskólans á Laugalandi.
Þau hjón, sr. Theodór og frú
Jóhanna, eignuðust 3 dætur.
Eru tvær þeirra á lífi og nú
heima hjá móðúr sihni, en
, eina dótturina misstu þau
unga, hið mesta efnisbarn.
Sr. Theodór lifði ætíð kyrr-
látu lífi. Hann gaf sig lítið
sem ekki að almennúm mál-
um og um hann stóð aldrei
neinn styr. Ef aðeins ætti að
geta hinna stærri ytri atburða
í lífi hans, yrði því sagan ekki
. löng.
Öði'u máli gegndi, ef gamalt
sóknarbarn hans segði frá
minningum sínum um hann,
þá væri á margt að minnast;
margt fagurt og gott í fari
hans, margar ánægjustundir
með honum, mörg huggunar-
orð hans á sorgarstundum og
svo margt fleira elskulegt.
Ekki get ég þó gert því efni
nein skil í stuttri blaðagrein,
þó það væri þess vert.
Sr. Theodór var prestur í 51
ár og alltaf á sama stað. Mun
það fátítt. Hann mun hafa
unnað prestsstarfinu og ekki
kosið sér annað starf frekar.
Þjónusta fyrir altari fórst
honum prýðilega. Hafði hann
fagra rödd og tónaði vel, enda
söngmaður góður. — Ræður
hans voru látlausar og samdar
á góðu máli, flluttar fram af
hinni mestu hógværð, full-
mikilli fannst sumum, en allt
eðli hans var slíkt, að ekkert
var fjær honum en ákefð og
ofsi. Beztu ræður sínar flutti
hann yfir moldum látinna
sóknarbarna sinna, og eru mér
margar þeirra minnisstæðar,
og svo mun einnig um fleiri.
Kunnur gáfumaður úr ann-
arri sveit, sem var viðstaddur
jarðarför föður míns haustið
1938 og' ekki hafði heyrt til sr.
Theodórs- fyrr, dáðist t. d.
mjög að þeirri ræðu, er hann
flutti við það tækifæri og taldi
hana með þeim beztu líkræð-
um, sem hann hefði heyrt.
Var sr. Theodór þó kominn á
áttræðisaldur þá.
Sr. Theodór var mjög vin-
sæll í sóknum sínum og það að
maklegleikum. Þau prests-
hjónin bæði voru mjög gest-
risin, og munu mörg hinna
eldri sóknarbarna þeirra
minnast ánægjulegra stunda í
híbýlum þeirra. Átti frú Jó-
hanna auðvitáð mikinn þátt í
því að gera gestum dvölina á -
nægjulega, en húsbóndinn lét
ekki heldur sitt eftir liggja.
Sr. Theodór var lj úfmenni í
allri framgöngu, svo að eg hef
varla þekkt hans jafningja í
því efni. Hann naut sín ekki
fyllilega í fjölmenni, en 1 fá-
mehnum vinahóp gat hann
verið manna skemmtilegast-
ur. Hann var fróður um
margt, t. d. ættir og íslenzka
mannfræði. Hann kunni og ó-
grynni af kímnisögum og
sagði manna bezt frá, en jafn-
an með prúðum orðum og
græskulaust í garð annarra.
Aldrei átti hann í neinum ill-
indum við aðra menn, og er
óhætt að fullyrða, að hann
vildi öllum vel. Hann var
fyrst og fremst góður maður.
Séra Theodór tók þeirri
tryggð við Bægisá, að þaðan
vildi hann alls ekki fara lif-
andþ og þar vildi hann beinin
bera. Síðustu ár ævinnar
þverruðu líkamskraftarnir,
svo sem vænta mátti um
mann á þeim aldri, og að síð-
ustu lá hann rúmfastur og
naut þá hinnar beztu hjúkr-
unar konu sinnar og dætra.
Sigríður dóttir hans afsalaði
sér góðri stöðu fyrir nokkrum
árum, til þess að geta verið
heima á Bægisá foreldrum
sínum til aðstoðar í ellinni. Er
slíkt ekki algengt nú á dögum.
, Jarðarför sr. Theodórs fór
fram að Bægisá 18. þ. m. að
viðstöddu fjölmenni, meðal
annars. voru flestir prestar
prófastsdæmisins viðstaddir,
svo og sr. Eiríkur Brynjólfs-
son á Útskálum, systursonur
sr. Theodórs. Ræður fluttu sr.
Sigurður Stefánsson á Möðru-
völlum, sr. Eiríkur Brynjólfs-
Haturspólitík Rússa gegn Vesturlöndum á að dylja
vandræði heima fyrir
Margt bendir til þess, að óeining ríki
iimaii Ráðstjórnarinnar
Einn af kunnustu blaðamönn-
um Breta, Edward Crankshaw,
sem skrifar fyrir „Observer“,
birti nýlega grein í blaði sínu um
ástandið í Rússlandi í dag. Crank-
shaw er mjög kunnugur í Rúss-
landi og hefur dvalið þar lang-
dvöluin sem fréttamaður. Degi
þykir hlýða að endursegja hér á
eftir noltkur aðalatriðin í þessari
fróðlegu grein.
Fyrir átján mánúðum komst
Tító marskálkur að þeirri niður-
stöðu, að hægt mundi að neita að
hlýðnast fyrirskipunum frá
Moskvu og sleppa heill frá þeim
leik. En fólk í öðrum löndum var
svo sannfært um að hann hefði
kveðið þennan dóm upp á röng-
um forsendum, að því fannst ekki
taka því að sþyrja hann um á-
stæðurnar fyrir þessari niður-
stöðu. Enn í dag heldur Tító sínu
striki, þrátt fyrir berorðar hótan-
ir og ógnanir frá Moskvu og öðr-
um Komihform-löndum. Það má
virðast einkennilegt að Júgósla-
vía skuli við fyrstu sýn vera
miklu óhræddari við Rússa en
Bretar og Bandaríkjamenn. En
þetta gefur þó til kynna, að Tító
hafi sínar eigin hugmyndir um
styrkleika Sovétríkjanna og viti
um veikleika þeirra.
Það er þó ekkert leyndarmál,
hverjir eru veikleikar Sovétríkj-
anna. Stálframleiðsla þeirra er
20.000.000 tonn, en Bandaríkj-
anna 90.000.000 tonn, og Bretar
framleiða 15.000.000 tonna. Þetta
er nægilega augljóst dæmi til
þess að sanna, að Stalin á enn
langt í land til þess að ná fram-
leiðslu Vesturlanda. Enn verr
settur er hann í olíumálunum.
Staðreynd er, að þegar mann-
fólkinu sjálfu sleppir, framleiða
Sovétríkin ekkert, sem Vestur-
lönd framleiða ekki bæði betur
og meira.
Politburo.
En þetta mundi þó ekki nægja
til þess að fyrirbyggja að Rauði
herinn Iegði meginland Evrópu
undir sig, ef að því væri stefnt.
En þessar staðreyndir varpa
miklum skugga á slíkt ævintýri.
son og prófasturinn, herra
Friðrik Rafnar, vígslubiskúp.
Prestar báru líkið úr kirkju,
en sókn arnefndarmenn beggj a
safnaðanna að gröfinni. Öll
var athöfn þessi hin virðuleg-
asta.
Og nú hvílir síðasti Bægis-
árpresturinn þar í kirkjugarð-
inum. Ást hans nánustu og
vinátta og hlýhugur allra, sem
hann þekktu, fylgir honum
yfir landamærin miklu, því að
það var satt, sem sr. Sigurður
sagði yfir líkbörum hans, að
„hann átti vini alls staðar, en
alls engan óvildarmann“. Og
er ekki þetta, þegar allt kem-
ur til alls, bezta veganestið
yfir í landið ókunna?
Bernli. Stefánsson.
Enginn veit heldur, hvort Rússar
mundu standast það erfiði og
taugastríð, sem leiddi af styrjöld
utan landamerkja Rússa. Til þess
að allt færi samkvæmt áætlun,
þyrfti að vera fyrir hendi sterk
og samtaka stjórn, bjartsýni með-
al þjóðarinnar og innan atvinnu-
veganna og alger yfirráð yfir
leppríkjunum.
Enginn veit með vissu, hvað
hefur verið að gerast innan
veggja Kreml-kastala síðustu
mánuðina, en þó hafa nægilega
sterkar hræringar sést á yfir-
borðinu til þess að sanna, að ein-
ingin innan ráðstjórnarinnar er
lítið meira en áróðursefni. Fyrr
á árinu voru reknir tveir áhrifa-
menn, hinn fyrri Voznessensky,
vinur Sjadanoff, varaforsætisráð-
herra og yfirmaður áætlunarbú-
skaparins, meðlimur Politburo,
hinn síðari, Popkoff, ritari flokks-
ins. Litlu síðar fóru aðrir sam-
starfsmenn Sjadanoff sömu leið-
ina, þar á meðal sonur hans.
Við vitum ekki, hvers vegna
menn voru látnir fara. En þeir
hafa ekki komið fram í dagsljós-
ið nú í marga mánuði. Þá er það
Molotoff. Hann var farinn að
leika Stalín númer 2. En það var
tekið hraustlega fyrir það, áður
en of langt var komið.
Molotoff.
Nú er enginn augljós krón-
prins eftir Stalín. Líklegastan má
telja Georg Malenkoff, 47 ára
gamall, mjög harðskeyttur og
duglegur maður, sem hefir fram-
ast skjótt og hefir nú, næst Stalín,
rriest vald í flokknum. Hann var
eitt sinn einkaritari Stalíns og
sagt er að þeir Molotoff séu engir
vinir.
Annað atriði í sambandi við
Molotoff vekur athygli. — Þegar
Vishinsky átti viðræður við
blaðamenn í París fyrr á árinu,
um það bil er Mai'shall hætti
störfum í Bandaríkjunum, lét
hann orð falla um að utanríkis-
ráðherrar hættu ekki störfum
nema að stefnubreyting væri í
aðsigi.
Nýjir menn.
Flokksþing kommúnista hefir
ekki verið haldið í 10 ár. En
snemma á þessu ári virtist undir-
búningur hafinn til þess að koma
því á laggirnar. En úr því hefir
ekki orðið og undirbúningurinn
sýnist aldrei hafa komizt yfir
frumstigið. Líklegasta ástæðan til
þessarar frestunar enn er óeining
á æðstu stöðum, sem ógjarnan
má koma fram í dagsljósið og
eyðileggja „einingar“-skrafið. —
Mörg ný nöfn hafa séð dagsins
ljós innan ráðuneytanna og fram-
leiðslunnar.
Af þessu öllu — og mörgu
fleiru — má ráða, að allt sé ekki
á þeirri einingar- og framþróun-
arbraut, sem státað er af opinber-
lega. Þar ofan á bætist — og það
er e. t. v. eftirtektarverðast, hver
megináherzla er á það lögð að
innprenta þjóðinni, að Vesturlönd
hyggi helzt á það að ráðast á
Sovétríkin. Þessi áróður er ekki
nýr, en ofsinn og áherzlan er
meiri en fyrr. Líklegasta skýring-
in er að þessi haturspólitík sé tal-
in nauðsynleg til þess að breiða
yfir misfellur og vandræði heima
fyrir og slá á óánægju fólks með
ástandið.
HEILSUVERND,
tímarit Náttúrulækningafélags
fslands, 2. hefti 1949 (4. árg.) er
nýkomið út, vandað að frágangi
og fjölbreytt að efni. Ritstjórinn,
Jónas læknir Kristjánsson, skrif-
ar grein um svissneska lækninn
og vísindamanninn Birrher-
Benner, einn helzta frömuð nátt-
úrulækninga í Evrópu og er
mynd af honum á kápusíðu rits-
ins. Þá kemur þýdd grein: Atóm-
kenningin sem þáttur í rannsókn
næringarinnar, eftir hollenzkan
vísindamann, forstjóra matvæla-
rannsókna í Haag í Hollandi. —•
Björn L. Jónsson ritar aðra grein
sína í flokkinum Vörn og örsök
krabbamein: Lykillinn að gátu
krabbameinsins, og auk þess
grein um ensku safnhaugagerð-
ina, með nokkrum skýringar-
myndum. Þá ér þýdd grein um
föstur, eftir franskan lækni, og
nokkrar smærri greinar: Lifandi
og dauð fæða, Ungbamadauði og
heilsufar, Bannað að bleikja
hveiti með eitri, Er gerilsneyðing
mjólkur nauðsynleg? Fílablöð og
brenninetlur, félagsfréttir og
uppskriftir að húsalötum. — Ritið
kemur út 4 sinnum á ári, og af-
greiðsla þess er hjá Hirti Hans-
sýni, Bankastræti 11, Reykjavík,
sími 4361.
- Kosningin
á Akureyri
(Framhald af 1. síðu).
sóknarflokkinn. Úrslitin hér í
bænum staðfestú að öðru leyti
heildarmynd ltosninganna um
land allt: Borgaraflokkarnir
vinna á, en sósíalistisku flokk-
arnir tapa. Er það raunar
heilsúsamlegt teikn í þjóðlíf-
inu.
Úrslitin á Akureyri urðu
þessi:
Alþýðuflokkur: Steindór
Steindórsson, 387 atkv.; lands-
listi 51; samtals 438 atkv.
Framsóknarflokkur: Krist-
inn Guðmundsson, 1011 atkv.;
landslisti 60 atkv.; samtals
1071 atkv.
Sósíalistaflokkur: Steingr.
Aðalsteinsson, 642 atkvæði;
landslisti 64; samtals 706.
Sjálfstæðisflokkur: Jónas
G. Rafnar, 1227 atkv.; lands-
listi 65; samtals 1292 atkv.
í kosningunum 1936 féllu
atkvæði þannig:
Alþýðuflokkur: Steindór
Steindórsson, 579 atkv.
Framsóknarflokkur: Þorst.
M. Jónsson, 844 atkv.
Sósíalistaflokkur: Steingr.
Aðalsteinsson, 831 atkv.
Sjálfstæðisflokkur: Sig. E.
hlíðar, 961 atkv.