Dagur - 28.10.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.1949, Blaðsíða 8
8 Föstudaginn 28. október 1949 Þjóðleikhúsið mun faka fil starfa í byrjun febrúar Gengið hefir verið frá ráðningu fastra leikara og annarra starfsmanna stofnunarinnar Innréttingu Þjóðleikhússins miðar nú vel áfram, og standa vonir til, að búið verði að ganga frá leiksviðs- og ljósabúnaði hússins um nýár. Eftir það er gert ráð fyrir, að einn mánuður fari í það að reyna tæki hússins, og það geti síðan hafið starfsemi sína í byrjun febrúar. Nýlega hefir verið gengið frá ráðningu leikara og helztu starfs- manna stofnunarinnar annarra. Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, kvaddi fréttamenn á sinn fund í fyrradag og skýrði þeim frá þessu og fleira varðandi lúkningu bygg- ingarinnar og fyrirhugaða starfshætti. Ráðning leikara. Þjóðleikhússtjóri gat þess, að ráðning leikaranna hefði gengið að óskum og hefði hann notið ágætrar samvinnu þeirra um það mál. Fastráðn- ir hafa verið þessir leikarar: Arndís Björnsdóttir, Haraldur Björnsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Hildur Kalman, Inga Þórðardóttir, Indriði Waage, Jón Aðils, Lárus Pálsson, Gestur Pálsson, Regína Þórð- ardóttir, Róbert Arnfinnsson, Valur Víslason, Þóra Borg Einarsson og Ævar Kvaran. Laun hinna fastráðnu leik- ara eru í fjórum launaflokk- um, og eru þau þessi: 1. fl. kr. 11100, 2. fl. kr. 9600, 3. fl. kr. 7800, og 4. fl. kr. 6600. Eru þetta grunnlaun. Lausráðnir leikarar. Auk þessara föstu leikara hefir verið rætt við og samið við nokkra af eftirtöldum leikurum um að leika einstök hlutverk með greiðslu miðað við leikkvöld: Anna Guð- mundsdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Bryndís Pétursdóttir, Emilía Borg, Emilía Jónas- dóttir, Guðbjörg Þorbjarnar, Inga Laxness, Ingibjörg Steinsdó.ttir, Klemens Jóns- son, Nína Sveinsdóttir, Stein- unn Bjarnadóttir og Valde- mar Helgason. Ef til vill verð- ur bætt við fleiri af þessum lausráðnu leikurum. Kjör lausráðnu leikaranna eru þau, að þeim eru greiddar 150 kr. fyrir hvert leikkvöld og tryggð 50 leikkvöld á ári. Auk þess fá þeir 25 kr. fyrir hverja leikæfingu. Gert er ráð fyrir, að föstu leikararnir leiki allt að 150 leikkvöldum á leik- ári, sem er 10 mánuðir. Þá kemur einnig til greina að ráða leikara til að leika eitt og eitt hlutverk, og verða þeim greiddar 175 kr. fyr;r leikkvöld og 30 kr. fyrir hverja æfingu. Aðrir starfsmenn. Aðrir starfsmenn, sem fast- ráðnir hafa verið, eru þessir: Leiksviðsstjóri: Ingvi Thor- kelsson. Hann hefir verið starfsmaður við leikhús í Am- eríku rúm 20 ár sem leikari, ljósameistari, leiksviðsstjóri og leikstjóri. Aðal leiktjalda- málari og búningameistari verður Lárus Ingólfsson. Tón- listarráðunautur mun verða Jón Þórarinsson. Ljósameist- ari Hallgrímur Bachmann. Veitingastjóri verður frú Kristín Jóhannsdóttir. Um- sjónarmaður í veitingasölum verður Sigurður Gröndal. Opnað með þremur leikritum. Eins og fyrr segir, er gert ráð fyrir, að leikhúsið geti tekið til starfa 1. febr. Munu þá verða sýningar í þrjú kvöld í röð og sitt leikritið sýnt hvert kvöldið. Hið fyrsta verður Nýársnóttin eftir Ind- riða Einarsson. Leikstjóri verður Indriði Waage. Annað verður Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson og verð- ur Haraldur Björnsson leik- stjóri. Ekki er enn fullráðið, hvert þriðja leikritið verður. Æfingar munu hefjast 1. nóv. Fastir frumsýningargestir. Nú þegar hafa þjóðleikhús- stjóra borizt mörg bréf með beiðnum um að verða fastir áskrifendur að frumsýningum leikhússins. Gert er ráð fyrir að það fyrirkomulag verði á, en skipta verður frumsýning- argestum niður á tvær sýning- arnar, því að ekki má lofa hverju sæti á þær, þar sem ætla verður utanbæjarfólki og öðrum gestum eitthvert rúm, ef svo ber undir. Verð aðgöngumiða á frumsýningar verður 50% hærra en venju- lega. Verð aðgöngumiða. Verð aðgöngumiða hefir ekki enn verið að fullu ákveð- ið, en gera má ráð fyrir, að það hækki ekki mikið frá því sem verið hefir í Iðnó. Þar verða að vísu sæti dýrari en önnur mun ódýrari en hér hefir þekkzt áður. Rán fékkst til lúkningar byggingunni. Á sl. ári var byggingarsjóð- ur hússins þrotinn, en þá tókst þjóðleikhússtjóra að fá um 3 milljón kr. lán til lúkningar byggingunni. Greiðsla á því láni er tryggð með 25% af skemmtanaskattinum, sem á að renna til byggingarsjóðs, unz húsið er fullbyggt. Rekstraráætlun. Þjóðleikhússtjóri gat þess, að til þess væri ætlazt í lögum og reglugerð um rekstur húss- ins, að það stæði að öllu leyti sjálft undir rekstri sínum og fengi ekki annan styrk en 25% af skemmtanaskattinum. — Hefði því verið gerð rekstrar- áætlun, sem miðuð er við það, og' yrði verð aðgöngumiða miða við það- Samkv. þeirri bráðabirgðaáætlun, sem gerð hefir verið, verður reksturs- kostnaður leikhússins um 2 milljónir króna. Daguk Afneitun Alþýðumannsins | Enda þótt Alþýðumaðurinn É \ í gær viðurkenni, að sósíalísku \ I flokkarnir hafi tapað verulega É \ í þessum kosningum — og \ É þannig kveði nokkuð við ann- É ; an tón í þessu blaði, en les- \ É endur þess eiga að venjast — É = reynir það samt að klóra í \ \ bakkann og telja fólki trú um, i E að Alþýðuflokkurinn á Akur- : = eyri hafi ekki verið í leyni- É : legu kosningabandalagi við É = íhaldið. Blaðið svarar þó ekki = É þessari spurningu, sem bæjar- É i menn hafa velt fyfir sér að i É undanförnu: Hvað varð um É i Alþýðuflokksatkvæðin? Svar- i É ið er raunar augljóst og blasir É i við hverjum manni, sem skoð- \ É ar kosningaúrslitin hér. Hitt É i er svo skiljanlegt, að íhalds- i i snáparnir, sem kalla sig al- É : þýðuforingja, þori ekki að \ é gangast við eigin verkum. Háðherrar Framsóknar- flokksins biðjast lausnar Bjarni Ásgeirsson atvinnumála ráðherra afhenti forsætisráð- herra sl. þriðjudag lausnar- beiðni fyrir sig og Eystein Jónsson menntamálaráðherra. í gærkvöldi var enn ekki vitað, hvort forsætisráðherra myndi biðjast lausnar fyrir alla ríkis- stjórnina eða ráðherra Fram- sóknarflokksins einungis og sitja síðan áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Baejarfógeti vill fjölga lögregluþjónum Bæjarfógetinn hér hefir óskað heimildar bæjarstjórn- ar til þess að fjölga lögreglu- þjónum í bænum um tvo. Jafnframt að heimilað sé að sækja um leyfi til innflutn- ings á lögreglubifreið á næsta ári. Bæjarráð samþykkti að sækja um innflutning á lög- reglubifreið, enda greiði ríkis- sjóður helming af andvirði hennar, en frestað var að taka ákvörðun um fjölgun lög- vegluþjóna. Bærinn sækir um inn- flutningsleyfi fyrir heimilisvélum Bæjarráð hefir samþykkt að fela bæjarstjóra að sækja um innflutnings- og gjaldeyr- isleyfi til innflutnings á elda- vélum og þvottavélum frá Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir 200 þús. kr. DAGUR Vegna atkvæðatalningar kcm- ur þetta blað út á föstudegi en ekki miðvikudegi eins og venja er. — Næsta reglulegt tbl. kem- ur út næstk. miðvikudag. Kosningin í Eyjafjarðarsýslu: Bœjarlygin um togarana dugði ekki Enda þótt Verkamaðurinn verði meginhlutanum af rúmi sínu til þess fyrir kosningarnar að skrökva því að bœjar- mönnum, að kommúnistar hefðu útvegað bænum 2 togara, fór svo, að bœjarmenn lýstu því yfir í kosningunni síðastl. sunnudag, að þeir hefðu enga trú á þessari fullyrðingu kommúnista. Kommúnistar stórtöpuðu fylgi, og er það aðeins fyrirboði þess, sem koma skal. Sannleikurinn í tog- aramálinu er sá, að Framsóknarmenn studdu drengilega að því að togarar yrðu gerðir út héðan, og samvinnufélögin lögðu fram verulegt hlutafé til þess að gera það mögulegt, Bæjarmenn spyrja: Hvar eru fjárfra.mlög kommúnista? Sjálfstæðisflokkurinn fapaði á annað hundrað afkvæða En fékk samt þingmann kjörinn Um átta leytið í gærkveldi urðu úrslit kosninganna í Eyjafjarð- arsýslu kunn. Urðu þau þannig, að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu einn mann kjörinn hvor, þá Bernharð Stefánsson og Stefán Stefánsson. Framsóknarflokkurinn fékk nokkrum atkvæðum fleira nú en 1946, en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 112 atkv. frá kosningunum 1946. Hins vegar vann Alþýðu- flokkurinn verulega á, fékk jafn- mörgum atkvæðum fleira nú og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði. — Kommúnistar töpuðu hins vegar 35 atkv. miðað við kosningarnar 1946. A-lista, Alþýðuflokkurinn, 325 atkv. (213 atkv. 1946). B-Iisti, Framsóknarflokkur- inn, 1302 atkv. (1295 atkv. 1946). C-listi, Sósíalistaflokkurinn. 331 atkv. (366 atkv. 1946). D-listi, Sjálfstæðisflokkurinn 698 atkv. (810 atkv. 1946). Starfsmenn bæjarins fá launauppbót Eins og getið hefir verið í bæj- arblöðunum, fóru starfsmenn bæjarins fra má það í sumar, að þeir fengju greiddar uppbætur á lau nsín á sama hátt og opinberir starfsmenn og starfsfók Reykja- víkurbæjar hefir nú fengið. Bæjarráð hafði fyrir sitt leyti samþykkt þetta fyrir næstsíðasta bæjarstjórnarfund. Ógildir seðlar voru 22, auðir seðlar 33. Vera má að þessar tölui' breytist eitthvað lítilsháttar, en þær breyt ingar x-aska ekki þessum heildar niðui’stöðum. Hrogn flutt á fiskimiðin Skýrt er frá þvi í Norðurlanda- blöðum, að Danir hafi á þessu sumi-i flutt 1 millj. rauðsprettu- hrogna frá gotstöðvum rauð- sprettunnar á fiskimiðin, þ. e. á Doggerbanka í þessu tilfelli, en þar hefir veiði verið mjög treg upp á síðkastið. Ekkert verður sagt um árangurinn af þessari tili-aun fyrr en eftir 2 ár. Það er foi-stöðumaður dönsku hafi-ann- sóknarstofnunarinnar, sem að þessari tilraun stóð. I f i %íA =J 7 Y U J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.