Dagur - 05.01.1950, Side 2
2
D A G U K
Finuntudaginn 5. janúar 1950
Leikfélag Akureyrar:
„Piltur og stúlka”
eftir Emil Thoroddsen
Miðvikudaginn milli jóla og ný-
árs hafði Lcikfclag Akureyrar
frumsýningu á sjónleiknum
„PHtur og stúlka“ cftir Emil
Thoroddsen. Lcikurinn er, sem
kunnugt er, saminn upp úr
skáldsögu Jóns Thoroddsen. Er
hann í fjórum þáttum og 7 sýn-
ingum og gerist í sveit á Austur-
landi og í Reykjavík fyrir um
það bil 100 árum. Emil Thorodd-
sen samdi nokkur hugþekk lög
við sjónleikinn og eru þau flutt
við sýningarnar hér.
Flestir íslendingar þekkja
sögu Jóns Thoroddsen um Pilt og
stúlku og gerist ekki þörf að
rekja efni hennar né heldur
sjónleiksins. Sagan hefir orðið
mjög vinsæl, enda þótt efni henn-
ar sé ekki stórbiotinn skáldskap-
ur. Líklegast hefir Emil Thor-
oddsen mætavel að gera sjónleik
úr sögunni, en leikurinn er ekki
þar fyrir mikill skáldskapur og
oft finnst leikhússgestum sjón-
leikurinn of langdreginn og
þunglamalegur í vöfunum, enda
stendur sýningin í 4 klst. Er það
óneitanlega langur tími á Sam-
komuhússbekkjunum hér. — En
allt um það er leikurinn víða
skemmtilegur og spaugilegur,
enda þótt spaugið sé stundum
rustalegt. Virðist manni sem
draga mætti úr því að skaðlausu.
Einnig virðist mjög athugandi að
stytta leikinn eitthvað. Má t. d.
benda á, að 1. sýning, í hjáset-
unni, forleikur með tenórsöng,
mætti alveg hverfa. í hana fer
drjúgur tími, því að skipta þarf
um tjöld að henni lokinni. Eins
áhrifamikið væri að lesa stuttan
þátt um fyrstu kynni Sigriðar og
Indriða í hjásetunni.
Um þetta skal ekki fjölyrt, en
þessum ábendingum aðeins skot-
ið hér fram. Takist að gera leik-
inn hraðari og styttri, án þess að
verulegt skarð sé höggvið í sýn-
ingar hans, er það vissulega til
bóta frá sjónarhóli hins almenna
áhorfanda.
Mikill fjöldi leikenda kemur
fram í sjónleiknum og er eigi
tækifæri til þess að geta ýtarlega
um frammistöðu hvers um sig,
enda sjálfsagt skiptar skoðanir
um einstök atriði. Þessi hlutverk
eru helzt:
Ingveldur í Tungu, leikin af
Freyju Antonsdóttur. Tekst
Freyju mæta vel að sýna hina
kaldrifjuðu og þó skapstóru hús-
freyju, en framsögn hennar er þó
tæpast nægilega há og skýr. Sig-
ríði, dóttur hennar, leikur Bcrg-
rós Jóhannesdóttir, nýliði á leik-
sviðinu hér. Hlutverkið er svip-
lítið frá höfundarins hendi, en
Bergrós leikur það samt vel og á
mjög geðþekkan hátt. Má af
þessari frammistöðu hennar
ætla, að hún gæti tekið að sér
veigameiri hlutverk. — Ingi-
björgu á Hóli leikur Jónína Þor-
steinsdóttir. Þetta er fremur lítið
hlutverk, en frúin nær góðufn
tökum á því, t. d. í orðaskiptum
við Ingveldi. Indriða, son hennar,
leikur Sveinn Kristjánsson. Hann
er einnig nýliði á leiksviðinu hér.
Indriði er öllu svipminni frá höf-
undarins hendi en Sigríður, eitt
af hinum svonefndu vandræða-
hlutverkum, sem erfitt er að
blása lífi í, enda verður naumast
sagt að Sveini takist það. Sveinn
er myndarlegur og geðþekkur
piltur á senunni, en gerir ekki
mikla tilraun til þess að leika. —
Gróu á Leiti sýnir Sigurjóna
Jakobsdóttir. Er það vafalaust
jafnbezt leikið allra hlutverk-
anna. Er hvort tveggja, að gerfi
og látbragð er skemmtilegt, og
þegar hún er á senunni, gengur
leikurinn hraðar og eðlilegar en
ella. Frú Sigurjóna hefir þarna
skapað eftirminnilega mynd
hinnar þjóðfrægu Gróu.
Bárð á Búrfelli leikur Björn
Sigmundsson. Er Bárður í með-
ferð hans einn af þessum
skemmtilegu körlum, sem Birni
lætur svo vel að sýna. Björn er
öruggur og traustur leikari, sem
ekki fatast. Guðmund á Búrfelli
leikur Benedikt Hermannsson.
Benedikt er líklega gott efni í
gamanleikara og kemur það víða
fram í þessu hiutverki, en hvort
tvéggja, gerfi og látbragð, er að
því er manni virðist yfirdrifið og
sumt til lýta. Þorstein matgogg
leikur Elías Kristjánsson, hressi-
lega og skemmtilega, en þó hætt-
ir. honum líka til að yfirdrífa á
stöku stað. Möller kaupmann
leikúr Sigurður Kristjánsson. Er
frammistaða hans góð og hinn
danski kaupmaður verður eftir-
minnileg persóna. Sama má segja
um Júlíus Ingiinarsson, sem leik-
ur Levin kaupmann. Hólmgeir
Pálmason leikur Kristján búðar-
mann, lítið hlutverk, en skemmti
legt og er leikur Hólmgeirs fjör-
legur og þó öfgalaus. — Önnur
hlutverk leika Halldór Jónsson,
Oddný Laxdal, Sigríður Her-
mannsdóttir, Matthildur Svcins-
dóttir, Sigríður Pálína Jónsdótt-
ir, Jón Ingimarsson, Matthildur
Olgeirsdóttir, Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, Jón Kristinsson,
Tryggvi Kristjánsson og Vignir
Guðmundsson.
Leikstjóri er Jón Norðfjörð. —
Haukur Stcfánsson málaði leik-
tjölda, sem eru smekkleg.
Að sýningarlokum voru leik-
endur og leikstjóri hylltir og
þeim klappað lof í lófa.
Aðsókn að leiknum hefir verið
góð til þessa.
Pólskt rúgmjöl
— til skepiiufóðurs —
kr. 1.10 kg.
Ný lenduvörudeildi n
Cullbriiðkaup
Þann 28. desember 1899 voru
gefin saman í hjónaband í Ufsa-
kirkju í Svarfaðardal, brúðhjón-
in Helga Guðjónsdóttir og Krist-
ján Jónsson, áttu þau því gull-
brúðkaup 28. des. síðastl. Þann
dag var eg svo heppin að hafa
tækifæri til þess að heimsækja
þau, en þó ekki fyrr en seint um
kvöldið, en þá var enn gest-
kvæmt í Uppsölum og mikið af
deginum höfðu bifreiðar verið að
koma og fara, sem engan getur
undrað, því að auk kunningja og
nágranna heimsóttu þau börn,
tengdabörn og barnabörn, sem
búsett eru bæði í Dalvík og á
Akureyri.
9 börn hafa þau eignast og eru
8 á lífi, eina dóttur misstu þau
unga, var hún efnilegt barn og
söknuðu þau hennar mjög mikið.
Auk þess að hafa komið upp svo
stórum barnahóp, hafa þau alið
upp 3 drengi að mestu leyti.
Barnabörnin eru 30, en barna-
barnabörn 3. Helga er fædd í
Miðhóli á Ufsaströnd í Svarfað-
ardal 27. sept. 1881 og Kristján á
Hánefsstöðum í sömu sveit 8. okt.
1877, og hafa þau því alið allan
sinn aldur í Svarfaðardal, og þar
af 42 ár í Uppsölum, en þar
heima eru nú 2 börn þeirra og
sonarsonur.
Úppsalabærinn stendur við
fjallsrætur fyrir ofan prestssetr-
ið Velli, og ber hann nafn með
réttu, þar sem hann stendur svo
hátt, og er útsýnið hið fegursta.
Þegar staðið er í hlaðvarpanum
má heita að sjáist yfir alla sveit-
ina, og þætti mér ekki ólíklegt
að þau hefðu marga stund að
dagsverki loknu hvílt sig við að
renna sjónum yfir sveitina, sem
hefir fóstrað þau og alið, þar sem
þau hafa gengið í skóla lífsins, í
skjóli hárra fjalla, við lækjarnið
og fuglaklið. Við hamfarir vetrar
og voldugan dyn æðandi storma.
Við heillandi kyrrð mánabjarta
vetrarkvöldsins, á meðan stjörn-
urnar tindra óg norðurljósin
leiftra. Svo mun flestum farið,
sem enn unna sinni eigin þyggð.
Jörðina hafa þau ræktað og
bætt meira en búast hefði mátt
við, þar sem efni voru rýr lengi
framan af og barnahópurinn
stór.
Nú geta þau horft með gleði
yfir farinn veg, og eg er viss um,
að þeim býr þakklæti í huga,
einnig fyrir hið stríða sem hið
blíða, og nú ekki sízt fyrir gull-
brúðkaupsdaginn, þegar svo
margir ættingjar og vinir heim-
sóttu þau og færðu þeim gjafir og
heillaóskir. Eg vil enda þessar
línur með því að þakka þéim
rausnarlegar viðtökur og ánægju
lega stund þann dag og biðja guð
að blessa þau á ókomnum æfiár-
um.
Akureyri á nýjársdag 1950.
Hugrún.
Smekkláslyklar
fundnir. — Geymdir á af-
greiðslu Dags.
U. M. F. Svarfdæla
40 ára
Hinn 30. des. sl. varð U. M. F.
Svarfdæla fertugt að aldri, stofn-
að þann dag 1909. Fyrsti form.
þess var Snorri Sigfússon og
meðstjórnendur Þórarinn Eld-
járn og Sigurður Jónsson. Mættu
þeir allir á afmælishófinu, sem
var haldið með mikilli rausn og
prýði og sat það mikill fjöldi
manns.
U. M. F. Svarfdæla hefir mikið
starfað og má segja með sanni, að
það hafi verið virkur og merkur
aflvaki og aflgjafi í öllu menn-
ingarlífi Svarfdæla um áratugi.
Sér þess og greinilega merki á
marga lund að menningarlegur
félagsskapur hefir verið að verki,
m. a. mun nú fágætt, að fjöldi
manns skemmti sér með þvílíku
sniði og myndarbrag, sem ung-
mennafélagarnir á Dalvík, en
skemmtanalíf fólks vitnar jafnan
um menningu þess.
Félagið hefir því verið hollur
skóli fjölda manns, og ómetan-
legur, menningarlegur styrkur
sveitinni allri. Það finna menn nú
og skilja, og kom það glögglega í
ljós í afmælishófinu. Mun því
mikill hugur i mönnum, að
magna félagið krafti til áfram-
haldandi starfs og nýrra við-
fangsefna.
Á fertugsafmælinu kaus félag-
ið sér í fyrsta sinn nokkra heið-
ursfélaga. Voru það eldri félagar,
sem fyrr á árum höfðu mikið fyr-
ir félagið unnið og jafnan sýnt
því traust og hollustu.
Núverándi form. U. M. F.
Svarfdæla er Baldvin Jóhanns-
son útibússtjóri. Gestur.
Sextugur:
Steinþór Jóhannsson
kennari
Þann 3. jan. sl. varð Steinþór
Jóhannsson, kennari við Barna-
skóla Akureyrar, sextugur. —
Steinþór hefir verið kennari við
skólann í rúm 20 ár og gegnt öll-
um sínum störfum af óvenjulegri
skyldurækni og samvizkusemi,
svo að eg hefi fáa þekkt, sem
hafa sýnt svo frábæra alúð í
starfi sínu sem Steinþór, enda
kemur hann öllum til nokkurs
þroska, sem hjá honum lenda.
Það er stundum talað um, að
vinnutími kennaranna sé stutt-
ur. En þeir, sem hafa orð á slíku,
ættu að kynnast vinnudegi Stein-
þórs Jóhannssonar. Þegar aðrir
eru löngu hættir vinnu, situr
Steinþór við að búa sig undir
næsta dag, og slík reglusemi og
vandvirkni, sem Steinþór sýnir í
öllu sínu skólastarfi, er sannast
að segja sjaldgæf, að öllum öðr-
um ólöstuðum. Annars er Stein-
þór fáskiptinn og gefur sig lítt að
öðrum störfum. Kennslunni
helgár hann alla sína krafta.
Nöfnum slíkra manna er oft lítt
á lofti haldið, þótt þeir séu mæt-
ustu menn þjóðfélagsins og mátt-
arstólpar þess. Hann hefir þó
yerið í barnaverndarnefnd Akur-
eyrar um langt skeið og rækt þar
störf sín vel, eins og alls staðar
annars staðar. Steinþór er
traustur maður og skapfastur,
glaðlyndur í sínum hópi og gam-
ansamur, og því hinn bezti félagi.
Vinsæll er hann meðal nemenda
sinna og allra samstarfsmanna,
og munu margir senda honum
hlýjar kveðjur á þessum tíma-
mótum ævinnar. H. J. M.
Jarðarför sonar okkar,
KRISTJÁNS,
hefst frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. þ. m., kl. 1 e. h.
Guðrún Guðmundsdóttir.
Þorsteinn Jónsson.
TILIÍYNNING
Frá 1. janúar 1950 hættir kjötbúð vor mót-
töku á framleiðsluvörum bænda, svo sem
eggjum, smjöri, kálfakjöti o. fl.
Móttakan mun fara fram í Pylsugerðinni,
er hefur aðsetur sitt í Kaupvangsstræti 23
(áður smjörlíkisgerð K. E. A.).
Vér viljum í þessu sambandi minna smjör-
framleiðendur á fyrri auglýsingar vorar, um
að merkja smjörpakkana nafni framleiðanda.
Smjörið er nú flokkað í I. og II. gæðaflokk,
og er II. fl. 20% verðminni. Framleiðendur
eiga það á hættu, að smjör, er kemur ómerkt,
sé flokkað í II. flokk.
Virðingarfyllst
Kaupfélag Eyfirðinga.