Dagur - 05.01.1950, Page 5
Fimmtudaginn 5. janúar 1950
D A G U R
5
IÞROTTA
Skíðanámskeið og mót.
Þrátt fyrir lítið vetrarríki og
bara nokkrar skóflur af snjó enn,
sem komið er, hafa skíðamenn á
Akureyri talsvert farið á skíði.
Nú milli jóla og nýárs var náms-
skeið í skíðastökki við Miðhúsa-
klappir. Kennari var Guðm.
Guðmundsson og þátttaka sæmi-
leg, sérstaklega frá þeim yngri.
Um áramótin versnaði færið, en
strax er snjó gefur ofan á hjarn
og klaka í brautinni verður
námsskeiðinu haldið áfram. Á
eða -sýningu fyrir fé eða hlunn-
kvöldin var svo æft svig inni í indÍ! sem j0fna má tn fjár. Með
Gili, og verður einnig þar haldið
áfram þegar færi gefur. Þar er
búið að iýsa upp, oftast gott veð-
ur, þótt annars staðar gusti t. d.
og brekkan skemmtileg, þótt ekki
sé löng. Þessi námsskeið ættu
sem flestir að sækja, bæði piltar
og stúlkur, ofan af Brekku og
neðan af Eyri með Innbæjar
fólki!
Svo er ákveðið að Stórhríðar-
mótið hefjist með stökkkeppni og
það þegar um fyrstu helgi á
þessu nýja ári, sem snjór og veð
ur leyfir. Verður slík keppni
eðlilega ákveðin með stuttum
fyrirvara og því bezt að vera
viðbúinn!
Frá S. K. í.
„Stjórn S. K. í. hefir borizt
álit flestra meðlima S. K. í. um
möguleika á þátttöku á heims-
meistaramótinu í Bandaríkjun-
um á þessum vetri. Álitsgerð
irnar eru allar á einn veg, að
þátttaka sé ekki möguleg kostn-
aðarins vegna. Stjórn S. K. I. er
öll á sama máli og ákveður að
afþakka boðið.“
S. K. í. hefir verið boðin þátt-
taka í öðrum skíðamótum
Bandaríkjunum, Frakklandi og
víðar, en sennilega verður þeim
boðum ekki heldur sinnt — af
sömu ástæðum.
Guðm. Guðmundsson, Knarr-
arbergi er ráðinn til skíðakennslu
hjá H. S. Þ. í jan. og febr., en
hjá U. í. A. í marz og fram í
apríl.
—Q—
Áhugamannareglur f. S. f.
1. gr. — Reglur þessar gilda um
alla íþróttamenn innan vébanda
íþróttasambands íslnds. Hvert
sérsamband hefir þó rétt til þess
að hafa strangari áhugamanna-
reglur.
2. gr. — Áhugamaður telzt sá
vera, sem iðkar íþróttir af ást og
áhuga á íþróttunum, en ekki
vegna fjárhagslegra hagsmuna.
Atvinnumaður telzt sá vera,
sem eigi á rétt til þess að kallast
áhugamaður.
3. gr. — Aðeins áhugamenn
eiga rétt á því að taka þátt í
íþróttakeppni innán í. S. í.
Atvinnumenn geta því aðeins
tekið þátt í slíkri keppni, að
undanþága hlutaðeigandi sér-
sambands og framkvæmda-
stjórnar í. S. í komi til hverju
sinni.
ÞATTUR
Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON.
4. gr. — Áhugamanni
óheimilt:
a) Að selja eða veðsetja verð-
launa- eða minjagripi sína.
b) Að taka þátt í íþróttakeppni
ætíð tilkynna framkvæmdastjórn
í. S. í. um öll slík mál og getur
hún krafist þess, að úrskurði sér-
sambandsdómstóls sé skotið til
íþróttadómstóls í. S. í.
9. gr. — íþróttamaður, sem
misst hefir áhugamannsréttindi
sín, getur öðlast þau aftur, ef til
er þess fæst samþykki sambands-
ráðs í. S. í.
10. gr. — Áhugamannareglur
þessar ganga þegar ,í gildi, og
þar með eru aliar eldri Áhuga
mannareglúr í.; S: í. úr gildi
felldar.
því er þó ekki átt við nauðsyn-
legan ferða- eða dvalareyri né
íþróttabúninga.
c) Að taka þátt í íþróttamótum
eða sýningum, sem haldin eru til
ágóða fyrir aðila utan í. S. í. eða
einstaklinga, nema leyfi sérsam-
bands komi til.
d) Að leyfa að nafn sitt, sem
íþróttamanns, sé notað í auglýs
ingaskyni fyrir varning.
e) Að veðjg um keppni, sem
hann tekur þátt í.
f) Að vera lengur í íþrótta-
ferðum en 30 daga á ári, nema
með leyfi sérsambands.
g) Að keppa í íþróttum vís
vitandi með eða gegn atvinnu-
manni, nema undanþága hafi
verið gefin skv. 3. grein.
5. gr. — Brot á 4. grein varða
missi áhugamannsréttinda í öll-
um íþróttagreinum og óhlut-
gengi til trúnaðarstarfa innan í.
S. í. um tiltekinn tíma, jafnvel
æfilangt, en eigi skemur en eitt
ár.
Ef íþróttafélag veldur broti
fyrrgreindum reglum, má dæma
það frá keppni og sýningum allt
að tvö ár og til fjársektar 500—
10000 kr.
6. gr. — Hver sá, sem kennir
íþróttir fyrir hærri þóknun en |
1000 kr. á ári (miðað við vísitölu
100) auk hóflegs ferða- og gisti-
kostnaðar, telzt atvinnumaður í
öllum þeim íþróttagreinum, sem
hann hefir kennt á árinu. Und-
anþegnir þessu ákvæði er þó
kennari í íþróttum við opinbera
skóla.
Kennarinn getur þó fengið
áhugamannsréttindi sín aftur,
þegar eitt ár er liðið frá því, að
hann hætti þeirri kennslu, sem
olli því, að hann taldist atvinnu-
maður.
7. gr. — Hver sá, er kennir
íþróttir fyrir þóknun, sem er
ekki hærri en tilgreint er í 6.
grein, telzt áhugaþjálfari. —
Greiðsla fyrir kennslu og kostn-
að áhugaþjálfara skal fara um
hendur héraðsstjórnar eða sér-
ráðs og skal það tilkynna hlut-
aðeigandi sérsambandi um
greiðsluna.
8. gr. — Sérsamböndin sjá um,
að áhugamannareglum sé fram-
fylgt, hvert í sinni grein.
Mál út af reglunum skulu rek-
in og útkljáð af dómstóli hlutað-
eigandi sérsambands.
Stjórnar sérsambanda skulu
Samþykkt þann 26. nóvember
1949 af Sambandsráði í. S. í.
FRÁ BÓKÁMARKASINUM
FRA SÍÐASTA ÁRI.
Beztu Evrópuárangrar í frjálsum
íþróttum 1949.
Hlaup 100 m.: 1. Bailey, Eng-
land, 10.4. — 2. Eischer, Þýzka-
land, 10.4. — 3. Wittekind, Þýzka
land, 10.4. — Sá 11. í röðinni er
Finnbj. Þorvaldsson á 10.5, sama
tíma og sá 4.
200 m.: 1. Stawczyk, Pólland,
21.2. — 2. Bailey England, 21.3.
3. Bally, Frakkland, 21.3. — 9. í
röðinni Haukur Clausen 21.6.
400 m.: 1. Siddi, ítalíu, 47.2. —
2. Geister, Þýzkaland, 47.8. — 3.
3. Hupperte, Þýzkaland, 47.8. —
(ísland: Guðm. Lárusson, Á.,
48.9).
800 m.: 1. Aberg, Svíþjóð, 1.50.0.
— 2. Lindgárd, Svíþjóð, 1.50.8. —
3. Ulzheimer, Þýzkaland, 1.50.8.
— (ísland: Óskar Jónsson, í. R.,
l. 55.5).
1500 m.: 1. Slijkhuis, Holland,
3.43.8. — 2. Strand, Svíþjóð,
3.45.2. — 3. Reiff, Belgía, 3.45.8. —
(ísland: Óskar Jónsson, I. R.,
4.05.2),
3000 m.: 1. Reiff, Belgía, 7.58.8.
— 2. Slijkhuis, Holland, 8.13.8. —
3. Makelá, Finnland, 8.16.8. —
(ísland: Þórður Þorgeirsson, K.
R., 9.18.0).
5000 m.: 1. Zatopek, Tékkó-
slóvakía, 14.10.8. — 2. Koskela,
Finnland, 14.13.2. — 3. Mákelá,
Finnland, 14.20.0. — (ísland:
Hörður Hafliðason, Á., 17.15.8).
10000 m.: 1. Zatopek, Tékkósl.,
29.21.2. — 2. Heino, Finnlaná,
29.27.2. — 3. Mimoun, Frakkland,
29.53.0.
Hástökk: 1. Damitio, Frakkl.,
2.02. m. — 2. Paterson, England,
2.005 m. — 3. Reiz, Svíþjóð, 2.00
m. — (ísland: Skúli Guðmunds-
son, K. R., 1.95 m.).
Langstökk: 1. Kreulich, Þýzka
land, 7.58 m. — 2. Luther, Þýzka-
land, 7.53 m. — 3. , Adamczyk,
Pólland, 7.44 m. — (ísland: Torfi
Bryngeirsson, K. R., 7.24 m.).
Þrístökk: 1. L. Sitjerbakov,
Rússland, 15.43. — 2. Áhman,
Svíþjóð, 15.33. — 3. Moberg, Sví-
KORLQG OG HLJOM-
BLIK eftir Björgvin
Guðmundsson.
Nú rétt fyrir jólin hefir bóka-
útgáfan Norðri sent frá sér tvær
bækui', sem mér finnst ekki
mega hjá líða að vekja athygli á.
Eru það Áttatíu og átta kórlög
fyrir samkynja og ósamkynja
raddir og Hljómblik, hvoru
tveggja eftir Björgvin Guð-
mundsson tónskáld á Akureyri.
Þjóðin hefir fyrir löngu fellt
sinn dóm um Björgvin Guð-
mundsson — karlssoninn í æv-
intýrinu, sem fór út í lönd og
vann kóngsríki — og skipað hon
um veglegan sess meðal góð-
skálda sinna og stórskálda á
sviði tónlistarinnar. Það er göf-
ugt og. gott einkenni mikillar
menningar hinna almennu borg-
ara í landinu, að vera fundvísir
á sína beztu menn og virða þá og
dá. Þá þegar, er lög Björgvins
bárust með vestan blænum yfir
hið víða haf, heim til íslands,
vöktu þau þjóðina til meðvitund-
ar um það, að þar væri hún að
eignast dýran og góðan son, og
nú eftir að hann hefir lifað og
starfað um langan aldur meðal
hennar, veit hún með vissu að
svo var. Það er því sannfæring
mín, að útgáfa Norðra á verkum
Björgvins er kærkomin öllum
tónelskum mönnum og konum.
Eru áður komnar nokkrar bæk-
ur, og nú bætast þessar tvær við.
í „Áttatíu og átta kórlögum“
kennir margra grasa. Fimm lög-
in eru raddsett af Björgvin, hin
öll frumsamin, flest sett fyrir
samkynja raddir, en nokkur
einnig fyrir ósamkynja raddir. í
hópi þeirra laga, fyrir karlakóra,
sem þarna birtast, eru nokkur,
sem efalaust eru meðal hinna
stórbrotnustu slíkra verka, sem
samin hafa verið á Norðurlönd
um. En margt er þar miklu
smærri laga, sem auðveld eru
litlum kórum og þó hreinar perl-
ur. Má með sanni segja, allir geta
fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
Vil eg í því sambandi benda á,
hve sjálfsagt er fyrir söngfélög
að eiga all mörg eintök af bókum
þeim, sem hafa inni að halda
fjölbreytt efni kórlaga, til afnota
á æfingum. Er hér um að ræða
tilvalið tækifæri til slíks, þar sem
þá líka verði bókarinnar
mjög stillt í hóf.
Það er fyrir sönglög sín, sem
Björgvin er mest virtur og dáð
ur, enda þau verk hans lang
bezt þekkt. Um aðrar tónsmíðar
hans, stórar og smáar, er mönn
um minna kunnugt, þó nokkuð
hafi komið út áður. I „Hljóm
blik“ eru 105 smálög fyrir píanó
eða orgel. Er þeim öllum valinn
búningur við hæfi hinna al-
mennu borgara, þ. e. hinna fjöl-
mörgu, sem kunna að leika á
hljóðfæri sér og öðrum til gagns
og gleði, án þess að hafa átt þess
kost að æfa þá íþrótt til mikillar
tækni. Það er mikilla þakka vert,
að Björgvin skuli hafa valið
þessari útgáfu slíkan búning. —
Efnið er mjög fjölbreytt. Skiptist
það í þrennt: Hljómblik, Stökur
og Yms hljóðfæralög. Flest eru
án texta, en þó ekki nærri öll.
Þar er einnig eitthvað við allra
hæfi, allt frá léttum gamanmál-
um til angurs og sorgar stefja.
Má mikið vera, ef fjölmargir
finna þar ekki hljóma og endur-
óma strengi þeirra eigin hörpu,
sem engan möguleika hafði til
annars en vera hljóð. Svo fara
góðskáldin nærri tilfinningum
þjóðar sinnar.
Frágangm- allur á bókunum er
yfirlætislaus en smekklegur. Þá
er og verði stillt í hóf. Hafi ein-
hverjum ekki verið það ljóst áð-
ur, ætti þeim hinum sömu að
vera það augljóst nú,. eftir út-
komu þessara bóka, að Björgvin
lítur á sig. sem skáld þjóðarinnar,
eins og þjóðin veit og skilur, að
hann er hennar skáld. Hún
(þjóðin) hefir veitt því athygli
fyrir löngu, eftir hvern lögin
eru, sem leikin eru í útvarpið —
jafnvel í útvarpið — þegar þar er
haft mest við, t. d. 17. júní og 1.
des. Menn ættu því ekki að sitja
sig úr færi með að eignast tón-
verk þessa merka tónskálds í svo
ódýrri og smekklegri útgáfu. Þau
ættu að vera í heimilisbókasöfn-
um sem flestra heimila á land-
inu. Séu þau þar, verða þau um
ókomnar aldir sungin og leikin.
Páll H. Jónsson.
þjóð, 15.15. — (ísland: Kristleif
ur Magnússon, í. B. V., 14.21).
Stangarstökk: 1. Lundberg,
Svíþjóð, 4.30. — 2. Kataja, Finn-
land, 4.25. — 3. Olevius, Finn-
land, 4.24. — (ísland: Torfi
Bryngeirsson, K. R., 4.12).
(Meira).
Hugrún: ÚLFHILDUR.
Skáldsaga.
Margt er.-það i skáldsagnagerð,
sem hefir sitt gildi, en fer þó oft
og tíðum fram hjá lesendunum.
Lýtur þetta oftast að hinni tækni
legu hlið sagnanna eða innri
byggingu þeirra. Á þessu veltur
það, hvort saga verður vel sköp-
uð eða vansköpuð. Eitt af þessum
hlutum, er nafn sögunnar, þvf að
það er mikil heimanfylgja, að það
sé vel valið.
Fyrst er eg heyrði, að hin nýja
skáldsaga Hugiúnar héti Ulf-
hildui', taldi eg nafnið inntektar-
megin hjá höfundinum. í nafni
hverrar bókar ætti, að réttu lagi,
að felast þungamiðja eða kjarni
hennar. Við að lesa Úlfhildi finna
merr., að höfundur hennar er
þessu boðorði trúr. Hugrúnu er
vel ljóst hvað hún vill segja, og
hún segir það af sannfæringu.
Hún grípur á kýlum þjóðfélags-
ins og lætur eina af sögupersón-
unum spyrja:
„.... Skyldi það vera vegna
óttans við dauðann, að fólkið lifir
svona gáleysislega? Þarf það að
drekkja honum í gleðskap og
glaumi? í hjarta hvers manns
hlaut að búa leyndur ótti við
dauðann. Þess vegna varð mann-
kynið að fá sér deyfiskammt í
hringiðu og óstjórn skemmtana,
fýsna og nautnadrykkju....“
Það er dauðvona maður, sem
(Framhald á 7. síðu).