Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 2
2 D AGUR Laugardaginn 14. janúar 1950 ttíHSttttttttttttttttttf UNGA FÓLKIÐ Á þessari síðu rceða ungir Framsóknarmenn stjórnmála- viðhorfið og kosningabaráttuna BSttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttB ttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttti Sjálfstæðisfiokkurinn ber. ábyrgð á fjárhagslegum ógöngum íslendinga Flokkurinn hefur farið með fjármálin seinustu áratugina og mótað fjármálastefnuna Utbreiðsluaðferðir ungra Sjálf sfæðismanna í Reykjavík Samvinna Sjálfstæ'ðisflokksins og kommú;nista. Það var árið 1942, sem Ólafur Thors gerði samband við komm- únista. Því sambandi var svo háttað, að annars vegar skyldi koma á breytingum á kjördæma- skipuninni, sem flestir viður- kenna nú, að //aldið hafi hinum mesta glundroða og stefnuleysi í íslenzkum stjórnmálum, en hins vegar eins og Ólafur Thors orð- aði það á Alþingi 3. febr. 1943: Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að. taka ekki upp ágreiningsmál, þ. á. m. og allra sízt mesta deilu- málið, dýrtíðarmálin. Á því tímabili, sem Sjálfstæð- isflokkurinn stjórnaði 1942 þaut vísitalan upp úr 183 í 272 stig. Hefði Sjálfstæðisflokkurinn bor- ið einhverja ábyrgðartilfinningu á þessum tíma hefði hann í átað samvinnu við kommúnista hafið baráttu gegn vaxandi dýrtíð. Enn samið við kommúnista. Svo var það árið 1944, þegar Framsóknarflokkurinn bauð Sjálfstæðisflokknum stjórnar- samvinnu með forsætisráðherra, sem væri utan flokka. Bændur gáfu eftir 9.4% af réttmætu af- urðaverði til þess að stöðva dýr- tíðina og öðrum stéttum til for- dæmis. Öllu þessu var hafnað af Sjálfstæðisflokknum. — Ólafur Thors sagði: „Hver telur sig nú bæran um það að reikna lit í október 1944 hvaða kauplækkun þarf til að ný framleiðslutæki beri sig á árinu 1946? Eða hvort yfirleitt þurfi til þess nokkra kauplækkun?" Hér er að vísu falsað, að kröfur Framsóknar- flokksins hafi verið kauplækkun einhliða. Þær voru að halda niðri bæði kaupgjaldi og verðlagi. En þetta sýnir glögglega viljaleysi Sjálfstæðisflokksins í þá átt að sporna við vexti dýrtíðarinnar. Svo bætti Sjálfstæðisflokkurinn gráu ofan á svart, með því að taka höndum saman við komm- únista um stjórn landsins. x B Sjálfstæðisflokkurinn hefir hjálpað kommúnistum til að beita verðbólgunni sem vopni í baráttunni um ríkjandi þjóðskipulag. Allir íslendingar vita nú, hvaða áhrif samband Sjálfstæðisflokks- ins og kommúnista hefir haft. — Dagblaðið Vísir sagði, sem dóm um eldhúsdagsumræðurnar 1947: „Eldhúsdagsumræðurnar sönn- uðu, að erfiðléikar þeir, sem þjóðin á nú við að búa, stafar að ölin_. ,leyti_ frá stjórnarárum kommúnista;"- Exi hveriær Rafa' kommúnistar stjórnað hér á landi? Jú, árið 1944—’47, þegar þeir sátu í ríkisstjórninni, sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrði. — Vísir hefði því mátt segja beint eins og satt er, að erfiðleikar þeir, sem þjóðin á við að stríða, stafi frá stjórnarárum Sjálfstæðis- flokksins. Samstjórn lýðræðisflokkanna. Þegar allt var uppétið 1947 tók Framsóknarflokkurinn við því óvinsæla verki að reyna að bjarga því, sem bjargað varð, með því að ganga í ríkisstjórn með Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. Hins vegar kom á daginn, að sam vinna tókst með Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. um óbreytta fjármála- stefnu. Leiddi það loks til þess, að Framsóknarflokkurinn rauf stj órnarsamstarf ið. Múverandi flokksstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Nú hefir Sjálfstæðisflokkurinn myndað hreina flokksstjórn. Ætla mætti því, að glögglega kæmi í ljós fjármálastefna flokksins nú. Núverandi fjármálaráðherra, Björn Ólafsson, segir nú eftir að flokksbræður hans hafa mótað fjármálastefnuna heilan áratug, „stefnubreyting í fjármálum er lífsnauðsyn." Sjálfstæðisílokkurinn og bæjar- stjórnarkosningarnar. Margir spá því, að þessi sljórn- armyndun Sjálfstæðisflokksins sé fyrst og fremst pólitískt bragð, sem eigi að fleyta flokknum fram yfir bæjarstjórnarkosningarnar, sem nú standa fyrir dyrum. Nú leyfir jafnvel sjálfur Ólafur Thors sér ekki að bera það á borð fyrir landsmenn, að til mála komi, að þeirri fjármálastefnu, sem Sjálf- stæðisfl. hefur markað um áratug, verði haldið fram. Heldur segir hann, að fyrst komi bráða- birgðaúrræði stjórnarinnar. En þau eru óbreytt fjármálastefna flokksins um áratug. Svo komi aðalúrræðin. En enginn veit, hver þau eiga að verða. Fram yfir bæjarstjórnarkosningarnar eiga menn að láta sér vel líka óbreytta 10 ,ára stefnu Sjálfstæðisflokksins í fjármálum, vegna þess að flokk- urinn hefur ekki nægan tíma. Munurinn á úrræðum Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. liggur í því, að Framsóknar- flokkurinn álíti*-, að sérhver maður í þessu þjóðfélagi eigi að taka á sig byrðarnar, sem eru samfara viðreisn fjármálalífsins og björgun ríkissjóðs frá gjald- þroti, í nákvæmu hlutfalli við það, sem hann getur borið. M. ö. o. í samræmi við fjárhagslega getu sína. Véi-a má, að þetta komi ónotalega niður á sumum. En er hægt að bjóða upp á annað? Sjálfstæðisflokkurinn reynir hins vegar að sporna við því, að margir þeir, sem grætt hafa ó- stjórnlega á stríðsárunum beri hlutfallslega byrðarnar með al- menningi. Þrjár Sjálfstæðishetjur á fundi Vörður, félag ungra Sjálfstæð- ismanna, hélt nýlega fund, sem auglýstur var fjálglega á götum. Á fundinum mættu einungis tveir stjórnarmeðlimir og einn á- hugasamur flokksmaður. Var nú setzt á ráðstefnu og borinn fram tillaga um, að fundurinn færi í bíó. Var hún samþykkt samhljóða og framkvæmd þegar í stað. í „Tímanum-1 birtist nýlega grein, sem nefndist „Barnamútur Sjálfstæðisflokk'sins". Segir þar: „Sjálfstæðisflokkurinn á sér samkomuhús í Reykjavík, Sjálf- stæðishúsið. í þessu húsi eru hafðar ýmsar skemmtanir. Sum- ar þeirra eru Sjálfstæðisflokkn- um algjörlega óviðkomandi, svo serri kvöldskemmtanir Bláu stjörnunnar, sem hafa verið sýndar tvö kvöld í viku síðustu vetur. Aðgangurinn að sýningum Bláu stjörnunnar og dansi á eft- ir kostar 30 krónur. En ef skóla- börn í fyrstu bekkjum fram- haldsskólanna í Reykjavík vilja lofa sendimönnum Heimdallar að skrá sig í félag Sjálfstæðisæsk- unnar, fá þau aðgöngumlða að þessum skemmtunum svo oft sem þau vilja fyrir hálfvirði.“ Þess er og að gæta, að þessar skemmtanir eru mjög vinsælar og eftirsóttar, svo að færri kom- ast að en vilja. Aðferð Sjálfstæðismanna virð- ist því vera sú, að segja við ungl- inga, til þess að fá þá í Sjálfstæð- isflokkinn: Við tryggjum ykkur Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri efndi til stjórnmála- námskeiðs 3.—11. des. s. 1. Til- gangur námskeiðsins var fyrst og fremst að efla og auka félagslíf ungra Framsóknarmanna á Ak- ureyri. Veita þeim tækifæri til æfinga í fundarstjórn, fundar- sköpum, ræðuhöldum og öðru því, sem nauðsyn ber til að kunna skil a í almennu félagsstarfi. Þá voru flutt nokkur fræðandi erindi um stjórnmál. Nokkrar leiðbein- ingar og tilsögn í ræðumennsku, fundarsköpum og fundarstjórn voru veittar, eftir þörfum. Námskeiðinu var svo hagað, að það stóð yfir sex daga. Hverju sinni var tilhögun þessi. Fyrst voru flutt fræðandi erindi um á- kveðin efni, sem meira og minna snertu stjórnmál. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, flutti tvö er- indi. Annað um upphaf og stofn- un Framsóknarflokksins. Lýsti aðgöngumiða að Bláu stjörnunni fyrir 15 kr. í stað 30 kr. En skil- yrðið fyrir þessum fríðindum er, að þið gangið í Heimdall, félag ungra Sjólfstæðismanna í Reykja vík. Það er furðu langt gengið, þeg- ar félagssamtök, sem starfa undir merki stærsta stjórnmálaflokks á íslandi, leyfa sér slíkar starfsað- ferðir. Hvað þýðir að gaspra um frjálsa hugsun og mannréttindi, þegar slíkar aðferðir sem þessar eru notaðar til að lokka unglinga inn í félagssamtök og þau „póli- tísk“, án þess að þeir hafi hug- mynd um, hver er stjórnmála- stefna þessa félags. Sjálfsagt finnst flestum ábyrgum mönnum nóg um, þegar þeir heyra slíkt sem þetta, og vera má að sam- vizkan nagi einhverja, sem setja kross við lista þá, sem kenna sig við stjórnmálaflokk, sem viðhef- ur slíkar aðferðir til þess að vinna fylgi landsmanna. En, þegar ekki er fýsilegt að veifa málefnum, þá er er ekki við öðru að búast. hann aðdragandanum að stofnun- inni sem afleiðingu þess, að sjálf- stæðisbaráttunni var senn lokið, og tvístringur í stjórnmálum. Hitt erindið, sem hann flutti fyrr, sem í rauninni var nátengt hinu seinna, nefndi hann úrslitin í sjálfstæðisbaráttunni 1918. Var mjög fróðlegt, að heyra þennan gamla þingmann, sem sjálfur sat í sambandslaganefndinni, við samningaborðið fyrir okkar hönd gegn Dönum, lýsa mönnum og málefnum. Þá flutti Haukur Snorrason, ritstjóri, erindi um samvinnu- stefnuna. Lagði hann sérstaka á- herzlu á mismuninn á samvinnu- stefnunni og sósíalisma. Tómas Árnason, lögfræðingur, sem stjórnaði námskeiðinu, flutti tvö erindi um stjórnskipan ís- lands og lagði einkum áherzlu á, hverjir færu með ríkisvaldið, svo (Framhald á 7. síðu). 'U* Þátttakendur stjóminálanámskeiðs Félags ungra Framsóknannanna á Akureyri. Sfjórnmálanámskeið FUF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.