Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 5
Laugardaginn 14. janúar 1950 D A G U R 5 Islenzk tönlist er ug, en hún er ekki Einhver, sem ekki þorir að láta nafns síns getið, en kallar sig „íslending", — já, „íslending“, skrifar í síðasta hefti tímaritsins „Musica" greinar-ómynd, sem hann nefnir, eða hefst á orðun- um: „íslenzk tónlist er í öldu- dal“. Þar eru íslenzku tónskáldin 'hæverskulaust dsemd æru- og 'hæfileikalausir ritþjófar, allt frá ',,a la Mózart“ — hrein íslenzka, ekki satt? — til „Stravinski á duggarahands-árum hans“. Auk þess stela þau helzt ekki öðru en „væmnum“ og „ofnotuðum" hljómum. Ekki gerir greinarhöf- undur sér það ómak, að færa nein rök fyrir þessum „vin- gjarnlegu“ ásökunum, o-sei-sei, nei. Þess gerist ekki þörf þegar verið er að særa og svívirða ís- lenzk tónskáld. En er ekki yndis- legt að vera tónskáld hjá þjóð, sem tekur verkum þeirra með slíkum feginleik og þessi „íslend- ingur“? — Þessi líka „íslending- ur“. O-nei. Hér er hvorki um ættjarðarást, tónlistarást né neina aðra ást að ræða, heldur allt aðr- ar hvatir, ef það er þó nokkuð annað en bara bjánalegt spangól í takt við það margtuggna, öfund- sjúka og illgjarna áróðurs-holta- þokuvæl, sem skafið hefur hlust- ir íslenzkra tónskálda síðustu áratugina. „Þú dæmir aðeins, dæmir, þar við situr og dæmiri aldrei rétt“, kveður Davíð um ritdómarann. Það er vissulega orðið tímabært, að spyrna alvarlega fótum við Áróðurspistli tímariisins „Musica" svarað Eftir BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, tónskáld særandi og ærumeiðandi þjóf- kenningar. Þá er og annað í þessu sambandi, sem sízt ber að lasta: að á þessum stutta starfs- ferli hafa komið fram í verkum íslenzkra tónskálda áhrif frá ná- lega öllum stigum hinnar yngri tónmenningar, allt frá 13. til miðrar 20. aldar. Má það kallast nærri furðulegt, að á þessum stutta tíma skulum við þannig hafa öðlast lifandi hlutdeild í sjö alda þróun vestrænnar tórimenn- ingar, sem við vegna einangrun- ar og annarra aðstæðna höfðum engin tök á að varða samferða. Um þjóðlaga-delluna, sem nú virðist vera orðin eins konar her- óp allra niðurrifsmanna og skemmdarvarga, er það fyrst að segja, að eg veit ekki betur, en flest — og e. t. v. öll — núlifandi tónskáld hafi brugðið þjóðlaginu fyrir sig meira og minna, og sum enda af slíkri rausn, sem nálgast ofstæki, en enga tilhneigingu hefi eg til íhlutunar um það, því að hver listamaður hlýtur að velja sér þá framsetningu eða þau tjáningar-meðul, sem honum eru hugstæðust og samræmust hans innsta eðli. Af þeirri staðreynd út af fyrir sig fellur því allur „isma“- og íhlutunar-vaðall um sjálfan sig. í öðru lagi er hægt að tala um þjóðlag í þrengri og víð- þessari áróðurs-ósvinnu, og það arl merkingu. Um það vitnar því frekar, sem íslenzkir tón- glögglega sú staðreynd, að fleiri mála-aðilar virðast hlynna beint °S færri óskyldar þjóðir tileinka og óbeint að þeirri moldvörpu- s^r sama laSiÓ? sem þjóðlag, því starfsemi, með því, m. a., að sofa rólegir á verðinum, með íslenzkt tómlæti fyrir yfirsæng. íslenzk tónlist er, að vísu á byrjunarstigi, en hún er í engum öldudal, m. a. vegna þess, að hún er of ung að árum til að geta ver- ið það. Ef Sv, Sveinbjörnsson, sem vegna ævilangrar fjarvistar hafði lítil áhrif á þróun íslenzkr- ar tónmenningar, þótt hann að vísu skaraði fram úr sinni sam- tíð, er undanskilinn, getur tón- menning okkar ekki talist meira en 40 til 50 ára gömul, og með það í huga virðist mér árangur- inn of góður til að sæta sífelldri illúð og tortryggni. Að því er eg ■bezt veit er „Grand-óperan" það eina tónrænt form, sem enn hef- •ur ekki komið frá hendi íslenzkra tónskálda, en annars, allt frá ferskeyttu rímnalagi upp í són- ötur, symfóníur, óperettur, kan- tötur og oratóríur. Og þegar þess er ennfremur gætt, að að flest af þessu kemur frá mönnum, sem hafa orðið að vinna sig upp af þóftunni eða smalaþúfunni, og sumir þeirra varla séð hljóðfæri fyrri en þéir voru komnir hátt á tvítugs aldur, þá virðist það harla vanþakklátt og ósanngjarnt, að hafa ekkert annað við þessa menn að segja en sí-endurteknar, nær eða alveg óbreytt. Hvað er þá orðið af þessari „óendanlegu frjósemi moldarinnar“. (sic.) Og í þriðja lagi vil eg tilfæra hér lif- andi dæmi úr minni eigin vitund im staðleysur þeirra angurgapa. sem jafnan eru skyggnastir á munstrið á „nýju fötunum keis arans“. Fyrir meira en 30 árum kvað einn ofstækisfullur „þjóð isma“-landi vestur í Winnipeg upp þann dóm yfir þjóðsöngnum okkar, — sennilegasta þeim feg- ursta í víðri veröld — að hann væri þjóðinni til minnkunar, þetta væri, jú, ekkert annað en skotskur slagari, skrifaður af ís- lendingi, og hananú. En svo vildi það til nokkru síðar, að lúðra- sveit með skozkan stjómanda var fengin til að leika á íslendinga- samkomu, og lék hún þar m. a. þjóðsönginn. En það þótti takast böngulega hvað túlkunina snerti, og þá sagði sami maður að það væri svo sem engin mótvon, það gengi alltaf svona þegar útlend- ingar reyndu að túlka íslenzka tónlist. Ég er nú ekki gáfaðri en svo, að eg næ alls ekki í réttu róf- una á svona röksemdum, enda er þess tæplega að vænta, því að rófurnar eru víst nokkuð margar, en sennilega engin þeirra á rétt um stað. „Skrattinn fór að skapa mann“. O-jæja. En annars er allur málaflutn- ingur slíkra áróðursseggja lærður á eina og sömu bókina. Þegar þeir tala um Mendelshon, Brahms, Sinding og fjölmarga aðra er- lenda snillinga, sem ekki trúlof- uðust neinum isma, hvorki „þjóðlegum“ né dægurfluguleg- um, og tróðu þess vegna engar „nýjar brautir“ að þeirra dómi, þá eru þeir bara alheims-borgar- ar í list sinni. Iiins vegar eru ís- lenzk tónskáld, sem haga sér á sama hátt, og frjáls ferða sinna nota hvern þann stíl og hverja þá framsetningu, sem þeim eru eig- inlegust, nefnd þjófar, eftirap- endur og öðrum niðrandi og sær- andi nöfnum, því: „aldrei varstu seinn til svifa, ef særa þurfti góðan dreng.“ Á sama tíma, sem þeir standa á blístri af vandlætingu yfir hin- um víðfrægu ofbeldis-aðförum ráðstjórnarinnar gegn rússnesk- um tónskáldum, beita þeir ná- kvæmlega sama ofbeldinu gagn- vart þeim íslenzkum tónskáldum, sem eru of sjálfstæð til að dansa eftir tízkulúðri hvaða skrílmenn ingar sem er, að svo miklu leyti sem þeir geta, þora og nenna. — Margt fleira mætti upplýsa til vitnisburðar um innræti þessa þjóðhættulega áróðurs, en þetta ætti að nægja til að vekja al- menning til meðvitundar um, að hann er hvorki sprottinn af þjóð- rækni né listelsku, að hann, í fyrsta lagi er: ósvífin tilraun til að ófrægja, einkum þau tónskáld þjóðarinnar, sem hún hefur mestar mætur á, og gera þau tor- tryggileg í augum hennar. í öðru lagi: að neyða öll íslenzk tónskáld til að öskra gegnum sama hrúts- hornið og þröngva þannig inn á þjóðina einhæfri og þreytandi isma-háðri tónlist, og í þriðja lagi: staurblint flumæði til fylgis við erlent tilraunafálm þeirrar kynslóðar, sém tvær alheims- styrjaldir hafa eðlað svo mjög, að hún er leið á öllu nema en- demum. Öllum ætti að vera aug- ljóst, að hvers konar íhlutun truflar sjálfráða og eðlilega þró- un á hvaða vettvangi sem er. Og þá er það líka jafn augljóst, að fyrir íslenzka tónmenningu hljóti það að vera farsælast, að lofa hverju tónskáldi að syngja með sínu nefi, hvort sem nú nefið dregur andann gegnum 13., 18., 19. eða 20. aldar franisetningu, eða þær allar til samans, sem vit anlega væri eðlilegast, því að allar hafa þær til síns ágætis nokkuð, en enginn sannur lista maður getur bundið sig við neinn sérstakan isma-klafa, til þess er listin of nátengd lífinu sjálfu. né listræn fyrirbæri. Tilvera þeirra hvílir eingöngu á hóp- mennsku heimskra taglhnýtinga og áróðri illgjarnra öfundar- manna. En því miður hefur þetta isma- brjálæði verið allt of áberandi innan listamanna-klíkunnar ís- lenzku, og fer það að vonum, því að þar er sennilega misjafn sauð- ur í allt of mórgu fé, þar sem hraðtímgun íslenzkra listamanna nær vitanlega engri eðlilegri átt. Enda er það einhvem veginn svo, að á þeim vettvangi hafa löngum: tómlæti, öfund og alls konar sundurgerðir og hand- vammir fjölmennt á Þorgeirs- bola-skinni íslenzks kotborgara- hroka. Þess vegna hefur út- breiðslustarf íslenzkra tónverka gérigið miklu lakar en efni stóðu til. Væri kannske meiri ástæða til að tala um „öldudal" í sam- bandi við þau vinnubrögð, en verk tónskáldanna. Það liggur í augum uppi, að sú þjóð, sem' ekki fær tækifæri til að kynnast bók- menntum sínum verður aldrei bókmenntaþjóð. Tónskáldin eru að vísu hornsteinar allrar tón- menningar, en þjóðirnar sjálfar grundvöllur þeirra, því að það lag, sem enginn heyrir, er í raun- inni ekki til. Þess vegna er það lífsskilyrði íslenzkrar tónmenn- ingar, að þjóðinni sé gefinn kost- ur á að fylgjast með sínum eigin tón-bókrnenntum og tileinka sér þær, því að það er þjóðin, sem sker úr með lífsgildi íslenzkra tónverka, en ekki neinir Skugga- sveinar með rýting í erminni, enda minni þýðing fyrir mold- vörpustarf þeirra hjá þjóð, sem þekkir sína höfunda. Þar sem út- varpið er stærsti útbreiðslu máttur tækninnar að svo komnu, hefi eg, nú hátt á annan áratug, róið að því leynt og ljóst, með góðu og illu, að það flytti þjóð- inni íslenzka tónlist, að svo miklu leyti sem ástæður leyfðu en með sáralitlum árangri til þessa, og hefi eg- aldr-ei getað skilið þá tregðu listamennskunn- ar á að láta ljós sitt skína yfir þjóðina. í stað þess hefur hvert listamannafélagið af öðru hlaup- ið af stokkunum. Fyrst Banda- lag íslenzkra listamanna, þá Fé- lag ísl. tónlistarmanna, og loks Tónskáldafélag íslands, öll, að sögn, meira og minna fræg að endemum, fleiri og færri. Annars er mér, einangruðum hér norður á hjaranum, lítið kunnugt um af- rek þeirra, annað en fundarhöld og einhver önnur félagsleg láta- læti, svo sem þing og sýningar fyrir Reykvíkinga, og líklegast eitthvert daður við sams konar félög úti í Skandinavíu. Tón- bókmenntirnar, höfuðundirstöðu vegar ekki borið þar á góma, svo að mér sé kunnugt. Á því sviði munu áhugasamir athafna- og fjármálamenn hafa gert það, sem gjört hefur verið, — og tapað tugþúsundum á hVerri bók, svo sem að líkum lætur eins og allt hefur verið og er í pottinn búið frá hendi listfræðinganna sjálfra. Kannske væri öðruvísi umhorfs á tónbóka-markaðinum, ef allur sá fjö.ldi, sem daðrar við tónlist hér á landi, þekkti skyldur sínar og kynni að skammast sín. Upp úr öllu þessu írafári og öfugstreymi hefur svo loks sprott ið rökréttur ávöxtur, nefnilega STEF, og starfar það nú af slík- um ofstopa og gauragangi, sem virðist vera á góðum vegi með að hræða helzt alla frá að raula ís- lenzkt lag. Enda er sízt að undra, þótt þjóðin eigi bágt með að átta sig á því fyrirtæki, og finnist það jafnvel líkjast hálfgerðum skratta úr sauðarlegg, sem helzt enginn vissi að væri til. Það er með Stef líkt og tónbóka-útgáfuna, — nema hvað hún er áreiðanlega þarfari — að ef við hefðum frá öndverðu byggt tónmenningu okkar innan að frá, í stað þess að vera sí-káfandi utan í erlend- ar eftirstríðs-tízkur, þá er lík- legt að það ætti meiri skilningi að mæta, sé það þess virði, en um það vil eg ekkert fullyrða að svo komnu. Hitt ætla eg, að það sé ótímabært og okkur öldungis ofviða í því formi, sem það er rekið. Eitt er víst, að tilverurétt- ur þess hér verður að byggjast fyrst og fremst á stór-auknum flutningi íslenzkra tónverka, einkum varðandi útvarpið, því að öðrum kosti hlýtur það að baka þjóðinni talsverð útgjöld í er- lendum gjaldeyri, þar sem við, fyrir tilveru þess, verðum nú að greiða fyrir flutning erlendra tónverka, sem áður voru okkur sjálfboðin til flutnings. Það segir sig þess vegna sjálft, að tónflutn- ingar útvarpsins, og enda allra túlkandi vinnurafta þjóðarinn- ar, verður að taka stór-breyting- um í þjóðnýtari átt til að sporna við kannske fullkomnum tekju- halla á okkar hlið. Engu skal hér spáð um það, hver gifta kann að fylgja þessu fyrirtæki. Má vera að betur rætist úr því en til var stofnað, og vonir standa til. Hins vegar er það sannfæring mín, að eins og sakir standa, hefði verið hægt að gera ýmislegt þarfara íslenzkri tónmenningu til efling- ar og farsældar. Enda væri það, því miður, í allt of miklu sam- ræmi við starfshætti íslenzkra listamanna-samtaka, að þetta síðasta fyrirtæki þeirra yrði til þess eins, að íþyngja þjóðinni, á krepputímum, með erlendum skuldakröfum, sem hún gat ver- ið laus við, og afla sjálfum sér óvinsælda. Ismar og tízkur eru hvorki lífræn tónmenningarinnar, hefur hins En þá væri líka erindi okkar í Bernar-sambandið verra en illt. Akureyri á gamlaársdag 1949.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.