Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 8
8 Bagur Laugardaginn 14. janúar 1950 Skrumauglýsing Sjálfstæðisílokksins: Segist vilja „leggja áherzlu á" áburðarverksmiðju verði valinn staður á Ákureyri Sjálfstæðisflokkurinn hér í bænuin hefur farið að dæmi kommún • ista og krata og birt Iangt kosningaprógramm til hughægðar fyrir kjósendur frekar en cigin samvizku. Eru í prógrammi þessu talin upp vms mál, sem bærinn hefur nú á döfinni og allir flokkarni;- hafa staðið saman um í meginatriðum og vilja framkvæma eftir því sem geta og aðstaða bæjarfélagsins leyfir. Líklegt að 30% lækkun fengist á vátryggingum bæjarmanna, ef slökkvistöð og hrunavörzlu væri komið upp Nauðsynlegt að hraða jiessum framkvæmdum og krefjast jafnréttis við Reykjavík í brunatryggingamálum En í viðbót við þetta skrum- auglýsir íhaldið áhuga sinn fyrir ýmsum málefnum, sem það hef- ur hingað til fjandskapast við eða a.m.k. staðið þversum í vegi fyr- ir. Er þar fyrst að telja áburðar- verksmiðjumálið. Kemur það vissulega úr hörðustu átt, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hér þyki.st hera hag þess fyrir brjósti. Áður fyrr lá hann hundflatur fyrir sjónarmiði flokksstjórnarinnar og Reykjavíkurvaldsins í þessu máli. Má rifja það upp nú, að ár- ið 1945 greiddi alþingismaður kaupstaðarins, Sig. E. Hlíðar, atkvæði gegn áburðarverk- smiðjufrumvarpi Vilhjálms Þór. þar sem beinlínis var gert ráð fyrir verksmiðjubyggingu hér í bænura, og á þessu sama ári skrifaði „fslendingur“ gegu því að málið næði fram að ganga. Þetta var engin augna- blikssynd eða yfirsjón. Sum- arið 1946 birti fslendingur enn greinar til þess að sanna, að heimskulegt hefði verið að byggja áburðarverksmiðju hér á Akureyri. í baráttu sinni gegn því að ríkið reisti hér áburðarverk- smiðju, naut íhaldið ágæts stuðnings kommúnista, sem nú fárast um atvinnuleysi og vand- ræði, með því að Steingrímur Aðalsteinsson greiddi einnig at- kvæði gegn áburðarverksmiðju- málinu og raunar hamaðist allt það lið, sem síðar gekk í eina sæng á „nýsköpunar“-heimilinu, gegn áburðaiverksmiðjufrum- varpi utanþingsstjórnarinnar. Laxárvirkjun hefði einnig verið lokið. Fullvist má telja, að ef frum- varpið hefði verið samþykkt 1945, væri fullkomin áburðarverk- smiðja þegar byggð hér á Glerár- eyrum, og jafnframt, að þegar væri lokið stórfelldri aukningu Laxárvirkjunarinnar, sem nauð- synlegt var að gera í sambandi við áburðarverksmiðjumálið. Verkamenn í bænum mega nú hugleiða það, hver búbót slíkt fyrirtæki hefði orðið fyrir at- vinnulíf bæjarmanna, og þá jafn- framt það, af hve miklum heil- indum íhaldið tekur einmitt þetta mál, sem það beitti sér svo mjög fyrir að drepa, upp á kosninga- prógramm sitt nú. Verkamenn hér mega þá líka minnast þess, að fyrir nokkrum dögum fagnaði Morgunblaðið því ákaft, að það væri nú svo til full- ráðið, að áburðarverksmiðja rík- isins yrði byggð í grennd við Reykjavík og í'engi rafmagn frá hinni fyrirhuguðu Sogsvirkjun. Þykir mönnum hér líklegt, að í- haldið hér sýni nú af sér þann skörungsskap, að fá breytt á- kvörðun, sem fyrir löngu var tekin í innsta hring Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, að ábui’ð- arvei-ksmiðjan „skyldi rísa í Reykjavík“, eins og Mbl. oi'ðaði það fyrir nokkrum árum? Ef hugur hefði fylgt máli, hefði í- haldið hér vissulega fylkt liði með Fi-amsóknarmönnum árið 1945 og reynt að íryggja Akureyri þessa þýðingarmiklu atvinnulegu nýjung ríkisvaldsins, en því var ekki að heilsa. íhaldið hér og fulltrúar þess, gengu skelegglega fram í því að drepa málið og eyða möguleikunum til þess að Ak- ureyri yrði fyrir valinu. Upp- taka málsins á kosningapró- grömm er helber hræsni. Sjálf- stæðisflokkurinn hér veit full- vel, að verði ábui’ðarvex'ksmiðja byggð, verður henni valinn stað- ur. einhvers staðar í námunda við Sogið, og sennilega í grennd við Reykjavík. Þurfa þeir ekkert að fui-ða sig á þessu, eftir það sem á undan er gengið og með hliðsjón af fyrri vinnubrögðum Sjálfstæð- isflokksins í þessum málum og mörgum öðrum. Andmælin gripin úr lausu lofti. í áróði’inum gegn áburðarverk- smiðjumálinu 1945, gi’ipu Sjálf- stæðismenn til hinna fái’ánleg- ustu röksemda. Átti áburðurinn að vera stói’hættulegt sprengiefni o. s. frv. Síðari rannsóknir, og reynsla íslenzki-a bænda, sumur- in 1946 og 1947, sýndu glögglega, að hér var eingöngu um pólitísk- an áróður að ræða, en enga raunverulega ástæðu. Hin raun- verulega ástæða var sú, að Reykjavíkurklíkan, sem öllu í’æð ur í Sjálfstæðisflokknum, ætlað sér þegar frá 1942, að láta ríkið reisa áburðarvei’ksmiðju í Rvík. Um það vitna skrif Mbl. Og Sjálfstæðisforingjai-nir hér voru svo lágkúrulegir og lítilsigldir, að þeir létu fulltrúa sinn á Al- þingi og blað sitt, styðja þessar fyrirællanir. Það er því hræsni á hæsta stigi, þegar þessir herrar þykjast nú, árið 1950, ætla að beygja Reykjavíkurvaldið undir vilja sinn og fá þao til þess að Alþýðuflokkuriim og Sjálfstæðisflokkur- inn viðhalda óþörf- um útgjöldum á fjár- hagsáætlun bæjarins Á fjárhagsáætlun bæjarins, sem kemur til síðari umræðu í bæjarstjórninni nú innan skamms, eru 50—60 þúsund krónu útgjaldaliðir, sem sett- ir eru á áætlunina ár eftir ár fyrir atfylgi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, enda þótt spara mætti þessa fjár- hæð að verulegu leyti. Þetta eru útgjöld til vinnumiðlunar- skrifstofu, skömmtunarút- hlutimar og fátækrafulltrúa- starfs. Allar þéssar starfs- greinar mætti sameina undir eina stjóm á skrifstofum bæjarstjóra og þannig spara veruleg útgjöld fyrir bæinn. Framsóknarmenn vilja beita sér fyrir þessari leiðréttingu á fjárhagsáætluninni. Ef hinum flokkunum er alvara að vilja spara og forða óanuðsynlegum útgjöldum, ættu þeir að styðja þessa sparnaðarviðleitni. En ef að venju fer, mun svo ekki verða. Borgarana mun fýsa að heyra álit þeirra á málinu. — Væntanlega gefa blöð þeirra upplýsingar um afstöðu þeirra. 'J RÁÐNING krossgátunnar i jólablaði Dags. Lárétt: 1. skjögta, — 7. óskylda, — 14. í-agli, — 15. kámar, — 17. grafn- ing, — 20. talsmáti, — 22. nefn, — 23. talfæi’i, — 24. apar, — 25. vaða, — 27. mang, — 29. urt, — 30. örari, — 32. amlar, — 33. ranni, — 35. liðina, — 37. sunnan, 38. innti, — 39 tvinni, — 41. slór- ar, — 44. stagls, — 48. tætast, — 50. raupar, — 52. hræða, — 53. smáai’. — 55. smita, — 56. ull, — 57. raka, — 59. læsi, — 61. laf, — 62. geix’, — 64. niðraði, — 65. i-aða, — 66. agnúanna, — 68. ruggaðir, — 70. ginin, — 71. ginin, — 71. nauti, — 72. sundrar, — 73. hraðari. Lóðrétt: 2. ki-aflaði, — 3. jafn, — 4. ögn, — 5. glitta, — 6. tinaða, — 8. skarar, — 9. kálin, — 10. yms, — 11. lama. — 12 drápunni, — 13. agnhöld, — 16. bii’ting, — 18. x-eyi’i, — 19. glamur, — 20. tæm- ast, — 21. tarna, — 26. vinn, — 28. grun, — 31. ringlað, — 34. annál- um, — 36. atyi’t, — 37. siðar, — 40. athuga, — 41. stælingu, — 42. ósar, — 43. rómaða, — 44. smalar, — 45. gasi, — 46. spilaðir, — 47. gx-afari, — 49. ærleg, — 51. ataði, — 53. skinna, — 54. í-æðuna. — 58. annir, — 60 sigar, — 63. rúin, — 65. í-ata, — 67. and, — 69. guð. samþykkja verksmiðjubyggingu hér. Því máli var ráðið til lykta í þinginu 1945. Þá stóð íhaldið hér gegn hagsmunum Akureyrar og hagsmunum íslenzkra bænda. Fyrir bæjarstjórnai’kosning- arnar 1946, skrifaði Guðmundur Guðlaugsson, 4. inaður á lista Framsóknarflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar nú í þess- um mánúði, ýtarlega grein um vátryggingamál kaupstaðarins, hér í blaðinu. Benti hann þar á hið hróplega ósamræmi, sem er í brunatryggingaiðgjöldum hér og í Reykjavík. Húseigendur á Akureyri eru samkvæmt lögunum skyldir til að ti-yggja hjá Brunabþtafélagi íslands, en tryggingar á húsum í Reykjavík ei’u boðnar út og keppa tryggingafélögin um við- skiptin. Afleiðingin er sú, að ið- gjöld þar eru stórum mun lægi’i en hér. Árið 1945 var meðalið- gjald af þúsundi kr. 1,30 í Rvík, en kr. 3,14 hér. Þá var heildar- ti-yggingaupphæðin húsa hér í bænum um 70 milljónir ki’óna, og iðgjöld af þeim rösklega 220 þúsund kr. Iðgjaldaupphæðan stórhækkar. Vegna mikilla byggingafi’am- kvæmda síðan 1945, svo og hækkunar á ti-yggingarupphæð eldri húsa síðan þá, hefur heild- arupphæðin mjög hækkað síðan 1945, og á ái’inu 1947—1948 var hún 131 millj. króna og iðgjöld af húsum 392 þúsund krónur. Á ár- inu 1948—1949 hafa þessar tölur hækkað verulega og mun ekki fjarri lagi, að heildarupphæð trygginganna nemi nú allt að 200 millj. króna. Hins vegar mun ekki hafa oi’ðið veruleg röskun á meðaliðgjaldinu og mun það enn vera um eða ofan við 3 krónur af þúsúndi hér, á sama tíma og Reykvíkingar greiða ekki nema á aðra krónu af hverju þúsundi. 30% lækkun möguleg. Fyrir forgöngu Framsóknar- manna hefur þetta mál, sem er mikið hagsmunamál fyrir bæjar- menn, verið tekið fyrir í bæjar- stjórninni, og þingmaður kaup- staðarins hreyfði því á Alþingi, en málinu var slælega fylgt eftir þar og fékkst engin réttarbót. — Akureyri er enn bundin við Brunabótafélag fslands með lög- um. Hins vegar er vitað, að jafn- vel þótt dráttur yrði á því að Al- þingi veitti Akureyri sjálfsagða jafnréttisaðstöðu við Reykjavík og heimild til þess að bjóða brunatryggingar hér út, og fá ið- gjaldið þannig lækkað, er hægt að fá fram veru- lega lækkun á iðgjöldum af húsum og innbúum hér í bænum, jafnskjótt og bærinn hefur byggt fullkomna bruna stöð og komið upp. bruna- vörzlu. Ástæða er til að ætla, að þessi lækkun gæti numið allt að 30%’, eða um 120 þús. krónum á ári af ■ húsum einum saman, miðað við iðgjaldsupphæðina 1947—1948, og mundi þessi sparnaður þó nema mun hærri upphæð á þessu ári. Þar við bætist sparnaður af lækkun iðgjalda af tryggingu og annars varnings. Hér er því um stórfellt hagsmunamál að ræða, sem nauðsynlegt er að fram- kvæma hið fyrsta. Ljúka þarf slökkvistöðvarbygg- ingunni. Slökkvistöðvarbyggingin, sem lengi er búin að vera á döfinni, er því aðkallandi nauðsynjamál, þótt ekki væri að öðrum sökum en þessum, svo og brunavarzla. Búið er að ákveða byggingunni stað og nokkurt fé er þegar til framkvæmda. Hefjast þarf handa á þessu ári og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þá þarf bærinn að koma upp fast*i brunavöi’zlu. Mundi það til mikils öryggis fyr- ir almenning, auk þess sem það er nauðsynlegt skref til þess að tryggja bænum hagkvæmustu vátryggingakjör. Þetta hvort tveggja getur bær- inn framkvæmt af eigin ramleik og þannig tryggt sér möguleika til iðgjaldalækkunar, hvort sem réttlætiskröfur hans ná fram að ganga á Alþingi eða ekki. En jafnframt þessum framkvæmd- um þarf vitaskuld að ganga ríkt eftir því, að þær kröfur nái fram að ganga. Hefur bæjarstjórnin og nýlega falið þingmanni kaupstað- arins að bera það mál fram enn einu sinni. „Arnarfell44 losar kolafarm Hinn 6. janúar kom „Arnar- fell“, hið nýja skip SÍS, hingað með kolafarm, beint frá Gdynia í Póliandi og var losun skipsins lokið í þessari viku. Farmurinn er eign KEA. Um helgina kom hingað erlent kola- skip til kolaverzlunar Ragnars Olafssonar og var losun lokið nú í vikunni. Kolabirgðir bæjarins voru orðnar litlar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.