Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 4
i D A G U R •/vrvwwvs^^/yv\/N^^>vrvAvwwvNAAv«A/vvv'Vvvsrvwvv/v«AA/vvi4 Samvinnustefnaii og bæjarmálin Annars staðar í blaðinu í dag er greint frá því að hin nýja ullarþvott'astöð Sambands ísl. sam- vinnufélaga á Gleráreyrum sé nú tekin til starfa. Með byggingu þessa fyrirtækis hefur verið stigið merkilegt spor í iðnaðarsögu landsins og atvinnu- málum Akureyrar. í fyrsta sinn í sögunni er nú hægt að þvo alla ullarframleiðslu þjóðarinnar með nýtízku vélum á einum og sama stað í landinu. Heimaþvotturinn leggst niður. Um langt árabil hefur hann verið vaxandi erfiðleikum bundinn vegna mannfæðar í sveitum og annarra erfiðleika. Fyrir Akureyrarbæ þýðir þessi framkvæmd aukna fjölbreytni í iðnaðinum í bænum, aukna atvinnu og yfirleitt aukna möguleika fyrir fólkið, sem byggir þennan bæ. Það hefur verið hljótt um þess- ar framkvæmdir á Gleráreyrum til þessa. Þær hafa ekki verið nefndar í kosningaprógrömmum eða „málefnayfirlýsingum“ stjórnmálaflokkanna, engar áskoranir hafa verið sendar ríkisvaldi né. bæjaryfirvöldum um fjárhagsstuðning og enginn stjój-nmálakandídat hefur vitnað til þeirra sér til framdráttar í atkvæðaveiðum. Hér hefur orðið eðlileg og hávaðalaus þróun innan þess iðnaðar, sem samvinnufélögin hafa með höndum, fyrir til- verknað samvinnumannanna í landinu og þess fjáimagns, sem þeir sameiginlega fela félögunum að ávaxta til hags og heilla fyrir þá sjálfa og þjóð- félagið í heild. Þetta er sú þróun í iðnaðar- og atvinnumálum, sem ríkt hefur innan samvinnu- hreyfingarinnar um langan aldur og Akureyri hefur notið mikils af. En þetta er jafnframt sú þróun, sem er mikill þyrnir í augum Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokksforingja hér í bænum, ef dæma má af skrifunum í blöðum þeirra. Ár eftir ár er því haldið fram, að öflug samvinnuhreyfing hér í bæ og héraði og í landinu öllu, sé ákaflega varhugaverð og ekki þess makleg að njóta sann- girni og réttlætis af hálfu opinberra aðila. Blað Sjálfstæðisflokksins hér hefur meira að segja haldið því fram, að aukning iðnaðarins hér í bæn- um og fjárfesting sú, sem samvinnuhreyfingin í heild hefur lagt í hér á Akureyri, sé skaðleg fyrir bæjarfélagið og líkleg til að koma öllu á hausinn hér. Glöggskyggnum mÖnnum blöskrar þetta nátt- tröllssjónai-mið, er þeir íhuga það. Framkvæmdir samvinnufélaganna eru ávöxtur þess, að ávöxtur af verzlun og framleiðslu er kyrr 1 höndum fólks- ins sjálfs og er notaður að verulegu leyti til þess að byggja upp ný atvinnu- og framleiðslufyrir- tæki. Hann er ekki fluttur burt, til Reykjavíkur eða Kaupmannahafnar með erfingjum gróða- manna eða lífsþi'eyttum kaupmönnum. Hann er kyrr heima í héraði, og vegna þess að margir standa saman, er mögulegt að framkvæma stór- virki. Hvar sést nú ávöxturinn af verzlun og fram- leiðslu héraðs og bæjar frá þeim tíma, er sam- vinnufélögin voru á bernskuskeiði? Hætt er við að leita þurfi út fyrir endimörk Eyjafjarðar til þess að finna meirihluta hans. Ullarþvottarstöð samvinnufélaganna á Glerár- eyrum er merkileg framkvæmd fyrir iðnaðinn í landinu og þjóðarbúskapinn og alveg sérstaklega tyrir Akureyri. En nýjum framkvæmdum sam- vinnumanna í ullariðnaðinum er ekki þar með lokið. Önnur ennþá stærri og merkilegri fram- kvæmd er í smíðum hér innan endimarka bæjarins, enda þótt hljótt sé um hana eins og hina fyrri, og hún sé ekki á kosninga- prógrömmum stjórnmálaflokk- anna og hafi einskis stuðnings notið úr þeirri átt. Samvinnu- menn eru að endurbyggja Gefjun, koma upp nýtízkulegri ullar- vinnsluverksmiðju, með nýtízku vélum og aðferðum, til þess að ekki þurfi lengur að flytja ís- lenzku ullina sem hrávöru úr landinu, heldur verði hún öll unnin hér heima, í verðmæta dúka og klæði og aðrar fram- leiðsluvörur, og þá flutt út þann- ig, ef íslenzka þjóðin telur sig ekki þurfa á allri framleiðslunni að halda. Þessi endurbygging' Gefjunar, er tvímælalaust hin merkasta nýjung í iðnaði lands- manna, sem nú er á döfinni. Hún er gerð fyrir sameiginlegt fé sam- vinnumannanna í landinu. Vegna þess að Akureyri er og hefur ver- ið mikill samvinnubær og aðstaða til iðnreksturs hér er góð, valdi samvinnuhreyfingin þessum iðn- aði ppphaflega stað hér. Akur- eyri nýtur þess enn, sem fyrr, að samvinnuhreyfingin er hér öflug fyrir, og stærstu átök sam- vinnumanna landsins í iðnaðar- og framleiðslumálum eru enn gerð hér í bænum. Á Gleráreyr- um eru að gerast hlutir, sem eru mörgum sinnum eftirtektarverð- ari og örlagaríkari fyrir afkomu- horfur og efnahagsmál þessa bæj- ar en glamurskrifin öll, sem birst hafa í sumum bæjarblöðunum um starfsemi samvinnufélaganna. Það er raunar furðulegt, að slík skrif skuli finna nokkurn hljóm- grunn í þessum bæ. Hvernig væri hér umhorfs, ef samvinnufélags- SKapurinn hefði aldrei fest hér •ætur , og allt atvinnulíf og at- koma bæjarmanna hefði átt allt sitt annað tveggja undir áræði og þegnhollustu óstöðugs kaup- mannavalds eða hefðu þurft að lifa á bónbjörgum hjá alvöldum ríkisembættismónnum? Mundu bæjarmenn í alvöru vilja skipta? AKUREYRI er oft talið það til gildis í skrifum ferðamanna, að hún sé fallegur bær og trjágróð- ur þrífist hér betur en annars staðar. Nú hin síðari ár gerizt það æ tíðara í skrifum erlendra ferða- manna, sem gista þennan bæ, að þeir nefna hann „samvinnubæ- inn“. Akureyri getur verið stolt af þessu heiti. Samvinnufélags- skapurinn er öflugur hér og sam- vinnumenn alls landsins hafa sameinast um stórar fram- kvæmdir hér innan þessa bæjar- félags. En hér má ekki fara eins og á sviði trjágróðursins. Akur- eyri er naumast lengur forustu- bær um fallega og snyrtilega garða og þarf að ávinna sér þann heiðurssess á ný. Orðstír „garða- bæjarins" er verk fyrri kynslóð- ar, alveg eins og stórvirki sam- vinnustefnunnar eru byggð upp af eldri kynslóðinni, þeirri kyn- slóð, sem uppgötvaði mátt sam- vinnunnar og lét hann vinna glæsilegt afrek fyrir þjóðfélagið. Unga kynslóðin og þetta bæjar- félag allt, þarf að viðhalda því heiðursheiti að Akureyri sé sam- vinnubær, því að meðan bærinn er samvinnubær í raun og sann- leika, mun honum vegna vel og framtíð hans verða glæsileg. FOKDREIFAR Umbótahugur í janúar. ÞRÍR stjórnmálaflokkanna hafa nú birt kosningaloforð í blöðum sínum. Eru þau hin fallegustu álitum, prentuð með viðhafnar- letri í skrautlegri umgerð. Hafa þau og vafalaust vakið mikla at- hygli borgaranna, sem hafa sökkt sér djúpt niður í fræðin og sann- færst um einlægan umbótavilja flokkanna og mikla löngun þeirra til þess að verða fólklnu að gagni. Nú er það svo, að þegar rokið er til um nýjárið og samin umbóta- stefnuskrá, sem á að verka í jan- úarlok, getur vel svo farið að eitthvað gleymist, sem heppilegt hefði þó verið að fengi að fljóta með. Það getur verið erfitt að fyllast umbótaáhuga í heilan mánuð eftir að dottað hefur ver- ið á málunum í fjögur ár. Verður því að virða það til vorkunnar, þótt bæjarfulltrúar þeir, sem samið hafa umbtóaáætlanir flokkanna, hafi ekki munað öll framfaramálin, sem þeir hafa barist fyrir á liðnu kjörtímabili. Vafalaust mundu þeir hafa gert prógrömm sín betur úr garði, ef þeir hefðu haft meiri tíma til þess. Ekki hægt að muna eftir öllu. ÞAÐ VEKUR t. d. athygli, að enginn hinna þriggja flokka hefur tekið almenningssalernin eða ei- lífðarklósettin upp á stefnu- skrána, Nú á þessu síðasta ári kjörtímabilsins miðaði málinu að vísu svo langt, að staðurinn var ákveðinn og teikning gerð og samþykkt. Meira að segja munu þó nokkrar skóflur hafa verið teknar úr melnum fyrir framan kirkjuna til undirbúnings mann- virkisins. En það var nú í haust, og síðan hefur verið hljótt í ná- grenni hesthússlóðarinnar. Er því ekki að undra þótt sumir bæjarmenn telji þunglega horfa um framkvæmdina þegar þess er gætt, að þetta mál er ekki á kosn- ingastefnuskránum, sem til þessa hafa birzt. Vona sumir, að flokk- arnir eigi eftir að birta appendix við málefnayfii lýsingar' sínar og bæta þar við loforðum um þetta stórmál og bæjarstjóraskiptin. „Forargelsens Hus“. ÞESSI GLEYMSKA flokkanna, og deyfðin, sem virðist ríkja í kosningabardaganum til þessa, rifjar upp fyrir mér frásagnir um franska kvikmynd, sem nú er verið að sýna í Kaupmannahöfn og kvað vekja þar mikla athygli. Nefna Danir mynd þessa „For- argelsens Hus“, og þarf ekki að útskýra, hvaða hús þar er átt við, a. m. k. ekki fyrir þeim, sem veitt hafa því athygli, hvers er að sakna úr kosningaloforðum flokkanna. Þessi kvikmynd gerizt í frönskum smábæ Þykir stjórn- málaforingjunum þar pólitískur áhugi borgaranna vera orðinn helzt til lítill og mjög á skorta nægilega hrifningu fyrir störfum þeirra og flokkanna. Til þess að hressa upp á stemninguna og fá borgurunum í hendur efni til þess að rífast um, er ákveðið að byggja eitt virðulegt almennings- salerni í bænum, enda hafði flokkunum verið það ljóst, að slíkan stað vantaði sárlega í bæ- inn. Síðan. er hafizt handa og (Framhald á 7. síðu). Laugardaginn 14. janúar 1950 Erlend tíðindi: Bók Walter Bedell Smith: „Þrjú ár í Moskvu“ Nýlega kom út í Bandaríkjunum bók eftir Walter Bedell Smith fyrv. sendiherra Banda ríkjanna í Moskva Nefnist bókin ,Þrjú ár í Moskvu1. Hefur hún vakið mjög mikla at- hygli. M. a. hafa sum heimsblað- anna prentað hana í framhaldsþáttum, t. d. „New York Tirnes" í Bandaríkjunum og „Politiken“ í Kaupmannahöfn. Walter Bedell Smith var heimskunnur maður áður en hann gerðist sendiherra í Moskvu. Hann var einn af æðstu herforingjum Bandamanna í stríðs- lokin og náinn samstarfsmaður Eisenhowers. Störf sín í Moskvu þótti hann rækja ágætlega og nýtur nú mjög mikils trausts og virðingar í heimalandi sínu. Bók sendiherrans lýsir ástandinu í Rússlandi, og utanríkisstefnu Rússa og er mjög fróðleg og lær- dómsrík. í einum kafla bókarinnar ræðir hann um nauðungarvinnu verkamanna í Sovétríkjunum og um hinar svokölluðu kosningar, sem annað slagið eru settar á svið í Rússlandi. Hér fara á eftir glefst- ur úr þessum kafla: „Sovétríkin hafa jafnan neitað því, að þau noti nauðungarvinnuafl í stórum stíl. Allareiða 1931 neyddist Molotoff til þess að ræða málið vegna sí- felldra skrifa erlendra blaðamanna um það, í sam- bandi við notkun þræla til þess að framleiða út- flutningsvörur. Hann sagði þá m. a.: „Við höfum aldrei reynt að leyna því, að við ýms störf, svo sem vegagerð, höfum við notað fanga til vinnu, ef þeir hafa heilsu til þess og þrek. Við höfum gert þetta að undanförnu, við gerum það nú, og munum gera það í framtíðinni. Það er til hags fyrir þjóðfélagið. Það er til liags fyrir fangana, sem þola 1-efsivist, því það venur þá við störf og gerir þá að nytsömum með- limum þjóðfélagsins. í norðurhéruðum landsins notum við fangavinnu mikið, og um þetta hefur pressa auðvaldsríkjanna fárast mikið, sú vinna kemur ekkert við útflutningsverzlun okkar. Sögu- sagnirnar um nauðungarvinnu eru úr lausu lofti gripnar.“ Svo mælti Molotoff. Þetta væri raunar sanngjarnt ef rétt væri frá skýrt. En það var ekki. Enda þótt iölur séu ekki fyrir hendi, er vitað, að nauðungarvinnuafl er notað í stórum stíl, og þetta vinnuafl á sér mismunandi uppruna, og greinist í fjórar aðalgreinar: 1. Vinna fanga, sem fangelsaðir hafa verið án dóms og laga, af leynilögreglunni. 2. Stríðsfangar. 3. Fólk, sem handtekið hefur verið í þeim löndum, sem Sovétherir fóru yfir á stríðsárunum. 4. Vinna hinna svonefndu „frjálsu vinnusveita“, sem eru þó í rauninni alls ekki frjálsar, hafa ekki getu til þess að velja starf né stað. 15 milljónir þræla. Áætlanir um.tölu þeirra manna, sem hafðir eru í nauðungarvinnu í Rússlandi, eru misjafnar, allt frá nokkrum milljónum upp í 20 milljónir. Mín áætlun, sem er undirbyggð af þeim beztu upplýsingum, sem völ er á, er, að í nauðungarvinnusveitum Sovét- stjórnarinnar séu um það bil 8% af allri þjóðinni, eða 15 milljónir manna....“ Hatrið er aflgjafi. Á öðrum stað í bók sinni segir Bedell Smith svo: „Útiendingi, sem sér lífið í lögregluríki ná- lægt sér, er gjarnt að harma ástandið á ópersónu- legan hátt, og snúa aftur heim til sín með endur- nýjuðum áhuga fyrir lýðræðiskerfi heimalands síns, sem sennilega er ófullkomið, og hann hugsar e. t. v. sem svo, að tíminn og þróunin verði að ráða þeim málum til lykta, án hans afskipta. En þá rek- ur hann sig á það, að kommúnisminn prédikar hat- ur á öllum öðrum stjórnmálakerfum. Það er þetta (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.