Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 7
Laugardaginn 14. janúar 1950 D AGUR 7 Ólafur Tryggvi Ólafsson 75 ára UR BÆ OG BYGGÐ Hinn 1. des. sl. varð Ólafur Tr. Ólafsson, Spítalastíg 15 hér í bænum, 75 ára. Þó að seint sé, finn eg mér skylt að minnast þessa góða og merka v i n a r míns og samverka- manns á þessum tímamótum, þó ekki væri nema til þess að þakka honum langa og trygga vináttu frá því að eg man eftir honum fyrst og snurðu- laust samstarf mörg hin síð- ustu ár. Ólafur Tryggvi Ólafsson er fæddur að Borgarhóli í Öng- ulstaðahreppi 1. des. 1874. Var hann í karllegg kominn af merkum eyfirzkum bænda- ættum. Var faðir hans Ólafur Ólafsson, bónda í Árgerði, Stefánssonar, bónda í Stóra- dal, ólafssonar, bónda á Rif- — Erlend tíðindi (Framhald af 4. síðu). yfirbragð kommúnismans, sem er andstyggilegast í augum lýð- ræðissinna. Það er heimskulegt og árangurslaust að reyna að gera lítið úr pólitískri hugsjón, sem á það sameiginlegt með öðr- um að ætla að yfirfæra eignarrétt framleiðslutækjanna til almanna- valdsins, enda þótt hún sé sér- stæð að því leyti, að þessum ár- angri verði aðeins náð með blóð- ugri byltingu, og að eftirfari þessarar byltingar verði tímabil einræðisstjórnar, gem grundvall- ast á ógnarstjórn, og trúir því að framtíð sósíalismans verði aldrei örugg, fyrr en kapítalisminn er þurrkaður út af jörðunni. Árið 1947 birti unglingamál- gagnið „Komsomol Pravda“ grein um Leninismann, og þar var að finna eftirfarandi ummæli: „Ást á hinu sósíalíska föður- landi er án alls efa bundin vax- andi hatri á öllum heimsvalda- sinnum og afturhaldsseggjum um víða veröld. Hatur á óvinum sósí- alismans er óaoskiljanlegur hluti sósíalískra hugsjóna og hugsjóna Leninismans. Hvað er afturhalds- söm borgaraleg hugsjónastefna? Svarið er stutt: Lítið á herskara þá, er Hitler kom sér upp. Þar er borgaraleg hugsjónastefna. — Hverja hefur þessi stefna þjálfað og hverja þjálfar hún í dag? — Fólk, sem ekki hefur snefil af heiðarleika, fólk, sem líkist villi- dýrum, heilar hjarðir af barbör- um, glæpamenn.“ Þarna er það! Það erum vér, lýðræðissinnar á Vesturlöndum, sem Komsomol Pravda lýsir þannig fyrir hinum ungu og lítt þroskuðu lesendum sínum. Lenin hafði rétt fyrir sér, er hann sagði, að sósíalisminn krefðist þess að fórnað væri tveimur kynslóðum, því að það unga fólk, sem alið er upp í þessari siðfræði og kennt er að hata allt það, sem frjálsir menn telja óaðskiljanlega hluta frjálsrar tilveru, er glatað heimi mannlegs frelsis, alveg eins og sú kynslóð er glötuð mannkyninu, sem var upprætt til þess að tryggja stjórnarkerfi bolsévíkka þá aðstöðu, sem það hefur í dag....“ Fleiri þætti úr bók Be- dell Smith verða raktir hér í blaðinu síðar. kelsstöðum, Magnússonar. — Ætt móður hans er mér því miður ókunn. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum á Borg- arhóli og síðan í Hólshúsum. Uppkominn fór hann á Hóla- skóla og útskrifaðist þaðan. Eftir það var hann um nokkur ár til heimilis hjá Júlíusi bróður sínum • að Hólshúsum og'stundaði þá jarðabætur hjá bændum og vegagjörð og var um skeið organisti við Grundarkirkju. Skömmu eftjir aldamótin fluttist hann til Akureyrar og gerðist þá fljót- lega starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga og hefir verið það síðan. Hinn 16. maí 1904 giftist hann Magneu Jakobínu Magn úsdóttur, hinni mestu fríð- leiks- og ágætiskonu í hví- vetna. Hún var að mestu leyti uppalin hjá Júlíusi bróður hans í Hólshúsum. Hún and- aðist hér á Akureyri 18. marz 1940. Þau hjón eignuðust þrjú börn, er upp komust: Þóri, stýrimann, sem fórst með „Goðafossi“ á stríðsárunum, Kjartan, bæjarpóst, og Jó- hönnu, húsfreyju hér á Akur- eyri. Ólafur Tryggvi hefir komið næsta víða við um dagana, þó að mér sé ekki kunnugt um, að hann hafi nokkurn tíma dvalið langvistum utan Norð- lendingafjórðungs. Hann átti ekki- kost a annárri menntun í uppvexti sínum en þá tíðk- aðist. En tvennt vildi honum til láns. Annað var góðir með- fæddir hæfileikar og mátuleg framsækni; hitt var, að hann ólst upp á sérstöku menning- arheimili, þar sem hann varð fyrir varanlegum áhrifum frá bróður sínum og mágkonu. Sönghneigð og fróðleiksfýsn var honum í blóð borin, og lífið gaf honum tækifæri til að hlúa að þeim hugðarefnum sínum. Eins og fyrr er getið, var hann um skeið á unga aldri organleikari við Grund- arkirkju, hinn fyrsti af þeim. Eftir að hann fluttist hingað til Akureyrar, gerðist hann starfandi meðlimur horna- flokksins og var hans stoð og styrkur um langt skeið. Hann var líka einn af fyrstu stofn- endum karlakórsins „Geysis“ og starfaði í honum alllengi. Minntust núverandi meðlimir þessara tveggja menningarfé- laga þess á afmæli hans, og vottuðu Ólafi þakkir og virð- ingu með heimsóknum og gjöfum. Síðustu árin allmörg hefir Ólafur verið meðhjálpari við Akureyrarkirkju. Alla ævi sína hefir hann verið tryggur kirkjuvinur, og þeir sunnu- dagar í lífi hans hafa áreiðan- lega verið fáir, sem hann hefir ekki sótt guðshús, ef að tök hafa verið á. Hann er innilega- trúhneigður maður og fylgist þar af áhuga með og á sína barnatrú ófölnaða. Við prest- arnir hér á Akureyri, sem njótum hjálpar hans og að- stoðar við hverja guðsþjón- arskuld við hann fyrir sam- vizkusemi hans, árvekni í starfinu og snyrtimennsku. Þar fylgir hugur máli. Og þó að aldurinn sé orðinn þetta - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). húsinu valinn staður spölkorn framan við kirkjuna, rétt eiris og Darna væri bæjarstjórnin á Ak- ureyri að verki. En þessi bygg- ingastarfsemi öll verður hin sögulegasta og málið allt nægi- legt vítamín til þess að hrista hina pólitísku deyfð af borgur- unum. Ekki kann eg að rekja alla þá sögu, en hápunktur myndar- innar er, þegar menntamálaráð- herrann kemur frá París til þess að vígja húsið með tilhlýðilegri viðhöfn. Þykir þá sumum bæjar- mönnum það ekki nægileg vígsla, að hann svipti fána frá fordyri hússins, og krefjast þess að verk- leg vígsluathöfn fari fram. Verða upp úr þessu öllu miklir viðburð- ir í bænum, og heldur við upp- reist og blóðsúthellingum. Rek eg þessa sögu svo ekki lengur, minni aðeins- kjósendur á það, að enginn flokkanna hefur tekið það upp á stefnuskrá sína, að ljúka við okkar „forargelsens hus“ hið fyrsta, og horfir því bág- lega um að þessu nauðsynlega verki verði lokið bráðlega. En e. t. v. gætu þessar ábendingar mínar orðið til þess að vekja deil- ur um málið, t. d. um það, hver flokkanna hafi hrundið málinu það áleiðis, sem komið er, og hver muni beita sér fyrir því að verkinu verði lokið. Kannske einhver þeirra vilji svo smella kórónunni á mannvirkið með því að lofa að beita sér fyrir því að menntamálaráðherrann komi norður og vígi húsið. Vafalaust kunna borgararnir hér sig betur en borgararnir í fj-anska bænum, og mundi enginn fara fram á meira en að hann bryti kampa- vínsflösku á stafni byggingar- innar! — Stjórnmálanámskeið (Framh. af 2. síðu). og þær veilur í stjórnarforminu, sem reynslan hefði fært þjóðinni sönnur á undanfarið. Að erindinu loknu fluttu þátt- takendur 3 frumsamdar framsögu ræður um ólík efni, sem voru fyrirfram ákveðin. Þrír þátttak- endur voru skipaðir til andsvara. Að lokum var svo fundur sett- ur, fundarstjóri skipaður og fund- arritari. Voru svo kappræður um ýms málefni. Var sérlega gætt réttra fundarskapa í hvívetna, leiðbeint um ræðuhöld o. s. frv. Voru umræður ætíð fjörugar. Varð alloft að skera umræður niður, vegna tímaleysis. Sunnud. 11. des. var námskeið- inu slitið með sameiginlegri kaffi- drykkju að Hótel KEA. Voru þar margar ræður haldnar og kom öllum saman, um, að slík nám- skeið sem þetta væru bæði fróð- leg og skemmtileg. Skilyrðið fyrir því, að ungt fólk gefi sig að stjórn málum er fyrst og fremst einmitt það, að kynna sér stjórnmál og stefnur til þess að ekki sé alveg rennt blint í sjóinn. Svo og að æfast í ræðuflutningi og fundar- sköpum, til þess að verða hæfari til þátttöku í félagsstarfi. hár, þá vona eg að við prest- arnir, kirkjan og söínuðurinn megi njóta hans sefri lengst, því að vandfundinn verður sá maður, sem algerlega fyllir það skarð, þegar hans missir við. Eg vona, að Guð gefi hon- um líf og heilsu sem lengst. , F. J. R. Sjötugur: Hallgrímur Þor- bergsson, bóndi að Halldói-sstöð- um í Laxárdal í S.-Þing. varð sjötugur s. 1. sunnudag. Fimmtug: Síðastliðinn sunnud. (8. jan.) varð frú Kristjana Stein- lói’sdóttir, Aðalstræti 18 hér í bæ fimmtug. Hjiiskapur: Ungfrú Valný Eyj- ólfsdóttir frá Bárðarstöð.um, Loð- mundarfirði og Þórarinn Loftsson bókbindari, Akuréyri. Hjónaefni: Ungfrú Steinunn Björnsdóttir, Akureyri og Krist- ján Benediktsson, málaranemi (frá Jarlsstöðum í Höfðahverfi). Ungfrú Marta Kristín Stefáns- dóttir frá Skútustöðum og Sig- urður Bárðarson, Akureyri. Ungfrú Björg Steindórsdóttir, Skriðu, Hörgárdal og Kristján Sævaldsson frá Sigluvík. Ungfrú Guðrún Haraldsdóttir (Guðmundsdóttir, Brekkug. 37) og stud. jur. Nils Gjesvold, Osló. Ungfrú Ólöf Helgadóttir, Stafni Reykjadal og Ki’istjón Jósefsson, Breiðumýri, Reykjadal. Ungfrú Árnína Guðnadóttir, Lundi, Fnjóskadal, og Sigdór Hallsson, Grænuhlíð, Fnjóskadal. Ungfrú Sigríður Gísladóttir, Grímsgerði, Fnjóskadal og Agnar Þórðarson, Iijalteyri. Ungfrú Hildur Blöndal, Sauð- árkróki og Stefán Magnússon smiður, Akureyri. Ungfrú Edda Pétursdóttir, Að- alstræti 18, og Jón Þorsteinsson, Aðalstræti 24. Samræmið í kosningapró- grammi íhaldsins hér og ann- ars staðar á landinu cr undra- vert. í „málefnayfirlýsingu“ sinni, í „lslendingi“ sl. mið- vikudag, leggur Sjálfstæðis- flokkurinn það til, að bæjar- st jórnin „fylgi með fullri festu“ því, að framfylgt sé 3. gr. húsaleigulaganna. Grein þessi fjallar um það m. a„ að heimilt sé að bera þá menn út úr íbúðum, sem þangað eru komnir á ólöglegan hátt, b. é. eru innfluttir í bæina og hafa ekki leyfi yfirvalda íil setu í íbúðum. Þetta þykir eitt harð- asta ákvæði húsaleigulaganm; og er þyrnir í augum Sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Al- menningur í landinu er tví- mælalaust á móti því, að þessu ómannúðlega lagaákvæði sé framfylgt, enda hefur það hvcrgi verið gert til þessa, og mun engum detta í hug, að húsnæðisvandamál bæjanna leysist með þessum hætti. En það cr til athugunar fyrir bað fólk, sem flutt hefur í bæinn á undanförnnm árum, að það er nú eitt helzta baráttnmál Sjálfstæðisflokksins, að láta bcra það út á götuna „með fullri. fcstu“ Kvenúr iundið. — Upplýsingar í Norðurgötu 14. Áfvinna Ungur, danskur maður óskar eftir einhvers konar sveita- vinnu í vor, helzt garðyrkju. Útför Jóns Geirssonar læknis fór fram frá Akureyrarkirkju sl. fimmtudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Bóðir sóknarprestarn- ir fluttu ræður í kirkjunni, kirkjukórinn töng, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, og Jó- hann Konráðsson söng einsöng. Læknar báru kistuna í kirkju, en Oddfellowar úr kirkju. Stóðu þar einnig heiðursvörð um kist- una í kirkjunni. Athöfnin var mjög hátíðleg og virðuleg. Bæjar- menn kveðja Jón Geirsson með lilýhug og söknuði. Kvennadeild Slysavarnafélags- lns óskar öllum bæjarbúum árs og friðar um leið og liún þakkar góðar gjafir og alla aðra hjálp, ar starfi hennar hefir verið veitt. Nú síðustu mánuðina hafa borizt óvenju margar gjafir og áheit, svo sem gjöf frá Guðrúnu Guð- mundsdóttur, Gránufélagsgötu 6 gr. 100.00. Frá Guðrúnu Jóhanns- dóttur, Sólheimum, Glerárþorpi, kr. 100.00. Dánargjöf Hildar Jó- hannesdóttur kr. 200.00 og áheit frá ónefndum kr. 1000.00. Allar þessar gjafir vill deildin sérstak- lega þakka nú Póstþjónusta. Vegir fslenzku póstþjórfustunnar eru órannsak- anlegir á stundum, a. m. k. póst- hússins í Reykjavík. Fyrir viku fann hún upp á því snjallræði að láta mikinn póst hingað í Selfoss. Sá póstur er ekki kominn hingað enn, en Esja, sem síðar fó.r úr Reykjavík en Selfoss, kom með lítinn sem engan póst. Selfoss hefur haft viðkomu á mörgum höfnum á leið sinni hingað og því ekki vel fallinn til hraðflutninga pósts. En stundum er eins og póststofunni í Reykjavík þyki mest um vert að koma póstinum af höndum sér án tillits til þess, hvenær hann kemst í hendur við- takenda. Akureyringar! Munið eftir að gefa fuglunum, bæði í AndapoIIinum og annars staðar. með sérinngangi og snyrt- ingu. til leigu í Helga- magrastræti 24. Upplýsingar gefur Aðalst. Einarsson, Kea. X B X B Skrifstofa F ramsóknarf lokks i n s er opin daglega kl. 10—12, 1—7 og 8—10. — Framsókn- armenn eru hvattir tíl að koma á skrifsíofuna og gcfa upplýsingar, sérstaklcga um' kjósendur, sem eru fjarver- andi, svo og annað, sem að gagni má koma við bæjar- stjórnarkosningarnar 29. þ. m. Kjósendur Framsóknar- flokksins, sem eru á förum úr bænum og verða fjarverandi á kjördegi, cru minntir á að kjósa hjá bæjarfógeta, áður en þeir fara. Listi Framsóknarflokksins er X B-LISTI. Skrifstofa flokksins er í Hafnarstræti 93, 4 .hæð. Sími 443. ■ ................."~'~r-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.