Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 14.01.1950, Blaðsíða 6
6 DAGUR Laugardaginn 14. janúar 1950 LÁITU HJARTAÐ RÁÐA! Saga eítir Sarah-Elizabeth Rodger 3. DAGUR. Harin hjálpaði henni upp í gamla bílinn, sem þau höfðu bæði þekkt svo vel fyrr á árum. „Lík- legast verð ég siðastur allra til að fá mér nýjan bíl“, sagði hann. „En skrítið er það, ég er ekkert spenntur fyrir þessum nýtízku- legu gerðum. Og ég mundi sakna skröltsins og hristingsins í gamla skrjóð.“ „Það mundi ég líka gera. — Manstu sumarið sem þú ókst mér jafnan út á heimssýninguna eftir að ég var búin í háskólanum? Og þegar Jane frænka bað okkur um helgar til Locust Valley?“ „Já, og þegar við ókum til Cape og misstum af ferjunni?" Alison hló hjartanlega. „Já, eg man það vel. Það var svo skelfilegt, að við gátum aldrei sagt frá því, af því að við gistum þá nótt í veitinga- húsi — sitt á hvorri hæð auðvitað —, en samt! Eg hló stundum að þessu í hjarta mínu, þegar við vorum þrjár dömur í herbúðum með átta þúsund hermönnum." Henni hlýnaði um hjartaræt- urnar að sitja þama við hliðina á Rush og henni var svo glatt í geði, að hún tók tæpast eftir því, að hann varð allt í einu þögull. Hún hélt áfram að rabba um ým- islegt, sem hafði skeð í Frakk- landi og Þýzkalandi, er herinn dvaldi þar, og fyrir réttu ári hafði hún beðið þess með eftirvænt- ingu í Frakklandi, að fá að sigla heim. Þá var Rush kominn heim, lítilsháttar særður og dvaldi á sjúki'ahúsi um hríð. Hún hafði raunar * aldrei játað það fyrir sjálfri sér, hversu mikil von- brigði það urðu henni að sjá hann aftur. Hún hafði reynt að hrekja minninguna um það burtu úr huga sér. En ef hann þarfnaðist hennar nú, og var í raun og sann- leika að leita til hennar, sem elskaði hann svo ákaft, og ef hann gæti aðeins elskað hana hálft eins mikið í staðinn, þá skiptu þessi vonþrigði engu máli og beiskjan mundi öll á bak og burt. Hún gat gleymt öllu og þau gátu byrjað lífið frá þessu augna- bliki. „Alison“, sagði hann. „Ef þú hefðir ekki komið hingað nú um helgina, hefði ég farið til bæjar- ins til að finna þig.“ Hún heyrði strax að honum var mikið niðri fyrir, rödd hans bar vott um geðshræringu. Hún leit undrandi á hann. Hún kannaðist ekki við þennan tón. „En Rush, þú getur talað við mig hvenær sem þú vilt og um hvað sem þú vilt.“ „Það er langt síðan við höfum sézt, raunar ekki fyrr en í sum- ar,“ svaraði hann. „En við erum gamlir vinir. Eg hef alltaf vonað, að þú mundir minnast þess.“ „Það geri ég líka,“ sagði hún blíðlega. „Líklega var það ógæfa, að við skyldum hittast svo snemma fyrir stríðið, eftir öll bréfin, sem fóru í milli okkar. Við hittumst ekki við beztu kringumstæður“. „Nei, það er víst rétt,“ svaraði hann. „En ég kæri mig ekki um að rifja það upp. Eg hata minn- inguna um sjúkrahússvistina. Eg vil helzt strika út minningarnar frá mörgum liðnum árum, og hverfa aftur til þess tíma, er við vorum góðir vinir og sögðum hvort öðru allt af létta um okkar hagi.“ Alison hafði verið ákaflega hamingjusöm nokkra stund. Nú rann allt í einu upp fyrir henni, að Rush hafði ekki leitt samtalið inn á þessa braut vegna þess að tilfinningar hans og hugsanir væri í fortíðinni með henni. Ífún var aðeins hin gamla, góða AJi- son, tryggur vinur, stúlkan, sem hann hafði boðið út hér fyrr á árum vegna þess að það var gam- an að rabba við hana og hún var góður félagi. Hann hafði að vísu kysst hana nokkrum sinnum, en ákaflega léttilega í hvert sinn, líklega aðeins til þess að æfa sig fyrir veigameira hlutverk. Hann var engu ástfangnari af henni nú en hann var fyrir ári síðan, hugsaði Alison, eða hann hafði verið öll hin árin. „Alison,“ sagði hann allt einu, dálítið hikandi. Hún viss þá, hvað hann ætlaði að segja, oj henni fannst hjartað í brjósti sé hætta að slá. „Alison,“ endurtól hann, — „eg er ástfanginn a Jenny.“ Hún var hljóð andartak, en svaraði svo, lágt og niðurlút: „Eg veit það, Rush.“ „Þú ert eina manneskjan, sem eg get talað við um þetta,“ sagði hann. „Eg hefði mátt vita, að þú ■hefðir gizkað á sannleikann, þú hefur raunar alltaf vitað, hvað eg hefi hugsað. En þessi tilfinn- ing mín gagnvart Jenny kemur mér raunar undarlega fyrir sjón- ir. Jenny var aðeins skólatelpa þegar eg fór í herinn. Og er sjálf- ur ekki kominn lengra áleiðis í lífinu en eg var fyrir fimm árum. Hefi blátt áfram týnt þessum ár- um í hernum, og stend í sama starfinu og þá. Mér hefði aldrei flogið í hug, að það ætti fyrir mér að liggja, að eiga enga ósk heitari en giftast henni.“ „Hefurðu beðið hennar?“ „Herra minn trúr! Nei, eg hefi ekki þorað að stynja því upp enn. Hvað hefi eg að bjóða henni? Hún er að byrja að taka þátt í sam- kvæmislífinu og karlmennirnir þyrpast utan um hana. Margir þeirra hafa gnægð fjár. Eg er að- eins fátækur starfsmaður, Ali- son. Og nú er eg að byrja að reyna að vinna mig upp, en eg er ÍÞRÓTTIR Síðastl. sunnudag var búið að ákveða stökk-keppni Stórhríð- armótsins við Miðhúsaklappir. — Snjór var þó í minnsta lagi og á sunnudaginn var svo þlindað og misrennsli slæmt að ekki þótti fært að stökkva. Óvenjulítið hef- ur verið æft hér í vetur, og má kenna um snjóleysi að nokkru leyti. Uppi í Hlíðarfjalli og aust- ur í Heiði hefur þó oftast verið skíðafæri, en því miður er sá hópur Akureyringa næsta smár nú, sem vill leggja það á sig að fara nokkuð stöðugt svo langa leið á skíði. f íþróttahúsinu er í vetur stöðugra starf en oftast áður, en sumir hópamir, sem tíma hafa í húsinu, eru fámennari en æski- legt er. fþróttafélögin, K. A. og Þór, hafa auglýst starfsemi sína þar og ættu félagar — og aðrir bæjarmenn — að athuga þær skrár með það fyrir augum, hvort þeim muni ekki hægt og heppi- legt að komast þar að í einhverja tíma: fimleikum, frjálsum íþrótt- um, handknattleik, knattspymu eða öðru. Um margt er að velja. Hreyfingin, kynningin og baðið mun verða ykkur ómetanleg hressing. Kostnaður lítilfjörlegur. Fyrirhöfnin má ekki vaxa ykkur í augum. Sími íþróttahússins er 617. Ákveðið muii vera, að Skíða-i mót íslands árið 1950 verði á Siglufirði um páskana. Skíða- menn mega vakna! FRÁ SÍÐASTA ÁRI. Beztu árangrar frjálsum íþrótt- um í Evrópu 1949. (Framhald). Spjótkast: 1. Berglund, Sví- þjóð, 73.55. — 2. Hyytiainen, Finnland, 72. 71. — 3. Daleflod, Svíþjóð, 72.68. — (ísland: Jóel Sigurðsson, í. R., 66.99). Kringlukast: 1. Consolini, ítal- ía, 54.46. — 2. Tasi, ítalía, 52.12. —3. Zerjal, Júgóslavía, 51.61. — (ísland: Gunnar Huseby, K. R., 45.62). Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby, fsland, 16.41. — 2. Lipp, Rúss- land, 16.38. — 3. R. Nilsson, Sví- þjóð, 16.00. Grindahlaup 110 m.: 1. Bulan- tjik, Rússland, 14.2. — 2. Finlay, England, 14.2. — 3. Marie, Frakk- land, 14.4. — (ísland: Öm Clau- sen, í. R„ 15.00). Grindahlaup 400 m.: 1. Lunjev, Rússland, 52.7. — 2. Bulantjik, enn í sömu sporunum og fyrir fimm árum.“ „En þú hefur hæfileika. Þér hefur alltaf tekizt að ná því marki, sem þú hefur sett þér. Þér mun enn takast það.“ „Eg hafði vonað að verða orð- inn fulltrúi að minnsta kosti nú og kannske eru kraftaverk ekki útilokuð í auglýsingabusinessin- um.“ „Það mun engin kraftaverk þurfa til. Þér mun takast það inn- an skamms.“ (Framhald). OG ÚTILÍF Rússland, 52.9. — 3. R. Larsson, Svíþjóð, 52.9. — (ísland: Sig. Björnsson, K. R„ 56.1). Sleggjukast: 1. Nemeth, Ung- verjaland, 59.57. — 2. Kanaki, Rússland, 58.59. — 3. Storch, Þýzkaland, 57.64. — (ísland: Vil- hj. Guðmundsson, K. R„ 45.95). Stigröð þjóðanna, þegar reikn- að er með 10 fyr ■ir 1. mann, 9. f. 2„ 8 f. 3. o .s. frv. — og skipt á milli þegar jöfn eru afrek tveggja eða fleiri: 1949 var 1948 Svíþjóð 229.50 307.58 Finnland 124.00 106.50 Rússland 118.00 98.50 Frakkland 113.22 89.75 Þýzkaland 104.58 64.00 England 93.00 58.00 ítalía 50.86 60.00 Tékkóslóvakía 32.50 63.50 Ungverjaland 32.00 15.00 Noregur 23.00 29.75 Jugoslavia 23.00 14.00 Pólland 22.00 9.50 Holland 19.00 34.00 Belgía 18.00 13.33 fsland 14.36 4.00 í jólahefti sænska fþróttablaðsins ritar A. Hirdman um keppni Bandaríkja við Norðurlönd í sumar — vissa keppendur. — Eftirfarandi þáttur er ] lauslega þýddur úr nefndri grein: fslenzk „saga“. „Örn hét maður. . Hann var fegurstur þeirra manna, sem fæðzt hafa á íslandi. Andlits- drættir voru karlmannlegir og fagrir. Augun fögur, maðurinn hör undsb j artur, hárið mjúkt. Stór var hann og sterkur eins og langi-lang-lang-lang-lang-lang- langafi hans, Egill Skallagríms- son. Þó var hann liðlegar vax- inn en forfaðirinn. Örn var öllum öðrum fremrl, og allir undruðust hann, er sáu. Allar íþróttir kunni hann og lék öðrum betur, en þó var hann gætinn og svo vinsæll og hvert barn unni honum. Glað- lyndur var hann og gjafmildur. Þegar hann var tvítugur fór hann í víking með bræðrum sínum. Fengu þeir góðan byr og komust slysalaust til lands Hákonar kon- ungs, til staðar, sem nefndist Bis- let. Fengu þeir — Örn og félagar hans — þar góðar viðtökur og dvöldust um sumarið. Dag nokkurn kom þangað knörr frá Vínlandi inu góða. Vöxtulegir menn stigu á land. Þeir fóru þeg- ar að skemmta sér við ýmiskonar íþróttir, og skoruðu á aðra að reyna við sig. Ekki höfðu þeir þó trú á, að landsmenn stæðust þeim snúning. Sérstaklega voru að- komumenn sterkir mjög í fjöl- þraut. Erni virtist þó að þetta skyldi eigi óreynt og sagði, að hann vildi gjarna keppa við þá. Fyrst kepptu þeir í hlaupi. Öm varð fyrstur. En Vínlendingarnir voru alveg á hælum hans og einn- ig þeir höfðu heiður af keppni þeirri. Næst tóku þeir langstökk. Örn stökk langt, en maður frá Vínlandi stökk þó skrefi lengra. f steinkasti var Öm lengi vel fremstur, en í síðasta kasti náði þó einn enn lengra. Síðan reyndu þeir með sér í hástökki. Örn stökk hæð sína í loft upp, bæði aftur á bak og áfram og hafði enginn það leikið á undan hon- um, nema Gunnar á Hlíðarenda. En þrír Vínlendingar léku þetta líka, svo að allir, sem á horfðu, undruðust mjög. í öllum íþróttum reyndust þeir þannig álíka, svo að ýmist Örn eða Vínlendingur sigraði. í tvo daga héldust leikar þessir og hafði aldrei sést jafnari keppni milli slíkra afreksmanna. Virtist svo öllum, er á horfðu. Og allir töldu að Örn hefði lokið keppn- inni með heiðri. En Vínlending- arnir sögðust ekki hafa hitt fjöl- kunnugri (í íþróttum) mann í sinni ferð. Örn lét flytja þeim kveðju sína, er þeir sneru brott og það með, að hann hyggðist reynast þeim enn erfiðari næst er þeir hittust. Lauk svo mótinu.“ - Ullarþvottastöðin (Framhald af 1. síðu). starfrækt Ullarverksmiðjuna Gefjuni og stöðugt aukið hana og endurbætt. Nú er verið að end- urbyggja alla verksmiðjuna og má hiklaust telja það eitt stærsta og þýðingarmesta spor, sem stig- ið hefur verið í iðnaði landsins fram að þessu. Þegar lokið er við endurbyggingu Gefjunar á hún að geta unnið úr íslenzku ullinni um tvö hundruð þúsund metra af allskonar dúkum í kven- og karlmannafatnað og auk þess mikið rnagn af garni og lopa til heimilisiðnaðar. Sambandið starfrækir einnig Fataverksmiðjuna Heklu á Akur- eyri, sem tvímælalaust má telja fullkomnustu prjónastofu lands- ins. Verksmiðjan getur framleitt tugi þúsunda af hverskonar prjónapeysum og hundruð þús- und para af sokkum árlega. Enn- fremur framleiðir Hekla mikið af kvenundirfötum, sem þegar hafa náð miklum vinsældum. ; Aukinn markaður. Það ætti að vera mikil uppörv- un íslenzkum bændum til að auka og bæta ullarframleiðsluna, að nú verður hægt að nýta alla ull- ina í landinu sjálfu og henni verð- ur breytt í hentugan og skjólgóð- an fatnað bæði ofinn og prjónað- an. Á þann hátt er öruggur mark- aður fenginn fyrir alla íslenzku ullina, sem hefur þá sérstæðu eiginleika, að vera bæði hlý og hrinda vel frá sér bleýtu, sem ■ekki er heldur vanþörf á, í okkar köldu og umhleypingasömu veðráttu. Hestur, þriggja vetra, rauður að lit, með hyíta stjörnu í enni, mark: sýlt, gagnfjaðrað hægra, fjöður framan vinstra, tapað- ist úr liestahaga, Akureyri, á s. 1. hausti. Hreppstjórar í nálægum hreppum góðfúslega beðnir að gera að\'art á afgr. Dags, ef þeim er tilkynnt um óskila- Iiest þennan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.