Dagur


Dagur - 15.02.1950, Qupperneq 2

Dagur - 15.02.1950, Qupperneq 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 15. febrúar 1950 „Alþýðumaðurinn" á flófta frá skaifamálablekkingunum Meirihluti bæjarstjórnar getur ekki breytt landslögum ÍÞRÓTTIR °É ÚTILÍF Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON í kosningapésa þeim, sem Al- þýðuflokkurinn á Akureyri gaf út í janúar sl., getur m. a. að líta þessar upphrópanir, sumar stór- letraðar: „Alþýðuflokkurinn vill afnema útsvarsívilnanir stóratvinnu- rekandans KEA — Forstjóra- vald KEA vill viðhalda út- svars- og skattfríðindum KEA, þótt það sé langstærsti og fjáð- asti atvinnurekandi bæjarins. Þetta táknar þyngri útsvars- byrðar á einstaklinga en sann- gjarnt er. Forstjóravald KEA berst fyrir sérréttindum sínum, en gegn jafnrétti félagsmanna." (Leturbr. Dags). Margt fleira í þessum dúr er að finna í ritlingi þessum. Jafnframt því sem foringjar flokksins létu lauma pésa þessum inn í forstof- ur flestra bæjarmanna, upphófst sams konar söngur í blaði flokks- ins eftir nokkurt hlé á því sam- spili við íhaldið. Var þá ár liðið síðan svo mergjuð grein um sam- vinnufélögin hafði birzt í Al- þýðumanninum, að Morgunblað- inu þætti taka því að endurprenta hana, en eins og marga rekur minni til var það einn helzti hval- rekinn á fjörur Morgunblaðs- manna fyrir um það bil.ári, að vitna í alþýðleg vísindi Braga Sigurjónssonar um skattamál kaupfélaganna. Gerðist það und- ur á þeim tíma, að aðalmálgagn kaupmangara og sérréttinda á íslandi og blað, sem kennir sig við alþýðu og demókratískan sós- íalisma, voru alveg sammála og hallaðist lítið á í rökvísinni. Afneitunin. Á það hefur iðulega verið bent hér í blaðinu, að afstaða hins svo- nefnda jafnaðarmannaflokks hér til samvinnufélaganna mundi vera einsdæmi á Vesturlöndum. Víðast hvar um vestræn lönd er samstarf með jafnaðarmönnum og samvinnumönnum til þess að verjast ásókn stórgróða-valdsins, sem vill hefta vaxtarmöguleika samvinnufélaganna með órétt- látri skattheimtu. Sums staðar er fullkomið bandalag með þessum aðilum ,t. d. í Bretlandi. Þarf ekki að orðlengja, að afstaða jafnaðar- manna hér vekur hina mestu furðu, t. d. á Norðurlöndum. — í Bretlandi mundu þeir jafnaðar- menn naumast þurfa að leita end- urkosningar, sem berir væru að samvinnu við íhaldið um að fyr- irbyggja kvótaaukningu til handa samvinnufélögunum í samræmi við vilja fólksins, eða reyndu að hjálpa því til þess að heimta ó- eðlilega og óréttláta skatta af samvinnufyrirtækjum. En þetta þykir góð jafnaðarmennska á ís- landi, a. m. k. meðal foringjanna. Þó er þess að geta, að engu er líkara en tvær grímur hafi runn- ið á ritstjóra Alþýðumannsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, þegar bent var á, að hann hefði flúið frá umræðum um bæjar- mál almennt, en í þess stað færst í aukana í árásum á samvinnufé- lögin og það svo mjög, að ekki mátti í milli sjá, hvor var um- svifameiri á þeim vettvangi, ís- lendingur eða Alþýðumaðurinn. Hefur hann líklega heyrt utan að sér að þessi fræði rynnu ekki sem ljúflegast niður í alla kjósendur. A. m. k. er víst, að í útvarpsum- ræðunum hér, og í blaði sínu, reyndi ritstj. að andmæla því, að hann hefði varið ríflegum skerf af andlegum kröftum sínum til þessarar íhaldsþjónustu. En erfið reyndist afneitunin honum sem fleirum, enda kosningarnar ekki fyrr um garð gengnar en þráður- inn er á ný tekinn upp. f blaðinu hinn 7. þ. m. er enn ein skatta- málagreinin, með hinu sama marki og fyrr. Er rétt að víkja að henni nokkrum örðum. Bæjarstjórnin og landslögin. Hér í blaðinu var því haldið fram fyrir kosningarnar, að það vdjtri hinlhérfilegasta btekking, er íhaldið og aðstoðarliS þess í Al- þýðuflokknum gerði skattamál kaupfélaganna að aðalnúmeri í kosningabardaganum og léti liggja að því í skrifum sínum, að skattgreiðslurnar mundu stór- aukast ef fulltrúar þessara flokka fengju meirihluta í bæjarstjórn- inni. -Rauncjr vill Alþýðumaður- inn' nú ‘ekki kannast við þetta, en hvernig ber þá að skilja upphróp- anirnar stórletruðu í kosninga- pésanum? Var því ekki heitið að berjast fyrir afnámi „útsvars og skattfríðinda“? Nú eru úrslit bæjarstjómarkosninganna þau, að þessir flokkar tveir hafa hrein- an meirihluta í bæjarstjórn. Þeir hafa því tækifæri til þess að sýna, hver hugur fylgir máli. Hins veg- ar vita það allir, sem nokkur kynni hafa af þessum málum, að útsvars- og skattgreiðslur fara eftir landslögum en ekki geðþótta bæjarstjórna landsins. Upphróp- anirnar í kosningapésanum og Alþýðumanninum verða því aldr- ei annað en upphrópanir, og þeir kjósendur, sem lagt hafa nokk- urn trúnað á þau loforð, að „létta útsvarsbyrðarnar“ með því að sækja fé til þess í sjóði kaupfélags ins, utan og ofan við landslög, sjá brátt, að þeir hafa verið herfilega blekktir. Tvöfaldi skatturinn. Nú þykist Alþýðumaðurinn ekki vilja láta bendla sig við þá kröfu íhaldsins, að innheimtur verði tvöfaldur skattur af sam- vinnumönnum og til þess að sanna, að slíkt sé ógerlegt vitnar hann í Dag, þar sem bent var á, að samkvæmt gildandi lögum (Framhaíd á 7. síðu). STÓRHRÍÐARMÓT 1950. Sent frá Skíðaráði Akureyrar. Sunnudagur 5. febrúar kl. 14: Svigkeppni karla, A-, B- og C-fl. Brautin: í Vaðlaheiði ofan Fífil- gerðis. A- og B-fl. Lengd: 160 m., hæð 90 m., 36 hlið. C-fl. Lengd: 130 m., hæð 70 m„ 28 hlið. Færið: Hart hjarn. Veðrið: Hægviðri, bjartviðri, frost 4°. Starfsmenn: Konungaætt skíðastökksmanna, eins og Ruuds-ættina, eignast Noregur aldrei framar. Ruuds- bræður eru á þeim leiðum öllum fremri til þessa. Sigmund var sá fyrsti. Hann kom fram með alveg nýjan stíl og sýndi einstaka dirfsku í stökk- um sínum. Einu sinni ætlaði hann að reyna að ná 80 m. stökki við slæma aðstöðu suður í Þýzka- landi. Hann bjó sér út hengju 30 m. frá snarbröttum hjalla og fór svo langt upp í ásinn fyrir ofan til að fá nægilegt rennsli. En á leiðinni niður að hengjunni lenti hann óvart í 20 m. stökki af stalli, sem hann vissi ekki af, tapaði við það jafnvægi og hraða og komst svo í aðalstökkinu ekki nema fram undir aðalbrattann. Skíðin brotnuðu í spón — „upp- kveikjuefni“, — Sigm. kastaðist upp í loftið og valt svo langar leiðir — en var þó innan stundar aftur með sitt fræga bros á vör- um. — Sigmund stökk síðar sína Björgvin Júníusson brautarstj., Sveinn Þórðarson svigstjóri, Ein- ar Kristjánsson markstjóri, Jón Einarsson ræsir, Gunnar Árnason og Víkingur Björnsson tímaverð- ir, Árni Sigurðsson' og Haraldur Sigurðsson ritarar, Jón Arnþórs- son form. hliðvarða. Vegna þess hve færi var hart, gat fyrirhuguð svigkeppni kvenna ekki farið fram. 80 m. og meira til, en aðrir — í Mið-Evrópu — höfðu stokkið það langt áður. Norðmenn höfðu ekki stökkbrautir á móti þeim. Birgis er fyrst getið, þegar Sig- mund 1925 — byrjar að keppa 17 ára. Þá stóð í blöðun- um norsku: „Og heima á hann 13 ára bróður, sem er cnnþá betri.“ Á miklu móti í Holmenkollen 1930 hljóta Norðmenn 40 af 44 fyrstu sætum keppninnar fyrsta daginn. Næstu dagar voru þó enn frekar sigurdagar bræðranna. — Birgir sigraði í yngri flokki og Sigmund vann m. a. einn fegursta verðlaunagripinn. Síðan sigurför. Árið 1932 var Sigm. viss með 86 m. og 1934 stökk Birgir 92 m. í Planica. Frægð þeirra var mikil, verðlaun þeirra óteljandi, og frá- sagnir um afrek þeirra gætu fyllt heila bók — og meira en þa'ð. „Þegar eg stekk,“ segir Birgir, „hugsa eg eldrei um það, að eg sé að keppa. Eg finn til innri gleði yfir því að fá að stökkva og það er mér fullkomlega nóg.“ Margir gætu nú sagt eitthvað svipað, en þeim yrði varla trúað. Fyrir flest- ar „stjörnurnar“ er athygli áhoi-f- enda og blaða aðallyftistöngin. — Birgi er trýað. Hann er ,ekki aðr eins íþróttarinnar fremsti full- trúi, með djarfasta flugið og full- komnustu lendinguna, hann er sem töfraður af „lífinu í loftinu“, fanginn af því og krefst ekki ann- ars, en að fá að njóta þess. Hann myndi og vera „stjarna11 á þeim tíma, sem engar 'keppnir koma til greina. Birgir hefur stokkið bæði á ís, snjó og auðri jörð. Helzt vildi hann geta notað skíðin árið um kring. En hann sinnir og sínu starfi, hefur unnið af meiri dug og ákafa en flestir aðrir. Hann er í stuttbuxum, skíðaskóm og Kóngsbergshúfu í skíðaverk- smiðjunni sinni á daginn, og eftir kvöldverðinn er hann með Hilm- ar Myrha við skíðaáburðinn góða, „Rappens Special11, sem fundinn er upp af Myrha og hefur hjálpað félögum þeirra að ná mörgum sigri. „Eg er að hugsa um,“ segir (Framhald á 5. síðu). Birgir Ruud í djörfu skíðastökki. Úrslit: A-flokkur: Röð: Nafn: 1. rás 2. rás Alls 1. Magnús Brynjólfsson K. A............. 47.0 + 1 v. 54.5 106.5 2. Birgir Sigurðsson Þór................ 54.8 54.4 109.2 3. Jón Kr. Vilhjálmsson Þór.............. (úr leik) 4. Baldvin Haraldsson K. A. ............. (úr leik) B-flokkur: 1. Hermann Ingimarsson Þór.............. 56.0 53.6 109.6 2. Bergur Eiríksson K. A................ 62.2 56.5 118.7 3. Flosi Ólafsson M- A................ 58.0 78.8 + 1 v. 142.8 4. Halldór Ólafsson K. A................. (úr leik) C-flokkur: 1. Sigtryggur Sigtryggson K. A.......... 32.0 32.2 64.2 2. Freyr Gestsson K. A.................. 38.0 34.7 76.7 3. Guðm. Guðmundsson K. A............... 42.0 37.8 79.8 4. Þráinn Þórhallsson K. A.............. 47.1 35.2 82.3 5. Björn Olsen K. A..................... 49.0 33.6 82.6 6. Einar Gunnlaugsson Þór .............. 47.2 44.2 91.4 7. Haukur Jakobsson K. A................ 40.6 52.6 93.2 8. Kristján Kristjánsson Þór............ 51.2 46.7 97.9 9. Kristján Bergsson Þór ............... 49.0 58.4 + 1 v. 111.4 10. Höskuldur Karlsson K. A............. . (úr leik) 11. Pétur Þorgeirsson K. A...............(úr leik) 12. Sigurjón Óskarsson Þór...............(úr leik) 13. Gunnar Þórsson K. A..................(úr leik) SKIÐAKONGAR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.