Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. febrúar 1950 12. tbl, Hafnsögumaðurinn kom gangandi um borð! „Arnarfell‘r, hið nýja flutningaskip SÍS kom hingað með saltfann frá Hamborg í sl. viku. Losaði skipið saltið hér, í Dalv., Hrísey og Húsa- vík, og fer að því búnu til Bandaríkjanna. í janúarlok var skipið á leið til Finnlands. Voru þá kuldar miklir nýlega um garð gengnir og miklar ísalagnir við strendur. ísbrjótiu- fór fyrir sldpinu inn til hafn- arborgarinnar Turku, en er „Arnarfell“ kvaddi hafnsögumann um borð, kom sá gangandi úr landi á ísnum! Sverrir Þór skipstjóri tók þessar myndir við það tækifæri. Efri myndin sýnir lóssinn og aðstoð- annaiin hans koma gangandi á jsnum, neðri myndin sýnir Ióssinn binda á sig kaðal til þess að verða dreginn um borð. Sigíryggur Þorsíeinsson hæííir deildarstjórn eítir 26 ára starf — Birgir Þórhallsson kjörinn deildarstjóri Aðalfundur Akureyrardeildar KEA var haldinn í Samkomuhúsi bæjarins sl. mánudagskvöld og var allfjölsóttur. Hafði orðið að fresta fundinum áður vegna fá- mennis. Á fundinum flutti Sigtrygg- ur Þorsteinsson deildars t j ó r i skýrslu um hag deildarinnar á árinu sem leið, J a k o b F r í- mannss. fram- Sigtr. Þorsteinss. kvæmdastj ó r i skýrði frá aðal- þáttum í starfi KEA á sl. ári, samþykkt var að styðja byggða- safn Eyjafjarðar með fjárframlagi og loks var kjörinn deildarstjóri og menn deildarstj ó r n, og fulltrúar aðalfund lagsins. — deildastjóri var kjörinn Þói-hal 1 s s o n ver zlunarm., í stað SigtryggsBirgir Ku.ha,]ss Þorsteinssonar, sem sagði af sér starfi vegna sjúkleilca. — í skýrslu sinni upplýsti 'Sigtryggur Þorsteinsson, að um sl. áramót hefðu ekki verið neinar skuldir við KEA á vegum deildarinnar og er það í fyrsta sinn, sem svo vel árar. Taldi hann þetta benda til góðrar afkomu manna á sl. ári. í Akureyrardeild eru nú 2154 Ak- ureyringar, og fjölgaði deildar- (Framhald á 6. síðu). Borgaraleg samtök um barnavernd hafa mikilvægu Barnaverndarfélag AkureYrar verður stofnað amiað kvöld Stutt saiutal við dr. Matthías Jónasson um tilgang félagsins og framtíðarverkefni 19 skákmenn taka þátt í Norðurlands- mótinu Skákþing Norðlendinga hófst í bæjarstjórnarsalnum hér á mánudagskvöldið og voru þá 19 skákmenn mættir til leiks, 6 í meistaraflokki, 6 í I. flokki og 7 í II. fl. — í meistaraflokki keppa þessir menn: Júlíus Bogason, nú- verandi Norðurlandsmeistari, Jón Þorsteinsson, Jón Ingimarsson, Margeir Steingrímsson, Steinþór Helgason og Unnsteinn Stefáns- son. í 1. umferð fóru leikar þann- ig, að Margeir vann Jón Þorst., Unnsteinn vann Jón Ingimarsson, en biðskák varð hjá Júl. Bogasyni og Steinþór Helgasyni. Onnur1 umferð í I. og II. fl. var tefld í gærkveldi, en næsta umferð í öllum flokkum verður tefld ann- að kvöld. Guðbrandur Hlíðar er’ mótstjóri. Iiinbrot á Oddeyrar- tanga Síðastl. fimmtudagsnótt var brotist inn í skipasmíðastöð KEA og vélaverkstæðið Atla á Odd- eyrartanga. Farið var inn um glugga, eftir að rúður höfðu verið brotnar, og brotist inn í skrif- stofur fyrirtækjanna. Peningar munu hafa horfið á báðum stöð- unum. Mál þetta er nú í rannsókn Jfíaldbakur4 sölnhæstur í s J. viku Snemma í sl. viku seldi togar- inn „Kaldbakur“ afla sinn í Bret- landi, samtals 4345 kit fyrir 10.016 sterlingspund. Var „Kaldbakur" afla- og söluhæsti íslenzki togar- inn, sem seldi í þeirri viku í Bret landi. Skipið kom heim frá Bret- landi sl. mánudag og átti að fara út á veiðar í nótt. Ranglega skýrt frá aflamagni. X skýrslu þeirri, sem sunnan- blöðin hafa birt um heildarafla togaranna og aflasölur þeirra á sl. ári, gætii' nokkurs misskilnings. Er „Kaldbakur“ þar 2. í röðinni með aflamagn landað ei'lendis. En þess er ekki gætt að skipið kom með fullfermi hingað á gamlársdag og seldi þann afla í Bretlandi 5. janúar. Er „Kald- bakur“ því raunverulega afla- hæsta skip flotans. Dagur mun víkja nánar að þessu í næsta tbl. Mjólkurflutningar til bæjarins í gær gengu erfiðlega vegna ófærðar. Komu aðeins 2 mjólkur- bílar. — Vonir standa til að fleiri bílar komi í dag. Eins og auglýst er annars stað- ar í blaðinu, verður stofnfundur fyrirhugaðs barnaverndarfélags liér í bæ haldinn að Hótel Norð- urlandi annað kvöld. Á fundinum mætir dr. Matthías Jónasson, sem var upphafsmaður að stofnun barnaverndarfélagsins í Reykja- vík á sl. hausti, og flytur hann er-, indi á fundinum. Dagur hefur snúið sér til dr. Matlhíasar og rætt við hann um þennan félags- skap og ætlunarverk hans. — Barnaverndarfélög, sem það, er hér verður stofnað, eru borg- araleg samtök um verndun barna, sem vegna sjúkleika,: heimilisástæðna eða þjóðfélags- ástæðna, eru verndar þurfi, sagði dr. Matthías. Félögin vinna einn- ig að almennri upplýsingastarf- semi um heilbrigði barna og hættur þær, sem uppalendum ber einkum að varast. Þá beita félög- in sér því að þeim börnum sé hjálpað, sem þegar hafa lent á glapstigum, m. a. með því að stuðla að því að koma upp upp- eldisstofnunum fyrir slík börn, er hafa tækifæri til þess að veita þeim uppeldi við sitt hæfi og gefa þeim tækifæri til þess að verða góðir þegnar þjóðfélagsins. Um þessi verkefni öll hafa félögin að sjálfsögðu samstarf við barna- verndarnefndir og barnavemdar- ráð, eftir því sem hentugt þykir. Hvað er að segja um þessa starfsemi í Reykjavík? — Barnaverndarfélagið í Rvík var stofnað í september sl. ár og voru 160 stofnfélagar. Fram til þessa hefur félagið einkum stai'f- að að því að útbreiða félagsskap- inn og auka áhuga fyrir mark- miðum hans. Hefur félögum fjölgað verulega. Félagið hefur einnig á prjónunum ýmsar fyrir- ætlanir sem miða að aukinni vernd barna. Til dæmis beitir það sér fyrir því að almenn rannsókn fari fram um land allt á fávita- og öðru 'lagi vangefnum börnum. Það mál er þegar í undirbúningi og mun skýrslusöfnun væntan- lega hefjast nú í vor. Félagið álítur nauðsynlegt, ef hefjast á handa í málum slíkra barna, að vita hve mörg slík börn eru til í landinu og hvernig sjúkleika þeirra er háttað í hverju tilfelli, því að ekki eiga öll slík börn samleið. Þá hefur félagið áhuga fyrir kjörum tornæmra barna í skólum landsins, sagði dr. Matthías enn- fremur, og hefur hreyft því máli við skólayfirvöldin. Mun eg ræða þau mál í erindi því, er eg flyt á stofnfundi barnaverndarfélags- ins hér annað kvöld. Barnavernd — andleg slysavörn. Ætlunin er að barnaverndarfé- lög verði stofnuð í kaupstöðum. landsins og víða annars staðar á landinu. Hafa forgöngumenn þess arar hreyfingar hugsað sér að byggja félagsskapinn upp í lík- ingu við Slysavarnafélag íslands, enda má segja, að hér sé um hlið- stætt starf að ræða. Bariiavernd- arfélögin miða að andlegri slysa- vörn og reyna að forða því, að góður efniviður glatist þjóðfélag- inu, eða verði því til byrði, í stað )ess að verða gagnviður í allri þjóðfélagsbyggingunni. Útbreidd starfsemi erlendis. í menningarlöndum úti í heimi er barnaverndarfélagsskapur borgaranna mjög útbreiddur, sagði dr. Matthías að lokum. Sarfa slík félög alls staðar í borg- um, og eru tengd saman í lands- samböndum. Mun verða stefnt að því einnig hér. Það hefur komið í ljós, að í slíkum borgai-alegum samtökum koma oft fr.am starfs- kraftar, sem mikinn áhuga hafa og miklu fgá áorkað í þessum. málum, enda þótt þeir láti ekki á. sér bera gagnvart þeim nefndum ríkisvaldsins, sem barnavernd hafa með höndum. Er mikilsvert atriði að leysa þessi öfl úr læð- ingi og veita þeim tækifæri til þess að láta gott af sér leiða. (Framhald á 5. síðu). Aðalíundvir F ramsóknarf élags Akureyrar n. k. föstudag Eins og auglýst er annars staðar í blaðinu, verður að- alfundur Framsóknarfélags Akureyrar haldinn í Gilda- skála KEA næstk. föstudags- kvöld og hefst kl. 8.30. Á dagskrá er skýrsla stjórnar- innar um starfsemi félagsins sl. ár, kosning stjórnar og fulltrúaráðs og önnur venju- leg aðalfundarstörf. Félags- menn eru hvattir til þess að f jölmenna á fundinn og mæta stundvíslega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.