Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 4
D AGUR Miðvikudaginn 22. febrúar 1950 a DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hyerj.um- miðvikudegi Árgangurinn kostár kr. 25.00 Gjálddagi er 1. júlf. l’RENTVERK ODDS BJÖRN^SONAR H.F. „Pennastrikið" var tiltækt á síðastliðnu sumri ÞEGAR ÞETTA er ritað, hefur pennastrikið marglofaða enn ekki séð dagsins ljós. Hins vegar er vitað, að tillögur í dýrtíðarmálunum liggja nú fyrir og eru til umraeðu hjá þingflokkum og mið- stjórnum lýðræðisflokkanna. Verður ekki á þessu stigi málsins sagt neitt um það, hverjar horfur eru á samstarfi um lausn vandamálanna, en ekki mun dragast lengi héðan af að þjóðin fái vitneskju um það með því að óðum dregur nær 1. marz, eða því timatakmarki, sem Alþingi setti sjálfu sér til þess að finna frambúðarlausn nú á þessum vetri. En þótt ekki sé með vissu vitað um tillögurnar í ein- stökum atriðum, er kunnur aðdragandinn að þeim og alþjóð ljóst, hverjir hafa aðallega um þær fjallað. Á SÍÐASTLIÐNU VORI fékk ríkisstjórnin Benjamín Eiríksson hagfræðing, starfsmann Al- þjóðabankans, til þess að semja álitsgerð um fjár- málaástandið hér á landi og benda á léiðir til úr- bóta. Niðurstaða þessarar athugunar varð sú, að hagfræðingurinn áleit að ekki mætti þá dragast að gera viðunandi varnarráðstafanir gegn dýrtíðinni og voru tillögur þær, er hann gerði til úrbóta, mjög í sama anda og Framsóknarflokkurinn lagði fyrir samstarfsflokkana í ríkisstjórn á sl. sumri. Eins og kunnugt er var tillögum Framsóknar- manna tekið heldur dauflega í herþúðum þáver- andi samstarfsflokka í ríkisstjórn. Urðu úrslit þeirra átaka, sem þá urðu, þau, að báðir -flokkarn- ir höfnuðu kröfu Framsóknarmanna úm raunhæf- ar dýrtíðaraðgerðir á sl. sumri og rofnaði stjórnar- samstarfið á ágreiningi um þessi mál og efnt var til kosninga í október sl. Fyrir kosningamar gerðu Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn engan veginn mikið úr þörfinni á róttækum dýrtíðarráð- stöfunum. Eimdi þar enn eftir af hinu hóflausa á- byrgðarleysi nýsköpunaráranna og angan þeirra kenninga, að dýrtíðin væi-i handhægt ráð til þess að dreifa stríðsgróðanum og gera landsmenn ríka án mikillar fyrirhafnar. Eftir kosningarnar kom hins vegar annað hljóð í strokkinn. Núverandi rík- isstjórn lét það verða sitt fyrsta verk, að láta þann boðskap út ganga af munni stjórnarformannsins, að útlitið væri vissulega svartara en jafnvel hann hefði órað fyrir. Varð stjórninni þá fyrst fyrir, að snúa sér til sama hagfræðingsins og fyrrv. stjórn og fá hann til að gera enn tillögur og álitsgerðir. Vafalítið er, að þær tillögur, sem Benjamín Eiríks- son hefur nú lagt fyrir minnihlutastjórn Ólafs Thox-s eru keimlíkar þeim, sem til umræðu voru á sl. sumri og Alþýðuflokkui-inn og Sjálfstæðis- flokkurinn voru þá ekki viðmælandi um. Sú ein breyting hefur á oi-ðið síðan, að ástandið hefur versnað enn, og viðreisnarstarfið verður því hafið við ei-fiðari aðstæður en þurft hefði, ef lýðræðis- flokkarnir hefðu þegar í sumar hafizt handa um þau úrræði, sem nú verða efst á dagskrá, eins.og Framsóknai-menn lögðu til. Alþjóð veit, að tillögur þær í dýrtíðai-málunum, sem nú eru ræddar í flokkunum í Reykjavík, eru ekkert „pennastrik" runnið undan ráðsnilld eða af i brjóstviti Ólafs Thors þi-átt fyrir öll stóru orðin. Þetta er álit ágætra hagfræðinga á því, hvei-nig ís- ^ lenzka þjóðin geti hafizt handa um að snúa við á fjárglæfra- og ábyx-gðai-leysis- brautinni sem einkenndi stjói-n- málaástandið hér á landi meðan enn var ekki komið til botns í gjaldeyx-issjóðum sti-íðsái-anna og kommúnistar voru eitt helzta leiðarljós landstjórnarinnar í fjármálum. Framkvæmd tiliagn- anna vei’ður miklu erfiðari en sú íþrótt, að draga „pennastrik“ á örk, og mun landsfólkið reyna það á næstunni. En það verður þá jafnframt ljóst, að dýrtíðar- og óráðsíustefnan entist Sjálfstæð- isflokknum allt fram á þennan vetur. Sl. sumar vildi hann ekki samstai-f* við Framsóknai-menn um raunhæfar dýrtíðarráðstafan- ir og það viðhorf flokksins og hjálpai-manna hans úr Alþýðu- flokknum leiddi til haustkosning- anna. Sá di-áttur, sem orðið hefur á því að tillögur Benjamíns Ei- ríkssonar væru teknar til fram- kvæmda af landstjórninni og Al- þingi, er vex-k þeirra flokka, sem höfnuðu tillögunum í sumar, en segja þær nú jafngilda ,penna- strikinu". Það er að vísu gott, er menn sjá að sér og snúa fi'á villu síns vegar, en ekki eru þeir menn heppilegir leiðsögumenn í stjórn- málum, sem þi-jóskazt í lengstu lög við að reyna að bæta úr mis- fellum, sem þeir sjálfir hafa leitt yfir þjóðina með óhóflegri bjart- sýni og furðulegu ábyrgðarleysi meðan næg tækifæi-i voru til þess að skapa öruggan efnahagsgrund- völl fyrir þjóðai-búskapinn. POKDREIFAR Þegar andagiftin þverr. ÞAÐ KEMUR stundum fyrir i- ithöfunda, að þeir skrifa sig upp aftur, sem kallað er. Oftast vill þetta verða þegar ái-in færast yf- ir þá og andagiftin þverr. Þykja það þá heppileg forlög fyrir orð- stírinn, að ekki verði langt áfram- hald á uppskriftinni og velviljað- ir gagnrýnendur líta þá gjarnan fi-am hjá þessum ellimörkum, er ferillinn allur er metinn og veg- inn. Hins vegar þekkjast þau fyr- ii- báeri líka, að það er ekki ellin jein, sem er þess valdandi að söguefni og í-ithöfundahandtök ganga aftur. Ástæðan getur líka Vei-ið lítil andagift, sem ekki ent- st némá í eína sögu. Hefur það nú sannást' á málgagni því,. sem kennt er við Kominfoi-m, og gefið er út hér í bænum. Fyrir og um kosningarnar hafði þetta virðu- lega blað a. m. k. einu skáldi á að skipa fyrir utan hinn venjulega daglaunamann, sem dundar við það árið um kring að moka er- lendum áróðri fyrir fætur sam- börgaranna .Upphófst þá merki- leg saga í blaðinu og. hefur hún líklega verið runnin undan rifj- um skáldsins. Var þar upplýst, í mjög eftirtektarvei-ði-i grein, að ritstjóri Ðags hefði fyrir einum ái-atug eða svo hlotið heiðui-s- merki nokkui-t vestur í Banda- ríkjum og væru stei-kar líkur til þess að hann hefði mátt lofa því, er hann meðtók heiðui-smerkið, að hæla Marshallhjálpinni svo- nefndu á hvert reipi, er hún sæi dagsins Ijós 10 árum síðar! Með þessari stóru röksemd slógu rit- höfundar Verkamannsins Dag al- veg út af laginu og afsönnuðu í einu vetfangi að vélakaup til Laxái-vii-kjunarinnar hefðu taf- ist um eina viku, hvað þá lengur, ef farið hefði verið að ráðum kommúnista og þátttöku í efna-- hagssamvinnu lýðræðisríkjanna hafnað. Var þetta eitthvert glæsi- legasta afrek nýliðinnai- kosn- ingabaráttu og mesta fux-ða, að rithöfundar blaðsins og hinn ágæti flokkur þeirra skyldi ekki uppskera meira á kosningadaginn úr akri, sem svo hugvitsamlega var í sáð. Stóra röksemdin gengur aftur. NÚ MÁ ÞAÐ þykja gott afrek, að skrifa eina sögu, sem gengur í fólkið og vekur virðingu fyrir andagif og ráðsnilld höfundar síns. Hlutu rithöfundar Verka- mannsins og verðskuldaðan heið- ur fyrir þetta tillag til bókmennta þjóðarinnar. En víst mun fáa hafa grunað, að þeir ættu eftir að sanna áþreifanlega á sjálfa sig mikinn skort á andagift og hrapa í þá fallgryfju að skrifa sjálfa sig upp aftur áður en mánuður var liðinn frá útkomu hins fyrsta verks, og kosningaslagurinn sálugi enn bráðlifandi í vitund manna. Það mun því ekki hafa farið hjá því, að útkoma síðasta eintaks mál- gagnsins hafi vakið vonbrigði í brjóstum þeirra, sem ætluðu, að þarna örlaði aðeins á andaríkið, og miklu meira væri niðri fyrir. En svona fer það stundum í þessu mannlífi, að þeir reynast verst, sem maður treysti bezt. Á föstu- daginn var ætla höfundarnir að vega enn í hinn sama knérunn og uppskera lof að aðdáun með því að beita sömu stóru röksemdinni annað sinn og á annað efni. Nú sjá það allir, að amerískt heið- ursmerki er ágætis vopn til þess að berja á Marshall-hjálpinni, þar sem því verður ekki í móti mælt, að skeggið er skylt hökunni. Þurfti því ekki um að deila, hverjir stóðu með pálmann í höndunum í deilunni um það, með hverjum hætti vélarnar til fyrirhugaðrar Laxárvirkjunar yrðu keyptar. En skörin er farin að færast upp í bekkinn, þegar þetta ágæta ameríska heiðurs- merki á að verða eitt allsherjar sönnunargagn í hverju því máli, sem Verkamanninn greinir á við Dag um. Þar er komið að því sorglega fyrirbrigði, er andagift- ina brestur, og rithöfundarnir fara að skrifa sjálfa sig upp áður en Elli kerling hefur tekið þá fangbrögðum. Mega muna fífil sinn fegri. I ÞESSU EINTAKI Verka- mannsins er einkum þrennt, sem haldið er á lofti í sambandi við umræður þær, sem orðið hafa um bæjarstj órakj örið hér. Hið fyrsta, að ritstjóri Dags hafi meðtekið margnefnt heiðursmerki. í öðru lagi, að hann sé lítill vexti. Og í þriðja lagi skýzt það nú upp úr blaðinu, að áhugi þess og flokks- foringjanna fyrir því að skipta um bæjarstjóra hér hafi verið bundinn við það, að fulltrúar Framsóknarmanna í bæjarstjórn veittu kommúnistum það braut- argengi til þess áð koma sósíal- ískum fyrirætlunum sínum í framkvæmd, sem almenningur í bænum vildi ekki gera í kosning- unum. Ef Framsóknarmenn vildu ekki semja við kommúnista um bæjarmálefni almennt, skyldu þeir heldur engan stuðning hljóta til þess að skipta um bæjarstjóra! Ekki þarf að eyða löngu máli að þessum röksemdum Kominform- piltanna. Mega þeir vissulega munua fífil sinn fegri, er þeim tókst að leggja Dag kylliflatan á heiðursborgara-argúmentinu í sambandi við Laxárvirkjunina. En að taflið hefur nú snúist við, minnir á, að það er varasamt að (Framhald á 5. síðu). /(w/a, Barnauppeldi er ábyrgðarstarf Síðastliðinn föstudag hafði forstöðukona hús- mæðraskólans hér og námsmeyjar hennar boð inni í skólanum fyrir nokkrar bæjarkonur. Við þetta tækifæri flutti Gunnhildur Snorradóttir magister erindi um barnauppeldi, og með leyfi hennar birtir kvennadálkurinn kafla úr þessu erindi hennar. Gunnhildur mælti m .a. á þessa leið: „. . .. Það er sannarlega dásamlegt hlutverk, sem okkur konunum er falið í þessum heimi, sem sé að fæða af okkur börn, aðra mannlega veru, og kann- ske heilan hóp af þeim. Það er eflaust ekki oft, sem nútímakonan sezt niður og hugsar um slíkt. Hún tekur þetta fyrirbæri réttiléga eins og sjálfsagðan hlut, en þó myndi það engan veginn skaða að hugsa um þetta og gera sér ljóst við og við, hve dásamlegt þetta í raun réttri er og hve mikil ánægja hlýtur að vera því, samfara. Við, sem engin börn eigum, ge't- um auðvitað aðeins rennt grun í þá ánægju. En barnið er konunni, og þá manninum auðvitað líka, ekki aðeins til ánægju. Það leggur um leið • þungar skyldur á herðar henni. Það hlýtur að vekjá með henni geysilega ábyrgðartilfinningu. Hugsið þið ykkur, hvað það í rauninni er mikil ábyrgð, sem ihvílir á uppalandanum? Konan fæðir þennan hvít- voðung, ósjálfbjarga, óþroskaðan og einskis megn- ugan, og það er hennar að sjá um, ásamt föðurnum og öðru því fólki, sem barnið umgengst, að úr þessu nýja lífi í mannsmynd, verði fulltíða einstaklingur, líkamlega og andlegá heilbrigður, og með heil- brigður á eg ekki aðeins við ekki veikur, heldur fullur þróttar og lífshamingju.. Svo að við tökum sem dæmi, að því er virðist jafn auðveldan og sjálfsagðan hlut og að borða og hægja sér, þá sjáum við, að jefnvel þar, þarf allt að lærast. Þegar barnið fæðist er það ekki gætt neinum venjum. Ein eðlishvöt þess er þó vel þrosk- uð, en það er að sjúga. Barnið kann vel að sjúga, en jafn sjálfsögð hreyfing og eðlileg eins og okkur finnst það vera að týggja, er því ókunn. Og það þarf ekki aðeins að læra að tyggja, heldur og allar aðrar venjur í sambandi við það að borða. Dýrin borða alltaf, þegar þau finna til svengdar og þau langar í mat og hægja sér líka jafnskjótt og þau finna þörfina. Illa uppalið barn heimtar mat á milli máltíða og gerir öll sín stykki í buxurnar fram eftir öllum aldri. Þetta er barninu auðvitað eðlilegt, þetta er það sem náttúran eða eðlið býður því að gera. Það þarf því að kenna því, og því fyrr, því betra, að það er aðeins borðað með vissu millibili, á þeim tím- um, sem við köllum máltíðir, og það verður að læra að hafa stjórn á hægðum sínum, a. m. k. á meðan það er að segja til og komast á koppinn. Að þessi fræðsla er nauðsynleg liggur í augum uppi, og ætti hún ekki að vera vandamikil, þótt sumum mæðrum virðist svo. Þegar 4—5 ára barn gerir öll sín stykki í buxurn- ar, þá lýsir það aðeins einu: vanhirðu og ábyrgðar- leysi móðurinnar, eða þess aðila, sem annast barnið. Hver sæmilega menntuð móðir nú á dögum veit, að það á að gefa barninu að borða með nokkurn veginn reglubundnu millibili, en ekki hvenær, sem það skælir. Þó er ástæðulaust að halda sér svo við mín- útuna, að aldrei sé frá vikið. Verið getur t. d. að barnið hafi borðað heldur lítið eina máltíð og sé því svengra fyrr heldur en venjulega o. s. frv. Eins er ekki rétt að venja ungbarnið á kopp, fyrr en það hefur líkamlegan þroska til þess að geta lært slíkt. Það verður að hafa náð stjórn á vöðvum sínum og líkama. Sú venja, að gefa barninu mat með reglu- bundnu millibili er meltingunni hollust og einnig mjög æskileg fyrir uppeldi skapgerðariimar. Við sköpun góðra venja í frumbernskunni, er geysimikið komið undir reglusemi og festu uppal- andans og auðvitað verður einhver kunnátta að vera með um þarfir barnsins og skilningur á því, hvað raunverulega er verið að gera.“ (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.