Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. febrúar 1950 D AGUR 5 Fiskniðursuðu iðnaður NorSmanna aflar beim gjaldeyris Norskar niðorsuðuvörnr njóta álits víða um lieim - vísindalegar rann- sóknir og strangt eftirMt hafa tryggt Nprðmöimum forustu á þessu sviði 'Útflutningsverzlunarráð Nor- egs hefur nýlega gefið út rit uni norskar fiskveiðar og fisk- verkunaraðferðir. Ritið er á ensku, ætlað þeim, sem hafa með höndum sölu á norskum fiskafurðum á erlendum mörkuðum. í riti þessu er rit- gerð eftir Olav Omsland, rit- ara norska niðursuðuverk- smiðjueigendasambandsins, um norska niðursuðuiðnaðinn og greinir þar frá því, hvernig Norðmenn búa að þessum iðn- aði og hvernig farið hefur , verið að því að afla traustra markaða fyrir niðursuðuvör- urnar víða um lönd. Upplýs- ingar Omslands eru athyglis- verðar fyrir fslendinga, og fer hér á eftir útdráttur úr grein hans: Nú eru sjötíu ár liðin síðan niðursuða „brislings“ í olíu komst yfir tilraunastigið og farið var að framleiða þessa vöru til sölu. — Þessi atburður markar upphaf nýs kapítula í sögu norska nið- ursuðuiðnaðarins, sem smátt og smátt hefur þroskast upp á við, unz því marki er náð, að norskar niðursuðuvörur eru í mesta áliti á heimsmarkaðinum. Það eru ekki nema örfá lönd veraldar, sem ekki þekkja norskar fisknið- ursuðuvörur, og Norðmenn segja með réttu, að þessi vara sé þekkt og umtöluð á heimsmarkaðinum. Fyrst framan af fór hver fram- leiðandi sínar götur. Framleiðsl- an var yfirleitt góð og hafði mikið álit. En kröfur þjóðanna til mat- vælaiðnaðarins hafa sífellt farið vaxandi, og síðustu tuttugu árin hafa norskir framleiðendur sífellt treyst meira á vísindalegar rann- sóknir. Segja má með sanni, að verulegan hluta þeirra framfara, sem orðið hafa í þessum iðnaði sl. 20 ár, megi i-ekja til betri skilnings framleiðendanna á því, að hagkvæmast er að reka iðnað- inn á vísindalegri undirstöðu. Rannsóknarstofnun komið upp. Niðursuðuverksmiðjurnar stofn- settu rannsóknarstofnun í Stav- anger árið 1931. Verksmiðjurnar lögðu fé fram sameiginlega og hlutu nokkurn styrk frá ríkinu. Rannsóknarstofnun þessi er starfrækt undir umsjá nefndar, sem er skipuð fulltrúum iðnaðar- ins og ríkisvaldsins, til tveggja ára í senn. Þessi rannsóknar- stofnun hefur það verkefni eitt rneð höndum, að rannsaka allt ,er viðkemur niðursuðu á fiski, og hún er fullkomnasta stofnun sinnar tegundar í Evrópu. Stofn- unin greinist í þrjár deildir, sem hver hefur sitt ákveðna verksvið, nefnilega kemísk deild, bakter- íuológísk deild og vélarann- sóknadeild. Hinn kunni, franski vísinda- maður, prófessor Bidault, hefur lýst stofnun þessari með þessum orðum: „Hin ágæta rannsóknar- stofnun í Stavanger stenzt ágæt- lega samanburð við hinar beztu rannsóknarstofnanir í Bandaríkj- unum, byggingar og fyrirkomulag er til fyrirmyndar, og stjórnin í höndum tilskipaðrar nefndar. — Þessi stofnun hefur það höfuð- hlutverk, að rannsaka mikilvæga grein matvælaiðnaðarins, og for- usta Norðmanna á þessu sviði er athyglisverð og til eftirbreytni fyrir stærri þjóðir.“ Alltaf á verði. Rannsóknarstofnunin hefur með höndum sífelldar rannsóknir á! hráefni því, sem notað er, á vél- um, dósum og pökkunaraðferð- um, og nánar gætur eru hafðar á hreinlæti með eftirlitsferðum til verksmiðjanna. Rannsóknarstofn unin rannsakar hina fullunnu vöru, og sérstök deild, nýlega stofnuð, hefur eftirlit með gæð- unum og leiðbeinir verksmiðjun- um. Stofnunin hefur með hönd- um næringartilraunir og vítamín- rannsóknir í sambandi við niður- suðuvörurnar, og gerir tilraunir á dýrum í þessu skyni. Véla- rannsóknadeildin fylgist með nýjungum á sviði véltækninnar og leitar leiða að hagkvæmari framleiðslu. Á stríðsárunum höfðu Norðmenn lítil tækifæri til þess að fylgjast með því, sem gerðist erlendis, og aðstaða þelrra sjálfra heima fyrir var slæm. En eftir stríðið hefur verið unnið að því af kappi, að endurnýja véla- kost og koma iðnaðinum aftur í nýtízku horf. Nýlega hefur rann- sóknarstofnunin lagt fram fé til þess að láta smíða nýja vél, sem kemur fiskiflökunum fyrir á grindum til reykingar. Þessi vél mun spara mikið vinnuafl, og gera iðnaðinn óháðari vinnu kvenna en áður, en kvenfólk starfaði aðallega að þessu fyrr. Unnið með höndunum við að leggja niður í dósir. Enn er aðallega unnið með höndunum við að leggja í dósir, og líklegt er að áframhald verði á þessu með því að höfuðáherzla er lögð á, að niðursuðuvöi-urnar haldi því góða orði, sem þær hafa fengið fyrir vörugæði. — TvennS koonar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að vernda vörugæðin. í fyrsta lagi eru lög um vörugæði, í öðru lagi eftirlit með því að þeim sé fram- fylgt. Fylgzt er með því af ná- kvæmni, að allar vörur, sem frá verksmiðjunum koma, standist ýtrustu kröfur um gæði. Til þess að treysta enn betur aðstöðu iðn- aðarins, er nú verið að byggja skóla fyrir verkstjóra og fagmenn niðursuðuverksmiðjanna. Þessi skóli er byggðui; í næsta nágrenni við rannsóknarstofnunina, sem fyrr er um getið, og ætlunin er að náin samvinna verði milli skólans og stofnunarinnar. Aðalframleiðsluvörurnar. „Brisling“ og smásíld, niður- soðið í olíu og tómat, hafa lengi verið aðalframleiðsluvörurnar. -— Til þess að tryggja vörugæðin og hið góða orð vörunnar erlendis, er bannað að sjóða þessar fisk- tegundír á þeim tíma árs- ins, sem fiskurinn er magur. — „Brisling“- og smásíldarveiði Norðmanna er mjög misjöfn ár frá ári, ög nú hin síðari ár hefur brislingsveiðin verið langt innan við meðalafl- ann, sem er um 500:000 kassar á 0 ári. Um smásíldina er sama að segja. SíðUstu árin hefur mjög skort áj-að meðalveiði fyrirstríðs- áranna, eða um 950:000 kassar, fengist. Nokkur hluti smásíldaraflans, og þá stærri tegundir smásíldar- innar, er ekki reyktur, en soðinn niður í olíu og tónriat eins og reykt síld. Norðmenn hafa fund- ið góðan markað fyrir þessa vöru í Suður-Ameríku, sem vilja hana heldur en reyktu sfldina. Síldarhrogn til Bretlánds. „Kippered" síld, eða reykt stór- síld, venjulega vorsíld, er þriðja stærsta útflutningsgrein norska niðursuðuiðnaðarins. Fiskurinn er kolfinn í miðjunni, frá haus og aftur úr, og er það gert í vélum, síðan er hann lagður í reykofn- ana. Oftast er fiskurinn látinn í dósirnar strax að reykingu lok- inni. Þessi vará hefur útbreiddan markað víða um lönd og er eftir- sótt m. a. vegna þess hve hún er ódýr. Þá sjóða Norðmenn niður makríl, helzt sumar- og haust- mánuðina, ýmist í tómat eða olíu, og oftast er hann flakaður. Fiski- bollur og fiskibúðingar eru aðal- lega fyrir heimamarkaðinn, en einnig hafa þeir fundið nokkurn markað fyrir þessa vöru erlend- is, aðallega í Bandarríkjunum. — Þessi vara er oftast unnin úr ýsu. Hrogn eru og soðin niður, alltaf fersk og oftast án þess að þau séu meðhöndluð. Þetta er kjarngóð og ódýr fæða. Þá er rækjuniður- suða mikil, ennfremur fiskur krabbategunda. Beztan markað fyrir þessa vöru hafa Norðmenn í Bretlandi. Sfldarhrogn eru eftir- spurð í Bretlandi. Selja Norð- menn árlega mikið af þeirri vöru þangað undir vörumerkinu: Soft Herring Roe. Allar þessar vörur eru gerils- neyddar. Þar að auki framleiðir (Framhald á 7. síðu). - Fokdreifar Framhald af 4. síðu). nota ævinlega hælkrók í glímu og raunar alveg eins vonlaust til sigurs og sú fyrirætlan, að ætla að verðá lifandi skáldspekingur á einni sniðugri sögu. Um röksemd númer tvö, þ. e. líkamsburði Dagsritstjórans er það að segja, að enda þótt lesendum Verka- mannsins dyljist að sjálfsögðu ekki sniðugheitin í þessari mál- færzlu, með því að hún minnir á að Dagur hefur ekki á bak við sig neitt stórveldi, hvað þá heldur hálfan heiminn, „gráan fyrir járnurn", finnst ýmsum leik- mönnum, sem ekki eru vel heima í hinum sósíalísku fræðum, að í deilunni um bæjarstjórakjörið sé letta vopn ámóta hárbeitt og ef Dagur tæki upp á því að afsanna kenningar Karls Marx með því að veifa í sífellu Stóraþóri Verka- manns. Verður ekki horfið að því ráði að sinni, a. m. k. ekki fyrr en séð verður til enda, hversu vel þessi hernaðaraðferð gefst Kom- inform-piltunum. Þá er þriðja röksemdin, og er hún sýnilega viðamest. Áttu Framsóknarmenn að styðja kommúnista til þeirra áhrifa í bæjarmálum, með víð- ækum málefnasamningi, sem bæjarmenn sjálfir vildu ekki fá þeim í hendur við kjörborðið? En Verkamaðurinn upplýsir um- búðalaust, að þetta hafi verið kaupverðið á bæjarstjóranum, ella hefðu kommúnistar engan áhuga fyrir að skipta um þar. Um þetta argúment má segja það sama og Rússar sögðu við sendi- menn þá, er héðán fóru í aust- urveg til að verzla: Að' vísu er varan góð, en hún er of dýr og við gerum þyí engin kaup við ykkur. , Framsóknarmenn vildu skipta um bæjarstjóra, buðU upp á ágætlega hæfan mann, en vinstri flokkarnir báðir vildu eng an hlut eiga að því að skipta Um bæjarstjóra nema gildur sjóður sósíalískra kennisetninga, bæjar- reksturs og annars ófagnaðar, væri rekinn upp að néfinu á þeim fyrst. Áhugi, þeirra fyrir nýjum bæjarstjóra var þannig tjóðraður á fjósbala sósíalískra fræða, sem bæjarmenn sjálfir höfðu hafnað í kosningabardaganum. Þótt þessi þriðja röksemd kommúnista í bæjarstjóramálinu sé í eðli sínu viðamest, er óvíst að þeim verði meiri heiður að henni áður en lýkur en að hinum tveimur. Háralagið á „Verkamanninum“. FYRIR ÞVf er vafalaust áhættuminnst fyrir Kominform- piltana að halda sér enn um hríð við heiðursmerkið og nota það óspart í hverri deilu. Er það raunar ekki meiri andleg þraut fyrir þá, en ýmsar aðrar, er þeir hafa af hendi leyst með prýði að undanförnu, er tækifæris- og út- þennslupólitík móðurlandsins hefur snúið þeim eins og hana á burst á einni nóttu. Og hundur- inn er enn auðþekktur á hárun- um, þrátt fyrir hinar nýju erfða- kenningar Lysenkos og önnur sósíalísk dulvísindi og víst munu bæjarmenn enn um sinn kannast við háralagið á „Verkamannin- um“ þótt hann kunni að neyðast til þess að grípa til dálítið óvenju- legrar og torskilinnar röksemda- færslu á stundum. Stofa til leigu í Glerárþorpi. — Fæði á sama stað getur komið til greina. Afgr. vísar á. — Akureyrardeild KEA (Framhald af 1. síðu). mönnum um 82 á árinu. Deildar- sjóður var rösklega 36 þús. krón- ur um áramótin. Lætur af störfum eftir 26 ár. í lok skýrslu sinnar skýrði Sig- tryggur Þorsteinsson frá því, að hann hefði nú ákveðið að láta af deildarstjórastarfinu, enda þótt kjörtími hans væri ekki útrunn- inn, vegna lasleika. Yrði því kjör- inn nýr deildarstjóri á fundinum. Gifturíkt starf þakkað. Brynjólfur Sveinsson, Jakob Frímannsson og Þorsteinn Þor- steinsson, sem jafnframt var fundarstjóri, vottuðu Sigtryggi þakkir fyrir 26 ára starf í þágu deildárinnar. Töldu allír, að hann hefði sýnt frábæra samvizkusemi og trúmennsku í starfinu. Bryn- jólfur Sveinsson sagðist þess full- viss, að ef íslenzka þjóðin ætti sér óskastund, notaði hún hana bezt til þess að óska sér þess, að allir starfsmenn hennar, háir, sem lág- ir, ynnu störf sín af viðlíkri alúð og trúmennsku og Sigtryggur Þorsteinsson hefði gert. Bar deild arstjórnin því næst fram tillögu um að heiðra Sigtrygg Þorsteins- son með 5 þús. kr. frámlagi úr deildarsjóði og var það einróma samþykkt. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hinn aldurhnigna heiðursmann. Starfsemi KEA 1949 — fjárframlag til byggðasafns. Þá flutti Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri skýrslú frá fé- lagsráðsfundi um helztu fram-' kvæmdir KEA á liðnu ári og af- komuhorfur verzlunarinnar. — Dagur hefur áður birt útdrátt úr skýrslu framkvæmdastjórans á félagsráðsfundinum, og verður það ekki endurtekið hér. Þá var borin fram tillaga frá deildar- stjórninni um að lýsa stuðningi við tillögu þá, sem kom fram á ársfundi Mjólkursamlagsins 1949, um fjárframlög til byggðasafns í Eyjafirði. Lagði deildarstjórnin til að Akureyrardeild legði fram 10 þús. kr. til málsins og skoraði jafnframt á stjórn Menningar- sjóðs KEA að styrkja það. Gert er ráð fyrir að bændUr leggi fram 1/3 úr eyri á innveginn mjó.lk- urlítra til málsins. Ármann Dal- mannsson mælti fyrir tillögunni, en auk hans töluðu Þorsteinn Þorsteinsson. Snorri Sigfússon, Brynjólfur Sveinsson og Áskell Snorrason, og mæltu allir ein- dregið með málinu. Var tillagan því næst samþykkt. Kosningar. Þá fór fram kosning deildar- stjóra í stað Sigtryggs Þorsteins- sonar og var Birgir Þórhallsson, fulltrúi í nýlenduvörudeild KEA, kjörinn. í deildarstjórn voru kjörnir, Brynjólfur Sveinsson, endurkjörinn ,og Marteinn Sig- urðsson ,í stað Guðmundar Jóns- sonar á Eyrarlandi, sem baðst undan endurkosningu. Snorri Sigfússon var endurkjörinn full- trúi í félagsráð. Þá voru kjörnir 71 fulltrúi á aðalfund kaupfélags- ins, af einum lista.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.