Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 6
D AGUR Miðvikudaginn 22. febrúar 1950 ÍÍ5ÍÍ55ÍÍÍÍ5ÍÍ5ÍÍÍÍÍ5Í4554Í554ÍÍ5Í55Í5ÍÍÍ54Í5ÍÍÍÍÍ4Í4Í^^ LÁITU HJARTAÐ RÁÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger 12. DAGUR. (Framhald). „ÞaS er ekki hægt að tala við þig. En við förum ekki í leigu- bíl. Við förum bara með strætis- vagni.“ Hún var alltaf að hugsa um að fjárráð Terry væru tak- mörkuð og ekki mætti venja hann á eyðslusemi. En hann tók ráðin af henni í þetta sinn og brátt sátu þau í þægilegum leigubíl á leið til Waldorf. Hún hallaði sér upp að honum. Það var traust og gott að eiga hann að. „Hvað svo sem þér finnst í kvöld. ...“ byrjaði hann að segja, en hún tók fram í fyrir honum. „Mér finnst ekkert svoleiðis lengur. Það er allt búið fyrir löngu,“ sagði hún. En þegar þeim var vísað inn í íbúð þá, sem Towne-hjónin höfðu á gistihúsinu, og hún sá Rush standa á fætur til þess að heilsa þeim, brá svo við, að hún fékk allt í einu ákafan hjartslátt, en ekki nema andartak. Rush var grennri og þreytu- legri en fyrr. Þegar hann stóð við hlið Terrys, virtist hann blátt áffam renglulegur. Hún kynnti þá og þeir tókust í hendur. Jenny hafði staðið á fætur og svipur hennar bar vott um, að hún hefði einsett sér fyrirfram að vera ákaflega kurteis og elskuleg við þau. „Þú lítur alveg ljómandi vel út, Alison,“ sagði Jenny um leið og hún heilsaði frænku sinni, og það var ekki laust við, að nokkur undrun væri í röddinni. „Mér líður líka ljómandi vel,“ svaraði Alison. „En hvernig hef- ur unga samkvæmisdaman það?“ „Hún er þreytt,“ sagði Rush. „Samkvæmislífið er ekki tekið út með sældinni. Það er farið seint að hátta, og það þola öldurmenni eins og eg ekki til lengdar.“ Það er líka auðséð á þér, hugs- aði Alison, en hún sagði aðeins: „Jenny verður að gefa þér víta- mín, Rush.“ Hún tók eftir því að Jenny mældi Terry nákvæmlega með augunum. Alison þóttist sjá undrun og aðdáun í þeim. Senni- lega hafði Jenny undrast það, að „gamla“ frænka skyldi geta krækt í svona bráðmyndarlegan, ungan mann. Towne-hjónin komu nú inn í stofuna og Alison kynnti Terry fyrir þeim. Hún var stolt af hon- um, bæði útliti hans og hegðun. Hún sá strax, að Jane frænku leizt ágætlega á hann, og það glaðnaði yfir henni. Eftir kvöldverð fór frænka hennar með hana inn í búnings- herbergi sitt. „Þetta er ljómandi piltur,“ sagði hún. „Eg get vel skilið það nú, að þú sért hirfin af honum. En þú skalt aðgæta, að aðrar konur verða líka hrifnar af honum. Jafnvel Jenny, sem er ástfangin af Rush upp fyrir eyru, hafði ekki augun af honum.“ (Framhald). — Barnaverndunar- félagið (Framhald af 1. síðu). Reynslan erlendis hefur sýnt, að til þess að slíkt barnaverndarstarf skili verulegum árangri, þarf að leggja mikla vinnu í það. Mun það vafalaust einnig verða reynsl an hér. Eigi að síður er nauðsyn- legt að hefjast handa hið fyrsta, og því fleiri, sem gerast meðlimir í upphafi, því meiri von er um skjótan árangur á einhverju sviði. Og næg verkefni eru hér í okkar landi. — Dagur vill taka undir þessi orð dr. Matthíasar Jónassonar og hvetja foreldra og aðra, sem unna þjóð sinni og börnum hennar, til þess.áð leggja hönd á plóginn. Er þess, wænst að, bæjarbúar fjöl- menni á stofiifúndihn á Hótel Norðúflaridi:' Ktm'nifbæjarinenn hafá';starfað,í undirbúnírigs'néfhd þeirrí, sém 'að félagsstofnuninni vinnur, og þeir hafa byrjað rösk- lega með því að fá dr. Matthías Jónasson til þess að koma hingað og flytja hér erindi, sem mun verða hollt umhúgsunarefni fyrir foreldra. Sextuguf varð í gær Snæbjörn Magnússon, vélsmíðameistari, Eiðsvallagötu 13 hér í bæ. Hann á 40 ára starfsafmæli á þessu ári, sem vélsmiður. Snæbjörn er kunnur og vel metinn borgari og iðnaðurmaður hinn bezti. Margir samstarfsmenn og vinir heim- Aladdín- glös glóðamet kveikir fyrirliggjandi. Sendum gegn póstkröfu. Snorrabúð, Húsavík Sími 5. Scelgœti Konfektöskjur, 3 stærðir. Konfekt í pokum Karamellur Negra-kossar Opal hálstöflur Brjóstsykur, 4 teg. Möndlur m. súkkulaðihúð. Nýleniluvörudeildin og útibú íþróttir og útilíf Skíðaferðir og skíðamót. Þótt spáð sé norðaustan kalda og snjókomu um Norðurland helzt oft stilít veður og gott dag eftir dag á Akureyri. Sl. viku fengum við oft gott veður, og nú er skíðasnjórinn kominn og prýðilegt færi. Dag eftir dag fóru hópar á skíði upp í fjall, stærri og smærri hópar og mjög misstórir og mis-fimir einstaklingar að stjórna skíðum sínum á troðnum slóðum á vegum og í bröttum brekkum í silkifæri. Mest bar á hópum úr skólunum — allt frá glensfullum og háværum 4. bekk í barnaskóla til virðulegra hús- mæðraefna, sem standa á skíðum sínum eins og í brúðarskóm inn kirkjugólfið. — Síðastl. sunnu- dag; var hér óvenju margt fólk á skíðum, enda dásamlegt veður og ágætt færi, auk þess sem áhuginn var svo mikill hjá ráðamönnum, að ákveðin voru og auglýst 3 skíðamót á Akureyri á sama tíma þennan dag! Uppi í Miðhúsa- klöppum var K. A. með stökkmót en inni í Gili var Þór með innan- félagsmót í svigi — og sömuleiðis fór þar fram Akureyrarmót drengja í svigi. Hvaðanæva heyrðust gleðióp, hlátrar og hvatningarorð. Sumir komu velt- andi í mark, aðrir á einu skíði, sumir komu alls ekki — en flest- ir þó á flugaferð, sem lokið var með svo garpslegri sveiflu sem framast var hægt að sýna, því að margir horfðu nú á. En helztu úrslit þessara móta urðu sem hér segir: Drengjamót, 10—12 ára: 1. Skjöldur Tómasson K. A. 33.7 sek. 2. Hálfdán Helgas. K. A. 36.8 sek. 3. Sveinn Pálmason K. A. 37 sek. 4. Gísli Br. Hjartars. Þór 37.1 sek. 13—15 ára: 1. Haukur J. Svarfdal K. A. 26.5 sek. 2. Haukur Árnas. M. A. 26.6 sek. 3. Jón Bjarnas. Þór 27.1 sek. 4. Viðar Tryggvas.. Þór 27.8 sek. Keppendur alls 30 í mótinu. Stökkmót K. A. Keppendur 7. Eldri flokkur: 1. Baldvin Haraldsson, lengsta stökk 26 m. Stig alls 160.3. 2. Bergur Eiríksson, lengsta stökk 26 m. Stig alls 155.3. Yngri flokkur: 1. Guðm. Guðmundsson, lengsta stökk 26.5 m. Stig alls 159.3. 2. Höskuldur Karlsson, lengsta stökk 26.5 m. Stig alls 153.5. Svigmót Þórs. Keppendur 13. A-flokkur: 1. Birgir Sigurðsson 36.0 sek. 2. Jón Kr. Vilhjálmsso.n 40.2 sek. B-flokkur: 1. Hermann Ingimarsson 36.9 sek. 2. Pálmi Pálmason 42.2 sek. C-flokkur: 1. Kristján Kristjánsson 40.4 sek. 2. Einar Gunnlaugsson 41.0 sek. Þessir fóru allir í sömu braut. Rúmið leyfir ekki að rætt sé meira um þessi mót og skíða- mennina. En þegar þess er gætt, að æfing hefur verið mjög lítil í vetur, má vissulega telja að þátt- taka væri sæmileg og margir skíðamenn vonum betri. — Ef veður óg færi leyfir fer stökk- keppni Stórhríðarmótsins fram við Miðhúsaklappir næsta sunnu- dag. Frá Vatnsveitunni: AKUREYRINGAR! Eins og fyrr á þessum tíma árs, fer vatnið minkandi í fjallinu. Er því fólk áminnt um, að láta ekki renna að óþörfu. Hafið það hugfast, að slæmt er að vera vatnslaus mik- inn hluta dags vegna hirðuleysis annarra. Vatnsveitan. ^K^KSK^K^KSSKSííæSSSSSSSÍSÍSÍÍSííííííííííííííí^^ 1111111111 ii •iiiiiiniiitiiiiii Ljósböð Rauðakrossdeild Akureyrar opnar ljósbaða- i | stofu í Hafnarstræti 100 (Gullfoss), 3. hæð, f | 22. þ. m. (í dag). Opin fyrst um sinn kf. 1—5 e. h. rMaMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiifð {,llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Ferðatöskur Glæsilegt úrval af ferðatöskum í mörgum litum nýkomið (4 tegundir, 6 stærðir). BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. Sími 580. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'; Kvenm.-armbandsúr (gull), merkt P. J., tapaðist á leiðinni frá Norðurgötu 46 að útibúi Kea í Eiðs- vallagötu 6. Finnandi vin- samlega beðinn skila því á afgr. Dags. — Fundarlaun. Uppboð Eftir kröfu Útibús Lands- banka íslands hér, og að und- angengnu fjárnámi, fer fram opinbert uppboð hjá Niður- suðuverksmiðjunni Síld h.f. á Oddeyrartanga þriðjudaginn 28. febrúar n. k., kl. 14, og verða þá seldar ýmsar vélar, efniviður og umbúðir, tilheyr- andi verksmiðjunni, auk þess innrétting í skrifstofu, þilofn- ar, borð, bekkir, stólar o. fl. Greiðsla við hamarshögg, og uppboðsskilmálar að öðru leyti samkvæmt 39. gr. laga nr. 57, 1949. Bæjarfógetinn á Akureyri, 16. febr. 1950. Friðjón Skarphéðinsson. Aluminium- Pönnukökupönnur litlar og stórar Eggjapönnur Vöflujárn Skaftpottar Glerpönnur Búrhnífar Brauðsagir. Verzlun Hrísey Gránufélagsgötu 18. Þvottaduft Geysir Þvottaduft Flik-Flak Þvottaduft Primo Kristalsápa Sólsápa Stangasápa Handsápa. Verzlun Hrísey Gránufélagsgötu 18. Tún til sölu, ásamt fjárhúsi og hlöðu. - Upplýsingar gefur Finnbogi Bjamason. Reykhúsinu, Norðurgötu. Sími 297. Jeppi til sölu. Helzt í skiptum fyrir Chevrolet-fólksbíl. — Milligjöf eftir samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 641.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.