Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. íebrúar 1950 D AGUR 7 MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4 .síðu). Hér er ekki rúm fyrir meira af þessu ágæta erindi. Síðan ræddi ungfrúin mikilvægi uppeldisskil- yrðanna, þar sem hvert barn er fætt með aðeins möguleikunum til þess að ná vissum þroska, bæði andlegum og líkamlegum. Barnið er ekki fætt greint, heldur með möguleikum til þess að ná vissu greindarstigi, og hver uppvax- andi þjóðfélagsþegn virðist manni eiga kröfu á að alast upp við þau skilyrði, sem veita honum mögu- leika til þess að ná þeim andlega þroska, sem hæfileikar hans standa til. Að endingu ræddi ung- frúin um óþekkt barna og benti á að óþekkt og önnur „nervös“ hegðun væri venjulega vísbend- ing um það, að barninu vantaði hjálp eða aðstoð til að sigrast á einhverjum erfiðleikum í um- hverfinu, sem því væru ofvaxnir að ráða fram úr hjálparlaust, og geta þeir erfiðleikar bæði verið andlegs og líkamlegs eðlis. í stað þess að rina á vandamál- in (problem) væri okkur holt að horfa á barnið, sem sjálfstæðan einstakling og vinna á hinum já- kvæða grundvelli og koma þann- ig í veg fyrir að vandamálin skapist og slæmar venjur festu rætur. Gaf ungfrúin að lokum fjórar góðar reglur, sem allar mæður ættu að hafa í huga við uppeldi barna sinna: Að sýna barninu ástúð og veita því með því öryggi til nýrra framkvæmda. Að virðar barnið sem sjálfstæð- an einstakling og hvetja það þannig til að hugsa sjálfstætt og gera sitt bezta. Að veita því hjálp, þegar það þarfnast hennar og það er oft sem þess er þörf í smáu og stóru. Að veita því'staðfestingu eða viðurkenningu á því í fari þess og hegðun, sem gott er og æskilegt, og vísa því þannig leiðina inn á siðferðilega réttar brautir. r'-„ — Fiskniðursuðuiðnaður Norðmanna (Framhald af 1. síðu). norski niðiursuðuiðnaðurinn margs konar fiskvarning, sem ekki er gerilssneyddur, mest megnis eru það saltaðar, sykrað- ar og ki-yddaðar síldarvörur. Þær geymast ekki eins og gerilsneydda varan og þarfnast kaldrar geymslu. En þessi vara er notuð í veitingahúsum og gistihúsum víða um lönd. Niðursuðuvörur vinsælar. Fyrr á árum, segir ennfremur í þessari grein, hafði margt fólk andúð á niðursuðuvörum og voru þær taldar næringarlitlar. Nú er þessi skoðun að hverfa og vin sældir góðrar niðursuðuvöru fara vaxandi. Vítamínrannsóknir, sem gerðar hafa verið í rannsóknar stofnuninni í Stavanger, sýna, að gerilsneyðing hefur minni áhrif á vítamínin en hin venjulega mat- arsuða í heimahúsum. Rannsókn arstofnunin heldur því fram, að norskar niðursuðuvörur inni- haldi verulegt magn af A og D vítimínum, og að auki ýms önnur lífsnauðsynleg efni. í kvöld kl. 9: Flugvélin ,Bamboo Blonde' | = Amerísk söngva- og dansa-: i mynd frá R K O-filmfélag- j É inu. — Samin af Herman \ Schlom. Leikstjóri: Antliony Mann. Aðalhlutverk leika: !FRANCES LANGFORD ásamt Ralph Edvvards Richard Martin Russel Wade Iris Adrian o. fl. ❖ Nœsla mynd: Kona biskupsins (The Bishop’s Wife) Samuel Goldwyn- | kvikmynd, samin.af Robert I E. Sheriuood og Leonardo I Bercovici, eftir skáldsögu Robert Nathans. I Leikstjóri: Henry Koster. | Aðalhlutverk: Cary Grant Loretta Young I David Niven. iiiiiiiiiiimimiiiiniiiiiiiMiiiiii MMMMMMI SKJALDBORGAR BÍÓ Nótt í Feneyjum Skrautleg og skemmtileg þýzk söngvamynd, með * lögum eftir Johann Strauss. Aðalhlutverk: Heidemarie Hatheyer Lizzi Waldmiiller Harald Paulsen Hans Nielsen. t. auma upphluti, náttföt, milli- skyrtur o. fL ÚR BÆ OG BYGGÐ Afgr. vísar á. Höfum fyrirliggjandi: Kommóður Fataskápa Rúmfataskápa Eldhúsborð og stóla Smáskápa, o. fl. T résmíðaverkstæðið GRÓTTA h.f. Gránufélagsgötu 49 (útstilling á sýnishornum). Herbergi til leigu. Afgr. vísar á. Barnavagn til sölu í Skipagötu 1 (efstu hæð). !\ýt ottoman til sölu. Afgr. vísar á. NÝKOMIÐ! Kvenskór, svartir, rúskinn Kven-götustígvél, brún Karlmannaskór. Skóbúð KEA ítalskt tómafmauk ágætt í sósur og súpur. Nýlenduvörudeildin og útibú. Jörð til sölu Jörðin Halldórsstaðir í Saur- bæjarhreppi er til sölu og laus til ábúðar í fardögum 1950 Semja ber við undirritað an eiganda jarðarinnar fyrir apríllok næstkomandi. 20. febrúar 1950. Sigtryggur Guðlaugsson. Fæði og þjónusta á sama stað. Afgr. vísar á. Hráolíuofn, stór og góður, er til sölu. Afgr. vísar á □ Rún 59502227 == 2 Föstumessa verður í kapellunni á miðvikudagskvöldið kl. 8.30. — Fólk er beðið að hafa með sér passíusálma. F. J. R. Kirkjan. Messað í kapellunni næstk. sunnudag kl. 2 e. h. F. J. R. Frjálsíþróttadeild: — Áríðandi fundur í í- þróttahúsinu í kvöld kl. 8.30. — Skemmti- kvöld verður að Hótel ICEA (uppi) annað kvöld (fimmtu dag) kl. 9. Félagswhist. Verðlaun veitt. Gömlu dansarnir. Frú Þór- hildur og frú Nanna stjórna. — Dansað til kl. 1. Góð músik. — Skíðamól, drengja, 10—16 ára fer fram í Búðargili sunnudaginn 26. febr. kl. 10 f. h. Væntanlegir játttakendur skrifi sig á lista hjá Loftleiðum fyrir kl. 12 f. h á laugardaginn (25. febr.). Hjúskapur. Petra Kristjáns- dóttir og Hannes Halldórsson, Akureyri. Gift 16. febr. F. J. R. Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Verkalýðshúsinu n.k. láugardagskvöld, 25. þ. m., kl. 10 e. h. Barnastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 26. þ .m. kl. 10 f. h. Nánar auglýst í barnaskólanum. Kvenfélagið Framtíðin heldur öskudagsfagnað að Hótél' Norð urland í kvöld kl. 9. Munið stofnfund barnayernd- arfélagsins að Hótel Norðurlandi annað kvöld kl. 8.30. Dr. Matthías Jónassön flýtúr erindi. SJÓNARHÆÐ. Sunnudaga skóli fyrir börn og unglinga kl. 1 og almenn samkoma kl. 5 á sunnu dögum. Allir velkomnir. Minningarspjöld nýja sjúkra- hússins og Elliheimilissjóðs Ak ureyrar fást í Bókabúð Axels. Fíladelfíá. Sárrikomur verða Verzlunarmannáhúsinu,' Gránú- félagsgötu 9. Á miðvikudögum kl. 5.30 e. h.: Saumafundir fyrir ung- ar stúlkur. — Á fimmtudögum kl. 8.30 e. h.: Almennar samkomur. Á laugardögum kl. 5 30 e. h.: Drengjafundir. — Á sunnudög- um kl. 1.30: Sunnudagaskóli, og kl. 8.30 e. h.: Almennar samkom- Söngur og hljóðfærasláttur. Verið hjartanlega velkpmin. Samkoma næsta laugardags- kvöld kl. 8.30 í Sjónarhæðarsal. Allir velkomnir, en ungu fólki sérstaklega boðið. Sæmundur G. Jóhannesson. Svifflugfélag Akureyrar heldur öskudagsdansleik fyrir félaga og gesti í Samkomuhúsinu í kvöld kl. 9. I. O. O. F. = 1312248i/2 = Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju. — 1. deild (fundur í kapellunni kl. 8.30 e. h. n. k. sunnudagskvöld. — Klúbbarnir: Spilaklúbbur, 1. deild, í Rotary- salnum í kvöld kl. 8.30. — Tenn- isklúbbur, 3. deild, fimmtudag kl. 7.30 e. h. — 2. deild kl. 9 e. h. í fundarsal ÍBA. — Handbolti, drengja, allar deildir föstudag kl. 5—6 e. h., sama dag: Taflklúbb- urinn kl. 7.30 e. h. í fundarsal Skjaldborgarbíós, sama dag blaðamannaklúbburinn kl. 8.30 e. h. í kapellunni. — Biblíulestrar- klúbburinn laugardag kl. 5—6. Nú ciga fuglarnir erfitt með að afla sér fæðunnar. Mun- ið eftir að gefa þeim. FRÁ STARFINU í kristniboðs- húsinu Zion næstu viku. Sunnud. kl. 10.30 f. h. sunnudagaskólinn; kl. 2 drengjafundur (eldri deild); klukkan 8.30 e. h.: Almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikud. kl. 8.30 e. h.: Föstuhugleiðing. (Takið passíusálmana með). — Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir irngar stúlkur. Laugardag kl. 5.30 drengjafundur (yngri deild). Ritsafn. Blaðið vill vekja at- hygli á auglýsingu Árna Bjarnar- sonar, á öðrum stað hér í blaðinu, þar sem hann býður ritsafn Jóns Trausta með hagkvæmum afborgunarskilmálum. Akureyrarkonur! Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur aðal- fund sinn í Lóni (Geysishúsi) þriðjudaginn 28. febrúar kl. 9 e. h. Mætið allar, takið með ykkur bollapör! Látinn er hér í bænum nú ný- lega Sigursteinn Steinþórsson, fyrrum bóndi á Vindheimum og afgr.maður í benzín- og olíusölu KEA, ágætlega kynntur maður og drengur hinn bezti. Hann var jarðsunginn að Möðruvöllum í Hörgárdal sl. mánudag. Klúbburinn „Allir eitt“ beldur dansleik að Hótel Norðurlendi laugardaginn 25. febr. næstk. kl. 9 e .h. Þeir félagar, sem ekki hafa aðgöngumiða, geta fengið þá við innganginn. Borð ekki tekin frá. Stjórnin. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund mánudaginn 27. febr. næstk. í Skjaldborg. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf og inntaka nýrra félaga. Stúkublaðið verður lesið og hagnefnd skemmtir. — Sækið fundinn vel. Æðstitemplar. Jörð fil sölu Jörðin Draflastaðir í Saur- bæjarhreppi er til sölu «» laus til ábuðar í næstkomandi far- dögum. Töðufall ca. 400 liest- ar. Ræktunarskilvrði áaæt. — Sauðfjárbeit góð. — Nýtt íbúðarhús. Nánari upplýsingar gefur undirritaður, svo og hrepp- st jóri Valdemar Pálsson, Ham- arsstíg 3, Akureyri, sími 429. I ilboð í jörðina sendist undirrituðum eiganda fyrir 31. marz n. k. Draflastöðum, 22. lebr. 1950. Benedikt Sigfússon. RAUÐLEIRS- VÖRURNAR fi'á ,,Funa“ eru komnar. Nýjung í íslenzkum iðn- aði. BLÓMABÚÐ KEA Nýkomið: Deífa-frosfvökvi Olíusölndeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.