Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 22. fcbrúar 1950 Vinningarnir í stóra ríkishapp drættinu hafa brugðizt 800 milljón króna áætlunin var aldrei nema skýjaborg Kvikmyndin „KONUNGUR KONUNGANNA“ Á þessari árstíð gera borgar- arnir sér betur Ijóst en áður, hvernig fjárhagur þeirra er og af- komuhorfur. Er hvort tveggja, að margir einstaklingar viðhalda þeim góða sið, að gera upp reikn- inga sína um nýjársleítið, mynda sér skoðun á afkomuhorfum árs- ins og setja sér lífsreglur í sam- ræmi við þær, og þetta er tími skattskýrslnanna, er enginn kemst hjá því að gera grein fyrir fjárhag sínum og leggja tækifæri til skattheimtu upp í hendurnar á tollheimtumönnum ríkisvaldsins. Vafalaust hafa margir komizt á snoðir um það nú í þessum fe- brúarmánuði, er þeir gerðu upp reikninga ársins sem leið, að það gengna ár hafi orðið þeim til lít— illar fjárhagslegrar upplyftingar, og ekki hafi mátt í milli sjá, hvort betur veitti tekjum eða út- gjöldum. Vissulega var á margan hátt erfiðara að lifa í landi hér á sl. ári, en oftast áður síðan stríðs- gróðatímabilið hófst hér, og án alls efa gerir þorri manna sér það ljóst, að litlar líkur eru til þess, að lífið reynist þeim léttar á hinu nýbyrjaða ári, og viðhafa þau búhyggindi, að byggja ekki á óvæntum happdrættisvinning- um heldur á skynsamlegri áætl- um um afkomu sína. Sá maður þætti ekki mikill fjármálaspek- ingur, sem gerði afkomuáætlun fyrir nýbyrjað ár með þeim for- sendum, að honum mundu falla í skaut vinningar í happdrætti háskólans eða úr ríkissjóðshapp- drættinu einhvern tíman síðar á árinu og hagaði eyðslu sinni og líferni nú þegar í samræmi við það. En þótt fæstum einstakling- um þyki slík hagvísindi giftusam- leg fyrir eigin pyngju og framtíð, bregður svo við, að þeir eru æði margir, sem hafa ekkert við það að athuga að þjóðarbúskapurinn í heild sé starfræktur á slíkum loftköstulum og fram til þessa hafa hin óábyrgu happdrættis- sjónarmið átt furðulega miklum vinsældum að fagna hjá fólki, sem sjálft gætir hagsýni í lifnaðar- háttum sínum og gerir skynsam- legar áætlanir um eigin fjármála- stjórn. Útflutningsáætlunin frá 1947. Þjóðin hefur nýlega fengið að heyra þann sannleika, að þrátt fyrir alla nýsköpunina heima í hlaði á árinu 1949, hafi útflutn- ingsverðmæti þjóðarbúsins ekki orðið nema 289 milljónir króna. Menn hafa rifjað það upp með sjálfum sér, við lestur þessara tíðinda, að það var á öndverðu ári 1947, sem núverandi stjórnar- formaður lét svo ummælt í áheyrn alþjóðar, að aldrei hefði verið „bjartara“ framundan fyrir þjóðarbúið í heild en einmitt þá. Um líkt leyti vitnaðist það, að stjórn sú, er sami núverandi stjórnarformaður veitti forstöðu, og hafði kommúnista innanborðs, hafði látið gera áætlun eina mikla um fjárhagsafkomu þjóðarbúsins í framtíðinni eftir að öll „nýsköp- unin“ væri komin í höfn. Sú áætl- un hljóðaði upp á 800 milljón króna útflutning á ári. Á þessum forsendum mun spádómurinn um birtuna framundan og „blómann" í atvinnulífinu hafa verið reistur, og með tilliti til þessarar áætlun- ar, mun stjórnarstefnan hafa ver- ið rekin það sem nýsköpunar- sijórnin átti eftir ólifað 1947. Það var í upphafi valdatímabils fyrrv. stjórnar, sem ræðan um „birt- una“ var haldin, og mátti af því ráða, að áætlunin mikla væri geymd en ekki gleymd, enda er sannast sagna, að fjármálapólitík Sjálfstæðisflokksins hafi fram á síðústu tíma verið meira í sam- ræmi við sióriCáætlufiina en stað- reýndirnar. Happdrættispólitík. ‘Ekki er gjörlá .kunnugt'um það, hvernig sérfræðingar „nýsköpun- arstjórnarinnar" komust að hinni ævintýralegu niðurstöðu, en aug- ljóst má það vera, að til þess að útflutriirigsverðmæti þjóðarbús- ins gæti nálgast þessa stóru upp- hæð, þurfti márgt að gerá' í senn, og þá þetta helzt: Endurreisn Ev- rópu að ganga miklu seinna en erlendir sérfræðingar gerðu ráð fýrir og matvælaskorturinn, og þar með hið háa verðlag á fiski, að haldast um ófyrirsjáanlega framtíð. Markaðir jafnan að vera fyrir hendi eins miklir og íslend- ingar hefðu lyst á. Fiskurinn jafnan að ganga á miðin í ekki minni mæli en á beztu aflaárum stríðsáranna, gæftir og tíðarfar að vera með ákjósanlegum hætti, vinnufriður að haldast í landinu og öll framleiðsla landsmanna að vera „toppkeyrð“, þannig að eng- inu nýtur framleiðsludagur félli úr. Er þetta þegar álitlegur listi, en mætti þó lengja hann til muna enn. En jafnvel þótt ekki sé fleira talið, má vera augljóst, að það var ekki líklegra að þjóðar- búinu yrði að öllum þessum ósk- um, en sennilegt er hverju sinni að Pétri eða Páli takist að rétta við fjárhag sinn með óvæntum vinningum í happdrættisláni rík- issjóðs eða happdrætti háskólans. Þeir munu vera íáir einstakling- arnir, sem haga lífi sínu í sam- ra-mi við reikular happdrættis- vinningavonir, enda mundi slík- um mönnum ekki verða lengi stætt á fjárhagslegu sjálfstæði og trausti samborgaranna. En fiessi synd virðist hafa hent ríkisfor- sjónina í miklu stærri stíl. Þjóð- arbúið hefur lengi verið rekið eins og telja mætti víst, að því féllu í skaut stórir vinningar í happdrætti afla og gæfta, er- lendra markaða og verðlags. En það rekur að því fyrir ríkisheild- ina eins og einstaklinginn, að óábyrg fjármálapólitík hefnir sín. Vinningarnir hafa brugðist hrap- allega. Þjóðarbúið verður að snúa við á þeirri fjármálabraut, sem farin hefur verið, og taka að haga málum sínum í samræmi við staðreyndir og veruleika. Þetta sjá raunar allir nú, enda syngui nú öðruvísi í þeim, sem áður fyrr höfðu stóru áætlunina jafnan upp á vasann og töldu ábendingar um vafasamt gildi hennar bara „hrunsöng" og „bar- lómsvæl11. Þjóðin sér nú að fram- sækin pólitík er ekki tengd óhóf- legri bjartsýni eða happdrættis- vinningavonum, heldur raunhæfu jnati á möguleikunum og betuv hefði farnast, ef happdrættissjón- armiðin hefðu verið lögð til hlið- ar, en ekki haldið í þau þangað lil í óefni var komið. I.eiðsaga „bjartsýnismannanna“. Vafalaust er, að enginn ábyrgur þjóðfélagsþegn mundi bera mikið traust til einstaklings, sem lifði um efni fram ár eftir ár og reyndi að telja skuldunautum sínum trú um að hann mundi geta greiít skuldirnar með happdrættisvinn- ingum næsta ár. Hins vegar bregður svo við, að það þykir enn góð leiðsaga í þjóðmálum, að fela þeim foringjum, sem létu gera stóru áætlunina og trúðu henni, forustuhlutverk, þegar kaldur gustur reynslunnar sjálfrar hefur sópað burt þokunni, sem umvafði 800 milljónirnar og eftir stendur ekkert nema áminning um óhóf- legt ábyrgðarleysi og óskynsam- lega bjartsýni. Með þessu er gefið hættulegt fordæmi, sem íslenzk stjórnmál og tiltrú ríkisins hafa naumast efni á að endurtaka. Stjórnmálamenn þurfa að bera ábyrgð gerða sinna, a. m. k. þarf frami þeirra á stjórnmálabraut- inni að vera háður verkum þeirra, en ekki skjaldborg þeirri, sem flokkar geti slegið um misvitra foringja. Mennirnir, sem stóðu að stóru áætluninni og hegðuðu hér eins og 800 milljónirnar lægju þegar á borðinu, ættu að hverfa inn í þögnina nú, en aðvörunin ein standa. En fram til þessa hef- ur reynslan sannað, að það eru lítil takmörk fyrir því, hvað ís- lenzkir stjórnmálaforingjar geta leyft sér af glappaskotum, a. m. k. ef þeir eiga að bakhjarli auð og ættir, án þess að eiga á hættu að missa mannaforráð og tiltrú flokka sinna. Sannar það mátt áróðursins, og jafnframt þver- brestina í stjórnmálum lands- manna, og ætti að vera alvarlegt íhugunarefni og áminning fyrir hvern kjósanda á komandi árum. TIL SÖLU: Chevrolet-vörubiíreið, sex hjóla, með drifi á öllum lijólum. Upplýsingar gefur ÁRNI JÓNSSON, Skógargötu 10, Sauðárkróki. Eg legg það yfirleitt ekki í vana minn að fara í Bíó. Ekki af því að ég hafi neina andúð á kvikmynd- um til skemmtana, sízt ef það eru góðar myndir, fróðlegar og list- rænar. En því miður er nú ekki alltaf því að heilsa, og má þá sannarlega verja tímanum og að- gangseyrinum til annars þarfara. En í gær horfði ég á kvikmynd, sem er einstæð í sinni röð. Það er myndin „Konungur konunganna“ sem sýnd er á Hótel Norðurlandi þessa dagana. Eg tel hana hik- laust eiria þá uppbyggilegustu mynd, sem hér hefur verið sýnd, enda hefur hún farið sigurför um allan hinn menntaða heim. Og sérstaklega er vel til fallið að sýna þessa mynd á þessum árstíma, föstunni, því hún fjallar aðallega um píslargöngu Krists. Myndin sýnir síðasta hluta starfsferils frelsarans í Gyðingalandi, kom- una til Jerúsalem, handtöku hans, dómfellingu, krossdauða og upp- risu, auk ýmislegra atvika úr lífi hans. Myndin er leikin af frægum leikurum og ekkert til sparað að gera hana sem bezt úi- garði. — Nú í þessuni rnánúði opnar Rauðakrossdeildin hér á Akur- eyri ljóslækningastofu í Hafnar- síræti 100, þar sem áður var Hótel Gullfoss. Ljóslækningastofan verður starfrækt fyrir almenning í bænum og einkum ætluð börn- um, sem ekki eru komin á skóla- aldur. Með þessum aðgerðum er bætt úr brýnni þörf, því að enda þótt ljóslækningastofur séu fvrir í bænum, eru þær ekki fullnægj- andi. Flest börn þurfa ljósböð yf- ir veturinn og raunar margir full- orðnir líka. Mest er þó þörfin hjá ungum börnum. Dagur liefur rætt þessa nýju fyrirætlun við formann Rauða- krossdeildarinnar hér, Guðmund Karl Pétursson yfirlækni. Hann skýrði frá því, að læknar hér hefðu sannfærzt um það í starfi sínu, og rannsóknir, sem gerðar hefðu verið í Reykjavík stað- festu, að beinkröm í bömum væri miklu algengari sjúkdómur hér um slóðir en flesta grunaði. Það er mjög mikilsvert atriði fyrir heilsufar og framtíð þjóðarinnar að vinna gegn þessu með þeim ráðum, sem til þess eru líklegust að verða að gagni. Gott viður- væri, mikil útivist og lýsi forða beinki-öm, en til fi-ekara öryggis, ef eitthvað skortir á af hinum atr- iðunum, eru ljósböð bezta lækn- ingin og varnarmeðalið. Bai-na- skóli Akureyrar stai-frækir ljós- lækningastofu, sem mikið gagn gerir, en aðgang að henni fá að- eins börn á skólaskyldualdri. — Fjöldi fólks notfærir sér þær Ijóslækningastofur, sem starf- ræktar eru af einstaklingum í bænum, en þær fullnægja hvergi næn-i þörfum bæjarfélagsins. Einkum er nauðsynlegt, að ung börn, 1—2 ára, fái ljósböð. Þeim er hættast við beinkröm. Hin nýja ljóslækningastofa er stofnsétt þeirra vegna fyrst og fremst, enda þótt öðrum verði einnig veitt við- Undirspilið eru sálmalög og kirkjuleg tónverk eftir marga frægustu snillinga. Ometanlegur kostur er það fyrir þá, sem ekki skilja enska tungu, að íslenzkur texti fylgir myndinni. Kristján Róbertsson guðfræðinemi hefur talað textann inn á myndina, og tekizt það ágætlega. Að vísu ber stundum á því, að textinn og myndin er ekki sem bezt sam- ferða, en það kemur ekki alvar- lega að sök. Eg vil eindregið ráða fólki til að sjá myndina. Þeim tíma, sem til þess fer, er vel varið. Sérstak- lega vil eg hvetja foreldx-a til að leyfa börnum að sjá hana. Ollum mun hún»vera ógleymanleg, ung- um sem gömlum, og uppbyggi- legri biblíusögutíma get eg naumast hugsað mér. Þakkir eiga þeir skilið, sem stuðluðu að því að þessi ágæta mynd er sýnd hér. Sennilega verður myndin ekki sýnd á Hótel Norðurlandi oftar, en verður auglýst hvar og hve- nær hún verður sýnd næst. taka eftir því sem tími vinnst til. Ljóslækningastofan er til húsa í Hafnarstr. 100, 3. hæð, sem fyrr segir, og hefur þar til umráða 2 litlar stofur. Húsnæðið er lítið, of lítið, en vistlegt. Til að byrja með verður það samt að nægja. Ljóslækningalamparnir eru nýjir, frá Philipsvei-ksmiðjunum í Hol- landi, og hinir vönduðustu. Er Ingólfur Bjai-gmundsson raffræð- ingur að setja þá upp. Húsgögn í Ijóslækningastofuna eru fengin frá vinnustofu Kristneshælis. — Ætlast er til þess að stofan geti tekið til stai-fa í þessum mánuði. Ljósböðin verða seld við eins vægu gjaldi ög unnt er til þess að starfsemin beri sig. Guðmundur Karl Pétursson skýrði frá því, að Rauðikrossinn hér hefði lengi haft áhuga fyrir því að koma slíkri ljóslækninga- stofu á fót héi-. Fyrir nokkrum árum var Rauðakrossdeildinni hér gefin nokkur fjái*hæð til styrktar málinu og var það upp- haf fjárframlaga í þessu skyni. — Langan tíma tók að fá innflutn- ingsleyfi fyrir lömpunum, fá þá afgreidda og flutta til landsins. En nú er þessari undii-búningsvinnu lokið og horfur á að ljóslækn- ingastofan geti tekið til stax-fa mjög fljótlega. Þessi fyi-sta ljós- lækningastofa Rauðakrossins hér er að vísu smávaxin, en hún bæt- ir samt úr bx-ýnni þörf. Vafalaust á þessax-i stai-fsemi eftir að vaxa fiskur um hrygg, og innan tíðar mun hún komast í það hox-f, að hér verður völ á fullkomnum ljósböðum fyrir þá bæjai’búa, sem þess vilja njóta, fyrir forgöngu þessa ágæta líknarfélagsskapar. Dagur vill vekja athygli á þess- um þætti stai-fseminnar og hvetja til þess að bæjai-búar veiti fé- laginu allan stuðning nú og síðar í menningax-bai-áttu þess. F. J. R. ÚR BÆNUM: Rauði krossinn hér stofnsetur ljóslækningastofu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.