Dagur - 08.03.1950, Side 6

Dagur - 08.03.1950, Side 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 8. marz 1950 LÁTTU HJARTAD RAÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger &ss 14. DAGUR. (Framhald). Alison reyndi að stilla skap sitt. „Það er elskulegt a£ þér að hugsa svo mikið um mína framtíð11, sagði hún. „En þú gáir ekki að því, að hjarta mitt er ýmsu vant, og springur ekki af sorg við fyrstu raun. Terry er traustur piltur, og hann er Ijómandi „huggulégur“. Þú kallaðir hann það sjálf.“ „Já, og ég verð sjálfsagt ekki eina stúlkan, sem kem auga á það“, svaraði Jenny. „En þú átt þetta við sjálfa þig. Eg vona, að þú verðir hamingjusöm." „Sömuleiðis“. Alison skildi vel, að Jenny hafði ekki getað stillt sig um að særa hana, og hún mundi víst ekki hika við að gera það aftur, ef færi gæfist, en samt vonaði hún, að Jenny gæti öðlast hamingju með Rush. Orð hennar voru stundum bitui-, en þau voru oftar sögð af fljótfærni eða vanhugsuð, heldur en af ásettu ráði til þess að særa Þau voru bitur, en beiskjan ent- ist aldrei lengi. Á leiðipni heim spurði Alison Terry að því, hvernig honum geðjaðist að Rush og Jenny. „Hann er líklega góður ná- ungi,“ svaraði Terry. „En Jenny er líklega hættuleg manneskja.“ „En hún er falleg,“ hagði Ali- son og horfði fast á hann. ' „Víst er hún það. En samt hættuleg, a. m. k. fyrir mann eins og Rush. Rétti maðurinn fyrir Jenny er einhver, sem getur hald- ið aftur af henni og hún hefur ótta af.“ „Rush hefur ekki alltaf verið svona eftirgefanlegur. Hann var meira að segja ekki laus við að vera hálfgerður harðstjóri.“ „Hann er augsýnilega búinn að ganga í gegnum harða reynslu þessi síðustu ár. Hann er líklega þreyttur. Það er auðveldara að láta Jenny fara sínu fram en að standa í stríði við hana. Og hún er miklu yngri en hann og harð- ari á sprettinum.“ Hann hafði sagt þetta hugsun- arlaust. Eg er sjúklega viðkvæm fyrir tali um aldur, hugsaði Ali- son, og það er kominn tími til þess að ég hætti því. Ef ég ætla mér að verða hamingjusöm, verð ég a. m. k. að hætta að taka nærri mér ópersónuleg orð og setningar. Terry horfði rannsakandi á hana. „Er ekki allt eins og það á að vera?“ spurði hann. „Þú ert ekki lengur að hugsa um hann, er það Alison?“ „Nei,“ svaraði hún brosandi. „Eg vona, að þau verði hamingjusöm. Það er allt og sumt sem ég hef um það að segja.“ „En þau verða ekki hálft eins hamingjusöm og við verðum — það er að segja ef þú vilt lofa okkur að verða það. Hvernig væri að við giftum okkur bráðlega? Til dæmis í næstu viku?“ Þau óku í strætisvagni. Alison leit út um gluggann og sagði síð- an: „Terry, við erum komin of langt.“ „Já, ég missi alveg athyglisgáf- una, þegar ég er með þér“. „Ekki svo ólaglega sagt, Mc- Bride“, sagði hún hlæjandi. Þegar þau komu að dyrunum, sagði hún blíðlega: „Nei, komdu ekki upp með mér í kvöld. Eg er þreytt. Eg skal senda Rags niður í fyrramálið.“ „En viltu þá hugsa um það, sem ég spurði þig um áðan, giftingu í næstu viku?“ „Já, ég skal hugsa um það.“ „Lofaðu mér'að leiða þér fyrir sjónir ágæti þessarar ráðagerðar á morgun?“ „Já“, sagði hún og kyssti hann á vangann. Þegar hún var komin inn til sín, sat hún lengi og hugsaði um það; hvernig mundi reiða af hjú- skap fólks á borð við þau Terry. ÍJann var ungur, en það var hún einnig, a. m. k. hafði tilfirin- ingalif hennár verið seinþróska. Hún hafði lært önnur störf en að verða húsmóðir og hún hafði meiri skólagöngu, en hann var á- gætlega gefinn, hann var að vinna sér álit í starfi sínu, og líklegast var að hann mundi ná henni á menntabrautinni áður en langt um liði. Hún mundi þurfa að halda áfram að vinna úti til að byrja með að minnsta kosti. Þau höfðu ekki efni á að eignast böm vegna þess að starf hennar mundi verða efnaleg nauðsyn fyrir þau. En hve lengi mátti hún draga það, að eiga fyrsta bamið? Nokkur ár? Þangað til hún væri komin yfir þrítugt? Dyrabjallan hennar hringdi. Hún studdi á hnapp í herbergi sínu til þess að dyrnar opnuðust. Rags stökk upp úr fleti sínu með gelti. „Hættu, Rags,“ sagði hún. „Þú veizt vel, hver það er.“ En henni leið ekki vel er hún heyrði fótatakið í stiganum, því að þetta gat ekki verið Terry. Hún opnaði hurð sína í hálfa gátt, og henni fannst hjartað í brjósti sér hætta að slá andartak. „Rush, það er orðið framorðið. Hvers vegna gerðirðu þetta?“ „Eg má til að tala við þig, Ali- son“, sagði hann. Hún opnaði hurðina alveg og hleypti honum inn. Hann var ekki drukkinn, enda þótt hún vissi vel að hann hafði verið við drykkju allt kvöldið. Hann var fölur og hún sá tauga- óstyrk hans greinilega af því, hve erfiðlega honum gekk að kveikja sér í vindlingi. „Alison,“ sagði hann. „Eg get enga skýring gefið þér aðra en (Framh.). Sigríður Sigurðardóttir (Framhald af 2. síðu). ,Þín lund var rík af mildi og móðurást og miskunn, náð. Á reynslustundum okkar aldrei brást aitt óskaráð. Um fórnir þínar vita börn þín bezt, hve blíð og góð þú varst, er syrti mest. Árið 1929 fluttist Sigríður á- samt börnum sínum alfarin til Akureyrar — í húsið við Odd- eyrargötu 30, sem síðan varð heimili hennar til hinzta dags. Mörgum Fnjóskdælingi hefir á liðnum árum verið greitt um spor heim að því húsi, því að innan veggja þess vár jafnan að finna fnjóskdælkst ríki sem margir eiga hlýjar minningar um. Nú hefur hin - þreytta kona hlotið þráða hvíld. Langur dagur er liðinn í Ijúfum friði. Svalur vetur breiðir hvíta blæju yfir beð hennar, en að baki þess vetrar brosir vorið við henni, — það vor sem aldrei bregst. Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum. «$x$x$x$xJx$x$x$x$xSx$xJxSx$x$x$x$x$x$x$><$x$x$x$xSx$x$x$xSx$x$x$x$x$x$x$x$x8xSx$«$x$x$x$x$xJx$>0 — Einkennilegar kenningar (Framhald af 5. síðu). issala á veitingahúsum væri al- mennt leyfð, mundu hótel og greiðasöluvandamálin leysast. Einkaf jármagnið mundi telja slíkt gróðavænlegan atvinnurekstur. Þetta er að fara úr einum öfg- unum í aðrar. Það er að vísu rétt, að gistihúsrekstur á íslandi nú er er ekki arðvænlegur atvinnu- vegur og er það skaði fyrir þjóð arbúskapinn í heild, að rckstrar grundvöllur gistihúsa skuli vera svo veikur sem raun ber vitni En kenning Mbl. er ekki lausn vandans því að framkvæmd hennar mimdi fylgja margskonar erfiðleikar og vandræði. En önn ur aðgerð er nærtækari og sjálf- sagðari. Það er að aflétta hinum heimskulega veitingaskatti af gistihúsunum. Mbl. virðist «kki koma auga á það. Þegar vonin um gagnið af því að „leita til rík isins“ brást því, varð því fyrst fyrir að hugsa um áfengisgróð ann. Á veitingaskattinn hefur það ekki minnzt. Afskipti Mbl af gistihúsmálum þjóðarinnar hafa orðið harla einkennileg og má með sanni segja, að þau hafi verið niðurrifskennd og nei kvæð þegar mikil þörf var á já kvæðri uppbyggingu. Gírkassi (í Ford-vörubifreið) til sölu Upplýsingar hjá Jóhanni Egilssyni, Pósthúsinu. Gullarmband liefur tapazt. — Finnandi vinsamlegast skili því á lög- reglustöðina. BOÐSBREF Reykjavík, febrúar 1950. Útgáfa cr nú liafin á vísindariti um Heklngosið 1947—1948. Vís- indafélag Islendinga gefur rilið út í samvinnu við Náttúrugripasafnið í Reykjavík og ineð fjárstyrk úr Sáttmálasjóði. Ritstjórn verksins annast J>eir Guðmundur Kjartansson, jarðfræð- ingur, dr. Sigurður Þórarinssoli, jarðfræðingur, og Trausti Einarsson, prófessor, og verða J>eir jafnframt aðalhöfundar þess. Ritinu verður skipt í um það bil 20 kafla eða greinar, og koma þær út sérstakar eða nokkrar saman jafnharðan og verkið vinnst. Allt mun rilið verða milli 500 og 600 bls. í stóru broti og fylgir því mikill fjöldi ljósmynda, ]>ar á mcðal í cðlilegum litum. Verði cr svo í hóf stillt, að allt verkið mun kosta nálægt 150 kr. að óbreyttu verðiagi. Áskrifcndur fá lieftin jafnharðan og þau koma út, en auk }>ess verða J>au fyrst um sinn seld í lausasölu. Tvær greinar eru nú komnar út í einu liefti, samtals um 100 bls. Fjalla þær um efnismagnið, sem up kom í gosinu, og um ciginleika rennandi og storknandi hrauns, báðar eftir Trausta Einarsson. Heftið kostar 20 kr. til áskrifenda og 30 kr. í lausasölu. Á þessu ári mun verða lokið við að gefa út helming verksins, en öll útgáfan mun taka nokkur ár. Enda J>ótt hér sé um vísindarit að ræða og á erlendu máli (ensku), mun almenning fýsa að eignast ]>að. Hér er um að raða einstakt tæki- færi til að eignast mikið af markverðustu myndunum frá Hcklugosinu. Hér er rit, sem hefur varanlegt gildi og óefað má telja að vckja rnuni atliygli í vísindaheiminum, rit, sem fjallar um rannsóknir íslendinga á hinu lieimsfræga eldfjalli, Hcklu. Hér er lýst eftir fyllstu heimildum náttúruhamförum, sem ailir íslendingar fylgdust með, og Iiér er cðli ]>cirra og orsakir krufnar til mergjar. Hér munu menn fá skýringu á ýmsu því, er þeir veltu fyrir sér í sambandi við gosið. Yður cr hér með boðið að gcrast áskrifandi að riti því, sem lýst cr liér að framan. Áskriftin er að sjálfsögðu bindandi fyrir allt ritið. Til áskrifenda utan Reykjavíkur verða heftin send með póstkröfu jatnóð- um og þau koma út. Bætist þá póstkröfukostnaðurinn við verð heftisins. I>að er óþarfi að taka það fram, að upplag þessa rits er ekki stórt, og verulégur liluti þess verður seldur erlendis. Það verður ekki sent til bóksala yfirleitt til sölu. Bókamenn og aðrir, sem vilja tryggja sér ein- tak, ættu því að gerast áskrifendur. Skrifið eða símið sem fyrst og tryggið yður eintak. Pósthólf 732. H.F. LEIFTUR Reykjavík. Simi 7554. Tilkynning Til rafmagnsÝiotenda á Akureyri. ' Ef rafmagn fer af, vegna bilunar í stofnvari, eða einhverra truflana á útikerfi rafveitunnar, eru not- endur vinsamlegást beðnir að tilkynna það til verk- stæðis rafveitunnar við Skipagötu, síma 414, frá kl. 7.20 til 17, en á öðrum tímum sólarhringsins til lögregluvarðstofunnar. Rafveita Akureyrar. ><$^><$x^$>^>^><í>^x$x$x$>^x^x$x5x$x5xS^x$x5x$x$x$^x$xí>^x$xS>^x$x$>^xíx$^x$x$>«><$x$> *£<®«&<S><$xSX$x$<&0<S«$xSx$«£0<S><^<$x£<$>3x$xS>0<^^><£<$“$><£<£<^<^<S><$x$x$*$x$x$><$>^3i TILKYNNING Þeir, sem ætla að sækja um lán úr'Byggingasjóði Akur- eyrarkaupstaðar til húsagerðar á þessu ári, sendi um- sóknir á skrifstofu bæjarstjóra fyrir marzlok. Umsóknum þurfa að fylgja ýtarlegar upplýsingar um fjárhag umsækjanda, heimilisástæður, lántökumögu- leika, fjárfestingarleyfi og annað, sem máli skiptir. Akureyri, 7. marz 1950. Bæjarstjóri. KSxÍ^x$x$xSx$xSxSxSx$x$x$xS*$><S«S^>0<SxSxSk$xSxSxSx$3x$x$x$kS>3>$>^$>3>3xSxS«$*$>4*$><Þ<®*£ «x$>^>^^x$^x$>^x$x$x$x$x$>^^$x$x$x$^x$^><$x$^x$x$>^x$x$><$x$x$^><$x$x$x$x$x$x$><$x$xs ÚTSÆÐI Þeir jarðeplaframleiðendur, sem ætla að biðja oss fyrir útsæði til sölumeðferðar á næstkomandi vori, tilyknni oss magn þcss fyrir 25. marz næstkomandi. Iíjötbúð $k$x$xsX$x$<S«S«S><S><SxSxSxSx$*S*$><S*S><SxSxS«$><S*Sx$*S*S*S*SxS«SxS*S*$><$*S*S><SxS><$xSxSxSx8xS*S«Sx

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.