Dagur - 22.03.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 22.03.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. marz 1950 D AGUR Samkeppni um minjagripi fyrir ferðamenn - verðlaun veiff Frestur til að skila gripum til 30. apríl Heimilisiðnaðarfélag íslands og Ferðaskrifslofa ríkisins hafa sent blaðinu eftirfarandi greinargcrð: Það er löngu orðið Ijósara en frá þurfi að segja, að mikill hörgull er hérlendis á smekk- legum og heppilegum listiðnaði, sem bjóða mætti erlendum ferða- mönnum sem minjagripi. um ís- land. Lítill gripur, sem ferðalang- ur tekur með sér heim til minn- ingar um afskekkt og lítið þekkt land, hlýtur ávallt að móta að nokkru skoðanir fólks á landinu og virðingu fyrir því. Sérstaklega gildir slikt um ferðamenn, sem stanza aðeins drykklanga stund á flugvelbnum við Keflavík og fá enga ástæðu til þess að kynnast landi né þjóð nema af því litla, sem þeir geta keypt af minja- gripum í verzluninni þar. Séu hlutir þessir að öllu leyti smekk- legir og fallega unnir, fer ekki hjá því að þeir skapi vii-ðingu og áhuga fyrir þjóðinni og verði okkur gcð landkynning. Skortur á framtakssemi. Nú er það vitað, að mikið er unnið af fallegri listiðju í land inu, og að margt þeirra hluta er sérkennilegt fyrir íslenzka menn ingu og hefð, þótt lítið sé af því á boðstólum. Einnig eigum við fjöl- mai’ga hagleiksmenn, jafnt kon- ur sém karla, sém gætu rutt nýjar brautir í listiðnum og þannig skapað menningu okkar ný verð- mæti og landkynningu okkar betri möguleika. Ekki sízt eru til mörg listiðnaðarfyrirtæki í land- inu, sem gætu, án mikillar rösk- únar, breytt hluta af framleiðslu sinni í það horf, að um tilvalda ininjagripi væri að ræða. Hér virðist því ekki verá um skort inöguleiká, heldur éinungis um skort framtakssemi að ræða. Þar sem vér undirritaðir aðilar (eljum mál þetta okkur mjög skylt og úrbóta þessa brýna nauðsyn, höfum vér ákveðið að efna til samkeppni um allt land um fallega minjagripi. Tillögur samkeppninnar. Um tiihögun og framkvæmd þessarar fyrirhuguðu samkeppni ér þetta að segja: Engin takmörk eru sett fyrir tegund gripanna. Kemur allt til greina, sem heppilegir minjagríp- ir geta talizt, svo sem hvers kon- ar hannyrðir, trésmíðagripir og ýmiss konar föndur, svq fátt eitt sé nefnt. Það eina, sem binda verður nokkrum takmörkunum, er verð hlutanna, sem sendir eru, þótt eklíi sé það frágangssök, að éinstalia fagur gripur sé nokkuð dýr. Þeir aðílar, sem að samkeppn- inni standa, hafa valið þriggja manna dómnefnd hinna færustu rhanna, sem kostur er á. Þegar allir þeir gripir, sem til sam- keppninnar berast, eru komnir á einn stað, verða þeir afhentir dómnefnd nafnlausir, og velur hún allt þáð úr, sem heppilegast og smekklegast getur talist. Hefur þá verið ákveðið, eins og gert er á öllurh hinum Norðurlöndunum, að merkja þá gripi, er þannig eru valdir, sérstöku viðurkenningar- merki, og heldur framleiðandi því merki, geri hann fleiri sam- svarandi gripi. Gripir þessir sæta síðan forgangsrétti á þeim sölu- stöðum, t. d. bæði í Keflavik og í Reykjavík, þar sem erlendum ferðamönnum verður sérstaldega ráðlagt að verzla, og verður at- hygli þeirra vakin á viðurkenn- ingarmerkinu. Á meðal þessara gripa verður síðan dæmt um þrjá hina beztu og verðlaun veitt sam- kvæmt því: 1. verðlaun kr. 1000:00, 2. verðlaun kr. 700.00 og 3. verðlaun kr. 500.00. Frestur til 30. apríl. Frestur til þess að skila gripum til samkeppninnar er ákveðinn tií 30. apríl næstkomandi. Skal senda þá til Ferðaskrifstofu rík- isins, annað hvort á Akureyri eða í Reykjavík, í góðum umbúðum, og skulu umbúðirnar merktar „Samkeppni“. Nafn og heimilis- fang sendanda skal fylgja með hverjum grip í viðlögðu umslagi, og verða dómnefnd þá afhentir gripirnir tölusettir, en nafnlausir. Einnig er nauðsynlegt að greina frá verði, og skal það vera hið sama og sendandi treystir sér til að framleiða vöruna fyrir fram- vegis, að óbreyttum aðstæðum, sé um fleiri samkynja hluti að ræða. Ef hægt er að koma því við á smekklegan hátt, er æskilegt að merltja gripina „Iceland". Eru öll líkindi fyrir því, að þeir, sem skilað geta smekklegum gripum í samkeppni þessa við hóflegu verði, geti framvegis átt tryggan markað fyrir framleiðslu sína. Ennfremur er ráðgert, ef mikið berst góðra muna, að halda þeim sýningu að samkeppni lok- inni og jafnvel að senda úrval þeirra á erlendar minjagi’ipa- sýningar. Sérstaklega er því beint til allra öryrkja, vinnuhæla, sjúkra húsa og annarra, þar sem góðar aðstæður eru til tómstundavinnu að taka þátt í samkeppni þessari — en ekki síður til allra fyrir- tækja og einstaklinga, sem fram- leiða listiðnað af einhverju tagi. Efling listiðnaðar. Það skal og tekið fram, að dóm- nefnd sú, er valin hefur verið mun starfa áfram að samkeppn- inni lokinni og veita gripum við- töku, en þeir sem berast eftir um- ræddan tíma, 30. apríl, koma að sjálfsögðu ekki til greina við verðlaunaveitingu né sýningu, ef haldin verður. Með átökum manna um allt land er það von okkar, að sam' Tii Niemelá: Ánægjulegir hljómleikar Finnska söngkonan Tii Niemela hafði söngskemmtun í Nýja-Bíó hér sl. sunnudag, með aðstoð manns síns, Pentti Koskimies píanóleikara. Tónleilcarnir voru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Frú Niemela er á heimleið frá Bandaríkjunum og hefur haldið hljómleika í Reykja- vík og Hafnarfirði. Á söngskrá voru Ijóðræn lög eftir Haydn, Schubert, Schumann, Grieg og finnska tónskáldið Kil- pinen. Söngur frúarinnar er mjög listrænn Ijóðsöngur, svo að undti er á að hlýða. Hvert lag var flutt af mikilli smekkvísi og ljóðinu var ekki gleymt. Framsögn ljóðs- ins og látbragð á söngsviðinu var með ágætum. Það kom glöggt í ljós á þessum ágætu tónleikum, hvers virði það er góðum söng- vara að hafa sér til aðstoðar ör- uggan og skilningsríkan undir- leikara. Pentti Koskimies rækti siít blutverk með þeim ágætum, að svipur hljómieilcanna í heild var fagur og samstilltur flutning- ur söngraddar og hljóðfæris. Hvert lag var vel flutt. Mörg eru gamlir kunningjar, önnur nýstár- legri. Trúað gæti eg því að lög Yrjö Kilpinens yrðu tónlistar- unnendum hér minnisstæð. Svipur þeirra er meira í ætt við okkar land og skapgerð en margt hinna hljómþýðari suðrænu íaga. Akureyringar eru áreiðanlega þakklátir þessum ágætu gestum fyrir komuna og Tónlistarféíag- inu hér fyrir framtak þess. A. Hin nýja skráning rúbiunnnar vekur ekki fögnuð í leppríkjunum Verðskráningin er áróðursbragð að dómi vestrænna blaða æjarráð þakkar Kven- félaginu Framtíðin Á fundi bæjarráðs nú nýlega var, í tiléfni af því að Kvenfélagið Framtíðin hefur nú tekið sjúkra- hússmálið af dagskrá sinni og hyggst béita sér fyrir byggingu Elliheimilis, eftirfarandi sam- þykkt: Bæjarráð þakkar Kvenfél. Fi-amtíðin fyrir öflugan stuðning við sjúkrahússmálið á undan- förnum árum og árnar félaginu allra heilla með þau verkefni, sem það nú hyggst beita sér fyrir og helga krafta sína. VÉÍ'NAÐÁRNÁMSKEIÐ vétður haldið að Tóvinhuskól- ánum að Svalbarðl við Eyjafjörð ög hefst fyrstu dagana í maí-irián. Kennari verður Þorgerður Ragn- arsdóttir. Uppl. í síma 488. keppni þessi geti orðið spor í þá átat að efla fagran listiðnað í landinu, veita því fólki, sem sendir góða gripi, markað fyrir framleiðslu sína og skapa um leið erlendan gjaldeyri til handa þjóðinni. En þó fyrst og fremst hitt, að þeir minjagripir, er úr landinu fara, geti orðið þjóðinni til verulegs sóma, hvar sem þeir sjást. Korrimúnistablöðin hér birtu fregniná uin hækkunina á gerigi rúblunnar rússnesku undir stór- um fyrirsögnUm eins og komm- únistamálgögn í öðrum löndiun og töldu hina riýju tilskipun Sov- étstjórnarinnar bera vott um yf- irburði Sovét-skípulagsins fram yfir lýðræðisskiprilag. Blöð hér á landi, önnUr én kommúnistablöð- in, hafa lítið Um þetta mál rætt. Er því fróðlegt að skyggnast í blöð nágrarinaþjóðanna og sjá, hvað þau hafa um málið að shgja. Áróðursbragð. , í Assöciated PreSs fregn frá Washington, sem birt er í Norð- Urlandabloðum, er skýrt frá svo, að fjármálamenn í New York líti á hiria nýju skráningu rúblunnar sem áróðursbragð, sem eigi að sýna heiminum að á sama tíma og gengisfelling á sér stað víða með- al lýðræðisþjóðanna, sé hægt að hækka gérigi rúblunnar. Á það er berit, ,áð mjög lítil alþjóðavið- skipti fari fram í rúblum og að RúSsai- sjálfir krefjast gfeiðslu dollurum í skiptum sínum við önnur lönd. Þá er á það bent, að hin ,nýju gengisskráning muni gera nýja sáttmálann við komm únistastjórnina í Kína hagkvæm arí en áður fyrir Sovétstjórnina. Rublan er ekki frjáls gjaldmiðill. Stjórnmálamenn í Bandaríkj- unum telja, að Sovétstjórnin hafi hækkað gengi rúblunnar til þess að auðvelda algera innlimun efnahagskerfis leppríkjanna Austur-Evrópu í efnahagskerfi Sovétríkjanna. Þrátt fyrir hækk- unina, er ekki hægt að innleysa rúbluna í dollara eða gull með því verði, sem nú er sett á hana en leppríkin eru nú neydd til að taka tillit til hækkunarinnar í viðskiptum sínum við Sovétríkin, Álit brezkra blaða. Brezlcu b^öðin telja flest hina Hýju gerigisSkráningu ároðúrs- meðal til heimabrúks. Blöðin benda á, að rúblan sé ekki alþjóð- legur gjaldeyrir og segja að verzlun milli Sovétríkjahria og Brétlands fari fram í sterlings- pundum. „Daily Telegraph“ bendir á, að bréytingin sé „eins ög fjárhagsleg gluggasýning til þess að hressa upp á stemning- una heima fyrir“. News Chronicle og Times el-u á svipaðri skoðun um málið. Hrifning í Russlandi. Samkvæmt fréttatilkynningum Táss-fréttastöfúnnár í Moskva, hafa verlð haldnir fjöldafundir viðs vegar í Rússlándi til þess að gleðjast yfir hinni nýjú gengis- skráningu. Fréttastofan segir, að almennirigur sjái í hinni nýju til- skipan merki þess, að Stalín vaki yfir þjóð sinni eins og góður fað- Tilskipun um gengisskráning- una var útgefin 1. marz af þeim Stalín og Malenkov. Er þar sagt, að frá þeim degi skuli gengi rúbl- unnar ékki miðáð við doll. heldur hinn örúggári gullstandard. Gull- verð rúbluunnar skal vera 0.222.168 gramm gulls. Rússneski þjóðbankinn kaupir gull frá 1. marz á 4 rúblur og 45 kópeka grammið. Gengið gagnvart dollar er nú 4 rúblur og gagnv. sterlings pundi 11 rúblur og 20 kópekar. Gamla gengið var 5.30 dollar og 14.84 fyrir pund. Norska blaðið Noregs Handels- og Sjöfartstid- ende skrifar um málið nú nýlega á þessa leið: „Gengishækkun rúblunnar er að líkindum mest megnis áróðursbragð, en líklegt verður þó að telja, að rússneski iðnaðurinn hafi ekki lengur megnað að mæta öllum þeim kröfum, sem til hans voru gerðar frá öllum leppríkjunum og Kína. Með öðrum orðum, skortur er orðinn á rússneskum vörum í þessum löndum, og í stað þess að láta verðið hækka á hinum ýmsu vörutegundum eins og Banda- ríkjamenn gerðu 1947, hafa Rúss- ar valið þann kostinn, sem er fljótvirkari, að hækka gengið, enda þótt það sé þyngri byrði fyrir kaupendurna. Vestur-Ev- rópuþjóðir þekkja af reynslunni hvað verðhækkunin í Bandaríkj- unum þýddi, og þær geta gert sér í hugarlund hvað þessi hækkun rúblunnar þýðir í framkvæmd- inni fyrir þegna leppríkjanna." Happdrætti fyrir Sam- konm- ög gistihús F ramsóknarmanna Undanfarin ár hefur verið unn- ið áð fjáröflun vegna fyrirhugaðs samkomu- og gistiheimili Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Væn- legasta átakið í því efni er hið myndarlega happdrætti, sem stjórn húsbyggingarsjóðs efndi til á sl. ári. Af ýmsum ástæðum varð að fresta drætti þar til 15. apríl næstkomandi. Lokasóknin fyrir sölu happdrætismiðanna er nú hafin, og þess veénst, áð áhugaménn um allt land vinni því að alefli síðustu vikumar. Framsóknarfél. hér í bænum hefur nú sént bréf til margra áhugamanna og skorað á þá að vinna að sölu miðanna. Eru þeir hér með beðnir að snúa sér til skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 93, (en hún er opin á þriðjud. kl. 9—10.30, miðvikud. og föstud. kl. 5.30—6.30) og taka þar happdrættismiða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.