Dagur - 22.03.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 22.03.1950, Blaðsíða 8
8 Bagub Miðvikudaginn 22. marz 1950 - Frumvarpið um (Framhald af 1. síðu). Greininni um eignaskattinn var mjög breytt og er hún nú efnis- lega á þessa leið: Á þessu ári skal leggja skatt á eignir einstaklinga, sem skattskyldir eru skv. lögun- um um eignaskatt, og miðað við eign þeirra 31. des. 1949. Mat á eignum fer fram skv. ékvæðum skattalaga með eftirtöldum breyt- ingum: Fasteignir skulu metnar skv. fasteignamati margfölduðu með 6 í Reykjavík, með 5 í kaup- stöðum með 4000 íbúum og með 4 í kaupstöðum með 2000 íbúum og fleiri, en með 3 í sveitum. 1- búatala er miðuð við árslok 1948. Verðmæti skips skal talið vá- tryggingaverð þess, nema sannað sé með mati að eðlilegt söluverð sé annað. Innstæður erlendis reiknast með því verðmæti er þær hafa eftir gengisbreyting- una, en frá eignum má draga gengistap vegna skulda erlendis, sem ógreiddar eru við gildistöku laganna. Félög greiða ekki eignaskatt. Frá eignunum má ennfremur draga fé, sem lagt hefur verið í nýbyggingarsjóði skv. lögum þar um, hvort sem búið er að verja þeim eða ekki til kaupa á fram- leiðslutækjum. Félög greiða ekki .eignaskatt, en hreinum eignum þeirra, reiknuðum samkvæmt á- kvæðum laganna, skal skipt nið- ur á eigendur félaganna í réttu hlutfalli við hlutafjár- eða stofn- fjáreign þeirra hyers um sig og teljast þær síðan með öðrum eignum einstaklinga. Gildir þetta einnig um félög, sem njóta und- anþágu frá skatti skv. sérstökum lögum. Með eignum félaga telj- ast ekki þær eignir, sem óheimilt er að skipta skv. landslögum og eiga að afhendast því opinbera við félagsslit. Skatturinn. Af eignum einstaklinga, reikn- uðum samkv. framansögðu, eru fyrstu 300 þús. kr. hjá hverjum skattaðila skattfrjálsar. Ef eign nemur 300.000—500.000 reiknast 10% af því, sem er umfram 300 þús. kr. Af 500.000—1 millj. kr. reikn- ast 20 þús. af 500 þús. kr. og 15% af afgangi. ' Af 1 millj.—1% millj. reiknast 95 þús. af 1 millj. og 20% af af- gangi. Af IV2 millj. og þar yfir reiknast 195 þús. af IV2 millj. og 25% af afgangi. Skatturinn greið- ist á 6 mánuðum eftir að skatta- upphæð hefur verið tilkynnt. Heimilt er að greiða 90% af skattaupphæðinni, ef skattur nemur meira en 2000 kr., með skuldabréfum til 20 ára með 4% vöxtum. Heimilt er og að afhenda fasteignir með matsverði til greiðslu á skattinum. Félagsmað- ur í samvinnufélagi getur krafist þess að fá útborgað úr félaginu þann hluta af þeim skatti, er honum ber að greiða, sem á hefur verið lagður vegna eignar hans í gengisskráningu félaginu. Eigandi hlutabréfs getur a sáma hátt krafist þess að fá út- borgað úr viðkomandi hlutafélagi. Slík útborgun telzt eigi skatt- skyld. Meðferð fjárins. Af skattinum skulu 5 millj. renna til aflatryggingasjóðs. Þá skal verja 10 millj. til uppbóta á sparifé. Að öðru leyti skiptist skattféð í 2 jafna hluta. Öðrum hlutanum skal verja til að greiða skuldir ríkisins, en hinn hlutinn skiptist til helminga milli bygg- ingasjóða samkv. lögum frá 1946. Launauppbótin þegar í apríl. í meðferð þignsins var ákveðið, að launauppbætur samkv. lögun- um skuli koma til framkvæmda í apríl 1950, í stað maí 1950. Nokkr- ar fleiri breytingar, en veiga- minni, voru gerðar á frumv. Aðaiiundur F U F á Akureyri Valdimar Jónsson kosinn formaður félagsins Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarniánna var haldinn fyrra fimmtud. Formaður félagsins, Valdimar Jónsson flutti árs- skýrslu og rakti starfsemi félags- ins á sl. ári. Félagið starfaði af miklu fjöri og áhuga. Margir nýir félagar gengu inn á seinasta ári. Árs- skýrslan mun síðar birtast í síðu unga fólksins hér í blaðinu. Hag- ur félagsins er góður. Fundurinn samþykkti að gefa kr. 500.00, sem varið væri til kaupa á trjáplönt- um, til fegrunar á íþróttasvæði bæjarins. Hefur upphæðin verið send formanni íþróttasvæðisins. Kosning í trúnaðarstörf féjags- ins: Formaður Valdimar Jónsson, ritari Jón Kristinsson, gjaldkeri Lárus Haraldsson, varaform. Sveinn Skorri Höskuldsson og meðstjórnandi Haraldur Sigurðs- son. Formaður, ritari og gjaldkeri voru allir endurkosnir. í vara- stjórn voru kosnir Sverrir Magn- ússon Kristján Jónsson og Aðal- steinn Valdimarsson. Tómas Árnason, lögfr., flutti að lokum stutt erindi um stjórn- málaviðhorfið og urðu fjörugar umræður og margir tóku til máls. Nokrrir nýir félagar gengu í fé- lagið á fundinum. Vinnuflokkar unglinga? Fegrunarfélagið hefur sent bænum erindi um stofnun vinnu- flokka fyrir 10—15 ára unglinga. Mun ætlunin að flokkar þessir vinni að garðrækt og fegrun bæj- arins. Bæjarráð hefur spnt Barnaverndarnefnd og Barpa- verndarfélagi Akureyrar erindi þetta til umsagnar. Forseti Alþjóðadómstólsins ■ JUDGE BASDEVANT . frægur franskur lögmaður er for- seti Alþjóðadómstólsins í Haag. Dómstóllinn tekur brátt til úr- skurðar deilu Breta og Norð- manna um landhelgismál. Munu þau úrslit 'vekja óskipta athygli hér á landi. Þrír nýir lögreglu- , þjónar Þrettán umsækjendur voru um lögregluþjónsstöður hér, sem auglýstar voru lausar til umsókn- ar fyrir nokkru. Mælti bæjarfó- geti með eftirtöldum þremur um- sækjendum: Sigurði Eiríkssyni, Vökuvöllum, Kjartani Sigurðs- syni, Skólastig 11 og Erni Péturs- syni, Hafnarstræti 47. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýlega að leggja til að þessir menn yrðu ráðnir með nokkrum skilyrðum, þ. e. um akstur Rauðakrossbílsins og um brunavörzlu, ef horfið yrði að því ráði að hafa sameiginlega bruna- og lögregluvözrlu. Fjörugar umræður um gengismálið á fundi Framsóknarnianna Framsóknarfélag Akureyrar hafði umræðufund um gengis- málið og stjórnarmyndunina sl. föstudagskvöld í Gildaskála KEA. Var fundurinn fjölsóttur. Málshefjandi var dr. Kristinn Guðmundsson skattstjóri. Flutti hann ýtarlegt erindi um gengis- skráningarfrumvarpið og einstök atriði þess. Ræddi einnig stjórn- arsamstarfið og stjórnmáíavið- horfið nú. Að framsöðuerindinu loknu hófust umræður. Fundur- inn stóð fram undir miðnætti. Bæjarvinnan aukin Bæjarráð samþykkti einróma í sl. viku að hefja vinnu í tveim vöktum við grjótnám bæjarins, ef samkomulag næðist við Verka- mannafélagið um tilhögun vinn- unnar. Þá var samþykkt að hefja vinnu við grjótpúkkun Ránar- götu. Aðkallandi er að fram- lengja Skipagötu, en ekki fyrir hendi nægilegar upplýsingar um gömlu slipplóðina til þess að hægt væri að ákveða að hefjast handa um það verk að sinni. - Togaraútgerðin í sumar (Framhald af 1. síðu). það, að það borgi sig að sigla með fisk þangað,. Nokkrir nýju tog- ararnir hafa þegar hafið saltfisk- verkun, en sá rekstur er mjög vafasamur sem stendur .Þar að auki er ekki til staðar aðstaða til þess að verka saltfisk hér, skort- ir hús og fleira. Með fiskimjöls- vinnslunni hefði mátt koma tog- urunum yfir örðugasta hjallann, þ. e. frá apríl til júlíloka, en um miðjan ágúst var hægt að gera ráð fyrir því að þeir gætu hafið ísfiskveiðar á ný fyrir bi-ezka markaðinn. Þýzkalandsmarkaður er óviss enn, og horfur á, að mjög lítið magn verði selt þangað í ár og raunar óútkljáð enn. Fiskinijölsvinnslan. Togaraútgerðin hér ætlaði að leysa þetta mál með fiskimjöls- vinnslu í Krossanesi. Verðlag á fiskimjöli er hátt og hægt var að semja við Krossanesverksmiðj- una, sem bærinn á, um vinnslu, þannig, að rekstrargrundvöllur átti að vera fyrir togarana og verksmiðjuna. Vitað er, að ís- lendingar geta selt meira fiski- mjöl en þeir hafa að bjóða nú, til Hollands og Tékkóslóvakíu, og verð er hátt. Er sá markaður enn opinn. Þar að auki er vitað, að Tékkar leggja svo mikið kapp á að fá fisldmjöl, að þeir hefðu vilj- að taka hraðfrystan fisk méð mjölinu og hefðu þannig opnast markaðsmöguleikar fyrir hrað- frysta fiskinn, sem óseldur er hér. Er þetta þjóðhagslega þýðingar- mikið atriði. Atvinnuhliðin. Áætlað er, að vinnulaun við löndun úr togunum hefði gefið um 45 þús. kr. á mánuði. Þá er auðséð að rekstur Krossanes- verksmiðjunnar á þessum árs- tíma er þýðingarmikið atvinnu- spursmál. Þá er og mikils virði að hluta aflans átti að salta og leggja upp hér ,eftir því sem húsakostur Og önnur aðstaða leyfði. Allt eru þetta þýðingarmikil atriði fyrir bæjarfélagið Pg veldur það vissu- lega vonbrigðum, að úr þessum rekstri skuli ekki geta orðið, einkum þar sem svo virðist, að ágreiningur sé ekki um aðalatriði heldur aukaatriði. Fyrir bæjarfélagið í heild veltur á mjög miklu, að rekstur togaranna, — en bærinn er stærsti hluthafinn í tveimur þeirra, — í sumar sé arðvænlegur og tryggur. Fyrirsjáanlegur tap- rekstur þeirra í sumar væri al- varlegt vandamál fyrir bæinn og hina ungu togaraútgerð hér, sem mundi vissulega draga dilk é eftir sér. Bæjarmenn vænta þess, að allar samkomulagsleiðir verði reyndar til þrautar í þessu máli, áður en það verður lagt á hill—_ una. Launaiippbætwr hér eins og í Reykiavík Bæjarráð hefur nú samþykkt að leggja til að bærinn greiði starfsmönnum sínum sömu launa uppbót fyi-st um sinn og ríkið og Reykjavíkurbær greiða sínum starfsmönnum, frá sl. áramótum að telja. Brun- og svigkeppni á suiiiuidaginn Næstk .sunnudag verður keppt í bruna og svigi karla og kvenna. Keppnin verður væntanlega í Hamrafjalli sunnan Fálkafells. — Keppendur í bruninu skulu allir vera mættir við Naustaborgir kl. 10 f. h., verður gengið upp þaðan að Fálkafellsvörðu. Svigkeppnin verður að lokinni brunkeppninni, fyrst í kvennaflokkum og C-fl. karla, en síðan í A- og B-flokki karla. í A- og B-flokki karla er tvíkeppni í bruni og svigi um nýjan bikar. Nánar auglýst um tilhögun keppninnar í glugga Sportvöruverzlunar Brynjólfs Sveinssonar h.f. í Skipagötu 1. 10 SKIP á TOGVEIÐUM. A. m. k. 10 skip héðan frá Ak- ureyri og frá höfnum hér við Eyjafjörð stunda togveiðar fyrir Norðurlandi um þessav mundir. Er aflinn ýmist saltaður eða lagð- ur í hraðfrystihús, einkum í Dal- vík, Hrísey og Ólafsfirði. Fyrir norðaustangarðinn um sl. helgi var afli allgóður, um 15—30 tonn á skip á 2—3 dögum. Inflúensufðraldur gelsar í bænum Kennsla féll niður í framhaldsskólunum fyrir helgina Allútbreiddur inflúensufaraidur gengur nit hér i btenum, og hafa hundruð nmnna tekið veikina, aÖ þvi er héraöslæknirinn tjáöi blaö- inu i grrr. Veikin leggst ekki þungt á menn, en rétt er samt talið að lara varlega. Þá gengur hér og hettusótt og hlaupabóla, og hafa ntargir veikzt, en báðar þessar sóttir virðast mi í rénun. Inllúensa hetir að úndanförnu gengið í Reykjavík og cr íalið, að veikin sé þaðan komiit hingað. Á fiistudagsmQrgun tantaði svo margt liilk í framhaldsskédana liér, að kennsla léll niður eftir hádegi í Menntaskólanum og Gagnfræða- skólanum og einnig allan laugar- daginn. — Kennsla hófst aftur á mánudagsmorgun, en enn vantar margt féijk í skólana, aðallega vegna intlúensunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.