Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 29. marz 1959. LÁTTU HJARTÁÐ RÁÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger &ss 17. DAGUR. (Fi-amhald). vinna bug á ekkanum. Hún lá lengi kyrr og reyndi að safna kröftum til þess að fara á fætur og hc.rfast í augu við veruleikann á ný. Hún fann aftur jafnvægi eg ró- lyndi sitt við störf sín á skrifstof- unni síðar um daginn og þegii Terry lcorn til að heimsækja hur.a um kvöldið, var hún aftur kát. en jafnframt sífellt á verði. Ilann mátti ekki fá að vita neitt um komu Rush. Það var heppilegt, að Terry var ekki eins eftirtektarsamur þetta kvöld og venjulega. Hann hafði selt grein og var svo glað- ur yfir árangrinum, að hann tók alls ekki eftir því, að Alison var raunverulega ekki eins og hún átti að sér að vera. , Þetta er bara byrjunin,“ sagli hann sigri hósandi. „Peningarnir eru raunar ekki aðalatriðið, þóit þeir séu góðir, heldur hitt. að ég er húinn að koma nafni mínu að.“ Og hún var líka hamingjusöm yfir því, að hann fékk nú að upp- skera nokkurn árangur af erfiði smu. „Þetta er dásamlegt," sagði hún. „Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá því að þú hefðir þessa grein í smíðum?“ Hann brosti. „Vegna þess að eg var ekki viss um að hún væri nægilega góð.“ „En við ræddum efni greinar- innar, eg og þú,“ hélt hann áfram. „Hún er viðhorf fyrrverandi hermanns til viðfangsefna sam- tímans. Og hún inniheldur boð- skap. Hugsaðu þér það. McBride hefur boðskap að flytja!“ Henni nær því vöknaði um augu. „Eg þekki engan, sem get- ur flutt náunganum boðskap af betra hjartalagi," sagði hún. „Falleg orð, kæra mín. En komdu nú. Við höldum hátíð í dag. Förum og fáum okkur kampavín og kavíar.“ Þetta þýddi raunar ekki annað en að þau skyldu fara á litla ítalska veitingahúsið og fá sér rauðvín með matnum. Þegar þau höfðu hellt í glösin, varð Terry allt í einu mjög alvar- legur á svipinn. „Og hér kemur stóra málið aftur,“ sagði hann. „Viltu eiga mig, Alison?“ Og í þetta sinn þurfti hann ekki að bíða lengi eftir svarinu. Það var skýrt og ákveðið og sagt án þess að hika: „Já.“ Hrifningin ljómaði í augum hans. „Hvenær?“ spurði hann, áfjáður. „Eins fljótt og Jane frænka getur komið því við að sjá um brúðkaupið. Eg hef lofað henni því, að hún megi sjá um það og það verður hennar gjöf til okk- ar.“ Þau lyftu glösunum og skáíuðu hátíðlega., „Eg vona, að þú iðrist þess aldrei,“ sagði hann. ' „Og ég' drekk þína 'skál, með sömú ósk,“' sváraði hún.' i F ramhaldssagan. Þau drukku þessa skál, og hann beygði sig fram yfir borðið og kyssti hana á vangann. „Þú verður að sætta þig við lítið til þess að byrja með,“ sagði hann bljúgur, „en þú veizt það þegar. Við höfum rætt það fyrr. Það þýðir að þú verður að halda starfi þínu áfram um sinn og búa með manni, sem gerir íbúðina þína líkasta ruslakompu með dagblöðum, handritum, ritvél og hundi.“ „Já, en sem getur búið til fyrsta flokks mat,“ greip hún fram í. Hann greip hönd hennar. „Já, og sem elskar þig af öllu hjarta, og gleymdu því ekki,“ bætti hann við. „Við erum fátæk, Alison, en við eigum þó hvort annað.“ „Já,“ hvíslaði hún. En í sama mund skaut gömlu hugsuninni upp í huga hennar með köldum gusti: Eg er ekki ung lengur. Hann hélt áfram: ' „Þetta allt saman líkist því, að hálfgerður auðnuleysingi sé að biðja þín. Eg hef hugsað um þetta allt saman fram og aftur, en ég hef alltaf komizt að sömu niðurstöðunni, nefnilega þeirri, að ég geri rétt, að við gerum bæði rétt og ég geti bætt þér upp byrjunarerfiðleik- ana síðar“. „Peningar hafa ekki alltof mik- ið gildi í mínum augum,“ sagði hún. „Kannske ekki, en þú ert kona, og þú þarft að njóta góðra hluta og skemmtana eins og aðrar kon- ur. Og að mér heilum og lifandi skaltu fá það, þótt það verði ekki strax. En þú verður þá að trúa á það, að mér takist það.“ „Eg geri það, Terry. Eg hefi alltaf haft mikla trú á þér og hæfileikum þínum.“ „Og eg hefi haft sömu trú á þér. Og þetta eru okkar skipti og verða í framtíðinni.“ , Henni flaug í hug, hvort traust hans muni ekki bíða hnekki, ef hann fengi að vita að Rush hefði heimsótt hana í gærkveldi, og hann hefði kysst hana án þess að hún fengi að gert, eitt augnablik. En hún gat ekki sagt honum frá því. Allt og sumt sem hún gat gert nú, var að draga eitt strik yfir allt, sem liðið var, allt, sem gat veikt skyldur hennar gagn- vart honum nú. Það þýddi, að hún varð að nema burtu minningar liðinna ára, alveg eins og minn- ingarnar frá í gærkveldi. Hún hafði raunar kvatt allar þessar minningar áðan, er þau lyftu glösum og drukku skál framtíð- arinnar. „Eg skal reynast þér góð kona, Terry,“ sagði hún. „Eftir því sem eg framast get.“ ,|>ú munt gera það, og veita mér allt, sem eg hefi nokkru sinni þráð.“ Þetta var satt. En samt var eins og angurværð og jafnvel söknuð- ur leyndist í þessum orðum. Terry hafði ekki haft mikinn tíma til þess að verða hrifinn af nokk- urri annarri stúlku en henni. ■— Æskuárunum hafði hann eytt í styrjöld í framandi löndum. Hann hafði orðið fullorðinn á orrustu- vellinum en ekki á skólabekkn- um. Og nú var enginn tími til þess lengur að lifa án ábyrgðar vegna þess að nú hafði hann kos- ið sér eiginkonu. Hún horfði á hann og það var vottur af meðaumkun í augnaráð- inu. Gleðin yfir úrslitunum í kvöld hafði gert hann rjóðan í vöngum og innri ánægja lýsti úr augum hans. Hvað get eg gefið honum í staðinn, hugsaði hún, of- urlítið þreytt. En þrátt fyrir allt hafði hann verið svo ákveðinn að fá hennar að hann hafði beðið í heilt, langt ár eftir henni. Ali- son mundi enn, hversu ár getur verið lengi að líða þegar maður er tuttugu og tveggja ára. „Kynntist þú engum ungum stúlkum, árið sem þú varst heima?“ spurði hún allt í einu. Hann brosti drengjalega. „Ertu afbrýðisöm strax? Auðvitað kynntist eg ungum stúlkum. Það er nóg af fallegum stúlkum heima, eg á við nóg af Jennyjum og hennar líkum, en engin eins og þú. Eg leitaði að slíkri stúlku, en fann hana hvergi. Þú berð af þeim öllum, Al. Fyrir mig er ekk- ert annað val til.“ „Eg var bara forvitin sagði hún. „Þú þarfa ekki að vera það lengur. Þú mátt vera viss um það.“ „Þakka þér fyrir, Terry,“ sagði hún auðmjúk og þó stolt. Brúðkaupið var ákveðið daginn fyrir þakkargerðardaginn, því að þá var lengra frí en venjulega. Alison vildi að allt færi hljóðlega og hávaðalausta fram, og hún vildi helzt vera í dragt við at- höfnina, en Jane frænka aftók það. Það varð að vera satínkjóll og brúðarslæða. „Þú verður að hugsa um Terrjp líka,“ sagði Jane. „Það er mikil* virði að rómantískar minningar séu bundnar við giftingarat- höfnina. Hvort sem hann játar því eða ekki, mun hann verða þér þakklátur undir niðri." „Áttu við að þetta sé nauðsyn- legt af því að hann er svo ung- ur?“ spurði Alison ,og reyndi að dylja kuldann í rómnum. Frænka hennar horfði rann- sakandi á hana. „Alison mín,“ sagði hún blíðlega. „Nú þegar þú ert búin að ákveða framtíð þína, verður þú að taka aldur Terrys, sem sjálfsagðan hlut, alveg eins og hárið hans og brúnu augun. En eg var í rauninni ekki að hugsa um aldur hans. Eg var að hugsa um rómantískuna. Hann hefur hugsað mikið um þig mánuðina sem þið voruð aðskilin. Og hann hefur hugsað um þig í rósrauðu ljósi. Lofaðu honum að eiga þær minningar framvegis. Hamingjan fylgir oft fólki, sem er róman- tískt í eðli sínu. „Þú segir víst satt,“ svaraði Alison. (Framhald). Stúlka, ísl. eða útlend, óskast í víst. Ragnheiður Bjarnadóttir, Austurbyggð 10. Sími 318. TIL SÖLU: Alstoppað sófasett (3ja sæta sófi og tveir stólar), ásamt mahogniborði og póleruðu lampaborði. Nýja kompagníið Húsgagnavinnustofa Sími 536. Málflutningsskrifstofa TÓMAS ÁRNASON, héraðsdómslögmaður, Hafnarstræti 93, 4. hæð. Sími 443. Heima 628. Annast málflutning, fasteigna- sölu og önnur lögfræðistörf. Ur endurminningum Hannesar frá Hleiðargarði Frá Stefáni Ólafssyni. ÚR ÞVÍ EG á annað borð tók mér fyrir hendur, að skrifa niður nokkra smáþætti um menn og at- burði, er eg bæði sá og heyrði á yngri árum mínum, finnst mér eg ekki geta sleppt að geta eins manns, er eg kynntist nokkuð, og sem er mér mjög minnisstæður; enda mun hann líka hafa orðið það mörgum öðrum. Það er nú svo, að myndir sumra manna grópast svo fast í hugann, undirvitundina, eða hvað þeir nú kalla það allt saman sálar- og dulfræðingarnir, að þær myndir hverfa eða dofna seint eða aldrei. Einn af þeim var maður sá, er hér verður dálítið sagt frá. — Hann hét Stefán og var oft í dag- legu tali kallaður „tófu Stefán“. Mun margt af núlifandi fólki, sem aldrað er orðið, muna hann eða hafa heyrt hans getið, því að hann var alkunnur hér í Eyjafirði og nærsveitum. — Voru ýmsar sög- ur af honum á ferðum manna á milli, þótt fátt eitt af þeim verði hér til haga haldið. Faðir Stefáns var Ólafur bóndi í Stóradal í Eyjafirði (d. 28. jan. 1865) Stefánssonar í Árgerði, Ól- afssonar þjóðhagasmiðs á Rif- kelsstöðum Magnússonar. — Móðir Stefáns var Þórey Gísla- dóttir frá Teigskoti í Skagafirði Jónssonar. — Bróðir Þóreyjar var Jón Gíslason bóndi áStrjúgsá, en hann var faðir Ara á Þverá og þeirra systkina. — Ari var snjall hagyrðingur og fékkst við leik- ritagerð (Sigríður Eyjafjarðarsól o. fl.). Bræður Stefáns og synir Ólafs í Stóradal voru þeir Gísli sterki í Árgerði og Ólafur er bjó langa ævi í Hólshúsum í Hrafna- gilshreppi. — Systir þeirra bræðra var Guðný, giftist Illuga Daníelssyni í Vogi við Raufar- höfn á Sléttu. Stefán var mikill að vallarsýn, þykkur undir hönd og svíradig- ur, enda var hann afrenndur að afli og karlmennsku. — Líktist hann að vexti Gísla sterka bróður sínum. Töldu líka margir þá jafn- ingja að afli. — Varð varla hjá því komizt, er maður sá Stefán, að minnast hinna fornu víkinga og heljarmenna, er fornsögum- ar okkar segja frá. Myndi mörg- um hafa skotið skelk í bringu að sjá hann geysast fram til orrustu gráan fyrir járnum. Oftast hafði hann mikið hár og skegg. Hann var loðbrýndur og dimmraddaður, og var eins og hann legði sérstaka áherzlu á hvert orð sem hann mæíli. Ekki áttu þeir bræður langt að sækja afl sitt, því að Ólafur faðir þeirra var á sinni tíð talinn af mörgum sterkasti maður í Eyja- firði, og reyndar vissu engir afl hans, því að hann var hæglátur maður, og hafði sig lítt í frammi. Eina sögu heyrði eg þó um krafta hans og er hún þannig: Um þær mundir er Ólafur bjó í Stóradal, bjó í Litladal, sem er næsti bær, Jón Vigfússon, Jóns- sonar á Sauðanesi á Upsaströnd (f. 1747) Vigfússonar á Hámund- arstöðum (f. 1639) Sigurðssonar hreppstjóra þar Bjarnasonar. — Jón í Litladal var talinn ramm- ur að afli, enda var honum það leikur einn, að snúa niður full- orðin og hin illvígustu naut, og dustaði þau þá oft svo harkalega, að þau lögðu niður alla vonzku og urðu meinlaus sem lömb á eftir. — Sögðu að vísu sumir, að meir notaði hann viss tök og lagni í þeim viðskiptum, en að líkindum hefur hann þurft á hvoru tveggja að halda, enda var það á allra vitorði að hann var hinn gildasti maður. Þá var það eitt sinn, að Ólafur var staddur i Litladal. Þar var þá líka kominn Jón bóndi Gíslason á Strjúgsá mágur hans. Jón var talinn góður meðalmaður að burðum og vel fylginn sér. — Kom þeim nöfnum saman um, að gaman væri að reyna afl Ólafs með því að togast á við hann um eitthvað. — Færðu þeir þetta í tal við hann, en hann tók því dauflega og færðist undan. Taldi hann þann leik ójafnan, að fást við þá báða í einu, en reyna mundi hann við hvorn þeirra sem væri einan. Þeir nafnar sóttu fast á, og þar kom, að hann lét tilleið- ast. — Skömmu áður hafði vetr- ungi verið slátrað í Litladal og var enn ekki búið að raka og herða húðina af honum. — Tóku þeir nú skinnið, og gengu að all- stórum, jarðföstum steini þar í túninu, eða við það. — Lögðust þeir nafnar niður annars vegar við hann, en Ólafur á móti þeim og höfðu skinnið á milli sín. Bjuggu þeir vel um sig og höfðu viðspyrnu góða, þar sem steinn- inn var. — Tókust nú átök hörð, en stutt, því að Ólafur tók svo fast í, að hann kippti þeim nöfnum og skinninu yfir steininn og á sig ofan. — Vildi hann að þeir nafn- ar reyndu í annað sinn, en við það vildu þeir ekki eiga, og töldu fullreynt. Má af þessu marka nokkuð afl Ólafs. (Framhald), 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.