Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 8
Baguk Miðvikudaginn 29. marz 1950. á vegum kirkjunnar sl. sunnudag Starfsemi Æskulýðsfélags kirkjunnar verð- skuldar atygli og stuðning bæjarbúa Almenni, kristilegi æskulýðs- iundurinn, sá áttundi í röðinni, var haldinn sl. sunnudagskvöld að Hótel Norðurland. Hófstiund- urinn kl. 8.30 og stóð yfir nokkuð á þriðja klukkutíma. í upphafi lék Lúðrasyeit Ak- ureyrar göngulög undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Jón Ragn- ar Stcfánsson, formaður 1. deild- ar setti síðan fundinn og bauð félaga og gesti velkomna. Söngur fundarins var „íslands æskulý’,- ur, upp með radda hljóm.“ Lagið er eftir Sigfús Halldórsson tón- skáld, en ljóðið er eftir skáldkon- una Hugrúnu. Var ljóðið og lagið ort í tilefni æskulýðsfundanna. Fyrst var ljóðið kynnt þannig, að fundargestir og fyrirlesari lásu það upp, síðan söng Jóhann Kon- ráðsson það, sömuleiðis Æsku- lýðskórinn undir stjórn Jakobs Tryggvasonar og ennfremur var það leikið af hljómsvéit, er Lýður Sigtryggsson hafði æft. Þau sem léku á hljóðfærin voru: Gígja Jóhannsdóttir, Ingimar Eydal, Guðrún S. Jóhannsdóttir, Svala Gunnarsdóttir, Dua Kristjáns- dóttir, Jóna Axfjörð og Unnur Axelsdóttir. Ritningarlestur annaðist Mar- grét Ásgrímsdóttir en bæn flutti Bolli Gústafsson. Jóhann Kon- ráðsson söng einsöng með undir- leik Áskels Jónssonar. Ræður fluttu Jón Þorsteinsson kennari, Ásdís Karlsdóttir og Ólafur Hall- grímsson. Einleik á fiðlu lék Gígja Jóhannsdóttir, nemandi frk. Ruth Hermanns. Lýður Sig- Logið með tölum Eftir þriggja vikna þögn hef- ur ritstj. Alþýðumannsins loksins mairnað sig upp í það að reyna að skjóta stoðum undir fyrri fullyrðingu þess efnis, að ein togaraskipshöfn greiddi „hærri skatta“ en öll fyrirtæki samvinnufélaganna á Akureyri. Þar sem staðhæfing þe: si á sér enga stoð í veru- leikanum verður ritstjórinn að grípa til dálítið nýstárlegrar aðferðar í umgengni sinni við tölur og staðreyndir. sem sé þeirrar, að fella alveg niður allan skatt, sem KEA greiðir samki'æmt skattalögunum frá 1942, eða um 200 þús. kr. fúlgu, með þeím forsendum, að þessi skattur sé lagður á samkv. öðrum regluvn en annar skatt- ur og geti því ekki talizt skatt- ur o .s. frv., eða með öðrum orðum eintóm þvæla og vit- leysa. Utkoman er því sú, að þegar ritstjórinn þykist „gefa tölum orðið“ í blaði sínu í gær, eru það aðeins þær tölur, sem honuni þykir henta að nefna máli sínu til framdráttar, cn ekki allar tölur, sem til sam- anburðar koma. Hefur alþýðu- málgagn þetta því viðurkennt fyrri blekkingar, og er það ný- stárlegt í þeim hcrbúðum. tryggsson harmonikuleikari, sem staddur er hér á Akureyri um stundarsakir lék einleik á har- moniku. Mun hann hverfa aftur innan skamms út til Noregs. Þá fór fram spurningakeppni úr kristinfræði og íslandssögu. — Flesta vinninga fékk Gunnlaugur Kristinsson og hlaut hann í verð- laun íslenzkan borðfána á stöng með áletrun frá fundinum. Þegar fundargestir höfðu sung- ið tvö erindi af söngnum „Vökum og biðjum“, fluttu formenn deild- anna bæn, en að henni lokinni sameinuðust allir í bæninni „Fað- ir vor“. — Edvard Sigurgeirsson sýndi litkvikmyndir, m. a. af því, er Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju fór í heimsókn til sjúkra- hússins. — Almennur söngur var mikill. Við orgelið var Jakob Tryggvason, en við píanóið Áskell Jónsson. Fundarsókn var mjög mikil og urðu margir frá að hverfa. Æsku- lýðsblaðið var selt á götum bæj- arins og einnig við anddyrið áður en fundurinn hófst. — Æskulýðs- félagið vill þakka þeim mörgu, sem sýndu félaginu og starfsem- inni stuðning sinn og hlýhug. Lélegur afli í botnvörpu Mjög lélegur afli hefur að und- anförnu verið hjá stóru togurun- um og einnig lakur hjá togbátun- um. Sjómenn gera sér vonir um að afli muni glæðast nú næstu vikurnar. Akureyrartogararnir Svalbakur og Jörundur eru á veiðum, en Kaldbakur mun fara á veiðar í dag. Ætlunin mun vera að þessi skip selji afla sinn í Bret- landi fyrir og eftir páska og það verði síðustu aflasölur þeirra í Bretlandi að sinni. Formaður Fjárhags- og félagsmálaráðs Dagheimili barna tekur til starfa í sumar Kvenfélagið Hlíf hefur komið því upp án opinbers stuðnings HERNAN SANTA CRU7 er hvort tveggja í senn, formaður Fjárhags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna, og formað- ur sendinefndar Chile hjá S. Þ. Úthlutun skömmtunar- seðla stendur yfir Úthlutun skömmtunarseðla fyr- ir næsta skömmtunartímabil stendur yfir þessa dagana. Á hin- um nýja seðli er aðeins sykur og smjörlíki og 3 skammtar að auki, en ekkert hefur verið tilkynnt um, hvort þeir taka gildi nú eða fyrir hvaða vörur. Margir höfðu vænzt þess að skömmtunin yrði látin niður falla nú hið bráðasta, en sú virðist ekki ætla að verða raunin á. í blaðinu í dag birtist auglýs- ing frá Kvenfélaginu Hlíf hér í bær, þar sem auglýst er eftir um- sóknum um dvöl á dagheimili fé- lagsins í sumar. Blaðið hefur aflað sér upplýsinga um það, að ráðgert cr að dagheimilið taki til starfa um miðjan júní. Rúmast þar um 50 börn. Félagið Ieitar nú góðra starfskrafta til þess að vinna við heimilið. Dagheimili Hlífar, sem stendur j hér skammt ofan við bæinn, er senn fullgert. Félagið hefur kom- ið því upp af eigin ramleik og ekki notið opinbers stuðnings fyrr en nú á þessu ára, er bærinn hefur lagt nokkurt fé til málsins. Framkvæmd málsins hefur kost- að mikið stai’f af hálfu meðlima félagsins og hefur það mætt mest á formanni þess, frú Elinborgu Jónsdóttur, sem auk forgöngunn- ar hefur stutt málið á ýmsan hátt, ásamt manni sínum, Sigurði Sölvasyni. T. d. gaf Sigurður allt gluggaverk í húsið og er það mikils virði. Félagið hefúr árlega leitað til bæjarbúa um fjárstuðning og hefur fjársöfnunardagurinn verið sumardagurinn fyrsti. Hafa bæj- arbúar brugðist vel og drengilega við. Margir hafa og heitið á dag- F ramsóknarwhist n. k. sunmidagskvöld Framsóknarfélag Akureyrar stofnar til skemmtikvölds að Hótel KEA næstk. sunnudag kl. 9 e. h. Til skemmtunar verður: Ávarp flult, spiluð Framsóknar- whist og síðar dans. Verðlaun verða veitt fyrir flesta og fæsta slagi alls. — Framsóknarwhistun- um fer nú að fækka í vetur, þann- ig, að hver seinastur fer að verða að komast að. Vinsældir þessara skemmtikvölda hjá Framsóknar- félögunum fax-a sífellt vaxandi, þannig, að vissara er að mæta stundvíslega til að fá sæti við spilaborð. Oftast verða einhverjir frá að hvei-fa. Munið að taka með ykkur spil og blýant. Styrkir úr Sáttmála- sjóði til íslendinga Á fundi hinn 26. janúar sl. út- hlutaði hin danska deild Sátt- málasjóðs eftirfarandi styi-kjum til íslenzkra ríkisborgárá: 27 hafa fengið úthlutað 300 dönskum krónum hver til dvalar við ýmsar námsstofnanir, 1 hefur fengið 500 kr. styrk til framhaldsnáms í læknisfræði. 23 stúdentar hafa fengið úthlutað 500 kr. námsstyrk hver. Til eflingar dansk-íslenzkri samvinnu var úthlutað: 2 Dön- um var úthlutað 3000 kr. til náms ferðalaga til íslands, 1000 kr. var úthlutað til vísindalegi’a athugana á jai’ðfi’æðilegum í’annsóknum og 500 kr. til fræðiiðkana á íslenzk- um miðaldar sagni’itum. Að lok- um fékk Árna Magnússonar nefndin 50.000 kr. styrk til útgáfu á forníslenzkri orðabók. Norskir togbátar fá uppbót Vegna aukinna útgjalda fiski- skipaflotans norska, hefur orðið samkomulag milli togbátaút- gerðarmanna og ríkisstjórnarinn- ai’, að útgei’ðarmenn fái 5 aui’a uppbót á saltfisk frá ídkinu, segir í nýlegu Norges Handels- og Sjöfartstidende. Hin auknu út- gjöld standa í sambandi við hækkað verð á olíu og veiðar færum. heimilið. Á sumai’daginn fyrsta næstk. mun félagið enn leita til bæjai’búa um stuðning, og er þess að vænta að hann verði fúslega af hendi látinn, þar sem dagheim- ilið er nú svo að segja tilbúið og aðeins herzluinunui’inn að það taki til starfa. Stjórn Hlífar skipa þessar kon- ur: Elinborg Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir og Laufey Ti’yggva- dóttii’. Varastjórn: Dóróthea Kristjánsdóttir, Sigrún Ásgeirs- dóttir og Jónína Steinþórsdóttir. Brezki togarinn „Andanes44 sagður full- komnasta botnvörpu- Nýlega var fxxllgerður hjá Cochrane & Sons í Selby í Eng- landi togarinn „Andanes", sem brezk blöð segja að sé fullkomn- asta botnvörpuskip, sem til er. — Cochrane byggði nokkra af nýju íslenzku togurunum. Andanes er 198 fet á lengd, 31 fet á breidd og 16 fet á dýpt. Slcipið er nýlega farið á veiðar. Skipstjóri er Is- lendingurinn Páll Aðalsteinsson. manns á bílauppboði í Keflavík! Þau tíðindi gerðust á Keflavík- urflugvelli sl. laugardag, að nefnd sú, er sér um sölu setuliðseigna í umboði fjármálaneytisins, aug- lýsti uppboð á gömlum og aflóga setuliðsbílunx og ýmsu dóti til- heyrandi þeim. Uppboðið sóttu um 4000 manns á 7—800 farai’tækjum. Uppboðs- haldið líktist aðsókninni að því leyti, að bílagarmar þessir voru keyptir á okurverði, allt að 23 þús. kr., enda þótt enginn bílanna væri í ökufæru standi og flestir væi’u taldir ónýtir ræflar. — Alls seldust þarna 30 bílagai’mar. Afmælishljómleikar Karlakórs Akureyrar Karlakór Akureyrar hafði af- mælishljómleika í Nýja-Bíó sl. sunnudag við húsfylli og ágætar viðtökur áheyranda. Einsöngvar- ar voru Jóhann Koni’áðsson, Jó- steinn Konráðsson og Svei’i’ir Magnússon. Söngski-áin var fjöl- breytt. Kórinn er ágætlega þjálf- aður af söngstjói’anum, Áskeli Jónssyni. í sönghléum söng Einar Sturluson óperusöngvaii, sem nú dvelur hér nyrðra við söng- kennslu. SAMVINNAN. Nýlega er jafn- febr. hefti Samvinnunnar komið út. Ætlunin var að flytja rítið aft- ur til Reykjavíkur, en úr því vei’ður ekki að sinni og kemur ritið út hér á Akureyri þetta ár Ritstjóri er Haukur Snorrason. — Þetta hefti flytur margar athygl isverðar greinar um ýms efni og er pi’ýtt mörgum myndum. Prentarar heiðra Olaf Ilvanndal Starfsfólk prentsmiðjanna hér nokkrir blaðamenn efndu til sam- sætis að Hótel KEA sl. laugar- dagskvöld. Var þar mai’gt maima saman komið. Ólafi Hvanndal hafði séi’staklega vei’ið boðið til hófs þessa og var hann heiðurs- gestur þess. Ólafur er brautryðj- andi í pi-entmyndagerð hér á landi og stofnaði fyi’stu prent- myndagerðina í Reykjavík og nú á sl. ái’i hér á Akui’eyi’i. Hvann- dal varð sjötugur í fyiTa. Blaða- mannafélag íslands heiði’aði hann af því tilefni með samsæti í Rvik. Állt að 18 mánaða fangelsi iyrir upp- þotiS 39. marz sl. Nýlega kvað sakadómarinn í Reykjavík upp dóma yfir óaldar- seggjum þeim, sem stóðu að upp- þotinu í Reykjavík 30. marz í fyrra. Voru 20 rnenn dæmdir í allt að 18 mánaða fangelsi, en 4 sýkn- aðir. Dómunum hefur vcrið áfrýjað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.