Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 29. marz 1950. J«//-/VV//W-/<WV/WV/WW//WVVv////Vy'///-NV-///NV'/c{ 1 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marinó H. Pétursson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli. & ________________________ ’i PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. I Markaðsmálin í GREIN ÞEIRRI, sem brezkt fiskveiðiblað birti :nú á dögunum um markaðsmál okkar íslendinga, og skýrt er frá annars staðar í blaðinu, er drepið á gengisfellingu krónunnar og aðstöðu íslenzka út- vegsins eftir þá aðgerð. Af þeim ummælum er Ijóst, að Bretar telja að gengisfellingin muni bæta aðstöðu íslenzkra fiskveiða verulega og auka hæfni íslendinga til samkeppni á erlendum mörk- uðum, og að brezkir fiskimenn eru raunar ekki hrifnir af því. En þótt gengisfellingin verði til þess að létta undir með íslenzku útgerðinni, telja Bret- ar erfiðleika hennar og íslenzku þjóðarinnar allrar samt mikla og torleysta. Þeir ræða um það sem sjálfsagðan hlut, að ísfisksölur Islendinga til Bret- lands og Þýzkalands séu senn úr sögunni og þeir varpa fram, þeirri spurningu, hvernig íslendingar hyggist.starfi-ækja hinn stóra og dýra togaraflota sinn í framtíðinni. Þetta er spurning, sem nú bíður við dyr íslenzku þjpðarinnar. Hefur raunar vei-íð furðulega hljótt um hana að undanförnu. Yfirleitt vii ðist of lítið rætt og ritað um markaðsmálin og utanríkisverzlunina. Fjöldi manna í þessu landi lítur á þessi mál sem eitthvað sér óviðkomandi, vanda, sem hvíli á herðum ríkisstjórnar og þings einvörðungu. En þessi mál eru engum þegn óvið- komandi. Þau snerta alla. þjóðina. Á þeim veltur framtíð hennar að verulegu leyti. ÞAí) ER SKAÐI, að þær umræður um mark- aðsmál, sem oftast sjást hér í blöðum, hafa fremur verið.sprottnar af pólitískum viðhorfum og flokka- drætti en raunhæfu mati á möguleiknum. Komm- únistablöðin virðast enga lausn sjá nema að binda sfnahagskerfi landsins órjúfandi böndum við lönd- in austan járntjaldsins til langs tíma. Sum önnur. blöð virðast telja öll viðskipti austan járntjalds glapræði éitt. Hvoi't tveggja eru öfgar. Vitaskuld verða íslendingar að reyna af fremsta megni að selja vörur sínar hverju því landi, sem vill kaupa þær með aðgengilegum kjörum, alveg án tillits til stjórnarfyrirkomulags viðkomandi landa eða vilja pólitískra flokka hér til þess að láta markaðs- vandamálin hossa sér í innanlandsmálunum. Með gengisfellingunni og aukinni samkeppnishæfni fs- lendinga á erlendum markaði, opnast nýjir mögu- leikar til þess að leysa markaðsvandamálin svo að viðunandi sé. Augljóslega verður að keppa að því að gera sjávarafurðir þær, sem við bjóðum erlend- um þjóðum, fjölbreyttari en nú er. ísfiskútflutn- ingur er frumstæðasti útflutningur sjávarafurða okkar. Hráefnið er selt úr landi óunnið. Svarið við spurningu þeirra, sem hið bi'ezka blað varpar fram, og fyrr getur, hlýtur að liggja í því, að hrá- efnið verði ekki selt óunnið úr landi í eins stórum stíl og hingað tíli Saltfiskverkun verður aftur tek- :in upp. Fiskimjölsvinnsla eins- og sú, er hér er á döfinni, er athyglisverð nýjung. Möguleikar á auknum markaði fyrir ýmiss konar fiskafurðir ut- an Vestur-Ev.rópu verði rannsakaðir til hlýtar, þar á meðal í Ameríku. Þegar Spánarmarkaðurinn lokaðist okkur á kreppuárunum, var hafizt handa af dug og djörfung að auka fjölbreytni framleiðsl- j unnar og finna nýja markaði. Ef ísfiskmarkaður- inn lokast nú, verður að leysa vandann á sama i hátt. Enn er það vandamál einnig. óleyst, hvernig [ .við eigum að afla okkur dollara til kaupa á korn- vörum, olíum o. fl., er Marshall- aðstoðinni lýkur. Virðist furðu- lega hljótt um það vandamál og lítið gert til þess að undirbúa lausn þess, á sama tíma sem Norðmenn og fleiri þjóðir Vest- ur-Evrópu leggja mjög mikið kapp á að afla sér markaða í Bandaríkjunum og verður allvel ágengt. TIL ÞESS að unnt reynist að auka fjölbreytni framleiðslunnar og afköstin, þurfa nýjungar að búa við velvild og stuðning rík- isheildar og einstaklinga. Þjóðin í heild hefur blátt áfram ekki efni á því nú, að athyglisverðar nýjungar í framleiðslumálum séu kæfðar í fæðingunni með ósam- komulagi hér heima fyrir. Það er nokkur prófsteinn á það, hvort við þekkjum okkar vitjunartíma eða ekki, hvort samningaumleit- anir þær, sem nú eiga sér stað til þess að tryggja rekstrargrund- völl togaraútgerðarinnar hér í bæ í sumar, bera árangur eða ekki. Erfiðleikar avinnuveganna verða ekki leystír með gengis- fellingu einni saman. Til þess þarf að auki aukið samstarf stétt- anna, aukna fjölbreytni í fram- leiðsiu, aukin afköst og aukinn skilning á því, að þegar rætt er um efnahagslega erfiðleika þjóð- arbúsins hér og erléndis, er það ekki „afturhaldssöngur“ eða „barlómsvæl“, heldur skynsam- legar uinræður um aðstöðu og nag. Shkar umræður geta vissu- lega orðið til góðs ef ábyrgir þegnar þjóðfélagsins íhuga þessi mál gaumgæfilega og forðast að láta flokkslegan áróður villa sér sýn. F OKDREIFAR Hve langur er vinnutíminn? BLAÐIÐ hefur fengið bréf frá „Innbæingi", og segir þar: „Mér er gert að skyldu að greiða iðgjald til Almannatrygginganna. Eg gegni störfum, sem hver annar, venjulegan vinnutíma, og á illt með að hverfa af vinnustað í sjálfum vinnutímanum, þótt slíkt sé nú allmikil tízka sums ^staðar. Eg hef nú gert nokkrar til- rauni;-' til þess að greiða iðgjald mitt til Almannatrygginganna, en hef jafnan komið að lokuðum dyrum. Er það í rauninni svo, að vinnutíminn ' á skrifstofu þessari sé frá 10—12 og 1—3? Þykii þessari stofnun, sem kennir sig við almenning, það hæfg, ,að ætl- ast til þess að vinnandi fólk sé á ferli með iðgjöld sin til hennar þegar vinnudagui- stendur sem hæst? Ef eg óska að vera á mín- um vinnustað í vinnutímanum, hvenær á eg þá að komast að ti) þess að gera úpp mínar sakir á skrifstófu ’ þessari? Væri ekki hægt að koma þannig fyrir, að opið væri eftir. hádegi á laugar- dögum, eða að þær tvær skrif- stofur, sem tryggingarnar starf- rækja hér í bænum, skipti með sér verkum?“ Ekki kann eg að svara þessum spurningum, en væntanlega ■Ctendur ekki á embættismönnun- um að svara eða gera þær leið- réttingar, sem þarna virðast nauðsynlegar. Ilringrás lyginnar. EINU SINNI var logið í blýhólk á íslandi, sem frægt er, og í ann- að sinn í stállunga. En ekki er.ölí lygi þar saman komin. Eitthvað af henni gengur enn Ijósum log- um um landið. Sumt af. henni cirkúlerar, frá einum miðpunkti til útlimanna, og aftur heim til hjartans. f kosningabardaganum hér í vetur, útbjó íslendingur hér sögukorn um það, að skipshöfn eins togarans hér greiddi hærri skatta en KEA. Þetta. var þáttur í ófrægingarstríði þessa blaðs gegn samvinnustefnunni, sem jgfnan þykir henta að. rifja upp fyrir kosningar. Er og sumt látið fjúka í hita bardagans, sem ckki er ætlað langlífi. Munu íslend- ingsskrifararnir naumast hafa vænst þess, að þetta afkvæmi lifði fram undir sauðburðinn. En sú ætlar samt að verða raunin á. Sagan byrjaði nefnilega að cirkú- lera, og til voru þeir, sem voru einkar móttækilegir fyrir fróð- leik af þessu tagi og kannske hef- ur íslendingur verið slungnarr en hann lét og ætlaði sögunni ein- mitt þann sama stað. Löngu eftir kosningar birtist sagan sem sé í Alþýðumanninum og þá í nýjum og skáldlegri búningi, svo sem hæfir í því blaði. Nú var fyrir- tækjum SÍS bætt ofan á, og nið- urstaðan varð sú, að skipshöfn eins togai-a greiddi „hærri skatta“ en öll fyrirtæki KEA og SÍS á Akureyri samanlagt. Og nú var þessu ekki slegið fram, svona í fyrirspurnartón, heldur átti þetta nú að vera bláköld stað- reynd. Og svo hélt hringrásin áfram, frá útlimum íhaldsins til hjarta þess. Blað er nefnt „Frjáls verzlun“. Stendur þó ekki undir nafni með því að það er einn harðvítugasti málsvari forrétt- indakvótanna í inhflutnings- verzluninni. í síðasta hefti þessa blaðs, sem gefið er út af innsta hring íhaldsins í Reykjavík, stingur sagan upp;kollinum á ný, í hinum skáldlega Alþýðumanns- búningi. Segir blað þetta það nú vera sannað mál og ómótmælan- legt, að „ein skipshöfn á Akur- eyri, aðeins ein, greiðir hærri skatta til samans en öll fyrirtæki KEA og SÍS á Akureyri, og reka þessir aðilar þó allflest atvinnu- fyrirtæki þar.“ Væntanlega gerist það næst í málinu, að Alþýðu- maðurinn hér grípur þessa „sönn- un“ fegins hendi og birtir mjög skáldlega tunglsljósgrein í þeim tilgangi að hringrás blóðsins í blaðinu stöðvist ekki. Þannig geta bandamenn unnið saman og afhent hvor öðrum frækileg vopn að berjast með gegn sameiginleg- um óvini, en sá óvinur er hin frjálsu samtök. fólksins í landinu um verzlun og framleiðslu. með lausum botnum. Járn- og glervörudeild. Myndarammar, nýtt>, £iölbreytt úrval. Járn- og glervörudeild. Garðyrkjuþáttur I RÆKTUN KALS. Ef okkur stendur ekki alveg á sama um heilsu okkar og þeirra, sem við eigum að gefa mat, er það hrein og bein skylda okkar, að gera allt sem við getum til þess að bornar séu á borð þær fæðuteg- undir, sem líkama okkar eru nauðsynlegar og holi- astar til vaxtar og viðhalds. Það er því skylda hverrar húsmóður, að þekkja þau efni, sem hér urn ræðir og kynna sér eftir föngum, hvar þau er að finna og hvernig á að fara með þau. Eins og kunn- ugt er, eru líkamanum nauðsynleg hin ýmsu víta- mín ef vel á að vera, og þau finnast í ríkum mæli í grænmetinu. Með því að rækta grænmeti, getum við sjálf séð okkur fyrir þessum efnum. Ræktunar- störf krefjast töluverðrar fyrirhafnar og natni, en það, sem þau gefa í aðra hönd, er svo dýrmætt, að það ætti að vera kappsmál hverrar góðrar hús- móður að eignast góðan garð. Þótt fyrirhöfnin sé töluverð, mun hún borga sig vel og kostnaðurinn verða minni heldur en að kaupa grænmeti í verzl- unum, og hver getur verið öruggur um að slíkur varningur verði á markaðnum, þegar við þurfum á honum að halda? Nei, bezt er áreiðanléga að rækta sjálfur þær tegundir grænmetis, sem viðráðanlegar eru, handa sér og sínum. Það er jafnframt ódýrast, og fyrir þá, sem yndi hafa af ræktun og gróðri, eru slík störf einnig heilsubótaratriði, bæði fyrir sálina og líkamann. Af því að nú er einmitt sá tími, sem nauðsynlegt er að hefjast handa á sáningu þeirra tegunda, sem ekki verður sáð beint í garðinn, sneri eg mér til garðyrkjuráðunautar bæjarins, Finns Árnasonar, og bað hann að segja lesendum kvennadálksins nokkrar af hinum gullnu reglum, sem nauðsynleg- ar eru ef vel á ao takast. Garðyrkjuráðunauturinn brást vel við, og það leyndi sér ekki, að hér var um hjartans/mál hans að ræða. Við fyrstu spurningu minni, hvort við ættum sjálf að rækta kálplöntur okkar eða kaupa þær í garð- yrkjustöð, svaraði hann mjög ákveðið: „Þeir, sem áhuga.hafa á ræktun eiga að gera það, en hinir, sem engan sérstakan áhuga hafa á gróðurstörfum, en vilja þó hafa grænmeti í garðinum, eiga að kaupa þær í garðyrkjustöð. Það er nefnilega hætt við, að hinir áhugalitlu muni gefast upp, því að þetta er alls ekki fyrirhafnarlaust.“ „Margir hafa gefizt upp við að rækta kál, síðan kálflugan tók að herja hér, er það réttmæt upp- gjöf og eðlileg?" spyr eg. „Alls ekki,“ svarar Finnur, „grænmeti, þarf að- eins meiri og betri umönnun. Hvar erlendis held- urðu að það myndu þykja tíðindi, þótt menn verði að sprauta eplatrén til þess að vera öruggur með uppskeruna?“ Eg gef nú garðyrkjuráðunautinum orðið og bið hann að þessu sinni að segja okkur um sáningu káltegunda og hirðingu þeirra, þar til þeim er plantað út í gax-ð. Síðar verður sagt frá öðrum teg- undum og sumai'blómum. Þessi þáttur er því aðeins fyrir þá, sem ætla að í'ækta kálplöntur sínar sjálfir. Þær tegundir, sem helzt koma til greina eru: Hvit- kál, blómkál, rauðkál og toppkál (fljótvaxið sum- ai'hvítkál), en allar þessar tegundir segir ráðu- nauturinn að séu arðvissar, þær þunfi mikla um- hyggju, en maður geti vei'ið ugglaus um að rrðiíta þ£ér. „Það fyrsta, sem gex-a þarf, er að útvega sér kassa, ca. 15 cm. djúpan og 50x30 cm. á stærð, eða því sem næst. í kassann er sett góð gróði-ai’mold. Bezt er að sá fi'æinu í í'aðir, þannig er betra að komast að ai'fa, ef hann skyldi bii'tast. Fræin eru hulin með mold og síðan með þurrum sandi. Sandlagið gerir það að verkum, að moldin springur síður, hann (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.